Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990 Eitthvað hefiir skol- azt til í reglugerða- firumskóginum - segir formaður stjórnar fSÚF Afli innan 200 mílna lögsögu Bandaríkjanna í Kyrrahafi, 1980-89 „EINHVERS staöar hefiur eitt- hvað skolazt til við upplýsinga- miðíun í laga- og reglugerðafrum- skóginum vestan hafs. Við vorum með einn færasta lögfræðing Bandaríkjanna á okkar snærum, en samt lendum við í þessum vandræðum. Öll él birtir hins veg- ar um síðir. Eg er viss um að við- unandi lausn finnist á málinu, enda njótum við ómetanlegs stuðnings sjávarútvegsráðherra, utanríkisráðherra og ýmissa ann- arra íslenzkra ráða- og embættis- manna,“ sagði Haraldur Haralds- • son, formaður stjórnar íslenzka úthafsútgerðarfélagsins, í samtali við Morgunblaðið. Fiskveiðiráð Norður-Kyrrahafsins í Anchorage í Alaska úthlutar afla- og vinnslukvótum á yfirráðasvæði sínu, en framkvæmdastjóri þess seg- ir Andra, skip ÍSÚF, ekki hafa feng- ið sérstakan þorskvinnslukvóta og slíkur kvóti fáist ekki. Útgerðin og samvinnufélag hennar og útgerðar- manna í Alaska kunni hins vegar að fá leyfi til að vinnan innan sam- eiginlegs kvóta fyrir samvinnufyrir- tæki með gagnkvæmri áhættu. Haraldur Haraldsson segir að líklegast hugsi hver maður málin út frá því, sem hann þekki bezt. Sótt hefði verið um heimildir til vinnslu afla innan lögsögu Banda- ríkjanna undan ströndum Alaska með sérstökum vinnslukvóta af þorski upp að 30.000 tonnum. „Við fáum svo svar um að vinnsluleyfi sé samþykkt. Við gengum þá út frá því, að umsókn okkar um vinnslu á 30.000 tonnum af þorski hefði verið samþykkt og snérum okkur að gerð samnings við Associated Vessel Services, samtök útvegsmanna vestra um veiðar og afhendingu á allt að 30.000 tonnum af þorski auk 15% af svokölluðum aukaafla. Þá gengum við einnig út frá því, að AVS hefði veiðileyfin og allt væri klappað og klárt, enda var þá kom- © INNLENT inn grundvöllur fyrir útgerðinni og fjárfestingunni að baki henni. Þá kemur upp úr dúmum að vinnslu- leyfi er allt annað en vinnslukvóti og við stöndum uppi þorsklausir, í bili að minnsta kosti. Þetta gerist þrátt fyrir mikla vinnu, öf lun upplýs- inga og undirbúning bæði hér heima og vestan hafs. Einhveijir hnökrar hafa því verið á þessu öllu, en málið verður ábyggilega leyst,“ sagði Har- aldur. Veiðar í samvinnu heima- manna og útlendinga Alaska Samtals- Þorskafli (Kyrrahafsþorskur) Nýting aflaheimilda við vesturströnd Bandaríkjanna: Hlutur heímamanna vex stöð- ugt á kostnað útlendinga Beinar veiðar útlendinga úr sögunni helming milli áranna 1988 og 1989 NÝTING fiskimiðanna við vesturströnd Bandaríkjanna, Californiu, Oregon, Washington og Alaska, hefúr tekið miklum stakkaskiptum frá því árið 1980. Þá voru útlendingar þar langatkvæðamestir með um 90% aflans. Floti heimanna byggðist á fremur litlum skipum eða bát- um, en nokkuð var þá farið að bera á samvinnufyrirtækjum heima- manna og útlendinga (Joint Ventures). A síðasta ári var alveg tekið fyrir veiðar erlendra fiskiskipa og hlutúr samvinnufyrirtækjanna féll verulega, en veiðar heimamanna jukust að sama skapi. hlutur samvinnufyrirtækja féll um Heildar botnfiskafli á þessu haf- svæði var í fyrra talinn um 2,2 milljónir tonna og hafði hann þá dregist saman um 7,8% frá árinu 1988. Afli samvinnufyrirtækjanna nam árið 1989 33,7% af heildinni, 738.000 tonnum, og hafði þá fallið úr 1,4 milljónum tonna árið áður. Skýringin felst fyrst og fremst í mun minni úthlutun aflaheimilda á ufsa, þorski og flatfiski, en hlutur samvinnufyrirtækjanna af lýsingi (hake) jókst. Bandaríkjamenn juku hlut sinn í heildar botnfiskaflanum um 59% á síðasta ári. Öfluðu alls 1,4 milljóna tonna 66,3%, á móti 900.000 árið áður, 38,5% heildar- innar. Verðmæti landaðs afla heima- manna er talið um 402 milljónir dala, 24 milljarðar króna. Ufsaafli þeirra nam rúmlega milljón tonnum að verðmæti 10,8 milljarðar króna og jókst hann verulega milli ára. Aukningin á meðal aníiars rætur að rekja til aukinnnar surimivinnslu og veiða á hrygningarufsa. Þorsk- afli verksmiðjuskipa heimanna, 50 skipa alls, jókst einnig. Afli þeirra alls af Kyrrahafsþorski jókst um 42% milli ára og varð alls 173.000 tonn að verðmæti 3,4 milljarðar. Sé ráðstöfun aflans skipt eftir ríkjum og samvinnufyrirtækjum kemur í ljós verulega aukin hlut- deild Alaskamanna á kostnað sam- vinnufyrirtækjanna, en afli hinna ríkjanna þriggja, Californiu, Oregon og Washington dróst saman um 2%. Afli samvinnufyrirtækja við vestur ströndina nam 738.000 tonnum á síðasta ári og féll um 49% frá árinu áður. Hlutur samvinnufélaga innan Alaska var 537.000 tonn og féll um 59%. Alls komu í þeirra hlut 288.000 tonn af ufsa, 196.000 tonn af flatfiski, 45.000 tonn af þorski og 7.700 tonn af öðrum botnfiski. Fyrir þetta ár hefur enn engum þorskkvóta verið úthlutað til sam- vinnufyrirtækja. Innflutningur af botnfiski til ríkja vestur strandarinnar jókst lítil- lega á síðasta ári, en verð lækkaði. Verð á fiski til fiskiskipa lækkaði einnig. Alls nam innflutningur botnfiskafurða tæplega 330.000 tonnum að verðmæti 58 milljarðar króna. Eftirspurn eftir afurðum þessum jókst lítillega á árinu eftir samdrátt árið 1988, en sala og verð var hvort tveggja í hámarki árið 1987. Minni eftirspurn eftir fiskaf- urðum leiddi af sér lækkandi verð á fiski upp úr sjó, eða um 8,5% lækkun að meðaltali á botnfiski. Mestu veldur þar töluverð verð- lækkun á lakari ufsanum. Námsteftia haldin um gróðurhúsaáhrif VÍSBENDINGAR um tímabundna kólnun á Norður-Atlantshafssvæðinu eru meðal áhugaverðustu niðurstaðna rannsókna, sem felast í tölvu- keyrslu veðurfarslíkana til að líkja eftir áhrifúm að aukningu koltví- sýrings í andrúmsloftinu, þar sem tekið er tillit til samspils hafsins og andrúmsloftsins, segir í frétt frá íslensku vatnafræðineftidinni. Yfírlýsing firá Þýzk-íslenzka hf.: Hvers vegna var ekki beðið eftír Hæstaréttí? Einn helsti frumkvöðull þessara rannsókna, bandaríski vísindamað- urinn Dr. Warren Washington, frá National Center for Atmospheric Research í Boulder í Colorado, mun flytja fyrirlestur á námstefnu nefndarinnar um gróðurhúsaáhrif og veðurfarsbreytingar af manna- völdum, en námstefnan er í dag og hefst kíukkan 9.00. í frétt um námstefnuna segir að könnun á afleiðingum af aukningu koltvísýrings, svonefndum gróður- húsaáhrifum, fari einkum fram með veðurfarslíkönum í stærstu og hrað- virkustu tölvum sem völ er á. Að- eins nýlega séu menn byijaðir að gera samhliða líkan af því sem ger- ist í hafinu, láta þessi tvö líkön af veðrahvolfi og vatnshvolfi vinna samtímis og hafa áhrif hvort á ann- að. „Þessi þróun hefur mikla þýð- ingu fyrir okkur íslendinga, eins háðir og við erum annars vegar lægðum sunnan úr höfum og hins vegar gjöfulum hafstraumum, bæði á varma og sjávarfang," segir í fréttinni. Auk Dr. Washington munu íslenskir fræðimenn flytja erindi. Námstefnan er haldin í Borgartúni 6 í Reykjavík. VEGNA fréttaflutnings í fjölmiðlum af ákæru á hendur tveimur for- svarsmönnum Þýzk-íslenzka hf. óskar fyrirtækið eftir að koma á framfæri eftirfarandi: Afiiumin verði krafa um bankaábyrgð UM ÞAÐ bil 100 manns sátu fúnd Félags íslenskra iðnrekenda á Holiday Inn í Reykjavík í gærmorgun þar sem rætt var um nýja reglugerð fjár- málaráðuneytisins þess eftiis að krefjast bankaábyrgðar vegna greiðslu- frests á virðisaukaskatti í tolli. Forráðamenn FÍI ræddu málið og sögðu brýnt fyrir iðnaðinn að fá reglugerðinni breytt. Á fundinum var eftirfar- andi ályktun samþykkt: 1. Ákæran virðist að öllu leyti vera byggð á endurálagningu ríkis- skattstjóra frá árinu 1986 en um hana hafa staðið miklar deilur og er það mál nú rekið fyrir Hæsta- rétti íslands og standa vonir til að niðurstaða hans fáist síðar á þessu ári. 2. Það er því óskiljanlegt hvers vegna ríkissaksóknari bíður ekki eftir niðurstöðu Hæstaréttar í sjálfu skattamálinu úr því hann á annað borð hefur dregið svo lengi að gefa út ákæruna. 3. Ákæran virðist á misskilningi byggð. Hún er villandi og í henni eru rangfærslur. I henni segir að endurskoðandi félagsins hafi yfir- farið og endurskoðað hinn nýja álagningargrundvöll. Þetta er hrein rangfærsla. Nýi álagningargrund- völlurinn og álagningin sjálf eru algjörlega verk ríkisskattstjóra og þeim hefur fyrirtækið harðlega mótmælt. 4. Fréttaflutningur af málinu hefur öll árin einkennst af röngum og villandi upplýsingum frá yfir- völdum. M.a. má nefna að Þjóðvilj- inn var dæmdur í Hæstarétti vegna meiðyrða sem birtust í ósannindum og rangfærslum í frásögn af þessu máli. 5. í upphaflegum fréttum af málinu var sagt í ríkissjónvarpinu að málið snerist að minnsta kosti um á annað hundrað milljónir skv. áreiðanlegum heimildum fréttastof- unnar. í ákæru ríkissaksóknara er talað um vantalda skatta að fjár- hæð 33 milljónir króna. 6. Þrátt fyrir niðurstöðu ríkis- skattanefndar sem vísaði málinu frá vegna vanreifunar, þ.e. að grund- völlur ríkisskattstjóra fyrir endur- álagningunni væri ekki nægjanlega traustur, lét skattamálaráðherra landsins loka fyrirtækinu með lög- regluvaldi. 7. Það vekur athygli að þrátt fyrir að embættismenn ríkissak- sóknara hafi fylgst með málinu og verið viðstaddir lögregluyfirheyrsl- ur er tilkvaddur sérstakur saksókn- ari í þessu máli. 8. Það er athyglisverð tilviljun að þessi sérstaki saksóknari er f lokksbróðir skattamálaráðherra og ríkisskattstjóra. 9. Ákæran er algjörlega sam- tengd sjálfu skattamálinu og stend- ur því og fellur með niðurstöðu Hæstaréttar, því er engin málsmeð- ferð viðeigandi fyrr en sá dómur er fallinn. „Fundur í Félagi íslenskra iðnrek- enda haldinn 16. janúar 1990 skorar á fjármálaráðherra að afnema kröfu um bankaábyrgð vegna greiðslu- frests á virðisaukaskatti í tolli. Krafan um bankaábyrgð veldur iðn- fyrirtækjum verulegum kostnaði og skerðir möguleika fyrirtækjanna til eðlilegrar lántöku vegna rekstrar. Eitt meginmarkmið virðisauka- skatts er að jafna samkeppnisstöðu íslensks iðnaðar gagnvart erlendum keppinautum að því er varðar al- menna, óbeina skattheimtu. Með kröfunni um bankaábyrgð verður þessu markmiði ekki náð. í Evrópu er almennt ekki gerð krafa um slíka ábyrgð og Island sker sig því úr að því er þetta varðar, einmitt þegar unnið er að því að samræma starfs- skilyrði fyrirtækja í Evrópu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.