Morgunblaðið - 09.01.1990, Side 33

Morgunblaðið - 09.01.1990, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990 33 Morgunblaðið/TKÞ KVIKMYNDIR Sérsveitin tekin á Mýrum Nýja íslenska stuttmyndin, Sér- sveitin Laugarásvegi 25, eftir Óskar Jónasson, sem verið er að sýna þessa dagana í Regnboganum, var að hluta tekin upp í fjörunni norður af bænum Ökrum í Hraun- hreppi í Mýrasýslu sumarið 1988. Einn aðalleikari myndarinnar er Borgnesingurinn Ingvar Sigurðsson sem er nú við nám í Leiklistarskóla ríkisins. Ingvar er Borgnesingum að góðu kunnur fyrir leik sinn hjá leikdeild Ungmennafélagsins Skallagrími, meðal annars í Dúfna- veislunni eftir Halldór Laxness og gamanleikritinu „Ingiríði Óskars- dóttur" eftirTrausta Jónsson veður- fræðing. íslenskir kvikmyndaleikstjórar hafa oft áður valið sérstæða og fjöl- breytta náttúru Borgarfjarðar og Mýra til að kvikmynda verk sín við. Má meðal annars nefna Óðal feðr- anna eftir Hrafn Gunnlaugsson sem var að verulegu leyti tekin í ná- grenni Húsafells, myndina Útlag- ann, eftir Agúst Guðmundsson sem tekin var að hluta til vestur í Hítar- dal og gamanmyndina um þá bræð- ur Jón Odd og Jón Bjarna sem komu við í Vatnaskógi. Frá töku myndarinnar „Sérsveit- arinnar" eftir Óskar Jónasson vestur á Mýrum sumarið 1988. Sérsveitarforinginn, sem Ingvar Sigurðsson leikur, situr fyrir miðri mynd og virðist vera fær í flestan sjó, alla vega skortir hann hvorki vopn né verjur. - TKÞ Séð yfir búðir Sérsveitarinnar í fjörunni á svonefndu Akranesi sem er norður afbænum Ökrum á Mýrum. HÉGÓMI BURT VILL EKKI SÝNA SKALLANN Sól Burts Reynolds hefur hnigið jafnt og þétt til viðar í seinni tíð, hlutverk þau sem hann hefur haft til að moða úr hafa verið fá og langt á milli þeirra. Og mörg hver ekki upp á marga fiska. Fyrir nokkru var þó varpað til hans líflínu ef þannig mætti að orði kom- ast. Honum var boðið hlutverk ríkisstjórans Earl Long í stórmynd sem mun heita „Blaze“. Þótti þetta spennandi tilboð og að flestra mati tilboð sem ekki er hægt að hafna. En það gerði Burt þó engu að síður. Þannig er nefnilega mál með vexti, að Burt er ekki einungis farinn að grána, heldur þynnist hár þessar- ar fyrrum ímyndar karlmennskunnar ískyggilega. Kappinn hefur mætt þessu með hártoppi og litum. Er sá galli á gjöf Njarðar, að ríkisstjórinn í kvikmyndinni á einmitt að vera grár og með miðjuskalla, rétt eins og Burt án toppsins. Með öðrum orð- um, þá átti Burt að koma fram og leika eins og hann raunverulega lítur út, en það kom ekki til mála. Framleiðendur myndarinnar ypptu bara öxhim og ræddu næst við Paul Newman, sem sýnir glöggt „stærð“ hlutverksins og Newman var ekki lengi að ræskja sig og skrifa undir. Burt Reynolds AÐDÁUN Candice Bergen beit af sér Noriega Sagt er, að einn ólmasti aðdá- andi Candice Bergen í hlutverki lögfræðingsins Murphy Brown, s'é enginn annar en Manuel Noriega, hinn fallni einræðisherra Panama, sem nú bíður réttarhalda í Flórída fyrir meinta þátt- töku í eiturlyfja- smygli til Banda- ríkjanna. Líkast til hugs- ar Noriega um flest annað en ungfrú Bergen þessa daganna, en á meðan hann sat enn á valdastóli velti hann fyrir sér ýmsum leiðum til þess að koma sér í kynni og návígi við hana. Ein leið- in og sú síðasta áður en Banda- ríkjaher steypti honum af stóli, var að efna til kvik- myndahátíðar í Panama. Sjálfur ætlaði hann að vera vemdari hát- íðarinnar og mikilvægar myndir á henni áttu að vera kvikmyndir sem Candice Bergen hefur leikið í gegn- um tíðina. Þá átti að kynna fyrirbæ- rið sápuóperur og átti að hafa sem dæmi hinn vinsæla þátt um Murphy Brown. Það var sum sé kominn grundvöll- ur til að bjóða leik- konunni til Pan- ama sem heiðurs- gesti hátíðarinnar og hvað væri eðli- legra heldur en að heiðursgestur og verndari slíkra at- burða snæði að minnsta kosti einn kvöldverð saman? Það varð hins veg- ar ekkert úr þessu, Bergen hafði ekki hinn minnsta áhuga á erindi Noriega og skipti litlu þótt herstjór- inn byði henni milljón dollara fyr- ir viðvikið. Candice Bergen stóðst freist- inguna. LAUSBLAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... ... þær duga sem besta bók. Múlalundur s □ 2 Kerfi 1 Likamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri 1 Kerfi 2 Framhaldsfflokkar 1 og 2 — Lokaðir flokkar Kerfi 3 Rólegir timar Fyrir eldri konur og þær sem þurfa að fara rólega Kerfi 4 Nýi kúrinn 28 + T fyrir þær sem vilja fá aðstoð undir sérstakri stjórn Báru L Kerfi 5 Fyrir ungar og hressar - teygja, þrek - eldfjörugir tímar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.