Morgunblaðið - 09.01.1990, Síða 28

Morgunblaðið - 09.01.1990, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990 Minninff: ^ SigríðurL. Jóhanns- dóttirfrá Siglufírði Fædd 24. apríl 1893 Dáin 26. desember 1989 Lára fæddist i Árgerði, Svarfað- ardal, en ólst upp á Sauðanesi á Upsaströnd. Foreldrar hennar voru hjónin Þóra Baldvinsdóttir og Jó- hann Gunnlaugsson. Hún giftist Jóhanni Bjarnasyni og bjuggu þau á Siglufirði þar til . Jóhann lést. Eina dóttur áttu þau, Láru Jóhönnu, starfandi skrifstofu- stúlku í Reykjavík. Mínar fyrstu minningar frá bemskudögum eru tengdar Láru og hennar heimili. í þá daga áttum við heima hvor á móti annarri á Grund- argötunni og var það gott nýbýli. Lára litla, eins og ég kallaði hana alltaf til aðgreiningar frá móður hennar, Láru stóru, og ég urðum fljótt vinkonur. Þegar ég bjó á Siglu- nesi kom aldrei annað til greina en að ég byggi hjá Lárunum þegar ég dvaldi í bænum. Þessar heimsóknir eru mér mjög minnisstæðar, ekki síst sú hlýja sem mætti mér ætíð. Lára var forstöðukona Gesta- og Jksjómannaheimilisins á Siglufirði um árabil. Naut hún trausts og virðing- ar í starfi sínu. Hún starfaði í Stúkunni Framsókn og var heiðursfélagi í Stórstúku ís- lands. Árið 1956, eftirlát Jóhanns, fluttu þær mæðgur til Reykjavíkur. Þar starfaði Lára í ísborg í Austurstræti meðan aldur og heilsa leyfði. Þar sem annars staðar naut hún trausts og vinsælda. Margar minningar á ég og fjöl- skylda mín frá þessum árum. Fyrir utan hvað hún lét sér annt um vel- ferð fjölskyldu minnar, verður mér hugsað til margra ánægjustunda sem við áttum hjá hvor annat*n. Lára var einstök í garð dætra minna og minnast þær í dag ótal atburða svo og ótakmarkaðs áhuga hennar á því sem þær tóku sér fyrir hendur. Síðustu áratugina þegar heilsu tók mjög að hraka átti hún öruggt skjól á heimili þejrra mæðgna og annaðist Lára dóttir hennar hana af einstakri ást og umhyggju þar til yfir lauk. Lára hélt fullum andlegum styrk og reisn. Hún lést á annan dag jóla á Vífilsstöðum. Nú að leiðarlokum sendum við þér, Lára mín, okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Löngum og farsælum ævidegi er lokið. Guðrún I. Oddsdóttir Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng. Oft verður manni hugsað um þess- ar ljóðlínur og þá ekki hvað síst þegar góðir vinir og samferðamenn, sem náð hafa háum aldri eru að kveðja eftir langan og farsælan ævidag. Og þetta verður líka oft til þess að maður fer í alvöru að hugsa um mannsævina og hve ólík hún getur verið frá vöggu til grafar og hve lærdómsríkt getur verið að minnast góðra samferðamanna og hve ríka ástæðu við höfum oft til að vera þeim þakklát fyrir þær minn- ingar sem við geymum um liðnar samverustundir, þegar komið er að leiðarlokum. Því þótt við séum að nafninu til samferða á lífsleiðinni þá á hvert okkar sína ákveðnu lífsreynslu, sem við höfum gott af að kynnast og getur orðið okkur lærdómsefni þegar stundir líða. Þannig varð mér hugsað nú eftir jólin þegar ég frétti um andlát frú Láru Jóhannsdóttur frá Siglufirði sem lést á Vífilsstaðaspítala á annan dag jóla sl. að loknum löngum og MOTTll osteppa 20-50% Gram Tepp* afslánur farsælum ævidegi en eftir þráláta vanheilsu hin síðari ár. Hér í Reykjavík hafði hún átt heima rúma 3 síðustu áratugina. Sigríður Lára, eins og hún hét fullu nafni, var íædd 24. apríl 1893, að Árgerði í Svarfaðardal og voru foreldrar hennar þau hjónin Jóhann Gunnlaugsson, skipstjóri, ættaður úr Svarfaðardal og Þóra Baldvins- dóttir frá Böggvistöðum. Lára flutt- ist innan fermingar með foreldrum sínum að Sauðanesi á Upsaströnd og var elst 5 systkina er náðu full- tíðaaldri og er hið síðasta þeirra að kveðja. Vor foreldrar systkinanna alkunn merkishjón og kunn við Eyja- §örð og víðar fyrir dugnað og mynd- arskap. Var Jóhann lengi meðal þekktustu hákarlaformanna við Eyjafjörð á sinni tíð, og var heimili þeirra að Sauðanesi einskonar út- vörður á ströndinni við vestanverðan Eyjafjörð. Þótti mörgum gott að leita þar hælis er leið áttu þar um strönd- ina. Oft minntist frú Lára æskuheimil- isins að Sauðanesi og fegurð Eyja- fjarðar leið henni ekki úr minni. Frá Eyjafírði lá leið Láru til Siglu- fjarðar eða á árunum eftir 1920. Þar vann hún við verslunarstörf eða síldarsöltun, eftir atvikum, því að þetta var á þeim árum sem Siglu- fjörður var sem óðast að byggjast og helst var von um góða sumar- vinnu. Nokkru síðar fluttu foreldrar hennar til Siglufjarðar og áttu þar heima sín síðustu ár. Þangað flutt- ust einnig bræður frú Láru sem reyndust þar dugandi sjómenn og skipstjórar og skiluðu merkilegu ævistarfí. í Siglufirði giftist Lára 7. júní 1924 Jóhanni Bjarnasyni, ættuðum úr Skagafirði. Hann stundaði lengst af verslunarstörf í Siglufirði og önn- ur störf er til féllu. Var Jóhann hið mesta ljúfmenni og vinsæll af öllum er kynntust honum. Hann lést í Si- glufirði 1953. Þau ólu upp eina fóst- urdóttur, systurdóttur Jóhanns, Láru Jóhönnu, sem kom til þeirra nokkurra vikna gömul og þau gengu algjörlega í foreldra stað. l’HÆTTIÐ AÐ BOGRA VIÐ ÞRIFIN! N ú fást vagnar með nýrri vindu par sem moppan er undin með einu handtaki án pess að taka purfi hana af skaftinu. Moppan fer atveg inn í horn og auðveldlega undir húsgögn. Einnig er hún tilvalin í veggjahreingerningar. Þetta pýðir auðveldari og betri prif. Auðveldara, fljótlegra og hagkvæmara! Nýbýlavegi 18 Sími 641988 Eftir lát Jóhanns bjuggu þær mæðgur saman í Siglufírði og síðar hér í Reykjavík og er það lofsverður kafli út af fyrir sig hvernig yngri Lára hefur reynst móður sinni alla tíð og það best þegar hún hefur þurft mest á að halda. Það hefur verið lærdómsríkt að kynnast því góða sambandi sem þar hefur jafnan verið milli móður og dóttur. Ég tel það fullkomlega vafasamt að nú til dags fyrirfinnist önnur eins um- hyggja og nærgætni sem eldri Lára naut hjá þessari elskulegu dóttur sinni. Og þó að sumum finnist hér kannski fast að orði kveðið er hér ekki um neitt oflof að ræða, sem allir geta staðfest sem til þekkja. Lára Jóhannsdóttir var vel gefin kona og hélt sínu andlega þreki til dauðadags, þótt líkamlegt þrek hennar færi hrörnandi hin síðari ár. Henni féll sjaldan verk úr hendi. Meðan hún var húsmóðir í Siglufírði brá hún sér í síld milli húsverkanna eins og siður var þar margra hús- mæðra, því á þeim árum byggðist afkoma margra heimila á því að hjónin ynnu bæði úti yfir síldar- tímann við þau störf sem beint eða óbeint tengdust síldarvertíðinni. Lára tók mikinn þátt í félagslífi bindindismanna í Siglufírði. Það var henni verulegt hugsjónamál. Hún var mjög virkur meðlimur í St. Fram- sókn alla tíð. Meðan stúkan rak Sjó- manna- og gestaheimili Siglufjarðar veitti Lára heimilinu forstöðu og sá um daglegan rekstur þess í ágætri samvinnu við starfsfólk og stjórn heimilisins og ávann sér virðingu og þakklæti sjómanna og verkafólks sem starfsins áttu að njóta og naut þar hinnar bestu fyrirgreiðslu. Frú Lára var hinn ágætasti starfs- kraftur fyrir sakir lipurðar og stjórn- semi, og fyrir það hve ábyggileg hún var í öllum greinum og vann sér fljótt traust og virðingu allra er leit- uðu til heimilisins. Hún bar jafnan velferð þess fyrir brjósti og vann þar oftast meira en henni bar skylda til. Þegar svo síldveiðarnar brugðust að mestu ár eftir ár fyrir Norðurlandi og fólk hætti að koma norður í at- vinnuleit, lagðist starfsemi sjó- mannaheimilisins að mestu niður en fékk þó síðar nýtt hlutverk, og varð í allmörg ár eins konar félagsheim- ili Siglufjarðar meðan húsið gat uppi staðið. Þótti sjálfsagt að frú Lára væri hinn fasti og öryggi starfskraft- ur. Eftir að þær mæðgur fluttu hing- að suður 1956 tók Lára minni þátt í félagslífi en áður en hugsaði um heimili þeirra mæðgna en vann einn- ig nokkuð við veitingastörf eftir því sem henni hentaði, því að hún kom sér alls staðar vel sökum skyldu- rækni og trúmennsku; hún var ekki eitt í dag og annað á morgun og húsbændur hennar fundu fljótt að hvert það starf sem henni var falið var í góðum höndum. Hún kaus að vinna störf sín í kyrrþey og vildi jafnan sem minnst láta á sér bera og ekki taka að sér meiri störf en hún gæti rækt að fullu. Síðustu árin í lífi hennar voru að ýmsu leyti henni erfið ár sökum vaxandi vanheilsu en hún bar þær byrðar með þolinmæði, og þó líkams- þrekið dvínaði smám saman hélt hún skýrri hugsun og andlegu lífsþreki til hinstu stundar og hún var svo gæfusöm að fá að njóta vakandi umhyggju dóttur sinnar og þeirrar læknishjálpar og hjúkrunar á Vífils- staðaspítaía sem unnt var að veita. Fyrir þetta allt var hún innilega þakklát svo og fjölmörgum vinum sínum fýrir langa samfylgd, vináttu og tryggð og þeim sem hugsuðu til hennar og fylgdust með líðan henn- ar. Á öruggu trúartrausti hafði hún byggt líf sitt. í skjóli jólahelginnar fékk hún að kveðja og sofna sinn síðasta blund, laus við þreytu og þjáningar þessa jarðlífs í von um endurfundi horfinna ástvina sinna og umvafin þakklæti margra sam- ferðamanna frá liðnum ævidegi. Og öll viljum við að lokum samein- ast henni í þessari bæn: Láttu mig Drottinn lofa þig, með lofi þínu hvíla mig. Ljósið í þínu ljósi sjá, lofa þig strax sem vakna má. (H.P. Guð blessi minningu góðrar konu. Óskar J. Þorláksson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.