Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990
27
Grímur M. Helgason
deildarsij. — Minning
Kveðja frá
Seyðfirðingafélaginu
Grímur Margeir Helgason eand.
mag. lést á Landspítalanum að kvöldi
annars dags jóla sextíu og tveggja
ára að aidri. Ekki grunaði mig er
ég ræddi við hann á spítalanum
skömmu fyrir jól að endadægur hans
væri svo skammt undan. Einu sinni
enn verður oss dauðlegum mönnum
sú vanmáttuga spurn á vörum hví
forsjónin hrífi svo skyndilega brott
mætan mann, rétt rúmlega sextug-
an, frá merkum störfum, ástvinum
og ættingjum.
Grímur var borinn og barnfæddur
á Leifsstöðum í Selárdal í Vopnafírði
2. september 1927, sonur hjónanna
Helga Kristins Einarssonar bónda
og Vigdísar Magneu Grímsdóttur.
Árið 1934 fluttust þau búferlum
til Seyðisfjarðar og þar ólst Grímur
upp. Ekki var mulið undir íslenska
alþýðu á þessum tíma. Flestir bjuggu
við þröngan kost og börðust bókstaf-
lega við að hafa í sig og á. Kaupið
var lágt og atvinna lá ekki á lausu
eftir að kreppan mikla hélt innreið
sína um miðjan fjórða áratug aldar-
innar. En foreldrar Gríms voru mikl-
ar dugnaðar- og ráðdeildarmanneskj-
ur sem tókst að koma börnum sínum
vel á legg þótt tímar væru erfíðir.
Grímur var góðum gáfum gæddur
og gekk prýðilega í bama- og ungl-
ingaskóla. Hann ákvað að bijótast
til mennta og hleypti því heimdrag-
anum milli tektar og tvítugs, fór til
Akureyrar, settist þar í Menntaskól-
ann og lauk stúdentsprófi 1948. í
þeim skóla hefur jafnan verið lögð
mikil rækt við íslenska tungu og
hefur sú menntastefna hugnast
Grími vel því hann kaus sér íslensk
fræði að ástundunarefni er hann hóf
nám í Háskóla íslands. Þaðan lauk
hann cand. mag.-prófí 1955.
Að námi loknu stundaði hann
kennslu og fræðistörf og fórst hvort
tveggja vel úr hendi. Hann kenndi
við Verslunarskóla íslands 1955-
1962 en það ár varð hann fastur
starfsmaður við handritadeild Lands-
bókasafns og forstöðumaður deildar-
innar varð hann 1966. Hann ritaði
mikið um handrit og skrifaði marga
sagnfræðiþætti. Af útgáfum sem
hann sá um má nefna íslendingasög-
ur I-IX með Vésteini Ólasyni og þjóð-
sögur Sigfúsar Sigfússonar ásamt
Óskari Halldórssyni og Helga
Grímssyni.
Grímur var Seyðfirðingur í húð
og hár, Seyðfírðingur í bestu merk-
ingu orðsins. Hann lét sér ekki nægja
lof um fjörðinn og fólkið sem þar
býr og faguryrði um dásemdir átt-
haganna á tyllidögum Seyðfirðinga
hér syðra heldur sýndi hann hug sinn
til æskustöðvanna í verki. Á undan-
förnum árum vann hann að miklu
viðfangsefni sem enn er í smíðum,
safni til sögu Seyðisfjarðar. Hann
var umsjónarmaður og ritstjóri
verksins. Fyrsta bindi þess, Skóla-
saga Seyðisfjarðar, kom út rétt fyrir
jólin, viku áður en hann var allur.
Steinn Stefánsson fyrrverandi skóla-
stjóri á Seyðisfirði er höfundur text-
ans en Grímur var stoð hans og
stytta við útgáfuna. Hann safnaði
m.a. miklum fjölda mynda í bókina
og hefur það ekki verið neitt áhlaupa-
verk.
Þá samdi hann- skýringar við
myndirnar og skrifaði eftirmála.
Grímur varð dagþrota áður en öllu
verkinu lauk og er nú óvíst hver
framvinda þess verður.
+
Móðir okkar,
ÁSTAK. ÍMSLAND,
lést 7. janúar í Skjóli.
Edda, Thorvald og Páll imsland.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR,
Grund, Garði,
lést 30. desember á vistheimilinu Garðvangi.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Innilegustu þakkir færum við starfsfólki Garðvangs fyrir góða
umönnun Sigríðar um langt skeið.
Börn, tengdadóttir, barnabörn
og barnabarnabörn.
Seyðfírðingar í Reykjavík stofn-
uðu með sér félag 15. nóvember
1981, tæpum tveimur árum eftir að
þeir, sællar minningar, drukku sam-
an sólarkaffi í fyrsta sinn í Félags-
heimili Fóstbræðra.
Grímur var framarlega í flokki
þeirra manna, karla og kvenna, sem
áttu frumkvæði að þessari félags-
stofnun. Hann var formaður menn-
ingamefndar félagsins og skipulagði
samkomu sem hann nefndi vinafagn-
að og haldin var í ofanverðum nóv-
embermánuði ár hvert í Domus
Medica. Þar vora flúttir fyrirlestrar
um Seyðisfjörð og Seyðfirðinga eða
rabbað um fólk og fjörð eins og
Grímur orðaði það, sýndar myndir
að austan og iðulega sungið saman.
Á slíkum vinafagnaði var og sam-
þykkt einróma 16. nóvember 1986
að félagið keypti húseignina Skóga
við Garðarsveg á Seyðisfírði og nú
eigum við Seyðfirðingar þetta hús
skuldlítið, hús sem er sannkölluð
staðarprýði þar eystra okkur öllum
til óblandinnar ánægju. Þessi nafn-
gift, vinafagnaður, lýsir Grími heitn-
um mæta vel og sýnir hvern hug
hann bar til Seyðfirðinga.
Þáttaskil urðu í lífi Gríms er hann
kynntist eftirlifandi konu sinni,
Hólmfríði Sigurðardóttur kennara
frá Raufarhöfn. Hún er ágætiskona
eins og hún á kyn til. Foreldrar henn-
ár voru Sigurður Árnason starfsmað-
ur Kaupfélags N.-Þingeyinga á
Raufarhöfn og kona hans, Amþrúður
Stefánsdóttir frá Skinnalóni á Mel-
rakkasléttu, sæmdarhjón og vel met-
in í sínu byggðarlagi.
Grímur og Hólmfríður vissu hvort
af öðra í Menntaskólanum á Akur-
eyri árið 1948 en þau kynntust síðar
á Raufarhöfn þar sem geislar mið-
nætursólarinnar era skærari en ann-
ars staðar á landinu, felldu hugi sam-
an og gengu í hjónaband 21. febrúar
1953. Þau eignuðust sjö mannvæn-
leg börn sem öll era á lífi.
Grímur var einstaklega aðlaðandi
maður, fríður sýnum, hávaxinn og
grannvaxinn. Hann var hógvær og
hæglátur í framkomu, gáfaður, góð-r
látlega glettinn, vinsæll og vin-
margur enda var hjálpfýsi hans,
dugnaði og drenglund við bragðið.
Ótímabært fráfall hins látna heiðurs-
manns er mörgum harmsefni og
hans er minnst með þakklæti og virð-
ingu, ekki síst af Seyðfírðingum nær
og fjær. En sárastur er söknuður
eiginkonu, barna og aldraðrar móð-
ur. Ég sendi þeim innilegar samúðar-
kveðjur.
Ingólfúr A. Þorkelsson
+ Eiginmaður minn, GUÐJÓN B. BALDVINSSON fv. deildarstjóri, Hagamel 27, lést á Landspítalanum laugardaginn 6. janúar. Anna Guðmundsdóttir.
+ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORG JÓNSDÓTTIR DAM, lést 27. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðrún Dam, Jón Ó. Karlsson, Anna Dam, barnabörn og barnabarnabörn.
"W\æ■ BtBmm ai ír^i vc/k a p
Æm. ■ w T o// N/Lj7/-\/x
Beitingamenn
Beitingamenn vantar á mb Steinunni SH-167
og mb Matthildi SH-67, sem róa með línu
frá Ólafssvík.
Upplýsingar í símum 93-61128 og 93-61367.
Stakkholt hf.,
Ólafsvík.
Sjúkraliðar
Sjúkrahús Vestmannaeyja vill ráða sjúkraliða
til starfa frá 1. mars eða eftir nánara sam-
komulagi.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
98-11955.
Sjúkrahús Vestmannaeyja.
Aðstoð óskast á
tannlækningastofu
Stofan er staðsett nálægt Hlemmi. Leitað
er eftir starfskrafti sem hefur til að bera,
reglusemi, hreinlæti, samviskusemi og kurt-
eislega framkomu. Vélritunarkunnátta æski-
leg. Æskilegur aldur 30-50 ára.
Vinnutími frá 9.00-17.00. Um framtíðar-
starf er að ræða.
Áhugasamir komi upplýsingum til auglýs-
ingadeildar Mbl. merktum: „T - 8067“ fyrir
15. janúar.
„Au pair“ - Svíþjóð
„Au pair“ óskast á íslenskt heimili í Lundi í
6 mánuði frá 20. febrúar. Ekki yngri en 18
ára. Má ekki reykja.
Upplýsingar í síma 91-82894 í dag og næstu
daga.
Afgreiðslustarf
Óskað er eftir vönum afgreiðslumanni í bygg-
ingavöruverslun.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „Framtíðarstarf - 12700“.
ISAL
Kona í hlutastarf í
skautsmiðju
Óskum eftir að ráða konu í hlutastarf á~
tvískiptum vöktum í skautsmiðju. Hún myndi
skipta hverri vakt með annarri konu sem nú
er þar í starfi.
Frekari upplýsingar gefur ráðningarstjóri í
síma 607121.
Umsóknareyðublöð fást í bókaverslun Sig-
fúsar Eymundssonar í Reykjavík og bókabúð
Olivers Steins í Hafnarfirði.
Umsóknum óskast skilað í pósthólf 244,
Hafnarfirði, eigi síðar en 15. janúar 1990.
íslenska álfélagið hf.
Sérhæfður
sölumaður
Fyrirtækið: Öflugt og traust framleiðslu- og
innflutningsfyrirtæki í Reykjavík með góða
markaðsstöðu.
Starfið: Sala á rekstrar- og þjónustuvörum
til fyrirtækja í hinum ýmsu greinum matvæla-
iðnaðarins. Samningagerð, þjónustustjórnun,
markaðsathuganir innanlands og erlendis o.fl.
Sölumaðurinn: Skilyrði; tækni- eða rekstrar-
menntun, góð reynsla úr þjónustu- eða sölu-
störfum, geta til að taka virkan þátt í vöruþró-
un, starfa sjálfstætt og skila árangri, tungu-
mála- og tölvukunnátta. Æskileg reynsla af
framleiðslustjórnun og þekking á matvæla-
iðnaði.
í boði er krefjandi og fjölbreytt starf í hópi
góðra sölumanna hjá framsæknu fyrirtæki.
Góð vinnuaðstaða. Laun samkomulagsatriði.
Starfið er laust eftir nánara samkomulagi.
Allar nánari upplýsingar veitir Holger Torp á
skrifstofu okkar næstu viku kl. 10.30-12 og
14-16. Skriflegum umsóknum skal skilað fyr-
ir 13. janúar.
Starfsmannastjómun
Ráðningaþjónusta
FRUITI
Sundaborg 1 - 104 Reykjavik - Símar 681888 og 681837
■fWPIW