Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990 flfemnn . . .aðkomast undirmist- ilteininn. TM Reg. U.S. Pat Otf — all rights reserved • 1989 Los Angeles Times Syndicate moí^imkaffinu POLLUX ? ? Eftir breytinguna á lokun- artímanum get ég keypt miklu meira en áður ... HÖGNI HREKKVISI Loðdýrarækt og annar búskapur Til Velvakanda. Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um slæma afkomu loðdýrabúa en þegar ég las grein í Velvakanda sem bar fyrirsögnina „Á hausinn með loðdýraiðnaðinn" fannst mér nóg komið. Heldur fólk almennt að verr sé farið með dýrin , í þessari búgrein en_öðrum. Hvað um kjúklíngabúin? Á þá ekki að leggja þau niður? Hvað um svína- búin? Á hveiju ætti þjóðin eignlega að lifa þegar búið væri að leggja niður allan búskap? Nei, hér er nú ansi langt gengið. Ekki er ein báran stök. Fyrir nokkru kom utanríkisráðherra, Jón Baldvin, fram í sjónvarpi og full- yrti að hvert lögbýli í landinu kostaði ráðherralaun og það væri bændum að kenna og þeim aðilum sem tengjast landbúnaði hversu hátt verðlagið væri á þessari vöru. Hann fullyrti svo að verð á t.d. svínakjöti og kjúklingum væri hærra en það þyrfti að vera vegna þess að það fylgdi verði hefðbund- ina landbúnaðarvara. Hann talaði ekkert um matarskattinn eða um ( ( ( ( ( það hvaða flokkur það var sem gekk harðast fram í að koma honum á. Ekki voru það bændur, svo mikið eitt er víst. Bændur mega þola ýmsa gagn- rýni um þessar mundir þó flestir viti að þeir bera ekki mikið úr bítum. Það eru mikil verðmæti sem skapast í landbúnaðinum og það er hann sem brauðfæðir þjóð- ina. Þessi atvinnuvegur ætti að njóta virðingar því hann er undir- staða flestra annarra atvinnu- greina í landinu. Fyrrverandi bóndi * A hausinn með loðdýraiðnaðinn L.32 refi loðfeld sinn < unareamtök orðin svo stór og v ug að þau geta barið svona óhugi að niður með afli sínu eins og a þessi loðdýraiðnaður er, dýranrl vegna eingöngu. Auk þess er svor1 ógeðfellt dýrahald í búrum hre j móðgun við allt lífið og fegurð þesl Hvar er nú allur kærleikurinn ol hjálpsemin við lítilmagnann? Átturl við ekki að gæta minnstu bræðr§ okkar einnig í stað þess að s hann í búr? Auðvitað eiga þessar fjölskyh 1 þessa svokallaða loðdýraiðnaðl stóra samúð mlna I þeim erfiðleiil um sem þær eiga I vegna alls þess<1 Þetta er nú bara fólk sem er a i reyna að bjarga sér. En það þýð: I ekki annað en að horfast I aug ' við þá staðreynd fyrir það og stjórr völd að þessi barátta er töpul , gjörtöpuð sem betur fer Begi ég o i slfellt fleiri sérvitringar. Það sem gera verður I þef j vonda máli öllu saman er hreinlt I að leysa þessa bændur að metl leyti út úr skuldum sinum. Og he J af öllu að kaupa af þeim jarðim | þeim sem vi^ja á sanngjömu ve l og/eða húsin einnig óski þeir þl á annað borð og flytja I þéttb1 T og vinna þar við einhver önnur j ~0A'íBTí störf. Á vissan háttvf Notum eigin orku Týndur köttur Grár fressköttur með hvíta bringu og hvítar framloppur tapað- ist frá Laugarteig 3 hinn 30. des- ember. Hann er tæplega 2ja ára og er ómerktur. Allar upplýsingar um hugsanleg afdrif hans eru vel þegnar. Vinsamlegast hringið í síma 30869 á kvöldin. Til Velvakanda. í Morgunblaðinu 29. nóvember er grein eftir Jón Gunnarsson um Reykjanesbrautina og sitthvað fleira af ágætum tillögum um ýmis mál og minnist hann á raf- magnshraðlestar og einteinunga. Gott þykir mér að fleiri og fleiri eru farnir að hreyfa þessu máli. Ég byijaði að skrifa um þetta mál að mig minnir 1985 og hef minnt á það oftar í skrifum mínum. Ég tel þetta svo alvarlegt mál og nauðsynlegt að fara að hugsa fyrir raflest eða einteinung milli flug- stöðva Leifs Eiríkssonar til Reykjavíkur og jafnvel um landið svo hægt sé líka að nota eigin orku og eftir því sem spár segja til um munu í framtíðinni verða samfelld byggðalög meðfram þessari strandlengju. Hreggviður Jónsson og Ingi Björn Albertsson flytja nú þings- ályktunartillögu um tvöföldun Reykjanesbrautar og er það hið besta tillag því eins og vegurinn er nú er hann stórhættulegur. Langar mig því að spyija hvort ekki væri hægt um leið við nýja veginn að hafa hann upphitaðan svo ekki verði hálkunni fyrir að fara því nóg er um slysin samt. í Hugsið nú málið vel og vandlega og hugsið til framtíðarinnar. Paul V. Michelsen I Látið úti- ljósin loga Blaðburðarfólk fer þess á leit við áskrifendur að þeir láti útljósin loga á morgnana núna í skamm- deginu. Sérstaklega er þetta brýnt þar sem götulýsingar nýtur lítið eða ekki við tröppur og útidyr. Víkverji skrifar !1' Ungur drengur varð fyrir þeirri óþægilegu reynslu í einum af vögnum SVR á dögunum, að vagn- stjóri hafði hann fyrir rangri sök og ætlaði að banna honum að stíga inn í vagninn. Eftir að bílstjórinn hafði séð að sér gerði drengurinn þá a.thugasemd um leið og hann greiddi fargjaldið, að sér hefði nú verið nokkuð misboðið með þessari framkomu við sig. Hafði hann að- eins stigið nokkur skref inn í vagn- inn, þegar bílstjórinn kallaði hryss- ingslega á drenginn og skipaði hon- um að tala við sig. Sneri hann þá aftur að ökumannsklefanum, þegar þangað kom þreif vagnstjórinn í eyra drengsins og sagði honum að þegja eða hann fengi ekki að vera í vagninum. Það kom í hlut Víkveija að hafa samband við forstjóra SVR fyrir hönd drengsins og var umkvörtun tekið af skilningi með loforði um að málið yrði kannað. Þar með hafði Víkveiji hugsað sér að láta málið niður falla en þá fékk hann ábend- ingu um að slíka sögu ætti að setja á prent öllum til áminningar um að sýna þeim sem minna mega sín, ungum og öldnum, kurteisi og um- burðarlyndi. Viðmælandi Víkveija sagði, að það væru miklu fleiri enn hann hefði nokkra hugmynd um, sem mættu sæta yfirgangi og dóna- skap af hálfu alls kyns aðila, ekki síst í opinberri þjónustu, og gætu ekki rönd við reist. Frásögn af til- viki sem þessu kynni að verða þeim til hjálpar og í þeirri von er hún hér fest á blað. xxx Víkveiji er í hóþi þeirra sem metur þjónustu SVR mikils og hefur oft nýtt sér hana. Hins vegar brá honum í brún, þegar hann heyrði borgarstjóra skýra frá því á fundi fyrir skömmu, að Reykvíking- ar greiddu um eina milljón króna á dag — fyrir utan fargjöld — til þess að halda vögnunum gangandi. Meginástæðan fyrir þessu er auð- vitað sú að veitt er dýr þjónusta, sem of fáir nýta sér. Það er borin von, að hagur SVR batni nema fleiri noti vagnana. Menn þurfa ekki annað en fara fram hjá bílastæðum framhaldsskóla til að átta sig á því, að meira segja nemendur þeirra fara á einkabíl „í vinnuna“. Hið sama má segja um allan þorra borgarbúa. Með hliðsjón af háum styrk úr borgarsjóði til SVR og mikilli um- ferð á götum Reykjavíkur væri ekki úr vegi að gera sérstakt átak til að auka notkun strætisvagnanna. XXX Iþessari sömu ræðu vakti Davíð Oddsson máis á því, að slysum á bömum í umferðinni hefði fækkað í Reykjavík, þrátt fyrir fjölgun bif- reiða. Þetta er ákaflega gleðileg þróún, sem rekja má til margra þátta. Þótt menn bölvi oft hraðahindrun- um og fjölgun umferðarljósa fyrir- gefa þeir allar þær ráðstafanir til að hægja á hraðanum, þegar stað- reyndir eins og þessi liggja fyrir. Ber að þakka borgaryfírvöldum, umferðarráði og öðmm sem hlut eiga að máli hve skipulega hefur verið gengið hér til verks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.