Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ VXDSKIFTI/JaVlNNUlÍF ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990
Endurvinnslan
75 milljónir króna hafa
verið endurgreiddar
UM 15.000 einingar af drykkjarvöruumbúðum af öllu landmu hafa
skilað sér til Endurvinnslunnar á þessu ári, að sögn Gunnars Braga-
sonar framkvæmdastjóra. Hafa því verið endurgreiddar um 75 millj'-
ónir króna og er það svipað og reiknað hafði verið með.
Gunnar Bragason segir að um
55-60% umbúða skili sér og sé það
svipað og í nágrannalöndum okkar.
Best eru skilin á áldósum frá al-
menningi, en frá veitingahúsum
kemur mest af gleijum. Hann segir
að gjöldin sem þeir fái frá framleið-
endum og innfljdjendum nægi til
að standa undir greiðslum á skila-
gjaldinu.
Hann segir ennfremur, að þeir
vilji eindregið hvetja fólk til að skila
umbúðum oftar og fara þá með
minna magn í einu til að forðast
langar biðraðir. Auk Endurvinnsl-
unnar hafa um tíu-stórmarkaðir á
höfuðborgarsvæðinu tekið í notkun
móttökuvélar fyrir einnota umbúðir,
auk nokkurra söluturna, sem taka
á móti áldósum.
Vinningstölur laugardaginn
Heildarvinningsupphæð þessa viku
5.108.605 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 1 2.351.342
2. ' 1 408.866
3. 4af 5 85 8.297
4. 3af 5 3.452 476
Veistu hvernig
bregðast á við
vsk^?
VIRÐISAUKASKATTSNÁMSKEIÐ
í ÞESSARI VIKU:
Sjávarútvegur, fiskvinnsla
Miðvikudagur 10. janúar kl. 13:00-18:00.
Verð 7.000 kr.
Byggingariðnaður
Fimmtudagur 11. janúar kl 13:00-18:30 og
föstudagur 12. janúar kl. 08:30-12:30.
Verð 14.000 kr.
VIÐURKENNING — Frá afhendingu út-
nefningarinnar Menn ársins 1989, sem Fijálst fram-
tak og Stöð 2 stóðu að, f.v. Magnús Hreggviðsson
stjómarformaður Frjáls framtaks og formaður
nefndarinnar. Síðan koma þrír eigendur Samheija
hf., en þeir hlutu útnefninguna Menn ársins: Kristj-
án Vilhelmsson, sem sér um viðhald og afgreiðslu
skipanna, Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmda-
stjóri, Þorsteinn Vilhelmsson skipstjóri á Akur-
eyrinni. Við hlið þeirra stendur Árni Vilhjálmsson
Ljósm./Kristján E. Einarsson
prófessor í viðskiptadeild HÍ, sem átti sæti í nefnd-
inni. Sex manna nefnd er ábyrg fyrir vali á manni
ársins og segir m.a. í niðurstöðu nefndarinnar, að
ferill þessara þriggja manna í útgerðinni sé afar
glæsilegur. Þeir hafi á þessum árum byggt upp
öflugt og traust fyrirtæki, sem rekið hafi verið með
hagnaði allan tímann og skilað miklum verðmætum
í þjóðarbúið. Uppbygging fyrirtækisins hafi verið
markviss og ótrúlega ör.
Viöskiptaskólinn býöur nú upp á sérhæft nám fyrir þá sem hafa áhuga á stjórnunar
störfum á hótelum og veitingahúsum. Námiö er ætlað þeim er hyggjast starfa á hótel-
um og veitingahúsum í framtíðinni og þeim sem starfa þar nú þegar, en vilja þæta viö
þekkingu sína.
Vaxandi umfang feröaþjónustunnar á íslandi undanfarin ár, fjölgun veitinga- og gisti-
húsa og aukin samkeppni þeirra kallar í auknum mæli á hæft fólk í stjórnunarstöður.
Takmarkaöur þátttakendafjöldi
Skráning
S:621066
Stjórnunarfélag
Islands
Ánanaustum 15, sími 621066
NÁMSGREINAR: • starfsemi hótela og veitingahúsa • hótelbókanir og bókunarkerfi
• fjármál hótela og veitingahúsa • hótelstjórnun • markaösfræöí • vettvangsheim-
sóknir og fleira og fleira.
Námiö tekur alls 140 klst. og stendur yfir í 10 vikur. Kennarar á námskeiðinu eru allir sérfræðingar
á sínu sviði og hafa reynslu af stjórnun hótela- og veitingahúsa. Hringdu í okkur og viö sendum
þér bækling meö nánari upplýsingum.
Ath.: Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
Viðskiptaskólinn
BORGARTÚNI 24 • SÍMI 626655