Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990 I Bretland: Leysibyssa flotans veldur deilum Varnarmálayfirvöld 1 Bretlandi telja að fjölmiðlaumfjöll- unin dragi úr áhrífamætti vopnsins. St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SPÆNSKUR blaðamaður upp- lýsti í síðustu viku, að leysibyssa væri á að minnsta kosti einni af freigátum brezka flotans. Brezk *ú>\° Bjóðum flestar vörur okkar á 5-50% afslætti næstu daga. • CASPARI VÖRUR • BLÓMA- SKREYTINGAR • MESSINGVÖRUR • KERTI • KERTASTJAKAR • SERVÍETTUR og margt fleira. Hafnarstræti 15 Sími 21330 blöð birtu upplýsingar um byss- una um helgina. Varnarmálayfir- völd í Bretlandi telja að íjölmiðla- umijöllunin dragi úr áhrifamætti vopnsins. Brezkum blöðum hafði verið kunnugt um það í heilt ár að leysi- byssur væru á freigátum flotans. En þau höfðu farið að tilmælum vamarmálayfirvalda um að segja ekki fréttir af þeim. Spænski blaða- maðurinn var um borð í freigátunni Coventry í nóvember sl., þar sem hún var við æfingar í Miðjarðar- hafinu á vegum NATO. Þá gleymd- ist að hylja byssuna, þegar haldið var til hafnar, og náði blaðamaður- inn mynd af henni. Leysibyssan er notuð gegn flug- vélum til að blinda f lugmanninn um stund og koma í veg fyrir að hann geti beint vopnum sínum að skip- inu. Brezk yfirvöld neita því, að byssan geti skaðað sjón flugmann- anna. Byssan var á freigátum á Persa- flóa og brezkir flotaforingjar telja hana nauðsynlegan varnarbúnað skipa sinna. Þeir segja líka að um- fjöllun fjölmiðla um byssuna komi í veg fyrir að hún geti haft áhrif. Það er einfalt að setja síur eða skerma á f lugvélar til að skýla þeim fyrir leysigeislanum. Talsmenn Verkamannaflokksins hafa mótmælt því, að flotinn hafi tekið í notkun leysibyssur. Þeir segja þær auka á vígbúnaðarkapp- hlaupið. Þeir benda einnig á, að Bandaríkin og Sovétríkin hafi gert með sér samkomulag, sem hafi gengið í gildi um áramótin, um bann við notkun leysigeisla, sem gætu skaðað flugmenn. En sam- komulagið var gert, eftir að banda- rískir flugmenn sögðust hafa orðið fyrir leysigeislum, þegar þeir voru að fylgjast með æfingum sovézka flotans á Svartahafi. Reuter Áhöfn geimferjunnra Kólumbíu gengur brosmild til ferjunnar í gær- morgun. Fjórum stundum síðar varð áhöfnin að ganga frá borði þar eð vont veður kom í veg fyrir geimskot. Geimskoti Kólumbíu frestað Canaveralhöfða. Reuter. GEIMFÖR geimfeijunnar Kól- umbíu var frestað í gær um sól- arhring vegna veðurs, að sögn talsmanns bandarísku geim- ferðastofnunarinnar. Ráðgert er að Kólumbía verði 10 daga á braut um jörðu og verð- ur mikilvægasta viðfangsefni áhafnarinnar að bjarga gervitungli á stærð við strætisvagn. Vegna bilunar hefur það sigið af braut sinni og nálgast gufuhvolfið. Mundi það hrapa til jarðar ef ekki yrði reynt að bjarga því. Allt var klárt fyrir geimskot í gær og hafði fimm manna áhöfn Kólumbíu setið í sætum sínum í fjórar klukkustundir er ákveðið var að fresta skoti vegna svartra óveð- ursskýja yfir skotstaðnum og í nágrenni hans. Reynt verður að skjóta Kólumbíu á loft í dag. Upp- haf lega var ráðgert að skjóta henni á loft fyrir þremur vikum og má ferðin ekki tefjast frekar ef takast á að bjarga hinum bilaða gervi- tungli. Franski kommúnistaflokkurinn: Marchais sætir opinskárri gagn- rýni samflokksmanna sinna París. Reuter. FRANSKI kommúnistaleiðtoginn Georges Marchais sætir nú opin- skárri gagnrýni samflokksmanna sinna og hefúr slíkt ekki gerst áður á 17 ára valdaferli hans. Hann er meðal annar sakaður um að hafa verið í vinfengi við fyrrum alræðisherra í Rúmeníu, Nikcolae Ceauses- cu, sem tekinn var af lífi á jóladag. Gengi kommúnistaflokksins hef- ur hríðfallið frá því að Marchais tók við flokksforystunni 1972. Nú eru uppi kröfur um að hann segi af sér og koma þær meðal annars frá kommúnískum borgarstjórum sem verið hafa driffjaðrir sjálfrar flokksvélarinnar. Jacques Isabet, borgarstjóri í kjördæminu Pantin í París, krafðist afsagnar Marchais á laugardag og sama dag héldu and- stæðingar leiðtogans opinberan Sföustu innritunardagar TJÚTT Su&ur-An»er>sk»r Kennsla hefst 8. janúar Sértimarí fáttiog rokki 0fynru ngtfóik QQo V 2 vJÚ' oQ pvV o ^6V\S&S' &atnk REYKJAVI Kennslustoöir: KR, Frostaskjóli, laugardaga fyrir ollo oldurshópo, Templorohöllin, Sundlougoveg 34. ^mfs n .. ’standard- Þjalluiilm keppnisilansa tp merkjapml O.Í. Innrilun i sima 611997 frá kl. 10-19 fund í höfuðborginni til að ráða ráðum sínum. „Ég vil að hann fari frá,“ sagði Isabet í ræðu sem hann hélt þegar afhjúpað var nýtt nafn á götu í kjördæmi hans — „Rue Timisoara" eftir rúmensku borginni þar sem öryggislögregla Ceausescus strá- felldi almenna. borgara sem voru að mótmæla alræðisstjóm hans. Pantin er eitt af síðustu vígjum kommúnistaflokksins í norðurhluta Parísar, á „rauða beltinu" sem kall- að var, þar sem flokkurinn var eitt sinn hvað sterkastur. Umbótasinnar innan flokksins segja að forystan haldi sig enn við sömmu kreddurnar og fyrir opnun- arstefnu Gorbatsjovs og hampa fregnum um að Marchais hafi varið sumarleyfi sínu við Svartahafið í boði stjómar Ceausescus áður en tengslunum við hana var slitið 1984. Mótstöðumennirnir sem hingað til hafa forðast að ganga fram fyr- ir skjöldu hittust á opinberum fundi í París á laugardag til þess að koma sér saman um aðgerðir gegn leið- Georges Marchais toganum. Sumir huldu andlit sitt fyrir fréttamönnum af ótta við hefndarráðstafanir af hálfu flokks- forystunnar. Eftir að fundinum lauk gagnrýndu nokkrir úr miðstjórn flokksins forystusveitina: „Það er kominn tími til að forystan birti réttar tölur um félagafjöldann," sagði miðstjómarmaðurinn Claude Poperen við fréttamenn. „Hættum að halda fram tölunni 600.000 þar sem við vitum að það hálfa er nær sanni.“ Á laugardag fordæmdi miðnefnd kommúnistaf lokksins' árásir á flokkinn og sakaði sósíalistaflokk- inn og Francois Mitterrand forseta um að standa fyrir andróðursher- ferð gegn kommúnistum. 1. leikvika - 6.desember 1989 Vinningsröðin: X11-22X-X22-212 831.258- kr. 0 voru með 12 rétta - og fær hver: 0- kr. á röð 5 voru með 11 rétta - og fær hver: 49.875- kr. á röð Tvöfaldur pottur - um næstu helgi!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.