Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANUAR 1990
29
Kveðjuorð:
Gísli Guðmundsson
leiðsögumaður
Kveðja frá Félagi
leiðsögumanna
Okkur langar til að minnast lát-
ins félaga, Gísla Guðmundssonar,
leiðsögumanns, sem andaðist í
Reykjavík 29. desember síðastlið-
inn. Gísli var einn af stofnendum
Félags leiðsögumanna með áratuga
reynslu sem leiðsögumaður og far-
arstjóri innanlands og utan.
Gísli fæddist 30. október árið
1907. Hann var Hnappdælingur að
ætt, frá Tröð í Kolbeinsstaða-
hreppi. Þaðan fluttist hann til
Reykjavíkur með foreldrum sínum
1920, settist í Menntaskólann árið
eftir og lauk þaðan stúdentsprófi
vorið 1927.
Hugur hans stóð til háskólanáms
í rafmagnsverkfræði og í því skyni
hélt Gísli árið 1928 til Winnipeg í
Kanada. Þarna vann Gísli fyrir sér
en stundaði jafnframt nám í kvöld-
skóla þar sem hann gat tekið próf
sem svaraði til fyrsta áfanga í há-
skólanámi. Eins og aðrir félitlir
námsmenn á þeim tíma, átti hann
engan kost á styrkjum, hvað þá
námslánum, og foreldrar hans voru
tæpast aflögufærir að kosta hann
til náms erlendis.
Haustið 1930 skall svo kreppan
á. Fyrirtækið sem Gísli starfaði hjá
sagði upp helmingi starfsmanna
sinna og sátu þá auðvitað hinir eldri
fyrir um vinnu. Atvinnuleysið
ágerðist og yfirgaf Gísli þá
Winnipeg og hélt norður í íslend-
ingabyggðina Siglunes við Man-
itoba-vatnið. Þar starfaði hann um
árabil á vegum Ásmundar Frímanns
við fískveiðar niður um ís á vetrum
en skógarhögg á vorin. Þá vann
hann við sögunarmyllu og við flutn-
inga á timbri og fiskikössum víðs
vegar um vatnið á sumrin.
Vorið 1938 kom Gísli aftur til
íslands og hugði raunar ekki á
langa dvöl. Veikindi og heimsstyrj-
öldin síðari komu í veg fyrir að
hann héldi aftur vestur um haf.
Um áramótin 1939 hóf Gísli störf
hjá Tollgæslunni við vöruskoðun og
eftirlit en vegna þrálátrar liðagigtar
varð hann að láta af þeim störfum
eftir fimmtán ár. Þá réðst hann til
Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna
og vann þar næstu tíu árin. Árið
1952 var Gísli ráðinn kennari í vöru-
fræði að Verslunarskóla íslands.
Þessi kennsla ásamt enskukennslu
varð hans aðalatvinna allt fram til
ársins 1978 að hann lét af kennslu-
störfum.
Það var Bjarni Guðmundsson,
blaðafulltrúi, sem fékk Gísla til að
fara með hópa breskra og banda-
rískra hermanna í stuttar skoðunar-
ferðir á stríðsárunum. Gísli hafði
mikla ánægju af þessum ferðum
VELA-TENGI
Allar gerðir
Öxull - í - öxiil.
Öxull - í - flans.
Flans - í - flans.
&
Vesturgölu 16 - Slmar 14680-13210
að eigin sögn og þær mörkuðu upp-
hafið að leiðsögumannsferli hans.
Ekki hefði hann þó haft ánægju
af þeim ef hann hefði ekki staðið
sig vel, því hann lét sér annt um
starfsheiður sinn, hafði skemmti-
lega frásagnargáfu og var vel kunn-
ugur landi sínu. Auk þess kom hann
farþegum sínum sífellt á óvart með
ótrúlegustu uppátækjum.
Að fenginni þessari reynslu var
Gísli ráðinn til hinnar nýstofnuðu
Ferðaskrifstofu ríkisins sem leið-
sögumaður og fararstjóri er Skipa-
útgerð ríkisins hóf árið 1948 ferðir
milli Reykjavíkur og Glasgow með
ms. Heklu. Breskir ferðamenn
komu með skipinu hingað til lands,
dvöldu um borð og fóru svo í dags-
ferðir sem Gísli sá um. Einnig ann-
aðist Gísli móttöku skemmtiferða-
skipa og ýmissa ferðahópa fýrir
hina og þessa.
Eftir þetta hófust utanlandsferð-
ir hans með íslendinga. Fyrst var
Gísli fararstjóri árið 1954 með Sam-
kór Reykjavíkur í Norðurlandaför.
En veigamestu utanlandsferðirnar
voru tvær ferðir með Karlakór
Reykjavíkur til Bandaríkjanna og
Kanada árið 1960, að ógleymdri
hinni margumtöluðu Baltika-reisu.
Síðustu langferðirnar sem Gísli
annaðist voru farnar til Kanada
sumarið 1975. Þáfóru 1.200 íslend-
ingar til Winnipeg og Vancouver.
Gísli hafði veg og vanda af þessum
ferðum. Maðurinn var ágætur
skipuleggjandi, fljótur að taka
ákvarðanir og úrræðagóður enda
röggsamur, stór og svipmikill svo
eftir var tekið.
t
Móðir okkar,
STEFANÍAGUÐJÓNSDÓTTIR,
Suðurgötu 4,
andaðist í Landakotsspítala 6. janúar.
Lára Lárusdóttir,
Guðjón Lárusson.
Við erum að vísu fáfróð um ætt-
ír Gísla og einkahagi en okkur er
vel kunnugt um starf hans sem leið-
sögumaður og óeigingjarnt starf
hans fyrir Félag leiðsögumanna.
Fyrstu árin eftir stofnun félagsins
var hann formaður fræðslunefndar
þess og má segja að þar hafi hann
lagt grundvöll að öflugu fræðslu-
starfi félagsins. Þarna var saman
kominn hópur fólks sem hafði
áhuga á öllu er að gagni mætti,
koma við leíðsögustarfið og öllu er
horfði til heilla fyrir félagið. Við
vorum ekki alltaf sammála, stund-
um var deilt og sýndist sitt hverjum
eins og gengur. En deilurnar stóðu
um leiðir en ekki markmið. Gísla
var vel ljós nauðsyn þess að leið-
sögumenn hlytu góða menntun og
var hann óþreytandi að fræða okk-
ur og leiðbeina. Hann stjórnaði
námskeiðum sem venjulega lauk
með æfingaferðum um þau svæði
sem kynnt voru hveiju sinni. Ferð-
irnar um Snæfellsnesið, heimaslóðir
Gísla, eru víst flestum þátttakend-
um ógleymanlegar og ætla má að
þeir sem nutu tilsagnar Gísla, búi
að því enn og minnist hans með
hlýju og þakkiæti.
Félag leiðsögumanna þakkar
Gísla dygga samfylgd hans og vott-
ar ættingjum og vinum dýpstu sam-
úð.
t
Móðir mín,
LAUFEY BEIMEDIKTSDÓTTIR
frá Akureyri,
lést í sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 7. janúar.
Ragna Svavarsdóttir.
t
Móðir okkar,
LÁRA MAGNÚSDÓTTIR,
lést í Borgarspítalanum 25. desember.
Jarðarförin fer fram í Dómkirkjunni á morgun, miðvikudaginn 10.
janúar, kl. 13.30.
Dúna Bjarnadóttir,
Ragnar Bjarnason,
tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Útfararathöfn bróður míns,
FRIÐRIKS SIGJÓNSSONAR,
Fornustekkum,
sem andaðist 4. janúar verður 11. janúar kl. 14.00 í Bjarnastaða-
kirkju í Hornafirði.
Ásgeir Pétur Sigjónsson.
FYRIR BORW
2 VIKNA LEIKSKÓLI 3-5 ÁRA
2 VIKNA FORSKÓLI 6-8 ÁRA
12 VIKNA ALMENN ENSKUNÁM-
SKEIÐ 8-1 2 ÁRA
12 VIKNA UNGLINGANÁMSKEIÐ
l 3-15 ÁRA
12 VIKNA STUÐNINGSNÁMSKEIÐ
FYRIR 9. BEKK
ICELANDIC/
ÍSLENSKA
l 2 VIKNA ÍSLENSKUNÁMSKEIÐ
FYRIR ÚTLENDINGA.
Ensku Skólinn
TÚNGATA 5, 101 REYigAVÍK
HRINGDU Í SÍMA
25330 / 25900
OG KANNAÐU MÁLID