Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANUAR 1990 15 Morgunblaðið/Bjami Tíu dagar til þorra Undirbúningur stendur sem hæst hjá matreiðslumeisturum iandsins undir þorra, en hann hefst föstudaginn 19. janúar n.k. Á myndinni að ofan er Jóhannes Stefánsson matreiðslumeistari að athuga súrinn í búri veitingahússins Múlakaffi. Sælkerar landsins eru eflaust famir að hlakka til, því á þorra bjóða veitingastaðir upp á gamlan íslenzkan mat, súran innmat, blóðmör, lifrarpylsu, lundabagga,.hrútspunga og fleira góðgæti og svið og hangikjöt er í boði fyrir þá sem ekki hafa vanist súrsuðum mat. Þorrablótin þykja ómissandi enda hafa þau færst í vöxt á undanföm- um árum, og er þá gjaman boðið upp á tár af íslensku brennivíni með þorramatnum. Skýrsla nefiidar félagsmálaráðherra; Fjárhagsstaða sveitarfélaga almennt versnað síðan 1986 LÖGÐ var fram á ríkisstjórnarfúndi á fostudag skýrsla neftidar sem félagsmálaráðherra skipaði til að kanna orsakir versnandi fjárhags- stöðu sveitarfélaga og gera tillögur til úrbóta. Kemur þar fram að 12 sveitarfélög þurfa að mati ráðuneytisins að beita hörðum aðhaldsað- gerðum og fá fjárlvagslega aðstoð til að komast úr ijarhagsörðugleikum sinum. Skýrsla þessi, sem að sögn Hún- boga Þorsteinssonar, skrifstofustjóra í félagsmálaráðuneytinu og for- manns nefndarinnar er sú fyrsta sinnar tegundar, nær til áranna 1986- 1988. í fyrstu var farið yfir fjárhag nánast allra sveitarfélaga á landinu, en síðan vom tekin út 28 sveitarfelög til nánari athugunar. Af þessum 28 era 12 talin eiga við mjög mikla fjárhagserfiðleika að etja. í grófum dráttum er- niðurstaða skýrslunnar sú að fjárhagsstaða sveitarfélaga hefur almennt versnað frá árinu 1986. Era þar margþættar orsakir að baki: Tekjur jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hafa verið skertar, mis- munandi tekjumöguleikar sveitarfé- laga koma niður á sumum þeirra, erfiðleikar í atvinnurekstri, of miklar fjárfestingar miðað við tekjur og stofnun þjónustuútgjalda án þess að tekjur séu fyrir hendi. Ymsar tillögur e_ru gerðar til úr- bóta í skýrslunni: Áhersla er lögð á að lögum um tekjustofna sveitarfé- laga og verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga sé fylgt eftir, jöfnunarsjóður verði ekki skertur, hert verði skil á ársreikningum sveitarfélaga og gerð fjárhagsáætlana, lánasjóði sveitarfé- taga verði einnig gert að lána til skuldbreytinga en ekki bara til fram- kvæmda og farið verði varlega í ábyrgðir og þátttöku í atvinnu- rekstri. Varðandi verst settu sveitar- félögin er lagður til verulegur sam- dráttur í framkvæmdum og fjárfest- ingum. Þyrla náði í slasaðan skipverja Ríkisstjórnin telur að rétta megi stöðu sveitarfélaganna með þeim aðgerðum sem lagðar eru til. Ekki er talin ástæða til að taka f leiri sveit- arfélög í svokallaða gjörgæslu ríkis- ins, frekar en þegar er orðið, þau verst settu ættu að ná sér á strik með ströngum aðhaldsaðgerðum og með aðstoð iána- og jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Auk Húnboga sátu í nefndinni Páll Guðjónsson bæjarstjóri og Þórð- ur Skúlason sveitarstjóri, tilnefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kristófer Oliversson, skipulagsfræð- ingur tilnefndur af Byggðastofnun og Sveinbjörn Óskarsson deildar- stjóri, tilnefndur af fjármálaráð- herra. ÞYRLA Landhelgisgæslunnar náði i slasaðan skipverja um borð í danska eftirlitsskipið Beskytt- eren á sunnudagskvöld. Maður- inn hafði slasast á hendi og var hann fluttur á Borgarspítalann í Reykjavík. Eftirlitsskipið Beskytteren var statt á Dohrnbanka þegar slysið varð, en ekki fengust upplýsingar um það í gær hvernig maðurinn slasaðist. Þyrla um borð í Beskytt- eren var biluð og var því óskað aðstoðar Landhelgisgæslunnar. Þyrlan og eftirlitsskipið mættust út af Breiðafirði, þar sem skip- veijinn var hífður upp í þyrluna. Hún lenti við Borgarspítalann rétt fyrir klukkan 20 á sunnudagskvöld. Skrifstofutækninám Betra verð - einn um tölvu Tölvuskóli íslands S: 67 14 66 KOTASÆLA fitulítil og freistandi Þessi fitulitla og kalkríka afurð býr yfir óþrjótandi fjölbreytni: Hún er afbragð ein sér, frábær ofan á brauðið með t.d. kryddjurtum, gæðir súpuna rjómabragði og gefur sósunni á grænmetissalatið fyllingu og ferskleika. KOTASÆLA — fitulítil og freistandi Macintosh - Kennarabraut Skemmtileg og fræðandi námskeið í tveimur áföngum, sérstaklega ætluð kennurum á öllum skólastigum, hefjast í janúar. Kvöld- og helgartímar. Menntun sem metin er til stiga hjá námsmatsnefhd og hægt er að sækja um styrk í endurmenntunársjóði. Lögð er áhersla á notkun Macintoshtölvunnar við námsefnisgerð, nemendabókhald og verkefnagerð. Tölvu- og verkfræ&iþjónustan Hringdu og fáöu Grensásvegi 16 • Sími 68 80 90 námsskrá senda Snjólítið á skíða- stöðum í Olpunum Hefur ekki enn komið niður á skíðaferðum frá Islandi SNJÓR hefur verið takmarkaður á flestum af stóru skíðastöðunum í Ölpunum í vetur. Lítillega snjóaði í Frakklandi og Austurríki um jólin, en siðan þá hefur snjórinn bráðnað jafiit og þétt. Ekkert hefur snjóað í V-Þýskalandi, Sviss og flestum skíðastöðum á Italíu. Fullbókað var á nær alla skíða- staði í Ölpunum milli jóla og nýárs, en snjórinn lét sig vanta þriðja árið í röð. Margir héldu heim áður en fríið var búið. Hópur Islendinga lenti í þeirri aðstöðu að horfa upp í grænar skíðabrekkurnar í Aust- urríki. Að undanförnu hefur nokkuð verið um að skíðaferðir, einkum til Sviss og Ítalíu, hafi verið felldar niður frá öðrum Evrópulöndum. Þetta snjóleysi hefur enn ekki komið við íslensku ferðaskrifstof- urnar, sem bjóða upp á skíðaferðir. íslenskir skíðaáhugamenn fara yfirleitt ekki í þessar ferðir fyrr en í lok janúar, en þá getur snjór þak- ið skíðasvæðin í Ölpunum. Sigrún Sigurðardóttir hjá Sam- vinnuferðum/Landsýn sagði að al- mennur samdráttur í þjóðfélaginu hafi dregið úr skíðaferðum eins og öðrum ferðum. „Þá horfa þeir sem hafa hug á að fara í skíðaferð til Alpanna á ódýrari ferðir en áður. Við bjóðum upp á pakkaferðir, t.d. til Saalbach, og eru þær hlutfalls- lega ódýrari en í fyrra.“ Guðrún Sigurgeirsdóttir hjá Úr- vali, sem býður t.d. upp á ferðir til Badgastein, tók í sama streng og sagði að þar sem verð á flugi væri hagstæðara í ár, væri hægt að bjóða upp á svipað verð og sl. vetur. Úrval býður t.d. upp á tveggja vikna pakka til Badgastein: Flug til Salzburg, akstur og gisting í tveggja manna herbergi með hálfu fæði á 55.800 kr. Samvinnuferð- ir/Landsýn býður t.d. upp á ferð til Saalbach: Flug til Salzburg, akst- ur og gisting í tvær vikur með morgunverði á kr. 59.800. Á báðum þessum stöðum er verð á skíðapöss- um um tólf þúsund kr. í fjórtán daga. Þess má geta að verðmismun- ur er á milli staða í Austurríki, eða eftir því hvemig aðstöðu er boðið upp á. Mikil aukning hefur orðið á að skíðamenn fari á eigin vegum í skíðaferðir. „Það er að aukast að fólk, sem hefur áður farið til Aust- urríkis í skíðaferð, fari á eigin veg- um. Þetta fólk þekkir þá vel til lítilia hótela og vill fara á sama stað ár eftir ár. Pantar þá hótelherbergi ári áður, eða um leið og það heldur heim á leið úr skíðaferðinni," sagði Sigrún Sigurðardóttir hjá Sam- vinnuferðum/Landsýn. „Um leið tekur fólkið áhættu, því að það er ekki öruggt með snjó á svæðinu að ári. Við bjóðum aftur á móti upp á betri tryggingu í þessu sambandi. Við getum fært fólk auðveldlega á milli staða, eða eftir því hvar snjór er hverju sinni.“ Morgunblaðið fékk þær upplýs- ingar hjá skíðaáhugamanni, sem hefur skipulagt ferðir sínar sjálfur ár eftir ár, að tveggja vikna ferð kosti hann 65 þús. kr. í ár. Inni í þessu verði eru flug, bílaleigubíll, hótel með hálfu fæði og skíðapassi. Þessi skíðamaður flýgur héðan til Lúxemborgar og ekur þaðan til Austurríkis. V estmannaeyjar: Kviknaði í jóla- skreytingu Vestmannaeyjum. Á þrettándanum kviknaði í jólaskreytingu á sjúkrahúsinu í Eyjum. Starfsfólki sjúkrahúss- ins tókst með snarræði að kæfa eldinn áður en hann náði að valda tjóni. Grímur AUK/SlA k9d1-387

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.