Morgunblaðið - 09.01.1990, Side 36

Morgunblaðið - 09.01.1990, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990 „Ef þér batnar ekki höfuðverkurinn endurgreiði ég ' þér lækniskostnaðinn tvöfalt.“ V. J * Ast er... & m & .. .að dansa síðasta vals- inn saman. TM Reg. U.S. Pat Off. —all rights reserved e 1989 Los Angeles Times Syndicate lauktegund í kjötbúðinni! HÖGNI HREKKVlSI w Á hausinn með loðdýraiðnaðinn Til Velvakanda. Sem betur fer eru engar líkur á að loðskinnin hækki í verði aftur. í frétt í Morgunblaðinu þann 16. desember sl. var greint frá því að loðdýraskinnin hefðu lækkað enn í verði á uppboðsmarkaðnum í Kaup- mannahöfn, ofan á allar fyrri verð- hækkanir síðustu árin. Aðstæðurnar hafa hagað því svo til að ég þekki ögn til þessara mála frá öðru sjónarhorni en vesalings ríkisstjórnin gerir. En hún berst nú fullkomlega vonlausri baráttu við að halda þessari ömurlegu iðngrein á f loti, öllum til ama og vandræða. En það virðist alveg hafa farið framhjá loðdýrabændum og stjórn- völdum hér á landi hvers vegna þessi stansiausa verðlækkun skinn- anna hefur átt sér stað undanfarin ár. Og enn meiri þoku er þetta fólk í þegar það skyggnist inn í framtíð- ina í helför loðdýranna í búrunum, sem heitir víst að fallegu stofnana- máli „loðdýraiðnaðurinn". Mig langar því að upplýsa það hér fyrir þá sem eitthvað vilja hugsa um þetta mál af alvöru að ekki eru nokkrar líkur á að loðdýraverðið muni hækka á næstu árum vegna þeirrar afstöðubreytingar sem orðið hefur á viðhorfi stórra hópa af fólki á Vesturlöndum til þessa dýrabúra- terrorisma, sem reyndar mestallur landbúnaður víðast hvar er annars á hraðri leið með að þróast inn í. Fólk er farið að neita sér að ganga í flíkum sem kosta allar þessar þjáningar dýranna sem á bak við þessa framleiðslu liggja. Það kostar ailt að 32 refi loðfeld sinn og líf sitt til að klæða eina kerlingu upp í þessa þjáningarfullu og illa fengnu loðkápu. Fólk hefur sífellt meira við það að athuga að gefa sem gjaf ir og/eða ganga í loðkápum eða húfum eða öðrum fatnaði sem gerður er úr þessum stolnu skinnum. Og það eru alls engar líkur á að þessari þróun verði snúið við sem betur fer. Og ég bara vona að þessi and- styggðariðnaður hér heima sem erlendis fari allur á hausinn eins og hann leggur sig með glæsibrag. Enda virðist okkur dýravinunum loksins ætla að verða að ósk okkar í þessu máli að þessum hryllingsiðn- aði skoli niður skóipræsi markaðs-. lögmálanna. Og þá verður sturtað niður með brosi á vör. Þökk sé hin- um öf lugu og göfugu dýravinasam- tökum víðs vegar um veröldina, þar sem fólk lætur sig varða líðan og líf þessara saklausu einstaklinga sem dæmdir eru til fangelsisvistar í smábúrum alla sína ævi og vera svo rændir loðfeldinum utan á ein- hveijar pjattaðar Vesturlandakell- ingar til að sýna sig í. Ég heid að ekki nokkur eigandi þessara loðfata gætu hugsað sér að standa á vímeti alla sína ævi eins og þeir ætla dýrunum sem upphaflega og raunverulega eiga þessi skinn. Hvað þá að geta aldrei séð sólarljósið eða nokkurn hluta náttúrunnar og fegurðar lífsins sem við bjóðum þessum ólánssömu dýr- um upp á. En sem betur fer eru dýravernd- unarsamtök orðin svo stór og vold- . ug að þau geta barið svona óhugn- að niður með afli sínu eins og allur þessi loðdýraiðnaður er, dýranna . vegna eingöngu. Auk þess er svona ' ógeðfellt dýrahald í búrum hrein móðgun við allt lífið og fegurð þess. Hvar er nú allur kærleikurinn og hjálpsemin við lítilmagnann? Áttum við ekki að gæta minnstu bræðra okkar einnig í stað þess að setja hann í búr? Auðvitað eiga þessar fjölskyldur þessa svokallaða loðdýraiðnaðar stóra samúð mína í þeim erfiðleik- um sem þær eiga í vegna alls þessa. Þetta er nú bara fólk sem er að reyna að bjarga sér. En það þýðir ekki annað en að horfast í augu við þá staðreynd fyrir það og stjóm- völd að þessi barátta er töpuð, gjörtöpuð sem betur fer segi ég og 1 sífellt fleiri sérvitringar. Það sem gera verður í þessu vonda máli öllu saman er hreinlega ( að leysa þessa bændur að mestu leyti út úr skuldum sínum. Og helst af öllu að kaupa af þeim jarðirnar, ( þeim sem vilja á sanngjörnu verði og/eða húsin einnig óski þeir þess á annað borð og flytja í þéttbýlið' og vinna þar við einhver önnur og geðugri störf. Á vissan hátt voru bændur plataðir út í þetta fyrirfram vonlausa streð af stjórnvöldum og reyndar af sér sjálfum einnig. Harðasta áróðurinn fyrir búra- helför refsins og minkanna hér á landi rak þessi dýrategund sem heitir landbúnaðarráðunautur. Það væri vonandi að þeir hugsuðu af- leiðingar „ráða“ sinna framvegis áður en bændum eru gerðir aðrir svona bjarnargreiðar héðan í frá. Því þetta mátti allt sjá fyrir, alla , væntanlegu erfiðleikana. Áðeins ef menn aðeins vildu það eða þorðu. Magnús H. Skarphéðinsson j Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — e§p hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. ( ( ( ( „HVAG.réycK.sTú P>etta ?. pe.so\ts VLOe>eLCAe.eeu OLö&.e-<3\e/ Víkveiji skrifar Nokkru fyrir jól sendi Póstur og sími landsmönnum jólagjöf. Þetta var póstkassi úr pappa, sem bersýnilega átti að nota til þess að geyma jólakort í. Þetta var fallegur kassi og vel prentaður. En hvað skyldi það hafa kostað Póst og síma að senda landsmönnum þennan kassa? Eða öliu heldur: hvað kostaði það tiltæki forráðamanna Pósts og síma að láta búa til þennan kassa viðskiptavini stofnunarinnar? Bruðl af þessu tagi er fáránlegt, en sjálfsagt dæmigert fyrir opinberar stofnanir. Það hefði verið kærkomn- ari jólagjöf fyrir viðskiptavini Pósts og síma, að þeir peningar, sem fóru í þessa vitleysu hefðu verið notaðir til þess að lækka þau gjöld, sem þeir greiða eða a.m.k. að draga úr næstu hækkun, sem yfir dynur. Þetta er sams konar vitleysa eins og hjá Amarflugsmönnum að eyða peningum í að prenta sérstaka mat- seðla fyrir farþega á hinum svo- nefnda “Gullklassa" félagsins og dreifa þeim áður en matur er borinn fram. Tii hvers? Það væri hægt að skilja þetta tiltæki, ef um val væri að ræða, en svo er ekki. Hvers vegna er fyrirtæki, sem berst í bökkum að henda peningum út um gluggann með þessum hætti? xxx Af þessu tilefni er kannski rétt að hafa orð á því, að það er undarlegt athæfi hjá fyrirtækjum og einstaklingum að henda rusli inn um dyr hjá öðru fólki. Nú er orðið svo mikið um það, að alls kyns prentað mál er sent í hús eða borið í hús, sem enginn hefur beðið um, að það er orðin töluverð vinna fyrir fólk, að safna þessu saman og henda því í ruslafötuna. Útburðarmennimir eru ekki allir jafn samvizkusamir. Um daginn hafði 10-20 eintökum af sama blaði verið skóflað inn um dyr Víkveija! Þá hafa þeir, sem vom að bera bláð- ið út verið orðnir þreyttir á útburðin- um og losað sig við það, sem eftir var á einn og sama stað! xxx ( * Onæði, sem heimili verða fyrir er af margvíslegu tagi. Sölu- ( mennska í gegnum síma er eitt af því. Nú er auðvitað ekki hægt að koma í veg fyrir að hringt sé í síma | fólks í ýmsum erindagjörðum! En það er ekki sjálfsagt mál að hringja í síma seint um kvöld til þess að selja áskrift tímarita eða jafnvel hlutabréf! Seljendur, sem vinna í gegnum síma hljóta að verða að temja sér lág- markskurteisi í þessum efnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.