Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990 31' Minning- Hjálmar Ejjólfs- son, Hafharfírði Fæddur 8. júní 1911 Dáinn 1. janúar 1990 Elsku afí minn og langafi okkar er dáinn. Við vorum búin að búast við þessu eftir löng og erfíð veik- indi. En alltaf er samt mikill sökn- uður þegar einhver ástvinur deyr. Mér er svo minnisstætt, er ég var 3-4 ára hnáta, og mamma og pabbi fóru í ferðalag. Ég átti að vera í pössun hjá Rebekku sem er nágrannakona okkar. Mamma fór með mig yfír til hennar, og það var allt í lagi, svo þegar líða tók á kvöld, og ég átti að fara að sofa, þá kom söknuður eftir mömmu og pabba. Ég tók þá sængina mína, koddann og bangsann og læddist niður eftir til afa. Yfír hraunið í kolsvarta myrkri á náttfötunum og bankaði og afi tók alveg undrandi á móti mér og þar var ég þar til mamma og pabbi komu aftur. A sumrin fór ég oft með afa á trill- unni, að vitja grásleppuneta og hjálpaði honum að draga inn. Það var alltaf gaman, þegar eitt- hvað annað en fískur kom í netin. Sumrin voru alltaf svo skemmtileg, þegar skólinn var búinn, þá var farið beint til afa í skemmuna og þar fékk ég að prófa margt. Ég og afí skemmtun okkur alltaf vel þegar við vorum saman. Við fórum í hjóla- túra út um allt og löbbuðum oft niður í fjöru að skoða skeljar og annað fjörudót. Afí hafði alltaf svo mikið að segja mér af sjálfum sér þegar hann var á sjónum, þá komu margar skemmtilegar frásagnir í ljós, því afí gat alltaf leikið svo vel Fæddur 30. nóvember 1930 Dáinn 26. desember 1989 í dag er við kveðjum ástkæran vin okkar viljum við þakka fyrir að hafa kynnst honum. Ogleymanlegar samverustundir munu Iifa í hugum okkar um ókomna tíð. Kristmundur Snæberg Snæ- bjömsson fæddist í Reykjavík og var sonur hjónanna Snæbjarnar Kristmundssonar og Ingibjargar Magnúsdóttur. Kristmundur fór snemma í fóstur til móðurforeldra sinna, að Efri-Hömrum, og ólst þar upp að mestu leyti. Hann fór ungur til sjós og þá oftast sem kokkur. Árið 1966 hóf Kristmundur störf hjá Nýju Sendibílastöðinni og starf- aði þar æ síðan. Hann þjónaði við- skiptavinum sínum vel og var þess vegna á snærum margra fyrirtækja um áraraðir. Á milli sendiferða var Kristmundur tíður gestur hjá okkur þá menn sem hann var að segja frá, og þá var oft mikið hlegið. Þegar svo dætur mínar fóru að heimsækja langafa þá fannst þeim alltaf svo spennandi að skoða skelj- amar hans sem vom á lóðinni. Þegar eldri stúlkan mín, hún Dagný, var rétt orðin 2ja ára, þá var hún farin að staulast niður eft- ir til langafa og fá eitthvað gott í munninn. Svona gæti ég haldið endalaust áfram en læt þetta gott heita. Við kveðjum nú elsku afa okkar og langafa og vitum að við eigum eftir að hittast á ný, þegar fram líðar stundir. Hafði hann þökk fyrir allt og allt. Elsku pabbi, Ásta, Jói og ættingj- ar, Guð gefí okkur styrk og stuðn- ing á þessari sorgarstundu. Erna, Gunni, Dagný og Ingibjörg. „Hann afí er dáinn.“ Ég get ekki sagt að það hafi komið mér á óvart því það var búið að undirbúa mig undir þetta. En það er samt alltaf erfítt að kyngja svona fréttum, sér- staklega af sínum nánustu. En það er huggun harmi gegn að trúa því að nú líði honum betur og að við eigum einhvem tímann eftir að hitt- ast aftur. Afí minn hét Hjálmar Eyjólfsson, Tjörn við Hetjólfsgötu, hér í Hafnarfírði. Minningarnar þyrlast upp. Eins og þegar ég fór með honum á sjó- inn á trillunni sinni að leggja eða draga grásleppu- og rauðmaga. Eða þegar við fómm í Hafnarfjörð á og var þá sest niður með kaffibolla í hendi og heimsmálin rædd, virtist engu máli skipta hvort rætt var um stjórnmál, menningarmál eða íþróttir, aldrei kom maður að tóm- um brunninum hjá Kristmundi. Til marks um dugnaðinn og vinnusemina í Kristmundi er okkur minnisstætt óhapp eitt er henti hann fyrr í vetur er hann tognaði á fæti. Meira þurfti til en þetta eitt til að halda honum frá vinnu, því tveimur dögum seinna var hann kominn aftur til starfa, en í þetta skiptið með staf í hönd. Vinnustaður okkar í Álfheimum verður tómlegur eftir óvænt fráfall vinar okkar og mun minningin um góðan dreng lifa lengi. Okkar inni- legustu samúðarkveðjur til ættingja og vina. Hvíl í friði. Starfsfólk Olís, Álfheimum. trillunni að kaupa bensín og komum aftur með fullan bát af gosi. Oft var það þegar afí kom í land og ég var niður í ijöru, að hann var með lítinn rauðmaga eða ígulker sem hann gaf mér. Það var alltaf gott að köma til afa og vera hjá honum. Oft hringdi hann heim til pabba og mömmu og sagði við mig: „Ég var að elda kjötsúpu," eða „ég var að búa til ljómandi góða kæfu,“ og þá stökk ég niðureftir, því að kjötsúpan hans var sú besta í heimi og kæfan hans það besta sem til var ofan á brauð. Oft var það þeg- ar ég eltist og fór að búa að hann sendi mér kæfubita. Afi skrifaði alveg sérstaklega vel og var mjög vandvirkur. Ég geymi sem dýrgrip sendibréfið sem hann skrifaði mér þegar ég bjó í Þýska- landi, því það er ábyggilega eitt af fáum ef ekki það eina sem hann skrifaði um ævina. Það var alltaf gaman á aðfanga- dag heima. Þá borðuðu afí og Sigur- björg hjá okkur og fóru síðan heim að taka upp pakkana sína, en við fórum til þeirra um kvöldið til að skoða gjafírnar og þá fengum við alltaf ís, ávexti og nammi svo að maður gat varla gengið heim á eftir. Þegar ég fór að búa var afi yfír- leitt hjá okkur á aðfangadag, en hann þurfti alltaf að vera kominn heim kl. 20.00 til þess að horfa á fréttirnar í sjónvarpinu sínu. Afí átti alltaf eitthvað gott til að stinga upp í mann og fengu drengirnir mínir smjörþefínn af því þegar við fórum í heimsókn til hans eða út að keyra. En við fórum oft saman í Kringluna og Kjötbúðina Borg til að kaupa slög og búa til kæfu. Eins var alltaf gaman að fara með honum á bryggjuna og skoða bátana og var hann óþreyt- andi að svara spurningum strák- anna og segja þeim frá bátunum. Það var alveg dásamlegt að fara út að keyra með afa. Hann þekkti lá við hvern stein og hveija þúfu og var óþreytandi að segja okkur frá einhveiju sem hafði gerst á þessum og þessum stað. Mér er alltaf minnisstætt hvað hann hló þegar Jón Kristján sagði honum að hann hefði farið á ijúpu og ekki fengið eina einustu. Þá hló afi og sagði: „Ég skal sko segja þér það, Nonni minn, að þegar ég var ung- Kristmundur S. Snæ- bjömsson — Minning Btómmtoja Fnðfinm Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opiðöllkvöld til kl. 22,> einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. + Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR ILLUGADÓTTUR frá Skárastöðum. Sérstakar þakkir til laekna og starfsfólks sjúkrahúss Hvamms- tanga fyrir frábæra hjúkrun og umönnun. Guðmundur Jóhannesson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Alúðarþakkir fyrir hluttekningu og samúð við fráfall ÞÓRUNNAR KVARAN. Ragnheiður Hafstað Sigurður Hafstað, Clara Kvaran, Einar R. Kvaran. Matthildur Björnson, Jón Björnson, barnabörn og barnabarnabörn. ur, þá fór maður ekki á ijúpnaveið- ar án þess að koma klyfjaður til baka, helst með fulla kerru og vel það.“ Svo hlógu þeir og hlógu. Svona var afí, alltaf fullur af glensi og gríni. Það var iðulega á sunnudögum hringst á og spurt út í lottóið. Ef hann fékk vinning var hann voða rogginn, en ef hann fékk ekki neitt, þá sagði hann alltaf: „Nú fer ég að hætta þessari vitleysu,“ en svo spilaði hann bara aftur næst og tók áhættuna. Svona var það líka þegar dregið var í Happdrætti Háskólans, þá hringdi hann kannski og sagðist vera frá happdrættinu og að ég hefði fengið vinning, en hann gat ekki verið alvarlegur lengi og fór svo að skellihlæja. Afí var mjög barngóður og var iðulega með fullt af börnum í heim- sókn, hvort sem það voru bama- barnabörnin eða bara einhver börn sem komu til að tína skeljar. Hann tók eins á móti öllum. Oft fór mað- ur niðureftir til að fá hann til að spila á nikkuna og gerði hann það alltaf ef hann kom því við. Svo sagði hann sögur af því þegar hann var ungur og spilaði á böllum, í brúðkaupum o.fl. Já, það er erfítt að sætta sig við það að afí skuli vera farinn frá okkur, en við verðum að hugga okkur við það að við eigum ein- hvern tímanm eftir að sjást aftur og vera hamingjusöm með honum á ný. Elsku pabbi, Ásta, Jói, aðrir ætt- ingjar og vinir. í hjörtum okkar ríkir sorg vegna fráfalls góðs manns, manns sem við elskuðum öll og virt- um. Minningin um afa mun ætíð lifa í hjörtum okkar. Guð styrki okkur á þessari sorgarstundu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Guðrún, Jón Kristján, Eyj- ólfiir, Arnar og Borgar. + Þökkum af alhug sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ODDNÝJAR S. EINARSDÓTTUR frá Árnesi. Sérstakar þakkir og góðar óskir til alls starfsfólks lungnadeildar Vífilsstaðaspítala. Fyrir hönd aðstandenda, Benedikt Valgeirsson. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andláLog útför eiginmanns míns, föður, tengdaföð- ur og afa, EINARS D. DAVÍÐSSONAR, Rauðalæk 6. Sigríður Árnadóttir, Magnea Einarsdóttir, Jóhann Ásmundsson, Hildur Einarsdóttir, Einar Einarsson, Sólveig Einarsdóttir, Árni Klemensson, Einar Dagfinnur Klemensson. + Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður og afa okkar ÞÓRARINS ÁGÚSTS GUÐMUNDSSONAR, Þórunnarstræti 124, Akureyri. Sérstakar þakkir til heimilisfólks og starfsfólks á dvalarheimilinu Hlíð og allra annarra er sýndu honum vináttu og hlýhug í ellinni. Guð blessi ykkur öll. Hulda Þórarinsdóttir, Halldór Arason, Gyða Þ. Halldórsdóttir, Ari Halldórsson. + ' Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar og tengdaföður, JÓHANNESAR KRISTINS STEINSSONAR, Silfurtúni 18, Garði. Kristfn Ingólfsdóttir, Steinn Jóhannesson, Þorbjörg Óskarsdóttir, Anna Guðrún Jóhannesdóttir, yerner Hirschback, Hildigunnur Jóhannesdóttir, Árni Jóhannesson, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Gunnar Hannesson. Lokað Afgreiðslan verður lokuð í dag milli kl. 13.00 og 15.00 vegna jarðarfarar KRISTMUNDAR SNÆBJÖRNSSONAR, sendibílstjóra. Nýja sendibflastöðin. Lokað Skrifstofa okkar verður lokuð í dag frá kl. 9.00- 13.00 vegna jarðarfarar GÍSLA GUÐMUNDSSON- AR, leiðsögumanns og kennara frá Tröð. Lögmenn, Atli Gíslason hrl., Magnús M. Norðdahl hdl. Ingólfsstræti 5, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.