Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANUAR 1990 1 " ■ !' .1—rn----n ' irn —!-:it'r»- 21 Þjóðaólga í Kák- asuslöndum Meira en 50 þjóðir byggja Kákasuslönd Sovétríkjanna en helsta ástæðan fyrir þjóðaólgunni í þessum löndum er hvernig þjóðirnar dreifast. X..., Abkhasía N-Ossetía \ S-Ossetia \ Kaspía Georgía r"x- Armenía Azerar byggja til að mynda Nakítsjevan-hérað þótt það liggi ekki að Azerbajdzhan, heldur Arm- eníu. Svipaða sögu er að segja um héraðið Nagorno-Karabakh, sem aðallega er byggt Armenum en undir stjórn Azerbajdzhans. Azerar fengu yfirráð yfir héraðinu árið 1923 fyrir að styðja bolsévíka við að leggja Armeníu undir sig. Arm- enar krefjast þess nú að héraðið Vínarborg: Málþing um varnarstefhu verði sameinað Armeníu. Nakítsjev- an, Azerbajdzhan í Sovétríkjunum og samnefnt hérað í norðurhluta írans voru sjálfstætt ríki fyrir 800 árum. Rússar lögðu norðurhluta þessa svæðis, nú Sovétlýðveldið Azerbajdzhan, undir sig á nítjándu öld. í Abkhasíu-héraði í norðvest- ur-hluta Georgíu brutust út átök í júlí á milli Georgíumanna og Abk- hasa, sem vilja að land þeirra verði hluti Sovétlýðveldisins Rússlands. Íbúar sjálfstjórnarhéraðsins Suð- ur-Ossetíu, sem er hluti Georgíu, krefjast þess að héraðið verði sjálf- stætt Sovétlýðveldi. Þeir vilja að Norður-Ossetía, sem tilheyrir Sov- étlýðveldinu Rússlandi, verði síðan sameinað nýja lýðveldinu. Nakítsjevan V-Azerbajdzha Tyrkland ‘^Azerbajdzhaó _ ^ Nagorno- j ^^TKarabakh Vínarborg. Reuter. HAFIÐ er í Vínarborg málþing fulltrúa 35 ríkja um varnarstefnu og öryggismál í Evrópu í ljósi þeirra miklu breytinga sem orðið hafa í álfúnni austanverðri á und- anfornum vikum og mánuðum. Málþingið stendur í þrjár vikur og fer fram innan ramma við- ræðna um öryggi og traustvekj- andi aðgerðir í Evrópu. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem fulltrúar ríkjanna 35 koma saman til að ræða þær hugmyndir sem liggja að baki þeirri stefnu sem einstök ríki og hemaðarbandalögin tvö hafa mótað á vettvangi vamar- mála í Evrópu. Að auki verður sam- setning heraf lans, viðbúnaður hans og framlög til varnarmála tekin til umræðu. Þá munu þingfulltrúarnir o g ræða stöðu öryggismála í Evrópu með tilliti til þeirra breytinga sem þar hafa orðið. Tilgangurinn með málþinginu er fyrst og fremst sá að auka traust í samskiptum ríkjanna á þessu sviði með því að skiptast á skoðunum og upplýsing- um. Formenn herráða ríkjanna eru aðalfulltrúar þeirra á þinginu en þeir munu þó aðeins sitja það í þijá til fjóra daga. Fulltrúi íslands er Arnór Sigutjónsson, varnarmála- ráðunautur varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Mun hann ávarpa ráðstefnuna á föstudag. Þingið er haldið í Hofburg-höll en þar fór Vínarfundurinn sögulegi fram árið 1815 er landamæri Evr- ópu vora endurskipulögð eftir ósig- ur Napóleons Frakkakeisara. ERLENT Bandaríkin: Stórvarasamt megrunarfæði Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttarit- ara Morgunblaðsins. Næringarsérfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að mjög hitaeiningasnautt megrun- arfæði (duft af ýmsum gerðum), sem víða er selt og meðal annars á læknastofum, geti valdið alvar- legu heilsutjóni og jafnvel dauða ef það er notað eftirlitslaust. Niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar í nýjasta hefti mál- gagns bandarískra lækna, Journal of the American Medical Associati- on. Hafa sérfræðingar áhyggjur af vinsældum þessa fæðis, eftirlits- lausri notkun þess og þeim mikla fjölda ósérhæfðra lækna sem mæla með slíku fæði og hafa það á boð- stólum. Næringarsérfræðingarnir telja hættu á, að kaloríusnautt fæði geti valdið hjartasjúkdómum, óhóflegu vöðvatapi og breytingu á efnaskipt- um, sem aftur veldur því, að þegar fólk eykur hitaeiningarnar eftir megrunarkúrinn þyngist það mjög ört. Neysla þessa kaloríusnauða duft- fæðis margfaldaðist í Bandaríkjun- um þegar sjónvarpsstjarnan fræga, Oprah Winfrey, sagði frá því í sjón- varpsþætti í vetrarbyrjun 1987 hvernig hún hefði losnað við 67 pund með neyslu þess. Svíar í forsæti EFTA: Fulltrúar EB hafiia sænskri hug- mynd um tímaáætlun viðræðna Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. INGVAR Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hitti á mánudag ftill- trúa framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins (EB) í Brussel. Fund- urinn var haldinn í tilefni af því að Svíar tóku við forsæti Fríverslun- arbandalags Evrópu (EFTA) af íslendingum um áramótin. Á fúndin- um höfnuðu fúlltrúar EB hugmyndum Svía um tímaáætlun væntan- legra viðræðna um evrópska eftiahagssvæðið (EES). Svíar vilja gera einskonar rammasamkomulag um efnisatriði formlegra samningaviðræðna fyrir vorið og ljúka allri samningagerð fyrir lok þessa árs. Frans Andries- sen, sem fer með utanríkisviðskipti innan framkvæmdastjórnar EB sagði að ástæðulaust væri að setja svo þröngar tímaskorður, fram- kvæmdastjórnin ætti eftir að ganga frá tillögum til ráðherraráðsins um umboð sér til handa til samninga við EFTA. Framkvæmdastjórnin gerir ráð fyrir því að ráðherraráðið samþykki umboðið í maí í vor en samkvæmt heimildum í Brussel gæti það dreg- ist fram á sumar eða jafnvel haust. Ljóst er að Evrópuþingið hefur ýmsar athugasemdir bæði við inni- hald væntanlegra samninga og eins aðferðirnar sem beita á við samn- ingsgerðina. Þingið mun trauðla samþykkja samninga sem gefa EFTA-ríkjunum meiri áhrif á EB en þingið hefur sjálft og krefst þess að öllum líkindum að fá að gefa umsögn um þá en það tefði af- greiðslu málsins töluvert. Á fimmtudag verður í Brussel fyrsti fundur stjórnarnefndar við- ræðrianna um EES undir forsæti Svía af hálfu EFTA, að öðru leyti er nefndin skipuð á sama hátt og áður. Vinnuhóparnir sem tóku þátt í undirbúningsviðræðunum á síðasta ári munu taka þátt í könn- unarviðræðunum sem hefjast á næstunni með sömu verkaskiptingu og áður. Reuter Dubcek á Evrópuþingi Alexander Dubcek, forseti tékkneska þingsins og formaður kommúni- staflokksins á dögum „Vorsins í Prag“, er nú gestur Evrópuþingsins í Strassborg. Var myndin tekin þegar forseti þingsins, Enriqué Baron Crespo, tók á móti Dubcek en þingheimur hefur meðal annars ákveðið að sæma hann „Andrei Sakharov-mannréttindaverðlaununum". Dubcek sagði við komuna, að Tékkóslóvakar vildu umfram allt skipa sinn forna sess meðal fijálsra Evrópuþjóða. Nýju göngin liggja að hluta til undir sjó og eru lægst um 45 metrum undir sjávarmáli. Gerð voru tvöföld göng með þremur akreinum í hvora átt. Kostnaður við gangagerðina nam 1,2 milljörðum norskra króna (ríf lega 11 milljörðum ísl. kr.) — sem er reyndar langt fyrir neðan upphaf- legar kostnaðaráætlanir. Mikið umferðaröngþveiti hefur ríkt í Óslóborg um árabil. Nýju göng- in, sem kölluð eru Fjellinjen, munu eitthvað laga ástandið, en feikileg verkefni bíða úrlausnar, og til þess að hrinda þeim í framkvæmd vantar peninga. Yfirvöld Óslóar hafa því ákveðið að koma á innheimtukerfi umhverfis borgina. Frá og með 1. febrúar verða allir sem aka inn í borgina að greiða 10 n. kr. vega- gjald (um 93 ísl. kr.). Tekjurnar af Lausnm fyrir lagerinn STAKAR HILLUR EÐA HEIL HILLUKERFI Lagerinnþaiiaðverarétt skipulagðurtil aðréttnýting náistfram. Kynntuþérmöguleikana sem við bjóðum. LAGERKERFIFYRIR VÖRUBRETTI Osló: Ný jarðgöng' undir mið- liorginni tekin í notkun Ósló. Frá Rune Tiniberlid, fréttaritara Morgunbiaðsins. UMFERÐIN um miðborg Óslóar tekur miklum stakkaskiptum í þessari viku. Þá verða opnuð 1,8 kílómetra löng jarðgöng sem leiða eiga alla gegnumumferð undir miðborgina. Um 50.000 bifreiðar munu fara um göngin á dag, en það er sá fjöldi bifreiða sem nú aka í gegnum mið- borgina og valda mikilli mengun. þessum skatti eiga meðal annars að standa undir gangagerðinni og framtíðaruppbyggingu vegakerfisins umhverfis Ósló. Upptaka vegagjaldsins hefur kom- ið af stað öldu mótmæla meðal borg- arbúa í Ósló sem eru óvanir slíkum álögum enda þótt það sama verði ekki sagt um fólk í Vestur- og Norð- ur-Noregi. Á nokkrum stöðum hafa verið unnin skemmdarverk á gjald- stöðvum sem eru í byggingu. Fyrir nokkrum árum var mikill hiti í mönnum í Björgvin, næst- stærstu borg landsins, þegar þar var komið á svipuðu vegagjaldi. Nú eru Björgvinjarbúar orðnir sáttir við þetta fyrirkomulag, af því að gjaldið stendur undir öllum kostnaði við jarð- ganga- og hraðbrautagerð, svo og byggingu bílageymsluhúsa. y jsw Mjög hentugt kerfi og sveigjanlegt við mismunandi aöstæður. Greiður aðgangur fyrir lyftara og vöruvagna. STÁLHILLUR FYRIR SMÆRRIEININGAR —1 n V4 j tzi3 Nlðsterkarog hentugar stálhillur. Auðveld uppsetning. Margar og stillanlegar stærðir. Hentarnánast allsstaðar. UMBOÐS■ OG HEILDVERSLUNIN BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI6724 44 TELEFAX6725 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.