Morgunblaðið - 17.01.1990, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 17.01.1990, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐÍÐ MIÐVIKU'ÐAGUR' 17. JA-NUAR 1990 • - 41 Enn um áratugi og aldamót ÚTSALAN HEFST Á MORGUN 30-50% afsláttur. Gerið góð kaup á gæðavörum. UTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA - < (A < tt) SOMÆE^g^ Heímsþekkt gæúevara Gólfdúkur frá kr. 595,- Teppi frá kr. 368,- Grensásvegi 18. 25 ár í fararbroddi ia > «A > «A > < «A •9 ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA - Til Velvakanda. Ég verð að játa furðu mína á þeirri heimskulegu þráhyggju sem gýs ávallt upp um hver áratuga- skipti og á örugglega eftir að grass- era um komandi aldamót. Nú í kringum áramótin tilkynnti fréttaþulur í sjónvarpi að það væri tómur misskilningur að nú væri áratugaskipti og vitnaði þar í ein- hvem sprenglærðan stjörnufræðing sem átti víst að vita allt sem vitað varð_um málið. Fréttaþulurinn las fréttma svipbrigðalaust eins og hann væri að lesa um hækkun á fiskverði, svo áheyrendur hafa væntanlega tekið það gott og gilt sem hann sagði enda fréttamenn Ríkissjónvarpsins ekki vanir að fara með neitt fleipur. En hvað var það sem stjörnu- fræðingurinn hafði til málanna að leggja? Jú, að Jesús Kristur hefði fæðst (og tímatal okkar þar með) árið eitt, en ekki núll, og þar af leiðandi enduðu allir áratugir og árhundruð einu ári seinna en eðli- legt væri samkvæmt því tugakerfi sem við annars notum almennt við okkar reikningskúnstir. Nú man ég ekki betur en að fram hafi komið fyrir nokkrum árum kenningar um það að Jesús Kristur hefði fæðst árið 4. Ef við nú sætt- umst á þær kenningar, og notum sömu rök og hin velupplýsti stjörnu- fræðingur (eða var það stjömuspek- ingur?), þá lægi beinast við að halda aldamótin hátíðleg um ára- mótin 2003-4. En fleiri hafa látið ljós sitt skína. Birgir Óskarsson nokkur fylgdi málinu fast eftir á síðum Velvak- anda þann 5. janúar. Nú skyldi þessi villukenning um að nýr ára- tugur byijaði um þessi áramót, kveðin niður í eitt skipti fyrir öll. Máli sínu til stuðnings vitnar Birgir mikið í bókaútgáfu og telur það sannað að í röð tíu binda ritsafna, sé fyrsta ritsafni ekki lokið og það annað hafið, fyrr en ellefta bindi kemur út. Þetta er í sjálfu sér mjög skarplega athugað. Ein spurning kemur þó upp í hugann; hvað kemur bókaútgáfa tímatali við? Mun eðlilegra er að bera þetta saman við aldur manns. Barn er á fyrsta ári, þar til það verður eins árs og annað árið hefst (einfalt ekki satt). Á sama hátt verður maður átt- ræður þegar hann nær 80 ára markinu, en ekki þegar hann verður 81 árs. Haldið er upp á aldaraf- mæli um leið og maður nær 100 ára markinu. Ekki þegar maður verður 101 árs eða 104 ára. Aðalatriðið er, að það sem þessir væntanlega ágætu menn eru að halda fram, brýtur algerlega í bága við tilfinningu okkar óbreyttra borgara fyrir því talnakerfi sem við notum og má þá einu gilda hver uppruni tímatalsins er, því hann er að sönnu bæði óljós og umdeildur. G.G.K. Góðir sjónvarpsþættir ni Velvakanda. Ég vil þakka fyrir vandaða fræðsluþætti sem sýndir hafa verið hjá Ríkissjónvarpinu að undanf- örnu og tel ég þar bera hæst Hin rámu regindjúp. Eins vil ég nefna þáttaröð Magnús Magnússonar, Fuglar landsins. Mikil vinna mun liggja að baki þáttum sem þessum og væri því ekki úr vegir að þeir væru endursýndir áður en langt líður. Alltaf er hætt við að fólk missi úr einn og einn þátt og því er þeim mun meiri ástæða til að endursýna efni sem þetta. Ég vona að sjónvarpið fylgi áfram þeirri stefnu að leggja áherslu á fræðsluefni. Tel ég að ráðstöfunarfé RÚV sé mun betur varið í að standa straum af gerð þess en t.d. að veija því til fram- leiðslu afþreyingarefnis. Afþrey- ingarefni má allt eins f lytja inn að mínu áliti. Guðmundur Allt i eldhúsið frá BOSCH ® JÓHANN ÓLAFSS0N & CO. HF. 43 Sundaborg 13 -104 Reykjavík-Stau688588

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.