Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 14
11 14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990 Vandamálið Vatnsendi eftir Richard Björgvinsson Nú undanfarið hefur jörðin Vatns- endi í Kópavogi verið mikið til um- ræðu í fjölmiðlum vegna þess sam- komulags, sem borgarstjórinn í Reykjavík og Magnús Hjaltested, ábúandi jarðarinnar, hafa gert með sér um kaup borgarinnar á jörðinni. Margt er kynlegt um mál jarðarinn- ar Vatnsenda og hefur lengi verið, mikil málaferli hafa staðið um eign- arhald á henni og ef að líkum lætur ■ á ennþá eftir að beita mörgum laga- krókum og flækjum áður en þessum þætti í sögu jarðarinnar lýkur. Um f lest eða allt þetta hefur mikið verið rætt og ritað að undanförnu, því ætla ég mér ekki að rekja það hér nema lítillega, en hinsvegar minnast á nokkur megin atriði varðandi þetta mál eins og þau koma mér fyrir sjón- ir og hvaða lausn þess mér finnst vænlegust. Nokkrar staðreyndir um Vatnsenda Land jarðarinnar Vatnsenda ligg- ur að mesta þéttbýlissvæði hér á landi. Landið liggur að Reykjavík og Garðabæ og er innan lögsögu Kópavogs, þess vegna á hann for- kaupsrétt að landinu komi til sölu þess. Því er augljóst, að á landinu eða hluta þess mun síðar rísa þétt, skipulögð byggð, hvenær sem það verður. Þetta er megin atriði. Um árabil hefur verið töluverð ásókn í að byggja á þessu landi, þar eru nú um 40 svonefndir ársbústaðir, þar sem fólk býr árið um kring, auk nokkurs fjölda sumarbústaða. Landið er óskipulagt og þess vegna hafa bæjaryfirvöld í Kópavogi reynt að sporna gegn byggð þar, en hún hefur samt myndast þrátt fyrir það. Landið er fallegt til byggðar og hef- ur J>að eflaust sín áhrif. I heild er landið um 570 ha., þar af er Vatnsendavatn um 90 ha. og heiðarland um 280 ha., sem trauðla verður byggt á enda nýtur það verndar vegna vatnsbóla Reykjavík- ur og Kópavogs. Þá er heimalandið um 200 ha., hið eiginlega byggingar- land, en af því undanskilur ábúand- inn sér um 48-54 ha. á tveimur svæðum í samkomulagi sinu við borgarstjóra. Eiginlegt byggingar- land verður því samkvæmt þessu um 145-150 ha. Bæði sveitarfélögin, Kópavogur og Reykjavík, hafa að sjálfsögðu áhuga á að eignast land Vatnsenda. Það kemur nú síðast fram í því, að Reykjavík gerir áðurnefnt sam- komulag 5. janúar sl. um kaup á landinu. Sá áhugi hefur raunar oft komið fram áður. Reykjavík keypti nokkra landspildu og raunar Kópa- vogur líka úr Vatnsenda 1987. Sveit- arfélögin voru sammála um það og Alþingi samþykkti þá lög um eignar- nám þessara landspildna og tilheyr- andi breytingu á lögsögumörkum Kópavogs og Reykjavíkur. í aðal- skipulagi Kópavogs 1988-2008, sem bæjarstjóm Kópavogs samþykkti í nóvember 1989, en ekki hefur ennþá hlotið samþykki skipulagsstjórnar ríkisins né staðfestingu ráðherra, er gert ráð fyrir um 5.000 manna byggð í framtíðinni í landi Vant- senda. Þar er hinsvegar ekki gert ráð fyrir skipulagðri byggð fyrr en að aðalskipulagsti'mabilinu loknu. Áður verði byggt á öðrum svæðum, í Kópavogsdal, t.d. aðeins á helmingi Fífuhvammslandsins austan Reykja- nesbrautar, sem bærinn á. Því er ljóst, að bæjaryfirvöld í Kópavogi gera ekki ráð fyrir éndanlegu skipu- lagi og byggð í landi Vatnsenda fyrr en eftir um 3Ö ár eða svo, þó ajlar áætlanir gangi eftir. Ábúandi jarðarinnar hefur nú sýnt greinilegan vilja til að selja megin hluta hennar, hvort sem sú sala, sem felst í samkomulagi hans við Reykjavíkurborg verður að veruleika eða ekki. Þetta eru megin atriðin, landið liggur að mesta þéttbýli landsins, þar verður einhvern tímann þétt, skipulögð byggð, tvö stærstu svejt- arfélög landsins hafa áhuga á að sú byggð verði innan sinna marka, ann- að, Kópavogur, hefur landið í sinni lögsögu, hitt, Reykjavík, vill ná því til sín og ábúandinn vill selja núna og breyta eign sinni, sem hann tel- ur, í reiðufé og verðbréf. Hver er lausn vandamálanna með Vatnsenda? Á sölu Vatnsenda er fjöldi vand- kvæða. Reykjavík vill kaupa landið en til þess þarf að yfirstíga ýmsa þröskulda. Kópavogur á forkaups- rétt, ég vík síðar að þ eim þætti. Borgin setur það skilyrði, að ef Kópavogur hafni forkaupsrétti, sam- þykki Alþingi lög um heimild Reykjavíkurborgar til eignarnáms og sölu á landinu á grundvelli sam- komulagsins við ábúanda. Þetta skal gerast á yfirstandandi þingi. Þetta er ef laust gert vegna ákvæða erfðar- skrárinnar um Vatnsenda. Mörgum finnst með ólíkindum, að einu sveit- arfélagi leyfist að taka eignarnámi iand, sem er innan lögsögu annars, Richard Björgvinsson „Hver «r þá lausn máls- ins? Frá mínum bæjár- dyrum séð felst hún í því, hvað varðar sveit- arfélögin úr því sem komið er, að þau nái samkomulagi um skipt- inu Vatnsendalands sín í milli. Landinu verði skipt milli Kópavogs og Reykjavíkur eftir því sem það fellur best að byggð í hvoru sveitarfé- iaginu um sig, þannig að þau geti vel við un- að.“ sérstaklega ef hið síðarnefnda mót- mælir því. Hvað Alþingi gerir, ef málið kemur til kasta þess, veit að sjálfsögðu enginn að óreyndu. Þó eru til fordæmi fyrir því, að slík lög hafi hlotið samþykki Alþingis gegn mótmælum annars sveitarfélagsins, þess er lögsöguna hafði. Fjöldi efasemda eru á lofti um lagalega heimild ábúanda og um- ráðamanns Vatnsenda til að selja vegna ákvæða hinnar nafntoguðu erfðarskrár um jörðina Vatnsenda. Jafnvel hafa heyrst raddir um, að hann hafi þegar fyrirgert eignar- rétti sínum með því að gera þetta samkomulag um sölu til Reykjavik- ur, þar sem erfðaskráin banni sölu, en hann öðlaðist a.m.k. yfirráðarétt yfir jörðinni með dómum Hæstarétt- ar skv. ákvæðum erfðaskrárinnar. Aðrir aðilar, sem telja sig hafa rétt- ar að gæta vegna Vatnsenda og sölu jarðarinnar, hafa sagt í fjölmiðl- um nú að undanförnu, að þeir muni væntanlega leita þess réttar fyrir dómstólum gagnvart ábúandanum. Segja má að sú hlið Vatnsendadeilna sé ekki mál sveitarfélaganna. Loks hefur það nú komið í ljós síðustu daga, að Vatnsendi hefur verið auglýstur á uppboði þann 16. janúar vegna vangoldinna opinberra gjalda. Væntanlega þarf að ganga úrskurður um hvort jörðin sé að- fararhæf vegna ákvæða erfðaskrár- innar, ef ábúandinn krefst þess. Það er því ekki ein báran stök í málefnum jarðarinnar Vatnsenda. Á öll þessi og jafnvel fleiri lagaleg atriði ætla ég ifter að sjálfsögðu ekki að leggja neinn dóm. Reykjavíkurborg hefur fjárhags- legt bolmagn til þess að kaupa Vatn- senda fyrir 170 millj. króna, Sumt af landinu liggur vel að frekari byggð í framhaldi af Breiðholtinu og samkomulagið um kaupin var samþykkt af öllum flokkum í borg- arráði. Reykjavík gæti nýtt sér þetta land mun fyrr en Kópavogur. Þegar kemur að forkaupsrétti Kópavogs, þá er augljóst að þessi upphæð er miklu stærri biti fyrir Kópavog, þó megin hluti upphæðarinnar eða 158 millj. kr., sé lánaður til 10 ára með jöfnum greiðslum. Fjármál bæjar- sjóðs Kópavogs eru vægast sagt ekki í því standi að á sé bætandi meiri skuldum; þegar eru fyrir 1.100-1.200 millj. króna heildar- skuldir. Þetta er því afar óheppileg- ur tími fyrir Kópavog, sem ætlar sér ekki að nýta landið fyrr en eftir 30 ár eða svo. Frekari skuldsetning bæjarsjóðs og meðfylgjandi fjár- magnskostnaður, sem yrði veruleg- ur, ofan á það sem fyrir er, er væg- ast sagt óheppileg núna svo ekki sé sterkara að orði kveðið og myndi óhjákvæmilega leiða til frekari frest- unar á ýmsum framkvæmdum bæj- arins, sem flestir telja brýnni núna. Hinsvegar eru fáir eða engir í Kópa- vogi glaðir yfir því að landið í Vatns- enda fari til Reykjavíkur, þetta framtíðarbyggingarland Kópavogs á næstu öld. Erfitt og dýrt yrði líka að skipuleggja og hefja byggð í Vatnsenda strax eða miklu fyrr en ætlað er og fresta um leið byggð í heimalandinu í Kópavogsdal. Byggð- in yrði þá líka tvískipt um nokkuð langan tíma. Það má svo líka spyija þeirrar spurningar, hvort Kópavogur yrði ekki nægilega stórt bæjarfélag með 25-27 þúsund manna byggð, sem hann getur orðið án byggðar í landi Vatnsenda. Formaður bæjarráðs Kópavogs hefur haft forgöngu um, að leita álits Lagastofnunar Háskóla íslands, hvort Kópavogi beri á þessu stigi málsins að svara hvort hann vill nýta eða hafna forkaupsrétti á landinu, sem lögmaður ábúanda bauð Kópavogi með bréfi 8. janúar sl. með 28 daga fresti til að svara. Þetta er hugsað á þeim grundvelli, að engin kaup hafi í raun ennþá farið fram vegna skilyrða samkomu- lagsins frá 5. janúar sl. um sam- þykki Alþingis á eignarnámi Reykjavíkur, þvl beri að bjóða Kópa- vogi forkaupsréttinn þegar slíkt samkomulag liggi fyrir. Nú má auð- vitað líka hugsa sér, að mikilvægur þáttur í ' væntarilegri afstöðu Al- þingis sé hinsvegar einmitt að vita hver afstaða bæjarstjórnar Kópa- vogs sé til forkaupsréttarins. Þessi hugmynd ráðamanna Kópa- vogs fjallar auðvitað um möguleik- ann til skapa sér frest til ákvarðana- töku í máliriu. Þetta er óheppilegur tími skömmu fýrir bæjarstjórnar- kosningar til að taka ákvarðanir í svo mikilvægu máli, sérstaklega þegar svo vill til að innan meirihluta bæjarstjórnar Alþýðubandalags og Alþýðuflokks er mjög mikill ágrein- ingur um afstöðu í þessu máli. Það er vægast sagt ekki hentugt á þeim tíma, sem menn sitja við að beija saman síðustu fjárhagsáætlun bæj- arsjóðs fyrir kosningar. Hver er þá lausn málsins? Frá mínum bæjardyrum séð felst hún í því, hvað varðar sveitarfélögin úr því sem komið er, að þau nái sam- komulagi um skiptinu Vatnsenda- lands sín í milli. Landinu verði skipt milli Kópavogs og Reykjavíkur eftir því sem það fellur best að byggð í hvoru sveitarfélaginu um sig, þannig að þau geti vel við unað. Fulltrúar þeirra þurfa að setjast niður sem allra fyrst og ná slíku samkomulagi sín í milli, annað er þeim í raun ekki sæmandi. Borgarstjórinn í Reykjavík hefur opinberlega tekið undir þá hugmynd, að þetta sé reynt. Ef slíkt samkomulag næðist hlýtur málið að horfa öðruvísi við Alþingi til að samþykkja nauðsynleg lög til að koma málinu fram. Ekki væri heldur úr vegi, að um leið næðu þessi sveitarfélög sáttum og samkomulagi um önnur deiluefni sín. Það yrði þeim báðum til mikils sóma. Höíundur er bæjaríulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Vatnsendakaup eftir Steinunni H. Sigurðardóttur Tilboð Reykjavíkurborgar í Vatnsendajörðina hafa vakið at- hygli nú nýverið. Þarna reynir eitt bæjarfélag að kaupa land í lögsögu annars. Ýmsir hafa viljað leggja þetta út sem yfirgang og ásælni stórveld- is í garð smáríkis, sem veraldarsag- an er svo sem yfirfull af. Sumir ganga svo langt að segja, að nú sé Reykjavík að hefna fyrir áreitni bæjarstjómarmeirihluta A-flokk- anna í Kópavogi, sem á síðasta ári lýsti yfir einhliða riftun á samningi þessara nágranna um Fossvogs- brautina umdeildu. Allt það mál var með endemum og fór svo að marg- ir sögðu meira en þeim var í raun- inni sæmandi. Sem betur fer virðast menn vera búnir að ná áttum í því máli og sjá að það verður að leysa með samn- ingum. Það er mikil andstaða við lagningu bílagötu yfir hinn fallega Fossvogsdal beggja vegna lækjar- ins. Fólk vill ekki viðurkenna umyrðalaust, að blikkbeljan skuli ávallt hafa forgang í hinu byggða umhverfi, það sé margt í náttúr- unni, sem líka eigi sér rétt, fuglar, tré og manneskjur. Enn hefur ekki verið sýnt fram á svo óyggjandi sé, að lagning Foss- vogsbrautar sé nauðsyn. Allir kom- ast leiðar sinnar í dag og umferðin er ekki verri en við má búast. Foss- vogsdalurinn er náttúruvin, sem allir viðurkenna og flestir vilja reyna að varðveita. En það er fráleitt að efna til uppþota, þegar nágrannabæjarfé- lög huga að sínum málum. Kópa- vogur og Reykjavík geta hvorugt án hins verið og Berlínarmúrar eru komnir úr tísku sem betur fer. Kaupstaður getur í sjálfu sér ekkert betra átt en byggingarland. í því felst vaxtarbroddur hvers bæjarfélags. Þess vegna er ofur eðlilegt, að vel rekið bæjarfélag eins og Reykjavík reyni að tryggja framtíð sína með landakaupum. Það er ekkert nýtt að Reykjavík kaupi upp þau lönd sem gefast, meira að segja ekkert nýtt að borgin kaupi land í lögsögu annars bæjarfélags eins og gerðist í Mosfellssveit. í raun er Reykjavík að tryggja að framtíðarskipulag á höfuðborg- arsvæðinu sé ekki háð vafaatriðum og spurningarmerkjum, eins og til „Mín niðurstaða af þess- um vangaveltum er, að Reykjavík og Kópavog- ur eigi að kaupa þetta land saman og ráðstafa því með sameiginlega hagsmuni fyrir augum. Nágrannar eiga að leysa sín mál með samn- ingum en ekki ófriði.“ dæmis hefur verið um Vatnsenda- land. Þar er urmull af sumarbústöð- um og heilsársbústöðum, þar sem allir búa við óvissu. Það er löngu tímabært, að fólk þar fái eitthvað að vita um framtíðarstöðu sína. Nú háttar svo til í Kópavogi eft- ir áralanga stjórn vinstri flokkanna þar, að fjárhagur bæjarins er bág- ur. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa hins vegar rétt fjárhag borgar- innar það vel við í sinni valdatíð, að þar eru til peningar. Það er því auðvelt að mála þá mynd upp, að auðvaldið sé að reyna að ræna frumburðarrétti fátæka mannsins Steinunn H. Sigurðardóttir og óneitanlega heyrist þessi tónn í gegn um málflutning vinstri mann- anna í Kópavogi. En eigum við ekki að líta á þessi mál af skynsemi? Hagsmunir Reykjavíkur eru þeir sömu ogKópa- vogs. Það þarf að hugsa til framtíð- arinnar þegar fólki fjölgar í þessum bæjum. Þá þarf byggingarland og þarna er það. Það hlaut að koma að því að búskapur legðist af á Vatnsenda rétt eins og í Digranesi þegar byggðin þéttist. Mín niðurstaða af þessum vanga- veltum er, að Reykjavík og Kópa- vogur eigi að kaupa þetta land sam- an og ráðstafa því með sameigin- lega hagsmuni fyrir augum. Ná- grannar eiga að leysa sín mál með samningum en ekki ófriði. Það er mjög eðlilegt til dæmis, að vatns- veitan fái yf irráð yfir vatnsverndar- svæðunum í landi Vatnsenda, vatn- ið er báðum bæjarfélögunum jafn dýrmætt. Um byggingarland hlýtur að mega semja. Reykvíkingar vita, að það er í rauninni þeim að kenna, að Kópa- vogur varð til. Þangað flutti ég og fleiri, vegna þess að enga lóð var að fá í Reykjavík. Ég bý núna í næsta nágrenni fyrirhugaðrar Foss- vogsbrautar. Núverandi friðsæld Fossvogsdals nægir mér til þess að óska að brautin sú verði aldrei lögð. Við Kópavogsbúar fáum vatn, ljós og hita frá Reykjavík, fæðumst þar oft og erum meira að segja jörðuð þar líka. Því skyldum við ekki eiga samstarf við Reykjavík um fleiri mál eins og skipulag byggðar, sorphirðu, eldvarnir, frá- rennslismál og umferðarmál? Það gildir jafnt um þau mál sem Vatns- enda og Fossvogsdal. Mestu máli skiptir að sú byggð sem í landi Vatnsenda rís sé hag- kvæm og fari vel og að þar muni búa ánægt fólk. Það hlýtur að mega ná samkomulagi um það hvað skuli teljast í Kópavogi og hvað í Reykjavík. Við erum jú öll íslend- ingar fyrst og fremst. Höfundur er húsmóðir í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.