Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990 Betur vinnst með blíðu en stríðu eftir Guðrúnu Brynjólfsdóttur Sem betur fer koma ekki oft inn- lendar fréttir eins og reiðarslag, eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það gerðist þegar fréttin kom um að illa væri farið með börn á ís- landi!“ Hér, þar sem búa og hafa búið bestu mæður í heimi. Þegar þjóð- skáldin ortu sín fögru ljóð um mæður sínar, þá fannst okkur flest- um, að þau væru líka ort fyrir okk- ar hönd um okkar mæður. Til dæm- is „Móðir mín“: Ég hef þekkt marga háa sál, ég hef lært bækur og tungumál og setið við lista lindir. En enginn kenndi mér eins og þú, hið eilífa stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir. (Matthías Joch.) Annað dæmi (úr kvæðinu „Móðir mín“): í alheimi ég þekkti einn einasta barm, sem allt kunni að fyrirgefa. (Einar Ben.) Góð kona sagði frá Kona, sem ég kynntist einu sinni, sagði mér frá æsku sinni. „Við vorum mörg systkinin heima þegar ég var barn, oftast margt vinnufólk. Alltaf var mikið að gera, svo sem títt var í þá daga, þegar allt var unnið heima til fata og fæðis. Einn gamall maður var á heimili okkar. Hann var sagður vera niðursetningur, en hann var í raun og veru stoð og stytta okkar barnanna; hjálpaði okkur, kenndi okkur handtök, þjóðráð og fleira, sem alltaf hefur komið sér vel, alla tíð. Eitt sérkenni í útliti hafði þessi vinur okkar barnanna, hann hafði laut í mitt ennið, sem alltaf sást greinilega. Hann hafði verið niðursetningur, þegar hann var barn og ekki átt miklu ástríki að fagna. Bestur var húsbóndinn eða skástur. Eitt sinn kom húsbóndinn fullur heim. Þá henti það slys, að svipuskaftið slóst í enni bamsins, sem hefur beinbrotnað og bar þess merki alla ævi.“ Konan sagði: „Það er í minningu þessa gamla, góða manns, sem ég hef reynt og reyni alltaf að standa með og hjálpa, ef mér er unnt, þeim, sem minna mega sín eða eru hafðir fyrir rangri sök.“ Þetta minnir á Einar Ben. Hann sagði: En mundu, þótt veröld sé hjartahörð, þótt hrokinn sigri og rétturinn víki, bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð, var auðlegð á vöxtum i guðanna ríki. Það er stundum erfitt að skilja Einar Ben. Var hann þarna að leggja smyrsl á sár landa sinna, sem voru sjálfsagt mörg og djúp á þeirri tíð, eða var þetta hans raunverulega trú? Alla vega trúi ég því, sem þessar línur pára, að þessi góða kona, sem hélt svo fallega uppi minningu niðursetningsins, sé og hafi verið bankastjóri í guðanna ríki. Þessi saga um gamla manninn með kringlóttu dældina í enninu er eina sagan um það, að fullorðin manneskja hafi beinbrotið barn hér á íslandi, sem ég hef heyrt. Aftur á móti heyrðum við mann, sem var nýkominn af alþjóða ráðstefnu, segja meðal annars frá því, að víða í heiminum væri farið illa með böm. Hann sagði: „Jafnvel strax hérna úti í Danmörku, hjá nágrönnum okkar, þykir það ekki í frásögur færandi, þó að barn beinbrotni við hirtingu.“ Ein kona hafði þó kært og vildi skilja við mann sinn, af því að hann hafði beinbrotið dóttur þeirra. Við hefðum svo fegin viljað hindra þennan bijálaða mann og bjarga dótturinni, en það var víst of seint, eða hvað gátum við á móti heiminum, við, sem vorum fáir, fátækir og smáir. í raun og veru trúðum við ekki þessum fréttum, við, sem alltaf höfum heyrt sagt: „Betur vinnst með blíðu en stríðu“ og reynt að breyta eftir því. Við héldum að öll harðneskja, ekki síst gagnvart blessuðum börnunum, heyrði fortíðinni til. Hreppaflutningar og niðursetning voru fordæmd og niðurlögð. Heimilum, sem misstu fyrirvinnuna um tíma eða alveg, var hjálpað til þess að halda fjölskyldunni saman. Það birti yfir þjóðinni á flestum sviðum með komu tuttugustu aldarinnar, hún fékk sjálfsforræði eftir langa og harða baráttu. Menntamenn og skáld lögðust á eitt og hvöttu þjóðina til dáða. Tvílyft timbur- eða steinhús risu upp á hveijum bæ um land allt á örfáum árum og þjóðin flutti í húsin úr torfbæjunum, sem flestir voru víst orðnir lélegir. Það var kraftaverk á svona stuttum tíma af svo fátækri þjóð. Slíkt átak gat ekki átt sér stað nema með almennri samvinnu og samhjálp. Þjóðin kunni að spara og nýta. Hvert undrið rak annað. Skólar og gistihús risu upp, svo eitthvað sé nefnt. En bióðin var fátæk. Ekki sáu Guðrún Brynjólfsdóttir „íslendingar verða að standa saman og hjálpa sínu fólki, hvort sem það eru ungar mæður eða eiturlyfjasalar, sem hljóta að vera sjúkir menn eða þrælar.“ allir unglingar fram á það, að þeir kæmust í skóla þó að hugur þeirra stefndi í þá átt, kaupið var svo skelfilega lítið, þó að talsvert væri unnið. Sumir og ef til vill margir notuðu frístundirnar til að skjótast afsíðis og skæla út af því að geta ekki komist í skóla. En svo skaut þjóðráð upp kollinum: Að safna í banka. Svo var trítlað í bankann með tíkall og sparisjóðsbókina. í bókinni voru skráðar sex krónur, fermingargjöf frá mömmu blessaðri, sextán krónur í allt. Það voru dálitlir peningar í þá daga. Þá var líka afar nauðsynlegt fyrir unga fólkið að eiga fín spariföt. Mest var um vert, hve mikii gróska var í öllum mannúðarmálum, og voru ungmennafélög þar fremst í flokki. Það voru sannarlega góðir dagar. Og nú er komið árið 1989. Við ættum að vera komin langt á sömu braut, en hvað? Fréttin kom eins og reiðarslag, eins og þruma úr heiðskíru lofti. yÞað er illa farið með börn á Islandi.“ Þetta getur ekki verið rétt, og það á tuttugustu öld, öld allsnægta og mennta. Erum við hætt að vita að betur vinnst með blíðu en stríðu, eða hvað? Eru börn kannski barin til óbóta eins og danska teipan og niðursetningurinn með dældina í ennið? Nei, það getur ekki verið. En þó gat ég ekki hætt að hugsa um þetta. Þó að það væri ekki nema eitt barn, þá væri það þúsund sinnum óteljandi sinnum of mikið. Ég afréð að snúa mér til þeirra, Ræðumennska og mannleg samskipti. Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 18. janúar kl. 20.30 á Sogavegi 69, gengið inn að norðanverðu. Innritun og upplýsingar í síma: 82411 STJÚRIMUIMARSKÓLIIMIU Vc Konrað Adolphsson Einkaumtxið tynr Dale Carnegie namskeiðm • Skrifstofutækninám : Betra verð - einn um tölvu iffJ v'ýL Tölvuskóli íslands Jp S: 67 14 66 STORUTSALA SlMI 11981 Vörumarkaöur allt árid Nýjar vörur fEl Opið frá kl. 12-18.30 ”, Laugardaga frá kl. 10-16 m sem ég vissi að hafa rétt svör á reiðum höndum. Svarið kom og var: „Jú, því miður, ef fólkið er undir áhrifum, ekki algáð, þá getur allt skeð.“ Fyrir nokkrum árum voru það bara karlar, sem stundum drukku frá sér vitið. „Nú getur það alveg eins verið kornung móðir með ungbarn í kjöltunni. Verst eru þó eiturlyfin, þá veit fólk ekki neitt hvað það gerir.“ Ó! íslendingar! Bara að við hefðum fengið að vera áfram fáir, fátækir og smáir, fyrst það er ekki betra en þetta að vera svona stór. Hvað er nú til ráða? Fallegu, ungu mæðurnar mega ekki bregðast hlutverki sínu, en það gera þær ekki, þó þær þiggi hjálp. Enginn láir öðrum þó hann fái smiði til að hjálpa sér að byggja húsið sitt o.s.frv. Er minni vandi að vera fyrirmynd að góðum íslendingi? Öll þjóðin verður að taka höndum saman og hjálpa þeim á alia lund og gefa þeim gott fordæmi. Ef það skyldi hafa gleymst í önnum síðustu áratuga, að kenna þeim að betur vinnst með blíðu eri stríðu, þá þarf að bæta úr því. Við megum ekki glata þjóðararfinum. Ef börnin verða að góðum, dugandi mönnum, þá er það þjóðin, sem nýtur þess, eða einhver önnur þjóð. En ef þau verða að aumingjum, þá er það þjóðin, sem ber baggann. Mér sýnist öllum vera jafnskylt að rétta barni hönd og leiða það yfir götuna, ef með þarf og hætta er í nánd. Við eigum þetta blessaða land og úthafsöldunnar kringum það. Öldurnar, sem hafa skolað svo mörgu óhreinu frá börnum landsins. Allir geta séð, hvað landið er lítið samanborið við önnur lönd. Þjóðin er að vísu lítil líka, en hún gæti stækkað, hún verður að eiga litla landið sitt ein og þarf á öllum þegnum þess að halda. Islendingar verða að standa saman og hjálpa sínu fólki, hvort sem það eru ungar mæður eða eiturlyfjasalar, sem hljóta að vera sjúkir menn eða þrælar. í dag kom ánægjuleg frétt í sjónvarpi. Stofnuð hafa verið samtök gegn ofbeldi, sem er vaxandi meðal unglinga. Einnig til hjálpar vanhirtum börnum hér á landi, fyrst þau eru til. • Höfundur er rithöfundur. ■ ÞORRABLÓT Hornfirðinga sunnanlands verður haldið laugar- daginn 20. janúar næstkomandi í Félagsheimili Seltjarnarness og hefst borðhald kl. 20. Þátttaka til- kynnist til Margrétar Óskars- dóttur, Hreins Eyjólfssonar og Karls Skírnissonar sem jafnframt sjá um miðasölu. ■ KVIKMYNDAKLÚBBUR ís- lands hóf starfsemi sína þann 18. febrúar á síðasta ári og hefur þá gengist fyrir sýningumá 30 kvik- myndum. Nú er að hefjast nýtt sýningartímabil hjá klúbbnum. IVumsýning verður í Regnbogan- um fimmtudaginn 18. janúar með sýningum á myndinni Landslag í þoku í leikstjórn Theo Angelopou- los. Myndin hlaut hin eftirsóttur Felix Evrópuverðlaun, sem besta mynd ársins 1989. Sýnd verður ein mynd í viku fram til loka maímán- aðar. A dagskrá klúbbsins eruýms- ar frægar og fágætar myndir, má þar nefna aðra mynd eftir Ange- lopoulos, Ferðina til Kithera, Sænska klassík, gamlar amerískar spennumyndir, myndina Orfphée eftir Cocteau. Unnendum hrolls og hræðslu er boðið upp á að sjá mynd- ir eftir sögum Edgar Allan Poe og einnig Frankenstein í þrívídd gerða af Andy Warhol. Einnig eru á dagskrá tvær ítalskar myndir eft- ir þá Federico Fellini og Antoni- oni, og þijár sovéskar myndir eftir þá Elem Klimov, Andrei Tárkov- sky og Sergei Eisenstein. Sýning- ar verða á fimmtudögum kl. 9 og 11.15 og á laugardögum kl. 3. Fé- lagsskírteini fást i Regnboganum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.