Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990 \ Noregur: Spillingarmálin í Noregi verða æ umfangsmeiri Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunbiaðsins. Spillingarhneykslið í Ósló vef- ur stöðugt upp á sig og hafa nú 13 manns verið ákærðir fyrir Afríska þjóðarráðið: Stefnumót- andi fundur Lusaka, Zambíu. Reuter. LEIÐTOGAR Afríska þjóðar- ráðsins (ANC) eru nú á fundi í Lusaka í Zambíu og er umræðu- efhið hvort taka beri upp samn- ingaviðræður við sfjórnvöld í Suður-Afríku. Er þetta í fyrsta sinn í aldarfjórðung, sem leið- togarnir hittast allir en sumir hafa verið árum saman í fangelsi og aðrir í útlegð. Walter Sisulu og Govan Mbeki var vel fagnað við komuna til Lusaka en sú ákvörðun Suður- Afríkustjórnar að sleppa Sisulu og öðrum ANC-félögum úr fangelsi hefur gefið samtökunum byr undir báða vængi. Segjast þau nú reiðu- búin að setjast að samningaborði um framtíð Suður-Afríku en hafa sett nokkur skilyrði fyrir því. Fyrst og fremst, að Nelson Mandela verði látin laus og er búist við, að það verði á næstunni. ýmis afbrot. Telur lögreglan ekki ósennilegt, að 30 manns verði komnir á sakamannabekkinn innan skamms. Þar að auki er svipað mái komið upp í Dramm- en, öðrum stærsta bæ í Noregi, og býst lögreglan við sams konar tíðindum firá fleiri bæjum. Norðmenn hafa lengi talið sig vera öðrum heiðarlegri en nú hefur þessi ímynd orðið fyrir alvarlegum hnekki. Við lögreglurannsókn hefur komið í ljós, að í 20 ár hefur það tíðkast að smyrja ofan á verk fyrir Óslóarborg, sem er stærsti vinnu- veitandi í landinu, með 78.000 manns á launum. Verktakar hafa mútað starfsmönnum, einkum þeim, sem starfa við húsnæðis- og viðhaldsdeildina, með dýrum bílum, kostnaðarsömum viðgerðum á hús- eignum þeirra, með sumarbústöð- um og sumarleyfisferðum. Við rannsókn málsins hefur einn- ig komið í Ijós, að sumir starfs- manna borgarinnar hafa valdið henni stórtjóni með því að selja lóð- ir á allt of lágu verði — sjálfum sér, ættingjum sínum eða mönnum, sem ekki eru til. Nokkrum vikum síðar eru lóðirnar seldar aftur með ofsagróða. Þessi mál teygja anga sína víða og meðal annars inn í Hvítasunnu- söfnuðinn í Ósló. Fyrir nokkrum árum reisti hann sér nýja og mikla kirkju en nú hefur komið í ljós, að einn af eftirlitsmönnum með við- haldi borgareigna, maður sem er í söfnuðinum, borgaði kirkjuna að hluta með efni frá einu sjúkrahúsa borgarinnar. Þessi sami maður byggði sér líka sannkallað sumar- setur og gat komið öllum kostnaðin- um inn á fjárlög sjúkrahússins. Af þeim, sem hafa verið ákærð- ir, eru níu starfsmenn Óslóarborg- ar, fjórir, sem hafa þegið mútur, og fimm, sem hafa verið í lóða- braski, og svo að auki fjórir verk- takar. Tékkóslóvakía: Reuter Um 6.000 söfiiuðust saman við bæinn Olomouc í Tékkóslóvakiu sl. sunnudag til að krefjast brottflutnings sovéska herliðsins. A tös- kunni, sem fest var á trjárenglu, stendur skrifað: „Ferðataska fyrir heimferðina." Viðræður um brott- flutning Rauða hersins Prag. Reuter. VIÐRÆÐUR um brottflutning sovéskra hermanna frá Tékkó- slóvakíu hófúst í fyrradag í höf- uðborg landsins, Prag. Tékk- neska ríkisstjórnin hefúr krafist þess að allir sovéskir hermenn verði á brott úr landinu fyrir árslok. Pólland: Vimmstaðasellur bannaðar Varsjá. Reuter. RÍKISSTJÓRN Póllands hefúr ákveðið að stjórnmálaflokkum skuli bannað að starfa á vinnu- stöðum í ríkiseigu og innan hers og lögreglu landsins. Undanfarin 40 ár hafa sellur kommúnista verið starfræktar á hveijum einasta vinnustað í landinu og forráðamenn fyrirtækja hafa þurft að bera allar ákvarðanir und- ir fulltrúa kommúnistaflokksins. Eftir sigur Samstöðu í þingkosning- unum í júni í fyrra tóku verkamenn að mótmæla því að vera undir stöð- ugu eftirliti fulltrúa yfirvalda en kunnugir segja að þetta hafi verið einn mikilvægasti liðurinn í alræðis- valdi kommúnistaflokksins. Pólska fréttastofan PAP skýrði frá því í gær að fulltrúar flokksins hefðu haft sig á brott af fjölmenn- asta vinnustað landsins, stáliðjuveri í borginni Krakow sem bera nafn Vladímírs Leníns, leiðtoga rúss- neskra bolsjevikka. Fram kom að verkamenn hefðu einnig krafist þess að nafni stálversins yrði breytt en í síðasta mánuði var stytta af Lenín fjarlægð eftir fjölmenn mót- mæli verkafólks. CTK, hin opinbera fréttastofa Tékkóslóvakíu, skýrði frá því að viðræðurnar væru háfnar og fylgdi fréttinni að aðstoðarutanríkisráð- herrar ríkjanna tveggja færu fyrir samninganefndunum. Lubos Dubrovsky, talsmaður tékkneska utanríkisráðuneytisins, sagðist bú- ast við því að viðræðurnar stæðu yfir í þijá daga en kvað engin ákveðin tímamörk hafa verið sett. Um 75.000 sovéskir hermenn eru nú í Tékkóslóvakíu en Rauði herinn hefur verið með herstöðvar í landinu síðan 1968 er herafli Varsjárbanda- lagsins gerði innrás og steypti stjóm umbótasinnans Alexanders Dubceks. Ráðamenn í Sovétríkjun- um fullyrtu árum saman að innrás- in hefði verið gerð í samræmi við ósk Tékka en talsmenn Sovétstjórn- arinnar hafa nú viðurkennt að inn- rásin hafi verið mistök. Segja vest- rænir sérfræðingar líklegt að hin nýja ríkisstjórn Tékkóslóvakíu beiti þessari röksemd óspart í viðræðun- um. Nú standa yfir í Vínarborg við- ræður 23 ríkja um niðurskurð á sviði hins hefðbundna herafla frá Atlantshafi til Úralfjalla. í þeim samningsdrögum sem kynnt hafa verið er gert ráð fyrir því að Sovét- menn kalli um 300.000 hermenn til síns heima. Tékkneskir embætt- ismenn hafa sagt að krafa þeirra um brottf lutning Rauða hersins frá Tékkóslóvakíu sé utan ramma Vínarviðræðnanna en vestrænir sérfræðingar hafa sagt að líklegt megi heita að Sovétmenn geri kröfu um að herliðið í landinu verði ekki undanskilið. Árið 1988 gerði Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi heyrinkunnugt að fækkað yrði í herliði Sovétmanna í Austur-Evr- ópu um 50.000 manns og sam- kvæmt þeirri áætlun munu 5.000 hermenn halda frá Tékkóslóvakíu fyrir lok þessa árs. ÚTSALA - UTSALA % dfsláHur Alltaó HAGKAUP s4££t í eátttt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.