Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B 6. tbl. 78. árg. ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Suður-Afríka: Mandela látinn laus innan ör- fáiTa vikna? Jóhannesarborg. Reuter, Daily Telegraph. NELSON Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins (ANC), sagðist í gær vongóður um að hann yrði látinn laus úr fang- elsi innan örfárra vikna, að sögn eiginkonu hans, Winnie Mand- ela. Þetta er í fyrsta sinn sem slík ummæli eru höfð eftir Mandela frá því hann var handtekirín árið 1962 og dæmdur í lífstíðarfangelsi 1964 fyrir að hafa skipulagt uppreisn gegn minnihlutastjórn hvítra manna í Suður-Afríku. Sjö blökku- mannaleiðtogar voru handteknir á sama tíma og hann en þeir voru látnir lausir í fyrra. Mandela er í haldi í bóndabæ um 60 km frá Höfðaborg. Winnie Mandela sagði að eigin- maður sinn hefði sagt sér að und- irbúa heimkomu hans. Hún kvaðst ekki vita gjörla hvenær hann yrði látinn laus en sagði það ekki leng- ur spurningu um mánuði, heldur örfáar vikur. Suður-afrískir embættismenn segjast búast við því að Mandela verði látinn laus í lok þessa mánað- ar eða f ljótlega eftir að þing lands- ins kemur saman á ný eftir jóla- hlé 2. febrúar. Afríska þjóðarráðið og ýmsir leiðtogar blökkumanna hafa sagt að samningaviðræður við stjómvöld komi ekki til greina fyrr en Mandela verði látinn laus. Chris Hani, yfirmaður skæruliða- sveita Afríska þjóðarráðsins, sagði í gær að búast mætti við hörðum árásum skæruliðanna í Suður- Afríku í ár. NATO haftiar afvopnunartil- lögum Gysis Reuter Azerar hrópa til vina og skyldmenna yfir Arax-fljót, sem skilur íran og Sovétríkin. Tæpar sex milljón- ir Azera búa í Sovétlýðveldinu Azerbajdzhan en 4 milljónir í samnefndu héraði í norðurhluta Irans. Þeir krefjast þess að landamærin verði opnuð og hafa rifið niður landamæragirðingar og eyðilagt varð- stöðvar á svæðinu. Brussel. Reuter. TALSMENN Átlantshafsbanda- lagsins (NATO) höfhuðu í gær til- löguin Gregors Gysis, leiðtoga austur-þýska kommúnistaflokks- ins, um að þýsku ríkin fækkuðu í herliði sínu um helming á næstu tveimur árum og allir erlendir hermenn yrðu fluttir af þýskri jörð fyrir aldamót. Talsmennirnir sögðu að bandalag- ið væri andvígt því að samið yrði um afmörkuð afvopnunarsvæði. Þeir sögðu að aðeins kæmi til greina að fjalla um slíkar hugmyndir í Vínar- viðræðunum um fækkun hefðbund- inna vopna. Hans Klein, talsmaður vestur-þýsku stjórnarinnar, tók til- lögunni einnig fálega. „Ráðlegt væri fyrir Gysi að einbeita sér að vanda- málum Austur-Þýskalands frekar en að vekja á sér athygli með tilkomum- iklum hugmyndum í fjölmiðlum," sagði talsmaðurinn. Upplausnin í Sovétríkjunum: Götubardagar brjótast út í Nagomo-Karabakh Medvedev fordæmir kommúnista í Litháen - Vaxandi þjóðaólga í Azerbajdzhan og Georgíu Moskvu. Reuter og dpa. BARIST var með vélbyssum á götum Stepanakert, höfuðstað Nagorno-Karabakh, og brú var sprengd í loft upp í héraðinu, að því er sovéska sjónvarpið skýrði frá í gær. Mótmæli Azera héldu áfram við landamærin að íran og hermenn voru sendir til Georgíu vegna vaxandi þjóðaólgu. Nefnd háttsettra sovéskra embættis- manna kom til Litháens í gær til viðræðna við kommúnista Sovét- lýðveldisins, sem hafa ákveðið að slíta öll tengsl við móðurflokkinn i Moskvu. Oddviti nefndarinnar, Vadím Medvedev, helsti hug- myndafræðingur kommúnista- flokksins, fordæmdi litháíska Rúmenía: Fylgismenn Nicolae Ceausescus fyifr rétt Búkarest. Reuter. FYRSTU réttarhöldin hófúst í gær yfir þeim félögum í rúmensku öryggissveitunum sem héldu áfram að berjast eftir að Nicolae Ceau- sescu, fyrrum einræðisherra Rúmeniu, var steypt af stóli 22. desem- ber. Þjóðarráðið, sem farið hefur með völdin í landinu frá bylting- unni, lofaði samningaviðræðum við nýstofnaða stjórnmálaflokka landsins um hvernig koma megi á lýðræði.. Reuter Talsmaður Þjóðarráðsins, Aurel Munteanu, sagði að sérstakur her- réttur hefði hafið yfirheyrslur yfir nokkrum liðsmönnum öryggissveit- anna í bænum Sibiu. Einn þeirra var dæmdur í níu ára fangelsi. Á sunnudaginn var þeirra minnst í Búkarest, sem féllu í byltingunni gegn Ceaucescu. Myndin sýnir minnisvarða um hina látnu. Kveikt var á kertum og brugðið upp táknrænum borðum og spjöldum eins og þeim, sem leggja kommúnisma og nasisma að jöfim. Á krossin- um stendur: Hyllum hetjur okk- ar að eilífu. Fleiri yrðu dregnir fyrir rétt síðar í ýmsum borgum landsins. Enginn þeirra verður dæmdur til dauða. Munteanu sagði einnig að Þjóð- arráðið væri reiðubúið að ræða við fulltrúa nýstofnaðra flokka um framkvæmd frjálsu kosninganna, sem áformaðar eru í apríl. Fram- bjóðendur allra flokka fengju að koma fram í útvarpi og sjónvarpi þegar kosningabaráttan hæfist. Hann sagði að Þjóðarráðið myndi standa við loforð sín um kosningar í apríl. Hann lagði ríka áherslu á að Þjóðarráðið hygði ekki á fram- boð en hins vegar yrði lagður fram listi yfir frambjóðendur úr öðrum flokkum, sem ráðið styddi. Sjá fréttir á bls. 18-19. kommúnista og sagði þá stofna umbótastefnu Míkhaíls Gorb- atsjovs Sovétforseta í hættu. Engar upplýsingar hafa fengist um mannfall í bardögunum í Nag- orno-Karabakh, héraði sem Azerar vilja að sameinað verði Azerbajdzhan á ný. Allir vegir til héraðsins eru lokaðir og lestasamgöngur hafa legið niðri mánuðum saman. Flytja þarf öll aðföng loftleiðis og mikill skortur er á ýmsum matvælum. „Ástandið er mjög alvarlegt og gífurlegur ótti ríkir á meðal íbúanna,“ sagði í sov- éska sjónvarpinu. Málgagn sovésku stjórnarinnar, Ízvestía, skýrði frá því að hópar Azera hefðu lent í átökum við verði á landamærum Azerbajdzhans að Tyrklandi og íran. Næstum allar varðstöðvar á landamærunum að ír- an, sem eru um 150 km, hafa verið eyðilagðar frá því á nýársdag. Hermenn voru sendir til Georgíu í gær vegna óeirða sem brotist höfðu út eftir að níu mánaða barn hafði verið skotið til bana. Georgíumenn sökuðu þjóðernissinna í fjallahérað- inu Suður-Ossetíu um morðið. Oss- etíumenn berjast fyrir auknu sjálf- ræði og þess að tunga þeirra verði opinbert mál héraðsins. Georgíumenn hindra nú samgöngur til héraðsins. Míkhaíl Gorbatsjov kemur í sína fyrstu heimsókn til Litháen á fimmtudag, degi síðar en áformað var í fyrstu. Um helgina var sam- þykkt á fundi Sajudis, fjöldahreyf- ingar sem berst fyrir aukinni sjálf- stjórn, að taka á móti Gorbatsjov með mótmælum og kröfum um fijálst Litháen. Frelsisfylking Litháens, sem vill tafarlausan og algjöran aðskiln- að, áformar einnig mótmæli með slagorðinu: „Farðu heim Gorbí!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.