Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990 27 JÓRUNN KARLSDÓTTIR UR EINUIANNAÐ Hugsið ekki um hlaupastílinn Beygið hnén örlítið betur þegar þið hlaupið, og takið lengri skref, segir Thomas McMahon prófessor í hagnýtri aflfræði og líffræði við Harvard-háskólann í Bandaríkjun- um. Með því að beygja hnén tíu gráð- um meira en þið eruð vön minnkar höggið sem líkaminn fær þegar fætumir snerta jörðu um 80%. Þannig hlífið þið hnjánum, mjöðm- um og hrygg - og látið læri og rassvöðva taka á sig byrðina. Með því að beita hnjánum á þennan hátt brennið þið einnig 25% fleiri hitaeiningum, eða kaloríum. En það verður að játast að hlaupastíllinn verður ekki sá sami . . . Veðurveiki? Finnist ykkur þið vera óvenju þreytt og buguð ættuð þið að hugsa ykkur tvisvar um áður en þið hring- ið í heimilislækninn eða seilist eftir pilluglasinu. Verið gæti að þið ætt- uð frekar að líta á loftvogina. Bretinn dr. Damien Downing er sérfræðingur í áhrifum umhverfis- ins á heilsuna, og hann segir að breytingar á loftþrýstingi geti haft ákveðin áhrif á vellíðan okkar. Að sögn dr. Downings era um 30% okkar viðkvæm fyrir breyting- um á loftþrýstingi, lofthita og jóna- hleðslu andrúmsloftsins. Þetta vandamál ,er til dæmis litið það alvarlegum augum í Sovétríkjunum að þar era sendar út sérstakar aðvaranir til þeirra landsvæða þar sem von er á miklum hæðum eða djúpum lægðum. Era þeir sem þjást af háum blóðþrýstingi, svefnleysi eða hjartasjúkdómum þá beðnir að fara gætilega. Hunang og hjátrú Það er gömul hjátrú að hunang sé bæði hollt og að það geti haft læknandi áhrif á ýmsa sjúkdóma. En að sögn sumra sérfræðinga er erfitt að færa sönnur á þessi áhrif hunangsins. Reyndar er varla til sú fæðuteg- und sem gamla þjóðtrúin og vísindi nútímans eru jafn ósammála um og hunangið. Hvað næringargildi varðar er hunangið til dæmis í svip- uðum flokki og venjulegur sykur eða síróp. Það er þó frábrugðið sykri að því leyti að í því er nokk- uð af vítamínum og söltum, en miðað við daglegar þarfir okkar er þar aðeins um óveralegt magn að ræða. í hunanginu er einnig eitthvað af ensímum og öðram lífrænum efnum, en það skortir vísindalegar sannanir fyrir að hun- angið geti læknað eða komið í veg fyrir sjúkdóma. Mislyndi maðurinn Karlar halda því gjarnan fram að konur séu ofurseldar sveiflum í hormónastarfseminni og geti því ekki alltaf hugsað rökrétt - og þá sérstaklega á vissum tímum mán- aðarlega. Nú sýna hinsvegar niður- stöður nýjustu rannsókna á þessu sviði að karlar eru ekki síður ofur- seldir sveif lunum í þeirra hormóna- starfsemi en konur - og sveiflur hjá körlum segja til sín frá degi til dags. Magn karlhormónsins test- ósterón breytist nefnilega mjög mikið yfir daginn, og þetta hormón hefur mikil áhrif á skap og hegðan mannsins. Þegar magnið er mikið er maðurinn ágengur, þegar það er lítið er hann kvíðinn og þung- lyndur. Venjulega eykst testósterón- magnið snemma morguns - svo eykst það enn, eða minnkar, eftir því hvernig manninum gengur þann daginn. Hafi hann heppnina með sér í gjörðum sfnum eykst magnið, mæti hann mótlæti eða sé hann undir miklu álagi minnkar testósterón-magnið. Rannsóknirnar sýndu einnig að testósterón-magnið fer mjög eftir velgengni mannsins. Því meiri vel- gengni hann á að fagna í lífinu, þeim mun meira magn af testóster- ón er í blóði hans. í hvert sinn sem honum tekst vel í starf i sínu, íþrótt- um eða ástum eykst magnið - mistakist honum minnkar það. Kynhvöt karla er einnig háð sveiflunum í starfsemi hormóna. Gangi honum vel, eykst kynhvötin - og er það ágæt skýring á því hversvegna menn sem njóta verald- legrar velgengni hafa oft óseðjandi löngun til kvenna. Látum þetta nægja að sinni. Með kveðju, Jórunn. Við hátíðarkvöldverðinn munu félagar í Klúbbi matreiðslumeistara matreiða ofan í gesti 6-8 réttaðar máltíðir. Þá er fyrirhugað að fá til landsins þekkta erlenda matreiðslu- meistara, sem hugsanlega sæju um hluta matseðilsins, eða væru ábyrg- ir fyrir honum öllum. í tilefni hvers kvöldverðar verður matseðill kvöldsins prentaður á helming und- irdiska, en á hina.verður áprentað listaverk og og nýr listamaður feng- inn til verksins hveiju sinni. Diska þessa fá gestir með sér heim til minja. Listamaður fyrsta kvöldverð- arins er Jónína Magnúsdóttir, Ninný. Matarklúbbur þessi er settur á fót til fjáröflunar fyrir Klúbb mat- reiðslumeistara. Nú þegar KM er orðinn aðili að Alheimssamtökum matreiðslumeistara er ætlunin að taka þátt í alþjóðlegum matreiðslu- keppnum. í ágúst taka meðlimir í Samkvæmt 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að aðal- skipulagi Kjalarneshrepps. Skipulagstillaga þessi næryfir núverandi byggð og fyrir- hugaða byggð á skipulagstímabilinu. Tillaga að aðalskipulagi Kjalarneshrepps 1990-2010 ásamt greinargerð, liggur frammi á skrifstofu hreppsins Fólkvangi, Kjalarnesi frá 17. janúar til 28. febrúar 1990 á skrifstofutíma alla daga nema laugardaga og sunnu- daga. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila á skrif- stofu Kjalarneshrepps fyrir 14. mars 1990 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Sveitarstjóri Kjalarneshrepps, Skipulagsstjóri ríkisins. Verslunin Hverfisgötu 39, Reykjavík sími 626037. Kirkjukór Stykkishólmskirkju Stykkishólmur: Kirkjukórinn bauð íbúum á tónleika Morgunblaðið/Árni Félagar í Klúbbi matreiðslumeistara. Myndin var tekin þegar þeir voru heiðraðir á 50 ára afmæli Sambands norrænna matreiðslumeist- ara. Klúbbur til styrktar matreiðslumeisturum ÁÆTLAÐ er að stofna matar- klúbb, sem yrði nokkurs konar styrktarklúbbur Klúbbs mat- reiðslumeistara. Gefin verða út meðlimakort, en hámarksfjöldi kortanna er 40 og gildir hvert kort fyrir 2. Ætlunin er að halda einn hátíðarkvöldverð á ári og e.t.v. fleiri. Fyrsti hátíðarkvöld- verðurinn verður að Hótel Holiday Inn þann 20. janúar. Klúbb matreiðlsumeistara þátt í norrænni matreiðslusýningu og keppni í Noregi og er það undan- fari að þátttöku í Olympíuleikum matreiðslumanna í Frankfurt árið .1992. Hljómleikaskráin var fjölbreytt, 20 verk voru á skránni og mörg eftir hina góðu gömlu meistara eins og Bach og Hándel. Þá voru og íslensk verkefni. Kórinn var einnig með víxlsöng og einnig dreifði hann sér út um sal kirkjunnar og vakti það góða gleði hvað mikla fjölbreytni var boðið upp á. Kirkjusalurinn er nú mikið tii búinn og ljósadýrðin sérstök enda hanga 180 ljós í mismunandi hæð í loftinu. Stólarnir era komnir og hefir Lionsklúbbur Stykkishólms tekið að sér að ganga frá þeim og setja upp. Þess skal að lokum getið að kór- inn hefir sungið bæði á Breiðabliki og Grandarfirði við ljómandi undir- tektir. Auglýsing um aðalskipulag Kjalarneshrepps 1990-2010 Kirkjukór Stykkishólmskirkju bauð Stykkishólmsbúum á söng- skemmtun í Stykkishólmskirkjunni nýju föstudagskvöld 5. jan. sl. Kór- inn hefir í allt haust verið í góðri æfingu eins og undanfarin ár og meðlimir hans lagt mikið á sig. í kórnum starfa nú yfir 30 manns og á þessari kvöldskemmtun voru 30 í hópnum. Þjálfari og stjórnandi kórsins, Ronald Turner, hefir náð ótrúlegum árangri, enda áheyrend- ur svo hrifnir að beðið var um meira og meira. Ronald kennir, auk þess að vera stjórnandi kórsins, einnig í grunnskólanum og er einn- ig organisti kirkjunnar. í einu lag- inu léku Jenný Steinars og Vilborg Gunnarsdóttir á þverflautur og Þórný Baldursdóttir á trompet. Þá léku einnig undir: Á píanó Erlendur Jónsson, á harmonikku Hafsteinn Sigurðsson og einnig var leikið und- ir á orgel. Jóhanna Guðmundsdótt- ir, ein af kórfélögum, stjórnaði þeg- ar söngstjóri lék á orgelið. Daði Þór Einarsson skólastjóri Tónlistarskól- ans kynnti söngskrána og fórst honum það sem annars vel úr hendi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.