Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990 Eldvamakerfí óvirkt þar sem slgómstöðina vantar Vistheimilið Sólborg: „ÞETTA er sorgarsaga," sagði Níels Erlingsson húsvörður á vistheimil- inu Sólborg á Akureyri. Nú eru liðin um þrjú ár frá því uppsetning fullkomins eldvarnabúnaðar var boðin út, en þegar búið var að setja kerfíð upp kom í ljós að stjórnstöðin var biluð. Stöðin var send til framleiðenda í Englandi og síðan hefur verið unnið að því að fá hana senda heim, en án árangurs. Þá urðu umboðsaðilar enska fyrirtækis- ins á Islandi gjaldþrota og stuttu síðar undirverktakar á Akureyri. Níels Erlingsson húsvörður á Sól- borg sagði að Vari í Reykjavík hefði tekið við umboðinu eftir að fyrrver- andi umboðsaðilar enska fyrirtækis- ins, sem framleiðir eldvamabúnað- inn, urðu gjaldþrota. í tæp tvö ár hefur verið unnið að því að fá stjórn- stöðina heim, en þrátt fyrir tíðar skeytasendingar og jafnvel heim- sóknir til enska framleiðandans hefði það engan árangur borið. „Við feng- um síðast þær upplýsingar fyrir ára- mót að stutt væri í að stöðin kæmi til landsins, en ekkert bólar á henni og við stöndum ráðþrota á meðan,“ sagði Níels. Skýringar á því hvers vegna framleiðendur létu stjómstöð- ina ekki af hendi sagði hann hafa verið margar og mismunandi. A vistheimilinu Sólborg em nú 44 á 6 íbúðadeildum, en auk þess er þar einnig rekið skóiadagheimili. í yngsta húsinu, sem tekið var í notkun árið 1978, var sett upp við- vörunarkerfi og er það eina húsið þar sem slíkt kerfi er, en í öðrum húsum eru einungis reykskynjarar. Fyrir um þremur árum var ákveðið að gera átak í brunavörnum á heimil- inu, í kjölfar eldsvoða á Kópavogs- hæli. Ráðist var í að kaupa fullkom- ið eldvarnakerfi, sem m.a. gefur slökkviliði strax tii kynna í hvaða herbergi eldur hefur komið upp. Eftir að kerfið hafði verið sett upp kom í ijós biiun í stjómstöð og því var hún send til framleiðenda í Eng- landi til viðgerðar þar sem hún hef- ur nú verið í tæp tvö ár. „Við vonum svo sannarlega að stöðin kom norður sem allra fyrst, því ástandið er óvið- unandi á meðan kerfið er ekki virkt,“ sagði Níels. Morgunblaðið/Úúnar Þór Fulltrúar 17 sveitarfélaga við Eyjafjörð undirrituðu í gær, í húakynn- um Verkmenntaskólans á Akureyri, samning um sameiginlega þátt- töku þeirra í stjórnun og framkvæmdum við framhaldsskólana í Eyjafírði í tilefni gildistöku nýrra laga um framhaldsskóla. Á mynd- inni undirrita fulltrúar sveitarfélaganna samninginn. Sveitarfélögin 17 í Eyjafirði: Framkvæmdir við fram- haldsskóla sameiginlegar Mikill hagur í að vinna saman, segir bæjarstjóri Akureyrar Morgunblaðið/Rúnar Þór Bandalag íslenskra farfuglaheimila hefiir keypt þetta hús við Bjarma- stíg á Akureyri og stefiit er að því að opna þar farfiiglaheimili með 50-60 rúmum í vor. Bandalag íslenskra farfiiglaheimila: Nýtt farfiiglaheimili opnað við Bjarmastíg BANDALAG íslenskra farfuglaheimila hefiir keypt húsið númer 5 við Bjarmastíg á Akureyri og hyggst opna þar farfuglaheimili á vordög- um. Húsið er 435 fermetrar að stærð og þar verður á milli 50 og 60 rúma heimili. Bandalag íslenskra farfuglaheimila á tvær húseignir í Iteykjavík, eina á Höfn í Hornafírði og er húsið á Akureyri þvl fjórða fasteign bandalagsins. Þorsteinn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Bandalags íslenskra farfuglaheimila, sagði að menn væru bjartsýnir, eftir tvö metár í gistingu hjá farfugiaheimilunum. Gistinætur hefðu í fyrsta sinn í sögu félagsins farið yfir 30 þúsund á síðasta ári og útlitið fyrir þetta ár væri gott, en þegar væru margar pantanir fam- ar að berast. „Útlitið nú þegar er síst verra en það var á sama tíma í fyrra og við erum því full bjartsýni," sagði Þorsteinn. Húsið á Bjarmastíg 5 er stórt, alls 435 fermetrar að stærð, á tveim- ur hæðum auk kjallara og í því eru á milli 10 og 12 herbergi í allt. Þor- steinn sagði að ekki væri þörf mik- illa breytinga á húsinu, það væri nánast eins það hefði verið byggt með þessa starfsemi í huga. Hann gerði ráð fyrir að í húsinu yrði gisti- rými fyrir á milli 50 og 60 manns, auk aðstöðu tii eldunar. Ekki er að fullu ljóst hvenær starfsemin getur hafist, en Þorsteinn sagði að reikna mætti með að hún yrði komin í full- an gang í júní næstkomandi. FULLTRÚAR 17 sveitarfélaga við Eyjafjörð undirrituðu í gær samning í tilefni gildistöku nýrra laga um framhaldsskóla, annars vegar um sameiginlega þátttöku í stjórnun og framkvæmdum við Menntaskólann á Akureyri, Verkmenntaskólann á Akureyri <jg skóladeildir á Dalvík og í Ólafsfirði og hins vegar var und- irritaður sarnningur er sérstak- lega tekur til byggingar 5. og 6. áfanga Verkmenntaskólans. „Þetta er stór stund, við erum að stíga merkilegt skref í sam- starfi sveitarfélaga við Eyjafjörð, en slíkt samstarf hefur verið i undirbúningi í allmörg ár og hefur þegar skilað árangri m.a. varðandi þátttöku sveitarfélag- anna í Iðnþróunarfélagi Eyja- fjarðar og sameiginlegt heil- brigðiseftirlit. Nú stigum við þriðja stóra skrefið og ég vona að það eigi eftir að leiða af sér fleiri skref í framtíðinni, því við sjáum okkur mikinn hag i því að vinna saman,“ sagði Sigfiís Jóns- son bæjarstjóri á Akureyri við undirritun samningsins. Sveitarfélögin sem þátt taka í samstarfinu eru Ólafsfjarðarbær, Dalvíkurbær, Svarfaðardalshrepp- ur, Árskógshreppur, Hríseyjar- hreppur, Arnarneshreppur, Skriðu- hreppur, Öxnadalshreppur, Glæsi- bæjarhreppur, Akureyrarbær, Hrafnagilshreppur, Saurbæjar- hreppur, Öngulsstaðahreppur, Sval- barðsstrandarhreppur, Grýtu- bakkahreppur, Hálshreppur og Grímseyjarhreppur. í samningnum felst að sveitarfé- lögin munu sameiginlega annast þátttöku í stjórnun og framkvæmd- um við framhaldsskólana á Akur- eyri og skóladeildir á Dalvík og í Olafsfirði. Héraðsnefnd Eyjafjarðar tilnefnir þrjá fulltrúa í skólanefndir hvors framhaldsskóla, tvo sam- kvæmt tilnefningu bæjarstjórnar Akureyrar og einn samkvæmt til- nefningu annarra sveitarfélaga. Fram kemur í samningnum að Héraðsnefnd Eyjafjarðar og menntamálaráðuneytið skulu gera sérstakan samning um stofnbúnað, nýframkvæmdir og endurbyggingu húsnæðis MA og skóladeildanna á Dalvík og í Ólafsfirði. í samningn- um skal kostnaði sveitarfélaganna skipt þannig að sveitarféiag skólans eða skóladeildanna skal greiða 50%, en 50% skiptast eftir íbúatölu allra sveitarfélaganna. Akureyrarbær verður áfram framkvæmdaaðili við byggingu 5. og 6. áfanga VMA og var í gær einnig undirritaður sérstakur samn- ingur vegna þessara áfanga. Þar segir m.a. að Akureyrarbær stefni að því að ljúka við þá byggingar- áfanga sem samningurinn tekur til eigi síðar en á árinu 1991 og að eignarhlutur sveitarfélaganna í þessum áföngum verði 5%, og skipt- ist á milli þeirra í ákveðnum hlut- föllum. Akureyrarbær mun greiða 15,41% af áætluðum hlut bæjarins í kostnaði við að ljúka byggingar- framkvæmdum við áfangana tvo, auk þess stofnbúnaðar sem á vant- ar í 5. áfanga og 15,41% af áætluð- um stofnbúnaðarkaupum fyrir 6. áfanga. Kostnaði annarra sveitarfé- laga, alls 15,41%, verður skipt í ákveðnum hlutföllum, þannig kem-’ ur mest í hlut Dalvíkurbæjar, 3,54%, en minnst í hlut Öxnadals- hrepps, 0,16%. Þakkir Innilegustu þakkirtil allra þeirra fjölmörgu, sem hafa stutt okkur meó vinnu, gjöfum og á annan hátt sýnt okkur samhug og velvild á síðustu vikum. Guö blessiykkur öll. Sigríóur Oigeirsdóttir og börn, Áifabyggó 8, AkureyrL Morgunblaðið/Rúnar Þðr Börkur í nýtt húsnæði Trésmiðjan Börkur hefur flutt starfsemi sína í nýtt húsnæði við Frostagötu 2a á Akureyri, en þar er um að ræða 510 fermetra húsa- kynni. Trésmiðjan Börkur var stofnuð árið 1986 og eru eigendur hennar fimm talsins, en starfs- mennirnir eru átta. Börkur sér- hæfir sig í framleiðslu hurða og glugga og er eina fyrirtækið í bænum sem það gerir. Stór hluti framleiðslunnar er seldur utan Akureyrar og hefur fyrirtækið tvo útsölustaði í Reykjavík og einn í Keflavík. Mikið hefur verið að gera hjá Berki og afkoman verið þokkaleg. Á myndinni eru eigend- urnir, frá vinstri: Ingimar Karls- son, Alexander Benediktsson, Snorri Bergsson og Hilmar Bald- vinsson, en á myndina vantar Guðmund Ómar Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.