Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANUAR 1990 19 Eddie Skoller með tvenna tónleika HINN þekkti danski skemmtikraftur, grínisti, háðfugl og söngvari, Eddie Skoller, er væntanlegur til Islands og mun halda hljómleika í Gamla biói i þessari viku, laugardaginn 20. og sunnudaginn 21. janúar, auk þess sem hann skemmtir á Herrakvöldi Lionsklúbbsins Njarðar 18. janúar, en á vegum hans kemur Eddie Skoller nú öðru sinni. Eddie Skoller er danskur en reyndar var faðir hans rússneskur gyðingur, en móðir hans sænsk, og hann fæddist í Bandaríkjunum 1944, en ólst upp í Danmörku frá 6 ára aldri. Hann útskrifaðist úr Verzlunarskólanum í Kaupmanna- höfn með ágætiseinkunn, en leidd- ist skrifstofuvinnan og langaði að skemmta fólki. Fyrir 20 árum skemmti hann í Tivoli í Höfn, og það tókst með síkum ágætum, að síðan hefur hann getað helgað líf sitt þeirri köllun að skemmta fólki. Hljómleikarnir í Gamla bíói 20. og 21. janúar hefjast kl. 20.30, en miðasala daglega kl. 15—19. (Fréttatilkynning) Eddie Skoller skemmtir með söngvaranum Cliff Richard. Athugasemd frá Sig- urjóni Péturssyni MORGUNBLAÐINU hefúr borist eftirfarandi athugasemd frá Sigur- jóni Péturssyni, borgarfúlltrúa Alþýðubandalagsins í Reykjavík: í leiðara Morgunblaðsins síðast- liðinn laugardag var fjallað um Nesjavallaveitu og landakaup borg- arinnar að Nesjavöllum. I leiðaranum segir meðal annars að í tengslum við þessi kaup „gerðu andstæðingar sjálfstæðismanna Nýtt tímarit: Islensk félagsrit ÚT ER komið nýtt tímarit, „íslensk félagsrit". Útgefandi er félagsvísindadeild Háskóla íslands. Tímaritið er helgað félagsvísindum; rannsóknar- niðurstöðum, yfirlitsgreinum, ritdómum og annarri fræði- legri umræðu. Ritstjóri er Sig- urður J. Grétarsson. í fyrsta tölublaði fyrsta ár- gangsins eru auk ritnefndar- spjalls sjö greinar. Rúnar Vil- hjálmsson ritar grein um rann- sóknir á eðli og þýðingu sam- hjálpar. Bjöm Bjarnason og Þó- rólfur Þórlindsson skrifa um auglýsingar og prófkjör. Gísli Pálsson ritar grein um ákvarð- anir íslenskra skipstjóra undir heitinu: „Hugboð eða hyggju- vit?“ Sigurður J. Grétarsson skrifar um styrk og takmarkanir undirstöðu róttækrar atferlis- hyggju Skinners. Daníel Bene- diktsson skrifar hugleiðingar um þróun og framtíð heimildanotk- unar á Islandi í bókmenntum og fræðimennsku. Björn S. Stefáns- son ritar grein er hann nefnir: „Sami maður á fleiri en einum •framboðslista." Að endingu er ritdómur um bókina „Tölfræði" eftir Jón Þorvarðarson. harða hríð að Davíð Oddssyni borg- arstjóra og samstarfsmönnum hans vegna kaupa á landi að Nesjavöll- um“. Hér er farið heldur fijálslega með staðreyndir og því óska ég eftir að hið rétta komi fram í blaðinu. Reykjavíkurborg keypti jörðina Ölfusvatn árið 1985, eða nokkuð fyrir síðustu borgarstjórnarkosn- ingar, af erfingjum Sveins Bene- diktssonar fyrir óheyrilega hátt verð að flestra mati, eða á liðlega 160 milljónir kr. ef verð er fært til núvirðis eftir lánskjaravísitölu. Jörðin Ölfusvatn er að mestum hluta fjalllendi og við söluna tryggðu fyrri eigendur sér áfram- haldandi not af henni með sama hætti og verið hefur. Þegar þetta verð er borið saman við kaupin á jörðinni Vatnsenda, sem liggur að borgarmörkunum og er að verulegum hluta gott bygg- ingarland, þá sjá allir hve fráleitt verð þarna var greitt. Það er rangt, sem segir í leiðar- anum að jörðin sé í, eða liggi að, landi Nesjavalla. Á milli Nesjavalla og Ölfusvatns liggur jörðin Helguvík, sem er í eigu Ragnhildar Helgadóttur, alþingis- manns, og systkina. Ölfusvatn verður tæplega nytjað í tengslum við Nesjavelli nema Hita- veitan kaupi einnig þá jörð. Það er einnig rangt að þessi landakaup hafi verið í tengslum við fyrirhugaða stækkun hitaveitunnar á Nesjavöllum, engar áætlanir Hita- veitu Reykjavíkur ná svo langt að nýting Ölfusvatns komi þar inn í myndina. Jörðin var ekki keypt vegna þarfa Hitaveitunnar fyrir landið heldur miklu fremur vegna þarfa seljanda fyrir kaupverðið. Kaupin á Ölfusvatni voru ekki' góð kaup, en um hitt verður ekki deilt, þar átti sér stað góð sala. Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi. Signý Sæmundsdóttir, sópran- Peter Guth, stjórnandi Vínartónleika. söngkona. Þrennir Vínartónleikar Sinfóníuhlj ómsveitarinnar ÁRLEGIR Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands verða haldnir í þessari viku. Vegna mikillar aðsóknar undanfarin ár verða þeir haldnir þrisvar sinnum, fyrst á Selfossi, fimmtudaginn 18. janúar kl. 20.30, því næst í Háskólabíói á föstudagskvöld, einnig klukkan 20.30 og að lokum í Háskólabíói klukkan 16.30. Auk hljómsveitarinnar taka einsöngvararnir Signý Sæmundsdótt- ir, sópransöngkona, og Anton Steingruber, tenór, þátt í flutningnúm ásamt kór Langholtskirkju. Kórsljóri er Jón Stefánsson en hljóm- sveitarsljóri Petér Guth, sem hefúr stjórnað á Vínartónleikum hér undanfarin ár. Hljómsveitarstjórinn, Peter Guth, hefur valið tónleikunum yfirskrift- ina „Ástin er himnesk" með tilvísun til þeirra vinsælu verka, sem flutt verða, þar sem oftar en ekki er fjall- að um ástina. Flutt verða aríur og þættir úr óperettunum Leðurblök- unni, Sígaunabaróninum og Nótt í Feneyjum eftir Jóhann Strauss, Guidittu, Paganini og Evu eftir Franz Lehár, Valsadraumnum eftir Oscar Strauss og Greifynjunni Marizu eftir Emmerich Kálmán. Signý Sæmundsdóttir stundaði nám í söng og fiðluleik hérlendis og framhaldsnám í söng í Vínar- borg og lauk þaðan prófi í fyrra- vor. Hún hefur víða komið fram, bæði í útlöndum og hér heima. Árið 1987 söng hún aðalhlutverkið í uppfærslu Þjóðleikhússins í leikrit- inu Yermu og síðastliðið haust með Sinfóníuhljómsveitinni í tónleika- ferð um Vestfirði, þar sem einmitt var flutt Vínartónlist. Austurríkismaðurinn Anton Steingruber hefur starfað við söng í áratug. Hann stundaði nám í Bruckner-tónlistarháskólanum og hóf feril sinn með „Musica antiqua“ í Vín og hefur síðan sungið í fjöl- mörgum óperum í Austurríki, á ít- alíu og í Þýskalandi. íslenskir unnendur Vínartónlist- ar þekkja nú flstir orðið hljómsveit- arstjórann Peter Guth. Þetta er í Ásthildur Pétursdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi: Gef ekki kost á mér ÁSTHILDUR Pétursdóttir bæjarfúlltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi helúr ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bæjar- sljórn. Hefúr Ásthildur ákveðið að einbeita sér að ferðamálum og farar- stjorn. „Það er ekki laust við það að fólk hafi verið að hafa samband við mig og spyrja hvers vegna ég sé ekki rneð í prófkjörinu," sagði Ásthildur. „Ég er einfaldlega að hætta í bæjar- stjórn, sátt við alla, enda staðið iengi í þessu.“ Ásthildur hefur setið í bæj- arstjórn sem aðalmaður síðastliðin tvö kjörtímabil og síðan 1970 sem varamaður. Ásthildur hefur starfað um árabil sem farastjóri og verið þess vegna mikið eriendis. „Þetta tvennt gengur illa upp saman og hef ég ákveðið að snúa mér alfarið að ferðamálum. Ég mun þó að sjálfsögðu starfa áfram fyrir flokkinn og standa við bakið á félögum mínum í Kópavogi sem við taka,“ sagði Ásthildur. Anton Steingruber, tenór. þriðja sinn sem hann kemur til að stjórna árlegum Vínartónleikum hljómsveitarinnar auk þess sem hann tók þátt í ferð hennar um Vestfirði í haust. Hann hefur með framkomu sinni og alúð i garð tón- listarinnar heillað áheyrendur. Auk þess að vera hljómsveitarstjóri í Vínarborg, er hann þekktur fiðlu- leikari og tekur gjarnan fiðluna sér í hönd á tónleikum. Peter Guth hefur sagt um Vínartónlistina: „Hin tímalausa Vínartónlist, sem er þekkt um allan heim og er alltaf jafn aðlaðandi, er það listform, sem hefur einna jákvæðust áhrif á flesta. Umhyggja fyrir henni er mér alvarleg skylda sem tónlistar- manni frá Vín“. Miðasala á tónleikana í Reykjavík fer fram í Gimli við Lækjargötu á skrifstofutíma og við innganginn við upphaf tónleika. Á Selfossi verð- ur miðasala við innganginn. (Fréttatilkynning) 1. prentun AUK-dagatalsms „AF LJÓSAKRI AI JKhf er uppseld hjá útgefanda. prentun v'æntanleg úr bókbandi. Sölustaðir: Casa, Epal/Gegnum glerið, Katel, Nýhöfn, Bókabúð Steinars, Bóksala stúdenta, Eymundsson, Mái og menning, Penninn, Veda, Hans Petersen, Álafossbúðin, íslenskur heimilisiðnaður, Land og saga, Rammagerðin og íslenskur markaður KeflavíkurflugveHi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.