Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990 33 Athugasemd frá Búvöru- deild Sam- bandsins í tilefni af grein Hjartar E. Þórar- inssonar í Morgunblaðinu 12. des- ember 1989 þar sem hann gerir athugasemd vegna viðtals við Gunnar Bjarnason vill Búvörudeild Sambandsins að eftirfarandi komi fram. Um árabil annaðist Búvörudeild Sambandsins kynningu og útflutn- ing reiðhrossa í náinni samvinnu við Gunnar Bjarnason ráðunaut. Samstarfið var í því fólgið að Gunn- ar annaðist margskonar leiðbein- ingar um útflutninginn, annaðist kynningarstarfsemi erlendis og kom á framfæri upplýsingagreinum um íslenska hestinn í erlend tímarit og mætti sem fulltrúi íslands á fjöl- marga fundi og hestamannamót erlendis. Eins og fram kemur í bókun Búnaðarfélags íslands dags. 13. maí 1965 skulu útflytjendur hrossa greiða Gunnari Bjarnasyni ferða- kostnað hans og annan kostnað í sambandi við aðstoð hans við út- flutninginn, enda starfi hann að þessum málum í samráði við út- flytjendur. Gunnar hefur gefið út ættbókar- vottorð sem fylgja hveijum útflutt- um reiðhesti og var gjaldtakan síðustu árin 50 þýsk mörk fyrir hvert vottorð og skyldi upphæðinni varið til að kosta útgáfustarf og kynningu erlendis. Á þessu tímabili var mun meira kostað til í kynningar en tókst að afla með nefndri gjaldtöku. Búvöru- deild Sambandsins lagði verulegar upphæðir til viðbótar í kynningar og greiddi það sem á vantaði í kynn- ingarferðum Gunnars Bjarnasonar ásamt því að kosta fjölmarga aðila sem kynntu íslenska hesta erlendis sem fulltrúar deildarinnar. Á þess- um árum var unnið brautryðjenda- starf í kynningu á íslenskum reið- hestum sem nú eru orðnir vel þekkt- ir og eftirsóttir og fluttir út til fjöl- margra staða í Evrópu og Ameríku. Jafnframt er ástæða að geta þess, að landbúnaðarráðuneytið hefur ávallt stutt og styrkt þessa starf- semi. SKIPA PLOTUR - INNRETTINGAR SKIPAPLÖTUR í LESTAR BORÐ-SERVANT PLÖTUR WC HÓLF MEÐ HURÐ BAÐHERBERGISÞIUUR LAMETT Á GÓLF - BORÐPLÖTUR NORSK VIÐURKENND HÁGÆÐA VARA Þ.ÞDRCRÍMSSON&CO Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640 CeádÍMtííu! BL0MAFRJ0K0RN HlGH-DESERT BEE OLLE fresh raw granlilES íí,;V<TTweight V, LB.-2276 ÞtE C C POLIEN COMPW’ ‘í ^ISDALE, ARIZÖNA ' ‘ BEST HEALTH'” EGGERT KRISTJÁNSSON H/F SÍMI 685300 STAÐGREIÐSLA AF HLUNNINDUM Ferðalög, fœði, fainaður, húsnœði, orka. Dagpeningar til greiðslu á gistingu, fæði og fargjöldum (þó ekki milli landa) erlendis eru staðgreiðsluskyldir fyrir ofan eftirfarandi viðmiðunarmörk: Noregurog NewYork Annars Svíþjóð borg staðar Almennirdagpeningar 190SDR 180SDR 155SDR Dagpeningar vegna þjálfunar, náms eða eftirlitsstarfa 120SDR 115SDR 100SDR Dagpeningar innanlands eru staðgreiðsluskyldir fyrir ofan eftirfarandi viðmiðunarmörk: Gisting og fœði í eínn sólarhríng 6.090kr. Gisting í einn sólarhríng 3.010 kr. Fœðihvem heilan dag, minnst lOklstferðalag 3.080kr. Fœði íhálfdn dag, minnstó tfma ferðalag 1.540kr. Almennir dagpeningar vegna ferðalaga erlendis reiknast þannig, að 50% eru vegna gistingar, 35% vegna fæðis og 15% vegna annars kostnaðar. Hafi gisting erlendis verið greidd frá þriðja aðila reiknast staðgreiðsla af greiddri upphæð ferðafjár þegar 50% af fullri Ijárhæð dagpeninga hefur verið dregin frá. Auk þess er heimilt að draga fjárhæð sem samsvarar mati á gistingu í eina nótt frá slíku ferðafé. Fái launamaður greidda dagpeninga fyrir 30 daga eða fleiri á sama ári skulu viðmiðunarmörkin lækka um 635 kr. fyrir hvem dag umfram 30. FÆDl Fæði sem launamanni (og fjölskyldu hans) er látið í té endurgjaldslaust er staðgreiðsluskylt og skal metið þannig til tekna: Fullt fœði fullorðins 635kr.ádag Fullt fœði bams yngra en 12 ára 509kr.ádag Fœðiaðhiuta 254kr.ádag Greiði launamaður lægri fjárhæð fyrir fæði hjá launagreiðanda hans en mat ríkisskattstjóra segir til um skal telja mismuninn til staðgreiðsluskyldratekna launamanns. Fæðispeninga í stað fulls fæðis eða að hluta ber að telja til tekna að fullu. FATNAÐUR Fatnaðursem ekki telst til einkennisfdtnaðar eða nauðsynlegs hlífðarfatnaðar skal talinn tii tekna á kostnaðarverði og eru þœr tekjur sfaðgreiðsluskyldar. Ávalltskal reikna staðgreiðslu afallrí greiðslu launagreiðanda til launamanns til kaupa á fatnaði. j HÚSNÆÐI og orka 1. . . Endurgjaldslaus afnot af íbúðarhúsnæði sem launagreiðandi lætur launamanní í té eru staðgreiðsluskyld og skulu þannig metin til tekna: Fyrirársafnotreiknast2,7% af fasteignamaii húsnœðísins, þmt. bflskúrs og lóðar. Sé endurgjald greilt að hluta skal reikna mismuninn til tekna upp að 2,7% af gildandi fasteignamati. Húsaleigustyrk ber að reikna að fullu til tekna. Ef búseta í húsnæði er kvöð sem fylgir starfi launamanns er heimilt að lækka mat húsnæðishlunninda við álagningu á næsta ári eftir staðgreiðsluár. Orkukostnaður launamanns, greiddur af launagreiðanda, skal reiknast að fullu til tekna á kostnaðarverði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.