Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990 Dagbjört Eiríksdótt- ir fóstra - Kveðjuorð Fædd 26. júlí 1918 Dáin 31. desember 1989 Enn einu sinni hefur verið höggv- ið skarð í hóp vina og samferða- fólks, sem með tilvist sinni og vin- áttu hefur gert líf mitt auðugra. Vinkona mín og fyrrum samstarfs- kona, Dagbjört Eiríksdóttir, Dagga, er horfin sýnum, að minnsta kosti um stundarsakir. Tækifæri til þess að fá að kynn- ast og verða samtíða Döggu um nokkurt skeið ævinnar var eins og hver annar happafengur, sem mér féll í skaut. Leiðir okkar lágu saman í rúm tuttugu ár, á mismunandi vett- vangi. Fyrstu kynni okkar urðu, þegar ég, ung að aldri, var að stíga mín fyrstu skref sem félagsráðgjafi hjá barnaverndarnefnd Reykjavík- ur, en hún þá fullþroska kona, hafði um árabil verið forstöðukona á bamaheimilinu Silungapolli, sem Reykjavíkurborg rak. Þar voru vist- uð börn, sem af ýmsum ástæðum gátu ekki dvalið í foreldrahúsum um lengri eða skemmri tíma. Það átti að fara að leggja heimil- ið niður í anda nýrrar stefnu um uppeldi og aðbúnað bama. Erlendar rannsóknir og athuganir höfðu leitt í ljós að það gat reynst ungum börnum skaðlegt að alast upp á stórri sólarhringsstofnun, þar sem vaktakerfi og síbreytilegt starfsfólk var óhjákvæmileg staðreynd. Dagga hafði helgað þessu heim- ili krafta sína nær allan sinn starfs- feril sem fóstra og tekið ástfóstri við bömin, sem þar höfðu fengið skjól, oft á sárastu stundum bernsku þeirra. Því var ótrúlegt af hve mikilli stillingu Dagga tók þess- um breyttu aðstæðum. Flestir, sem reynt hafa svipaðar stefnubreyting- ar, bregðast til varnar, þó ekki nema sé til þess að veija heiður sinn og mannorð, því oft virðist landi, þurfti á húsnæði að halda hér í Reykjavík, varð það úr að mér gafst kostur á að búa hjá Bubbu og Birni í fjóra vetur. Fyrir þau ár er ég ævinlega þakklát. Ekki var það aðeins að ég ætti þar húsaskjól, heldur varð heimili þeirra hjóna mitt heimili þennan tíma. Við frænkurnar kynntumst vel á þess- um árum og áttum góðar stundir saman, yfir uppþvottinum, „ævi- starfinu" hennar Bubbu, eins og hún orðaði það, og miklu oftar. Kannski eru mér sérlega minnis- stæðar móttökurnar hjá henni, þeg- ar ég kom með elsta son minn heim af fæðingardeildinni og staldraði við hjá Bubbu eins og svo oft. Ég var ung og fákunnandi og hún kenndi mér að baða barnið og ýmsa umönnun þess. Fátt held ég að tengi konur traustari böndum en svona samvinna og hjálpsemi. Hún Bubba var ekki kona sem hrópaði um ágæti sitt eða tilfinning- ar á torgum. Eigi að síður er minn- ingin um hana dýrgripur okkur sem eigum hana. Veri hún kært kvödd. Gréta Þuríður Þuríður Guðmunds- dóttir — Kveðjuorð Fædd 4. janúar 1921 Dáin 4. janúar 1990. Þú spyrð mig um haustið. Það kemur og eignar sér engin sem ilma nú vel eftir sláttinn með sílgrænar lanir... ... En þú verður farin þá. (Hannes Pétursson) Já, hún Þuríður Guðmundsdóttir er farin, hún Bubba móðursystir mín og nafna, miklu fyrr en nokk- urn varði. Hún var búin að und- irbúa haustið sitt vel, og okkur fannst hún vel að því komin að njóta þess við góðar aðstæður. Hun var nýflutt í nýja íbúð, aðeins búin að búa þar í rúman mánuð. En sá sem öllu ræður hér á jörð hafði önnur áform. Hún lést á heimili sínu á afmælisdaginn sinn, 4. janúar sl. ' Bubba var sjöunda í röðinni af tólf börnum foreldra sinna, afa míns og ömmu. Má nærri geta að oft hefur það verið ærinn starfi fyrir ömmu að sinna þessum stóra hóp, auk annarra heimilisstarfa. Þó hef ég heyrt sagt um hana að hún hafi stjómað sínu stóra heimili styrkri hendi, án þess að þurfa að hækka róminn nokkra sinni. Þetta skaplyndi ömmu erfði Bubba. Aldr- ei minnist ég þess að hafa heyrt hana brýna raustina né skamma nokkurn mann. Aldrei hallmælti hún heldur nokkram manni. Rósemi hennar og virðuleg framkoma var svo einstök að ekki var hægt annað en taka eftir henni og reyna að taka hana sér til fyrirmyndar. Sam- band þeirra Bubbu og móður minnar, yngstu systurinnar, var alla tíð náið. Nægir þar til að nefna að ég fæddist á heimili þeirra Bubbu og Björns Péturssonar, manns 'hennar, eina óveðursnótt í janúar, þegar þau bjuggu í Keflavík. Síðar, þegar ég, þá skólastelpa utan af þeim sem verið sé að kasta rýrð á persónu þeirra og allt lífsstarf. Þarna, strax í upphafi, varð mér ljóst, hversu óvenjuleg manneskja Dagga var, hvað varðaði þroska og umburðarlyndi við aðra og skoðanir þeirra. Fólk þurfti ekki að eyða orku sinni í að sannfæra hana um ágæti þess að smækka vistheimilin og stofna fjölskylduheimili. Enda vissi enginn betur en Dagga, hvað börnum kemur best. Hún var uppalandi af Guðs náð. Ekki svo að skilja að hún hafði meira í farteskinu. Hún hafði til að bera hæfileika sem allir sannir uppalendur hafa, skilyrðislausa virðingu fyrir barninu sem jafningja og það sem e.t.v. var enn dýrmæt- ara, kímnigáfu og einlægni, sem gerði henni kleift að skilja barns- hugann og ná þangað sem flestum fuilorðnum er fýrirmunað. Við þessi tímamót í lífi Döggu urðum við vinnufélagar. Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar varð að veruleika og við vorum í þeim stolta hópi, sem þar hóf störf og hugðist móta nýja félagsmála- stefnu á íslandi með barna- og fjöl- skylduvernd að leiðarljósi. Starf sem félagsmáiafulltrúi var þó ekki „óskastarf" Döggu, því börn voru hennar áhugamál og uppeldi þeirra og umönnun sérsvið hennar. Ég er því ekki viss um að Dagga hafi verið sérlega hamingju- söm í starfí þennan tíma. Hún lét þó ekki mikið á því bera og eitt er víst, hún stuðlaði að vellíðan okkar hinna í starfi með manngæsku sinni og hiýju. Hún gekk okkur mörgum í móðurstað, huggaði og hlustaði þegar á móti blés. Lífsreynsla Döggu og þekking hennar á börnum og oft erfiðri reynslu þeirra bg fjölskyldna þeirra kom líka að góðum notum á þessum fyrstu mótunarárum. Dagga hafði alltaf á reiðum höndum dæmisögur úr lifi barna og ekki síst hugarheimi þeirra, þegar við stóðum frammi fyrir vandasömum ákvörðunum um líf og framtíð einhvers barnsins. Engan hef ég fyrirhitt sem hafði slíkt minni og gat miðlað af því á þennan hátt. Hun varðveitti þennan hæfileika alla tíð og hann vakti undrun og aðdáun, hvar sem hún fór. Það var gæfa barnageðdeildar- innar, sem var að stíga fyrstu spor sín, að fá Döggu til starfa við dag- deild stofnunarinnar árið 1971 og njóta krafta hennar í 15 ár. Þótt við söknuðum hennar úr okkar hópi á Félagsmálastofnuninni gladdist ég yfir nýja starfinu henn- ar, fyrir hennar hönd og ekki síst barnanna og foreldra þeirra sem fengu að njóta starfskrafta hennar. Eg átti eftir að kynnast starfi hennar þar af eigin raun, þegar ég nokkrum árum síðar vann um tíma á barnageðdeildinni, mest með Döggu og harðskeyttu liði hennar á „litlu deildinni". Það vora sannar- lega lærdómsrík og dýrmæt ár og hlutur Döggu var þar ekki léttvæg- ur. Hún var sem drottning í ríki sínu meðal barnanna, gat nálgast þau á jafnréttisgrundvelli jafnframt sem hún veitti öryggi og skjól hins full- orðna. Hún tók afstöðu með barninu og hagsmunum þess en á sama tíma tókst henni, sem er fátftt um þá sem eru í slíku návígi við böm á sársaukafullum stundum í lffi þeirra, að virða foreldra þeirra og sýna þeim skilning og alúð. Sennilega endurspeglaði þetta Magnús Bl, Sigur- bjömsson - Kveðja Fæddur 6. september 1965 Dáinn 12. desember 1989 Við andlát Magnúsar, míns gamia vinar og skóiafélaga úr Hlíðaskóla, skrifa ég þessar línur. Ég minnist æskuára okkar, leikja, og þeirra áhyggjulausu ára er við sem ungir strákar skemmtum okkur í fótbolta og í öðrum leikjum á skólalóðinni og Jóns B.-túninu. Þá þegar kom í ljós áhugi Magga á félagsmálum og var hann fljótlega í forystu í þeim málum í Hlíða- skóla. Einnig minnist ég þess hve velkomin við vorum alltaf á heimili foreldra hans og áhuga þeirra á tómstundum okkar. Það kom snemma í ljós hve Maggi hafði mikla ánægju að vinna með og fyr- ir ungt fólk og hæfileika til að hrífa aðra með sér. Ein af mörgum ferð- um okkar er mér sérstaklega minn- isstæð, það var þegar Maggi skipu- lagði ferð í Þórsmörk með 9. bekkj- um Hlíðaskóla, en þar vorum við í þijá daga, og skemmtum okkur konunglega. Sú stund rann upp að Kransar, krossar og kistuskreýtihgar. Sendum um allt land. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, ÁHheimum 74. sími 84200 t Ástkær eiginkona min, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ÞÓRDÍS JÓHANNSDÓTTIR, Ásvallagötu 24, verðurjarðsunginíimmtudaginn 18. þ.m. kl. 13.30frá Dómkirkjunni. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarsjóð St. Jósefs- spítala, Landakoti. Karl Sig. Jónasson, Kristín S. Karlsdóttir, Axel W. Carlquist, Guðrún Anna. Sigurður Þórðarson, við félagarnir gengum allir saman í Val og var Maggi ætíð tilbúinn til að starfa fýrir félagið, og gerð- ist seinna þjálfari og leiðtogi ungra drengja í Val. Ég vii að lokum þakka Magga vináttuna sem hann sýndi mér alla tíð og aldrei bar skugga á. Ég votta unnustu hans, foreldrum og systur mínar innilegustu samúð í sorg þeirra, en minningin um góðan vin mun aldrei hverfa. Ingvar Þann 12. desember setti okkur hljóða. Hann Magnús Blöndal, eða Maggi Blöndal eins og við kölluðum hann, hafði fengið kallið mikla sem allir verða að hlýða fyrr eða síðar. Vissulega höfðum við .fylgst með hetjulegri baráttu hans við hin miklu veikindi sem að lokum tóku hann frá okkur, en okkur fannst hann ekki geta dáið. Ekki Maggi. Kraftur Magga og lífsgleði var slík að allir sem umgengust hann hrifust með honum og voru tilbúnir að gera eins og hann stakk upp á. Maggi var allt í senn, lærimeist- ari okkar, faðir og félagi. Aðeins 17 ára gamall hóf hann að þjálfa okkur og ári síðar vann þessi sami flokkur alla titla sem hægt var að vinna. Hann vann ötullega að ungl- ingastarfi Vals og á ekki hvað minnstan þátt í þeirri markvissu uppbyggingu sem á sér stað hjá yngri flokkum Vals. Seint mun Iíða okkur úr minni Ítalíuferðin sem við fórum undir forystu Magga. Þetta var mikil ævintýraferð og kom þar í ljós faðir- inn og ábyrgðarmaðurinn sem bjó lífsviðhorf og persónugerð Döggu hvað best. Hún veitti börnum ást sína án þess að einoka þær tilfinn- ingar eða leggja eignarhald á börn- in. Þetta fundu foreldrarnir og guldu henni með vináttu sinni og virðingu. Viðhorf og lífsferill Döggu er fyrir mér órækasta sönnun þess að ekki þarf að ala af sér börn til þess að geta elskað og „eignast" jafnvel heilan hóp barna eins og varð raun- in i lífi Döggu. Hún átti stóran part í lífi flestra þeirra barna sem hún komst í návígi við, ekki síst vegna þess, hve óspör hún var á eigin til- finningar. Börn og umönnun þeirra voru alla tíð óijúfanlegur hluti af lífi Döggu allt frá því að hún fyrst leiddi yngri systur sínar um balann austur á Eskifirði. „Ég ætlaði að eignast fjórtán stráka og það sem vildi fljóta með af stelpum," sagði hún í blaðavið- tali við okkur stöllurnar, sem upp frá því fannst að það myndi verð- ugt verkefni að skrá „barnasögurn- ar“ hennar Döggu. Það verður ein af ótal fyrirætlun- um, sem aldrei vannst tími til að framkvæma. Við héldum víst að við ættum alla eilífðina. Kannski grun- aði okkur líka að ógerlegt væri að koma til skila öllu því sem fylgja þurfti með sögunum, mildur svipur- inn og augun full kímni sem oft lýstu tilfinningum og samskiptum sem orðin ein fá ekki sagt til fulln- ustu. Við getum glaðst yfir því, í eigin- girni okkar, að ekki varð af áætlun- um Döggu um ómegðina. Henni hefði þá varla gefíst tóm til þess að setjast á skólabekk 36 ára og láta eftir það „annarra manna börn“, sem þörfnuðust hennar, njóta atlætis síns. Sjálfsagt hefði þrátt fyrir strákana fjórtán þó alltaf verið pláss fyrir Tuma hennar, sem þrátt fyrir allt skipaði æðsta sess í hjarta Döggu ásamt eiginmannin- um, Hermanni. Síðar bættust í þann hóp Kolbrún og sonardæturnar þrjár. Þeim og öðrum ástvinum votta ég samúð mína. Minningin um Döggu mun lifa með okkur öllum. Lára Björnsdóttir í Magga. Við þurftum aldrei að hafa neinar áhyggjur því að Maggi sá fyrir öllu og gerði þessa ferð að ógleymanlegri skemmtun. Maggi varð mikill félagi okkar og Stigahlíð 44 var okkur alltaf opin og eru ófáar veitingarnar sem þar hafa verið bornar fram. Ef eitt- hvað var á döfinni var ævinlega komið saman í Stigahlíðinni og spjallað og skemmt sér í góðu yfir- læti, én slíkt væri óhugsandi ef ekki kæmi til mikill ^kilningur og stuðningur móður og föður. Maggi stóð aldrei einn í veikind- um sínum því að unnusta hans og fjölskylda stóðu ávallt við hlið hans eins og klettur sem ekkert fær hreyft og vottum við þeim okkar dýpstu samúð. Að lokum viljum við þakka Magga samfylgdina og allt það sem hann kenndi okkur og gerði fyrir okkur — á því miður allt of stuttri ævi. Kelli, Toni, Öddi, Ármann, Hákon og Alli. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.