Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið. Hernaðarástand í Sovétríkjunum Mikhaíl Gorbatsjov Sovét- forseti ritaði á mánudag undir fyrirmæli, þar sem lýst er yfir neyðarástandi í Kákasus- löndum Sovétríkjanna og liðs- menn landhers, flota og öryggis- lögreglunnar KGB eru sendir til Sovétlýðveldanna Azerbajdzh- ans og Armenínu til að stilla til friðar og bijóta á bak aftur sveit- ir þjóðernissinna sem hafa gripið til vopna. Yfirlýsing forsætis- nefndar Æðsta ráðs Sovétríkj- anna er hin harðorðasta um hernaðaraðgerðir innan ríkisins síðan kommúnistar komust þar til valda með byltingu árið 1917. Telja Kremlveijar hættu á að sovéskum yfirráðum í lýðveldun- um verði hafnað með valdi. Með öllu er óljóst hvernig herliðinu sem nú verður sent á vettvang vegnar. Aðstæður eru þannig að þaulkunnugir skæruliðar hafa forskot og geta valdið miklum uslá, þótt þeir séu verr vopnum búnir en Rauði herinn. Reynsla Sovétmanna frá Afganistan ætti að vera Kremlveijum áminning um að yfirburðir í hernaðar- mætti leysa ekki allan vanda. Ef borgarastyijöld hefur ekki þegar brotist út í Sovétríkjunum virðist hún á næsta leiti. Nikolaj Ryzhkov, forsætisráðherra Sov- étríkjanna, komst raunar þannig að orði á mánudag, að stjórnvöld væru staðráðin í að koma í veg fyrir borgarastyijöld og það væri aðeins unnt með hervaldi. Með því að senda heraflann til Kákasusfjallanna hafa Gorbatsj- ov og félagar hans ákveðið að stilla til friðar með valdi. Við sérstæðar aðstæður hafa þeir gefist upp við að leita friðsam- legra lausna á vaxandi ágrein- ingi innan Sovétríkjanna. í Azerbajdzhan og Armeníu er sovéskum yfirráðum ógnað með innbyrðis hernaðarátökum sem taka á sig þjóðernislegan blæ. í Eystrasaltslöndunum er' sovéskum yfirráðum ógnað með samþykktum þinga og flokka. Tæpir tveir sólarhringar voru liðnir frá því að Gorbatsjov kom til Moskvu frá Litháen, þegar hann ritaði undir fyrirmælin um að hérmenn skyldu fara til lýð- veldanna í suðri. För Gorbatsjovs til Litháens bar ekki þann árang- ur sem hann ætlaði. Þótt hann legði eigin framtíð að veði vildu Litháar ekki votta Kremlveijum eða sovéska kommúnistaflokkn- um hollustu. Ef hervaldi er beitt til að tryggja sovésk yfirráð í suðurhluta hins hnignandi ný- lenduveldis verður það ekki einn- ig gert í vesturhluta þess? Geta Litháar, Eistar og Lettar skilið ákvörðun forsætisnefndarinnar og harðorða yfirlýsingu hennar á annan veg en þann, að í henni felist einnig ströng viðvörun til þeirra? Og verði sovéska hernum beitt þar í nafni Gorbatsjovs og félaga færi ekki hrollur um íbúa ríkjanna í Austur-Evrópu sem eru að bijóta af sér hlekki kommúnismans? Spurningar sem þessar hljóta að vakna við hin ógnvænlegu tíðindi um hernaðarástandið í Kákasuslöndum Sovétríkjanna. Svörin við þeim þurfa ekki öll að boða vont. Ef til vill verður ekki eitt látið yfir alla ganga, sem vilja bijótast undan sovésk- um yfirráðum. Hvað sem því líður hafa orðið þáttaskil í stjórn- arháttum Gorbatsjovs. Valdbeit- ingin gegn Azerum og Armenum er í hróplegri andstöðu við götu- fundina í Litháen fyrir helgi, en í öllum þessum lýðveldum standa Kremlveijar frammi fyrir sama vanda, þótt sjálfstæðiskröfurnar bijótist fram með mismunandi hætti. Vandræði vegna Stefáns Eftir þær deilur sem urðu fyrir fáeinum mánuðum vegna greiðslna úr ríkissjóði til aðstoðarmanns Stefáns Val- geirssonar alþingismanns hefði mátt ætla að forsætisráðherra og ríkisstjórnin gætu búið þann- ig um hnúta um framhald þess- ara greiðslna, að enginn efaðist um lögmæti þeirra. Forsætisráð- herra telur þessi opinberu út- gjöld bráðnauðsynleg til að stjórn hans haldi lífi og Stefán geti kyn’nt sér þau mál, sem eru til meðferðar hjá henni og Al- þingi. Ef rétt er munað ætlaði ráðherrann að tryggja lögmæti ljárstuðningsins. Eftir þessa yfirlýsingu ráð- herrans var tekinn upp nýr hátt- ur á greiðslum til Stefáns og er litið á hann og menn hans sem sérstaka ráðgjafa eða sérfræð- inga ríkisstjórnarinnar. Sighvat- ur Björgvinsson, formaður fjár- veitinganefndar Alþingis, telur enn óhæfilega að þessu greiðsl- um staðið og án samþykkis Al- þingis eða fjárveitingar. Hvers vegna getur ríkisstjórnin ekki komið þessu í iögmætt horf? Byltingin árið 1905 og upp- lausnin í Sovétríkjunum nú eftir Vladímír Búkovskíj „SEINT í október ríkti algjört uppreisnarástand í Eystrasalts- ríkjunum; til harðvítugra átaka kom á milli þjóðanna við rætur Kákasus-fjalla. Og að sjálfsögðu var Pólland algjörlega óviðráð- anlegt." Er þetta það sem sagn- fræðingar munu skrifa um at- burðina í Sovétríkjunum að und- anfornu? Nei, þetta skrifaði sagn- fræðingur um byltinguna í Rúss- landi árið 1905. Þó ber að hafa í huga að regin- munur er á rússneska keisaraveld- inu og alræðisstórveldinu, sem hef- ur yfir kjamorkuvopnum að ráða. Það er ekki aðeins öld sem skilur þau að, öld ótrúlegra breytinga á öllum sviðum mannlífsins. Þau byggja á gjörólíkum lögmálum. Samt er kreppan í Sovétríkjunum nú ótrúlega lík þeirri sem ríkti í keisaraveldinu árið 1905. Fáir muna núna að atburðirnir árið 1905 áttu rætur sínar að rekja til g/asnosí-herferðar. Svjatopolk- Mirskíj prins, fyrrum yfirmaður herlögreglunnar, var skipaður inn- anríkisráðherra til að „koma á sátt- um milli stjórnvalda og almenn- ings“. Prinsinn sagði sjálfur að með umbótastefnu sinni vildi hann stuðla að „framförum á sem flest- um sviðum, að minnsta kosti að svo miklu leyti sem þær samrýmast ríkjandi stjórnkerfi.“ Hvert einasta orð er í samræmi við stefnu Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta. Vestrænir fjölmiðlar fóru fögrum orðum um fijálslyndi Svjatopolk- Mírskíjs því þeir hafa ætíð lofsung- ið þá sem gerast málsvarar umbóta- stefnu í stað lögregluríkis. Rússn- eska þjóðin hafði hins vegar allt aðrar hugmyndir um framfarir. Fulltrúar sveitarstjórna efndu til ráðstefnu með leyfi prinsins og í anda glasnosts. Þeir samþykktu ályktun sem augljóslega „sam- rýmdist ekki ríkjandi stjórnkerfi*1'. Þeir kröfðust stjórnarskrár, þing- ræðis og lýðræðis. Þótt dagblöðum hefði verið bann- að að birta eða fjalla um ályktun ráðstefnunnar leit almenningur svo á að hún gæfi kjörið tækifæri til breytinga: Stjórnvöld höfðu þrátt fyrir allt heimilað ráðstefnuna. A eftir henni fylgdu ræðuhöld, yfirlýs- ingar, mótmæli, bænarskrár og kröfugöngur þar sem fyrirtæki og samtök af ýmsu tagi lýstu yfir stuðningi við ályktunina. Á meðan breiddist þessi vakning út á göturnar og efnt var til náms- mannamótmæla og fjölmennra kröfugangna, sem hinn fijálslyndi prins varð að kveða niður með að- stoð kósakka. Verkamenn efndu til kröfugöngu 9. janúar árið 1905 og var gengið að Vetrarhöllinni til að afhenda Nikulási II bænarskrá. Hermennirnir hófu skothríð og myrtu hundruð manna. Sunnudagurinn blóðugi Eftir þennan atburð, sem sagn- fræðingar nefna „sunnudaginn blóðuga", stefndi augljóslega f heiftúðlegt uppgjör milli stjórnvalda og almennings. Mótmæli og óeirðir, verkföll og uppreisnir innan hersins stóðu út árið og náðu hámarki um miðjan október, er efnt var til verk- falla út um allt Rússland. Ekkert lát var á mótmælunum þótt keisar- inn setti nokkurs konar stjórnarskrá (Stefnuyfirlýsingin frá 17. október) og nokkurs konar þing (dúman). Þjóðir kröfðust sjálfstæðis; smá- bændur jarðnæðis; verkamenn fé- lagslegs réttlætis; og allir heimtuðu byltingu. „Uppreisnarandinn breiddist út um allt landið . . . Alþýðan hafði losað sig við rótgróinn ótta sinn og ímynduð ljón á veginum og hvorki vildi né gat séð þær hindranir sem voru í raun og veru til staðar. Það var veikleiki hennar og styrkur. Hún æddi áfram eins og sjávaralda í stormi. Það var eins og einhver hrærði í suðupotti samfélagsins, alveg niður á botn, með risastórri sleif. Verkföll í verksmiðjum, stöð- ugar kröfugöngur, árásir á ríkis- eignir, verkföll lögreglumanna og öryggisvarða og að lokum ólga og uppreisnir innan hersins og í far- skipaflotanum. Allt var í upplausn, ringulreiðin varð algjör.“ Því er erfitt að trúa að þetta sé ekki frétt frá Moskvu síðan í gær heldur úr bók eftir Leon Trotskíj. Vissulega ber að hafa í huga að ekki hafa orðið uppreisnir í sovéska hernum og smábændur hafa ekki heldur látið greipar sópa um eignir jarðeigenda eða brennt þær eins og gerðist árið 1905. Hins vegar getur enginn neitað því að upplausn er í landinu. V. Bakatín hefur skrifað í Literaturnaja Gazeta að glæpum fjölgi svo ört að því sé aðeins hægt að líkja við sprengingu. Herinn ekki nógu öflugur Fjárkúgarar og glæpahópar ung- menna bijóta heilu borgirnar undir sig með ógnun og ofbeldi og ráðast jafnvel á lögreglustöðvar þegar fé- lagar þeirra eru handteknir. Skot- árásir eru orðnar algengar á götum Moskvu. Þótt það varði við lög að eiga byssur í Sovétríkjunum telur lögreglan að 16 eða 17 milljónir byssna séu þar í einkaeigu og þeim fari fjölgandi. Vinsæl skrýtla - besti mælikvarðinn á almennings- álitið í Sovétríkjunum: „Hvað kem- ur á eftir perestrojkuT‘ - „Pers- trelka" (skotbardagi). Júrí Shatalín, þriggja stjörnu hershöfðingi í her innanríkisráðu- neytisins, fær nokkrar beiðnir á dag frá sveitarstjórnum, sem vilja fá fleiri hermenn. Þegar hafa 21.000 hermenn verið fluttir til mestu óeirðasvæðanna í Asíu og Kákasus- löndunum. Eins og forverar hans fyrir 84 árum veit Shatalín að hann hefur ekki nógu marga hermenn til að vernda öll þau svæði sem þarf og að ekki tjáir að senda fámennar sveitir í hvert byggðarlag, því áróðri og byssukúlum myndi rigna yfir þá. Flestum þessum beiðnum er því hafnað, eins og árið 1905. „Það er ekki hlutverk okkar að kveða niður friðsöm mótmæli eða beijast við verkfallsmenn og glæpamenn,“ hef- ur hershöfðinginn sagt í Moskvu- fréttum. Töfraljómi sögunnar afskræmir oft söguskilning manna, þannig að liðnir atburðir verða mun stórfeng- Vladímír Búkovskíj legri en þeir voru í raun og veru. En hvað af því sem gerðist árið 1905 á ekki við núna? Auðmýkjandi ósigur í stríðinu við Japana árið 1904-05, sem afhjúpaði getuleysi keisarastjórnarinnar og hróplegt skeytingarleysi um manns- lífin, er sambærilegur við ævintýri Sovétmanna í Afganistan. Þótt sov- éski herinn hafi ekki beðið ósigur í Afganistanstríðinu hafði það sömu áhrif á almenningsálitið og árið 1905. „Sunnudagurinn blóðugi“ hefur ekki endurtekið sig í Moskvu en álíka margir biðu bana í blóðbaðinu í Tíflis í vor. Keisarinn beitti að minnsta kosti ekki efnavopnum gegn þegnum sínum. En hins vegar gæti slíkur atburður endurtekið sig í Moskvu. Kínversku umbóta- sinnarnir hikuðu ekki við að láta skjóta á námsmenn fyrir framan sjónvarpsvélarnar. Hvers vegna ættu sovéskir félagar þeirra að vera hræddari við myndavélamar? „Svarta hundraðið", sem hlaut nafnið „Pamjat'1 (Minning), á sér jafnvel hliðstæðu í Sovétríkjunum, sem einkennist af jafn miklu gyð- ingahatri og þjóðrembu. Það er ekki Iengra síðan en í október að fyrstu skipulögðu ofsóknirnar gegn gyðingum komust í fréttirnar. Og var „fulltrúaþingið" í vor ekki á margan hátt sambærilegt við fyrstu dúmuna? Það hefur vissu- lega jafn lítil áhrif á stefnu stjórn- valda. En mikilvægasti atburðurinn árið 1905 var pólitíska verkfallið, sem varð til þess að knésetja keisarann og neyddi hann til að heimila stjórn- arskrá. Verkfallið hófst sem launa- deila í prentsmiðjum Moskvu en breiddist fljótlega út til fleiri borga keisaraveldisins og annarra fyrir- tækja. Því sem næst allt athafnalíf lamaðist og járnbrautasamgöngur lögðust niður. Háskólamenn komu jafnvel til liðs við verkfallsmenn. Verkfallið varð fljótlega pólitísk fremur en efnahagsleg aðgerð. Það var eins og skógareldur, ekkert gat stöðvað það. Sovéski „skógareldurinn" hófst seni lítilvæg launadeila í kolanám- um í Vorkúta og breiddist út til annarra kolanáma í Kúzbass og Donbass. Ekki þurfti meira til en verkfall járnbrautamanna - járn- brautirnar eru enn helsta lífæð Rússlands - til að skjóta Gorbatsjov svo mikinn skelk í bringu að hann var fljótur að fallast á allar kröfur námamanna, þótt hann vissi að hann gæti engan veginn staðið við fyrirheit sin. Síðan kom stund á milli stríða og Gorbatsjov lét dúmuna sína af- greiða í skyndi bann við öllum verk- föllum sem einhvetja þýðingu hafa. Verkföll brutust samt út á ný tveim- ur mánuðum síðar, en í þetta sinn voru þau ólögleg. Verkfallsmenn í kolanámunum í Vorkúta fara ekki lengur fram á launahækkanir eða aukið vöruúrval í verslunum. Nú krefjast þeir þess að alræðisvald kommúnistaflokksins verði afnum- ið og efnt verði til fijálsra kosninga. Sagan endurtekur sig aldrei svo fullkomlega að atburðarásin verði algjörlega hin sama. Hugsanlegt er að rússneski veturinn dragi úr eldmóðinum, að minnsta kosti um stundarsakir. En eins og árið 1905 stefnir í átök á milli almennings og stjórnvalda. í augum Kremlveija eru glasnost og perestrojka stefnu- breyting, sem ætlað er að bjarga kommúníska stjórnkerfinu. í aug- um almennings gefur umbótastefn- an færi á að breyta kerfinu. Hvar eru umbæturnar? Vesturlandabúar líta ef til vill enn á Gorbatsjov sem fijálslyndan um- bótasinna. í augum almennings í Sovétríkjunum er hann hins vegar enn einn leiðtogi þeirrar flokksvél- ar, sem valdið hefur eymdinni í landinu. Sú staðreynd að Gorbatsj- ov neyddist af efnahagslegum ástæðum til að koma á einhveijum umbótum er ekki nóg til þess að almenningur verði þakklátur til eilífðar. Fangar líta ætíð á göt á fangelsisveggjum sem flóttaleið, ekki sem bætta loftræstingu. En hvar eru umbæturnar eftir allt orðagjálfrið? Eftir fjögurra ára örvæntingarfullar aðgerðir, sem fólk út um allan heim þekkir undir nafninu perestrojka, hefur efnahag- urinn versnað enn, fjárlagahallinn aukist stórlega, biðraðirnar við verslanir hafa lengst og vörurnar eru illfáanlegri. Ljóst er að hálfkák- ið í umbótum Gorbatsjovs, sem ætlað er að bjarga kommúnisman- um, hefur ekki vakið þann eldmóð sem þörf er á til að bæta efnahag- inn. Það sem ekki nægði til að blása nýju lífi í efnahaginn reynist samt nóg til þess að áhorfsmál er hvort Gorbatsjov haldi velli sem leiðtogi. Sovéska stórveldið er í uppnámi. „Ánauðugar þjóðir" frá Eystrasalti til Kákasusfjalla og frá Dóná til Síberíu rísa upp til að krefjast sjálf- stæðis. Þótt kosningarnar til full- trúaþings Sovétríkjanna í vor hafi ekki verið fijálsar nema að hluta til lýstu kjósendur bersýnilega yfir vantrausti á kommúnistaflokkinn. Frekari efnahagshnignun verður örugglega til þess að aukin harka færist í verkföllin og að kröfur verkamanna verði enn róttækari. Fólkið vill lýðræði. Ekki „komm- únískt lýðræði“, ekki „lýðræðisleg- ar umbætur", heldur lýðræði. Sovésku leiðtogarnir vissu þegar haustið 1988 að umbætur þeirra höfðu mistekist og bjuggu sig und- ir að takast á við afleiðingarnar. Róttækustu umbótunum, svo sem breytingum á stjórn verðlagsmála, var frestað. Sett voru í skyndi ný lög, sem takmarka funda- og prent- frelsi og starfsemi samvinnufélaga, auk þess sem herinn tók að hluta við valdsviði lögreglu. Tilraun var gerð til þess í apríl á þessu ári að setja ný og strangari lög í stað greina 70 og 190 í refsilöggjöfinni, sem beitt var gegn andófsmönnum á valdatíma Brezhnevs. Þótt nýju lögin hefðu verið dregin til baka og ákveðið hefði verið að endur- skoða þau var ljóst hvað stjórnvöld ætluðust fyrir. 1 haust voru enn ein neyðarlögin sett: Verkföll bönnuð, frekari skorður settar við starfsemi samvinnufyrirtækja og hermönnum innanríkisráðuneytisins fjölgað. Sovéski herinn átta sinnum fjölmennari Þótt enginn geti sagt til um hve- nær gripið verður til róttækra að- gerða gegn mótmælendum og verk- fallsmönnum er sýnt að það verk- efni er mun auðveldara en almennt er talið. Minnast ber þess að bylt- ingin árið 1905 var bæld niður þótt lögregla keisarans stæðist engan samanburð við KGB og keisaraher- inn, sem var að mestu leyti bundinn við Austurlönd fjær vegna stríðsins við Japana, var fimm sinnum fá- mennari en sovéski herinn nú, þótt um þriðjungur hans sé í uppreisnar- ham. Keisarinn gat aðeins reitt sig á 60.000 kósakka, þijár lögreglu- herdeildir og nokkrar lífvarðasveit- ir.' Sovésk stjórnvöld reiða sig hins vegar á 230.000 hermenn í KGB (sem er sovéska útgáfan af SS- sveitum nasista, hefur yfir skrið- drekum, þyrlum, stórskotaliðsvopn- um og flugvélum að ráða og er ætlað að koma í veg fýrir uppreisn innan hersins); 340.000 hermenn innanríkisráðuneytisins; sérstakar úrvalssveitir, til að mynda 30.000 manna Spetsnaz-sveit; 70.000 fall- hlífahermenn; tvær deildir land- gönguliða og nokkrar deildir varð- sveita, sem njóta sérstaks trausts. Alls eru þetta 750.000 vel þjálfaðir hermenn. íbúafjöldinn hefur aðeins tvöfaldast frá árinu 1905 en liðs- afli kúgaranna hefur áttfaldast. Sovésku valdhafarnir hafa yfir að ráða tækni og stríðstólum - skriðdrekum, flugvélum, þyrlum - sem ekki voru til árið 1905. Vel skipulagðir byltingarflokkar eru ekki í Rússlandi núna eins og fyrir 84 árum. Og síðast en ekki síst ber að minnast þess að auðvelt er að skjóta meirihluta Sovétmanna, sem fengið hefur að kenna á hryllingi liðinna áratuga, skelk í bringu og neyða til uppgjafar. Vegna alls þessa er raunhæft að bera uppnám- ið í Sovétríkjunum nú saman við atburðina árið 1905, ekki 1917. Þetta er aðeins „lokaæfing", svo vitnað sé í Lenín. Byltingin 1917 endurtekur sig líka En atburðurnir árið 1917 munu einnig endurtaka sig. Ástandið í Sovétríkjunum nú er hið langalvar- legasta í allri sögu landsins. Efna- hagur landsins var í of miklum vexti í byijun aldarinnar, sem olli félags- legum og pólitískum vanda og stuðl- aði að falli einræðisstjórnarinnar. Efnahag Sovétríkjanna nú fer hins vegar hnignandi. Þetta eitt mun stöðugt kynda undir óeirðum, svo ekki sé minnst á vaxandi þjóðernis- vakningu í lýðveldunum. Samt sem áður verður engan veginn auðvelt að afnema sovéska stjórnkerfið. Ólíkt einræðisríkjum, þar sem valdahópurinn sem viðrið- inn er glæpi stjórnvalda er yfirleitt þröngur, skapast valdastétt í ríkjum sem búa við alræði öreiganna. I þeirri sovésku eru 18 milljónir manna, sem geta á engan hátt gegnt neinu öðru hlutverki í sam- félaginu. Þessi stétt er ríki innan ríkisins, hernámslið sem hvorki er hægt að vinna bug á með valdaráni né neyða til að draga sig til baka því hún hefur engan stað til að hörfa til. Þessi hörmulega þróun á sér ekki aðeins stað í Sovétríkjunum. Við erum vitni að sögulegum at- burðum, sem ná til alls kommún- istaheimsins. Við erum vitni að heimskreppu kommúnismans, svo kenningar Marx séu umorðaðar, kreppu sem á rætur sínar að rekja til byijunar aldarinnar, þegar svo margar þjóðir völdu röngu leiðina. Eða eins og rússneski forsætisráð- herrann Sergej Witte skrifaði árið 1905: „Ein og ef til vill helsta ástæðan fyrir mistökum byltingar okkar er að við töfðum þróun þeirra grund- vallaratriða sem einstaklingshyggj- an byggist á og þar af leiðandi einn- ig þróun eignarréttarins og borg- araréttinda, þar á meðal mannrétt- inda. Engu af þessu var leyft að þróast á eðlilegan hátt og þegar lífið vildi hafa sinn gang þurfti að bæla alþýðuna niður eða hún að rísa upp og beita valdi. Biluð gufu- vél springur í tætlur af völdurn gufunnar: annaðhvort verður að auka þrýstinginn og dragast þar af leiðandi aftur úr eða endurnýja vélina og halda áfram á fullum hraða. Allt efnahagslífið byggist á einkaeign; þetta á líka við um heim- inn allan.“ Endurbirt með leyfi The Wall Street Journal. Birtingarrétt- ur 1989: Dow Jones and Co. Inc. Öll réttindi áskilin. Höíundur varrekinn frá Sovétríkjunum, þar sem hann sat í fangelsi. Hann hefíirritað bókina „Að byggja kastala “ um andófsitt gegn Sovétsljóminni og er nú með bók í smíðum um sovésku kreppuna. Hann kom hingað tillands 1979. Vinnuveitendasambandið kærir verkfallsverði í Sleipni Naumast hægt að kæra heilt stéttarfélag, segir formaður Sleipnis VINNUVEITENDASAMBAND íslands hefur kært aðgerðir verkfall- svarða Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis til Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Þess er einnig krafist að rannsókn fari fram á framgangi lögregl- unnar í Hafharfirði í þessu máli. I kærunni segir að með aðgerðum sinum í gær og fyrradag hafí verkfallsverðir stofhað lífí farþega og almennra vegfarenda í hættu og brotið hafi verið gegn 176. grein almennra hegningarlaga og fjölda ákvæða umferðarlaga. Jón Sigurðs- son, forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, kærði í gær fjóra verkfallsverði til lögreglustjórans á Akranesi fyrir framferði þeirra við verksmiðjuna. í kæru Vinnuveitendasambands- ins til Rannsóknarlögreglunnar, sem er dagsett 16. janúar, segir: „Vinnu- veitendasamband Islands vill vekja athygli Rannsóknarlögreglu ríkisins á fréttamynd sem sýnd var í aðal- fréttatíma ríkissjónvarpsins í gær- kvöldi frá verkfallsaðgerðum Bif- reiðarstjórafélagsins Sleipnis. Þar var sýnt á óyggjandi máta atferli verkfallsvarða félagsins í gærdag, þar sem bifreiðum var veitt eftirför á glæfralegan hátt, ekið í veg fyrir þær, sprautuð tectyl eða einhveiju slíku efni á framrúður og jafnvel í andlit bifreiðarstjóra, hleypt lofti úr hjólbörðum og viðhafðar stimpingar og annað ofbeldi. Með þessum að- gerðum var lífi og limum farþega svo og almennra vegfarenda stefnt í hættu. Jafnframt voru í a.m.k. tveimur tilfellum framin skemmdar- verk á bifreiðum af hálfu verkfall- svarða Sleipnis og virðist sem hnífum eða öðrum eggjárnum hafi verið beitt, annars vegar á hjólbarða og hins vegar á viftureim. Hér er því um stórháskalegt athæfi að ræða, en hliðstæðum aðgerðum hef- ur verið haldið áfram í dag [þriðju- dag]. Hefur þetta m.a. birst í því að hindra starfssemi sjálfstæðra at- vinnurekenda og falið í sér gróft brot á annars vegar hegningarlögum og hins vegar umferðarlögum. Aðgerðir Bifreiðarstjórafélagsins Sleipnis beindust í gær [mánudag] aðallega gegn Landleiðum hf. og SBS á Selfossi, en í dag einnig gegn öðrum svo sem Vestfjarðarleið, Þor- steini Guðmundssyni og Jónatan Þórmundssyni sem eru sjálfstæðir hópferðabifreiðarstjórar á eigin bif- reiðum. Vinnuveitendasamband íslands fer þess hér með á leit að fram fari opinber rannsókn á atburðum þess- um, en með aðgerðum sínum virðast þeir sem hlut áttu að máli m.a. hafa brotið gegn 176. grein almennra hegningarlaga og fjölda ákvæða umferðarlaga. Þess er óskað að rannsókn málsins verði hraðað eftir föngum og oopinbert mál verði síðan höfðað gegn þeim sem rannsókn kann að leiða í Ijós að gerst hafi sekir um refsiverða háttsemi. Jafnframt er farið fram á rann- sókn á framgöngu lögreglunnar í Hafnarfirði í þessu máli. Samkvæmt upplýsingum Vinnuveitendasam- bandsins hefur atbeini hennar eink- um beinst að því að stöðva hóp- ferðabifreiðar, að því er virðist að kröfu Bifreiðarstjórafélagsins Sleipnis, til þess að ganga úr skugga I um hvort þeir hafa fullgild akstur- réttindi." Undir ákæruna rita tveir lögfræðingar Vinnuveitendasam- bandsins, Hrafnhildur Stefánsdóttir og Jón H. Magnússon. Bogi Nilsson, rannsóknarlög- reglustjóri, sagði að kæra Vinnuveit- endasambandsins yrði ekki sett í forgangsröð. Menn í bófahasar Þá hefur Jón Sigurðsson, forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grund- artanga, farið þess á leit við lög- reglustjórann á Akranesi að hún fylgist með aðgerðum verkfallsvarða þegar starfsfólk fer til vinnu í dag. „Ég kærði þessa menn fyrir að stöðva bíl í eigu manns sem við höf- um nýlega ráðið til að aka okkar starfsmönnum," sagði Jón. Hann sagði að tveir bílar hefðu verið not- aðir til aksturs á starfsmönnum en stjórn Járnblendiverksmiðjunnar hefði fallist á að annar þeirra legði niður störf í verkfallinu, þó svo að hvorugur þeirra væri félagi í Sleipni. „Við teljum einfaldlega að verkfalls- verðir hafi ekki verið í rétti er þeir stöðvuðu ferðir bílsins. Hér á svæð- Páll Þorkelsson, formaður Félags símsmiða: Launahækkunin breytir engu Ákvarðanir vegna umsókna um símsmiðanám verða teknar næstu daga PÁLL Þorkelsson, formaður Félags símsmiða, segir að sú launa- hækkun sem samkomulag hefúr tekist um milli Félags íslenskra símamanna og ríkisins til handa símsmiðum breyti engu um þá afstöðu félagsmanna að ganga til liðs við Rafiðnaðarsamband Is- lands. Þessi deila hefði ekkert með laun að gera heldur væri aðal- atriðið félagsleg réttindi, sem fengust við inngönguna í RSÍ og það að símsmiðir væru í félagi með öðrum rafiðnaðarmönnum. inu hefur enginn verið í starfi sem er félagi í Sleipni og ég skil ekki hvers vegna verkfall þeirra ætti að hafa áhrif hér. Þessir menn virðast hins vegar halda að þeim sé allt leyfi- legt þegar þeir eru komnir í þennan bófahasar," sagði Jón. Kærumálin ganga á víxl Magnús Guðmundsson, formaður Sleipnis, sagði að efnisatriði kæru Vinnuveitendasambandsins væru fráleit. „Við brutum ekki af okkur í umferðinni svo ég viti auk þess geta þeir naumast kært heilt stéttar- félag fyrir slík brot. Við getum ekki borið ábyrgð á lífi og limum farþega hjá óábyrgum bílstjórum sem stunda farþegaflutninga án tilskilinna leyfa. Þeir tveir bílstjórar sem Land- leiðir fékk til aksturs í fyrradag hafa ekki hópferðaleyfi,“ sagði Magnús. Magnús bjóst við því að lögð yrði fram kæra á hendur bílstjóra Vest- fjarðaleiðar, sem í gær ók á kyrr- stæða bifreið í eigu verkfallsvarðar. „Við höfum einnig snúið okkur til rannsóknarlögreglunnar það erindi hvort ástæða sé til þess að lögreg- lurannsókn fari fram á aðdróttunum Ágústs Hafbergs, framkvæmda- stjóra Landleiða, í ríkissjónvarpinu í gær. Þar hélt hann því fram að við hefðum beitt hnífum og baref lum og okkur finnst ummæli hans alvar- legs eðlis,“ sagði Magnús. Hann vænti þess að undangenginni lögreg- lurannsókn á atburðunum í fyrradag yrði höfðað meiðyrðamál gegn Ágústi. Um 140 símsmiðir era í Félagi símsmiða og hafa um sjötíu hætt störfum eftir samningsbundinn uppsagnarfrest. Um þijátíu til við- bótar hafa sagt upp störfum frá áramótum. Þá hófst boðað verk- fall símsmiða á miðnætti síðast- liðnu, en ríkisvaldið hefur sagt verkfallið ólöglegt. Páll sagði að símsmiðir myndu svara öllum verkfallsbrotum með viðeigandi aðgerðum. Aðspurður hvort ekki væri óeðlilegt að boða verkfall eftir að menn væru hættir störf- um, sagði Páll, að þeir hefðu nán- ast sagt upp störfum samkvæmt tilmælum samninganefndar ríkis- ins frá því í september. Með þessu væru þeir að verndas sín störf, en verkfallið næði ekki til þeirra sem væru starfandi, enda væru þeir aðeins örfáir. Þeir sem væru eftir væru einkum deildarstjórar, verk- stjórar, birgðaverðir og vörubíl- stjórar. I gær hefðu verið höfð afskipti í tveimur tilvikum vegna lærlinga í rafeindavirkjun, sem unnið hefðu störf símsmiða, annað á Akureyri og hitt i Reykjavík. Það hefði allt sam.an gengið frið- samlega fyrir sig. Hann sagði að enginn bilbugur væri á samstöð- unni og hann þekkti einungis eitt dæmi um það að maður sem væri hættur hefði óskað eftir að byija aftur. Um helgina voru störf símsmiða auglýst laus til umsóknar og bár- ust á fyrsta degi um 40 umsóknir um símsmiðanám og vinnu í Reykjavík einni, að sÖgn Ágústs Geirssonar, símstjóra í Reykjavík. Þá var í gær auglýst eftir störfum við línulagnir og var mikið spurt um þau samkvæmt upplýsingum starfsmannahalds. Ágúst sagði að einn rafeinda- virkjanemi hefði verið færður til fyrir nokkrum dögum og unnið við bilanaþjónustu. Hringt hefði verið í piltinn í gærmorgun og lagt að*» honum að draga sig út úr því starfi að því er virtist, en hann væri að láta rannsaka málið bet- ur. Hann sagði að það væri enginn grundvöllur fyrir símvirkja sem látið hefðu af störfum .eftir lög- mætan uppsagnarfrest að skipta sér af starfseminni, stofnunin hefði fullan rétt til þess að færa menn til í störfum innan hennar. Mennirnir hefðu hætt störfum 1. janúar og boðuðu síðan verkfall 16. janúar. Ágúst sagði að umsóknir um símsmiðanámið yrðu skoðaðar á næstu dögum og ákvarðanir tekn- ar varðandi þær. Þá væri ekki loku fyrir það skotið að einhveijir þeirra sem hætt hefðu störfum myndu koma til baka til starfa þegar kjarabætur stæðu til boða, en eitt- hvað hefði verið um fyrirspurnir í þá veru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.