Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANUAR 1990 17 Haukur Halldórsson myndlistarmaður afhendir Gerði Steinþórs- dóttur, formanni KRFÍ, og Birnu Guðjónsdóttur, sem sæti á í fulltrú- aráði félagsins, grafikmyndina. sá minnisvarði hans sem lengst stendur. Á plötunum eru alls 8 aríur eða atriði úr óperum og 25 sönglög, öll íslensk að fjórum undanskildum. Af verkefnavalinu má ráða tvennt: annars vegar fjölhæfni hans sem óperusöngvara, þótt Wagner sitji þar að sjálfsögðu í fyrirrúmi, hins vegar ræktarsemi hans í garð íslenskrar sönglagagerðar. Hér má finna fyrstu upptökur af mörgum þekktustu og bestu lögum elstu tón- skáldakynslóðarinnar: sex lög eftir Árna Thorsteinson (þar á meðal upptökuna á „Vorgyðjan kemur“ frá 1907), fjögur eftir hvorn, Svein- björn Sveinbjörnsson og Bjarna Þor- steinsson, færri eftir aðra. Hinir yngri höfundar komast hér að sjálf- sögðu ekki á blað, enda er rétt um helmingur laganna tekinn upp fyrir 1926, og þá með þeirri frumstæðu Tækni, að sungið var í gegn um trekt, án rafmagnaðs hljóðnema og magnara. Þetta verður að hafa í huga, þegar hlustað er á þessar upptökur, og er raunar áhugavert að heyra hversu mikið af söngstíl og persónuleika listamannsins kemst til skila með þessum hætti. Yngri upptökurnar sem ársettar eru 1926 og 1929 (útgefendur hafa að vísu fyrirvara á öllum tímaákvörð- unum í þessu sambandi), standa hinum framar tæknilega, en athygl- isvert er það, sem útgefendur vekja sérstaka athygli á, að sumar plöt- urnar hafa varðveist í aðeins einu viðkvæmu og stundum ekki óskemmdu eintaki. Þeir hafa tekið þá stefnu, sem ég tel hárrétta, að afrita upptökurnar eins og þær koma fyrir, án þess að reyna að hreinsa þær af suði og brestum. Hefði það verið gert, mundi fleira hafa farið forgörðum. — Sérstöðu hefur hér síðasta upptaka Péturs, um 15 árum yngri en hinar næst- yngstu. Þetta er „íslands lag“ Björgvins Guðmundssonar, sem hann syngur með Þjóðhátíðarkór Sambands íslenskra karlakóra, tekið upp í Hljómskálagarðinum í Reykjavík 18. júní 1944, þegar Pét- ur var á 60. aldursári, eina upptak- an sem gerð er hér á landi og hin eina sem ekki hefur verið gefin út áður. Eins og útgefendur benda á geymist hér líka vitnisburður um þann andblæ sem hér ríkti á fyrstu dögum íslenska lýðveldisins. svo mikið er víst, að svo mikilfeng- leg bygging er ekki reist til að fara með neitt grín. Glötuð menning Mayarnir voru horfnir frá þessum stað, þegar Spánveijarnir komu. Frumskógurinn gleypti Chichén Itzá, og rústir þessa furðulega mannlífs fundust ekki fyrr en á miðri síðustu öld. Það var erfitt að slíta sig burt, þar sem maður reik- aði um líkt og bergnuminn, frá einu hofi til annars, umkringdur stór- fengleik horfinnar menningar sem raunverulegur lykill hefur enn ekki fundist að. Myndletur Mayanna er enn óráðið. Brottförin var einnig dapurleg. Afkomendur þessarar dul- arfullu þjóðar búa nú í gluggalaus- um hreysum úr samanfléttuðum, mjóum stöngum með þökum úr pálmablöðum. Fólkið sjálft er þrifa- legt, en umhverfis bústaði þess er yfirgengilegur sóðaskapur, þar sem börn, svín, hænur og kalkúnar velt- ast um í sorpi nútímans úr plasti, pappír og skarni. Fer kannski óhjá- kvæmilega þannig fyrir þjóð sem glatar menningu sinni? Á þremur klukkustundum ókum við í gegnum þúsund ár - til baka til Cancún þar sem píramítarnir eru ferðamannahótel - skel utan um afþreyingu nútímans. Á annan í jól- um synti ég í Karíbahafinu. Og pálmakrónurnar svöruðu hafgolunni með sefandi hvísli. Höfundur er rithöfundur og dósent í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslnnds. M HUGLEIÐSL UKENNARINN Acharya Ananda Gaorii frá Japan heldur fyrirlestur í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi, Breiðholti, fimmtudaginn, 18. janúar kl. 20. Fyrirlesturinn, sem er fluttur á ensku en þýddur á íslensku, fjallar um hugleiðslu og hvernig finna megi leið til betra lífs. Einnig mun Didi Ananda Gaorii halda hel- garnámskeið í hagnýtum jógafræð- um. Þátttakendum verða kynntar slökunaraðferðir og hugleiðsla og rætt verður um skilning jóga á til- gangi andlegra æfinga. Námskeið verður haldið 20.—21. janúar í Leikskólanum Sælukoti, Þorra- götu 1, Skerjafirði. Nánari upplýs- ingar eru veittar í Kornmarkaðin- um. Námskeið er á vegum Ananda Marga. ■ NÝLEGA er komið út hefti af Frelsinu, tímariti um menningu og stjórnmál. Af efni ritsins að þessu sinni má nefna grein eftir Ola Björn Kárason, sem nýlokið he'fur námi í hagfræði í Bandaríkjunum. Guðmundur Heiðar Frímanns- son, heimspekingur, fjallar um það hvort telja beri fóstureyðingar morð, Gísli Jónsson, fyrrverandi menntaskólakennari • á Akureyri, skrifar um frelsi og fullveldi íslend- inga. Hannes H. Gissurarson ræð- ir um atvinnufrelsi, umhverfisvernd og nýtingu náttúruauðlinda og Páll Björnsson, sagnfræðingur, skrifar um fijálshyggju Benjamins Const- ants. Þá fjallar ritstjóri Fi-elsisins meðal annars um fjörbrot sósíalis- mans og atburðina í Austur-Evr- ópu. í ritinu er einnig að finna nokkra ritdóma og Stefán Snæv- arr, skáld, birtir litla sögu sem hann nefnir Jeríkó. Ritstjóri er Guðmundur Magnússon. Útgef- andi er Útgáfiifélag Frelsisins hf. ■ HAUKUR Halldórsson mynd- listarmaður færði Kvenréttindafé- lagi íslands nýlega grafíkmynd að gjöf. Myndin er af tveimur konum og heitir „Styrkurinn". Formaður félagsins, Gerður Steinþórsdóttir, veitti myndinni viðtöku og þakkaði listamanninum höfðinglega gjöf. Haukur er kunnur myndlistarmaður og hefur haldið margar sýningar hér heima og erlendis. STAÐGREÐSIA 1990 SKATTHLUTFALL OG PERSÓNUAFSLÁTTUR ÁRÐ1990 Breyting á almennu skatthlutfalli og persónuafslætti hefur ekki í för meö sér að ný skattkort veröi gefin út til þeirra sem þegar hafa fengiö skattkort. Launagreiöanda ber hins vegar aö nota ofangreint skatthlutfall og upphæö persónuafsláttar viö útreikning staögreiöslu. Veita skal launamanni persónuafslátt í samræmi við það hlutfall persónuafsláttar sem fram kemur á skattkorti hans. RÍKISSKATTSTJÓRI <3 augiýsingaþjOnustan/sia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.