Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990 7 Öryggisncfiid prentiðnaðarins og Vinnueftirlit ríkisins: Fræðslurit um skjávinnu gefið út ÖRYGGISNEFND prentiðnaðarins hefur í samvinnu við Vinnueftir- lit ríkisins gefið út fræðsluritið Tölvur, vinnan og fólkið. Ritið er ætlað þeim er vinna við tölvuskjái og byggir á könnun á högum skjávinnufólks í prentiðnaði auk annarra upplýsinga og ábendinga um vinnuumhverfi. í inngangi ritsins kemur fram, að veturinn 1987 til 1988 hafi farið fram könnun meðal skjá- vinnufólks í prentiðnaði á vegum Öryggisnefndar prentiðnaðarins. Markmiðið var að fá innsýn í helstu vandamál sem við væri að etja, meðal annars í heilsufari, aðbúnaði og vinnutíma. Niðurstöð- urnar á síðan að nýta til endurbóta og framfara þar sem því verður við komið. Könnunin náði til 123 bókagerð- armanna á Stór-Reykjavíkursvæð- inu og var spurt 70 spurninga. Á þeim grundvelli var samin skýrsla sem lögð var fram vorið 1988 og hafa birst útdrættir úr henni í ýmsum ritum. Ýmislegt er tengt skjávinnu sem á erindi við fleiri en starfsfólk í prentiðnaði og hefur það m.a. leitttil þess að Vinnueftir- lit ríkisins og Öryggisnefnd prent- iðnaðarins hafa ákveðið að standa sameiginlega að útgáfu þessa bæklings.~ Ritið er unnið af þeim Sigríði Stefánsdóttur réttarfélagsfræðingi Mosfellsbær: Nefiid falin uppstilling- lista sjálfstæðismanna Mosfellsbæ. FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfé- laganna í Mosfellsbæ hefur ákveðið að fela neíiid uppstill- ingu á framboðslista sjálfstæðis- manna í Mosfellsbæ fyrir sveit- arstjórnakosningarnar í vor. Að sögn Arnar Kjærnested, for- manns uppstillingarneíhdar, standa viðræður nú yfir við væntanlega frambjóðendur og ýmsa stuðningsmenn um niður- röðun á listann. Fyrir síðustu kosningar var beitt skoðanakönnun og var mjög mikil þátttaka sjálfstæðismanna í henni og úrslit mjög afgerandi og ein- dregin. Ástæður fyrir því að nú var samþykkt að fela nefnd upp- stillingu á listann eru eindregnar niðurstöður í skoðanakönnuninni fyrir síðustu kosningar, og einnig að það fólk sem þá fékk mest fylgi hefur gefið kost á sér aftur, að því undanskildu að Þórdís Sig- urðardóttir, sem sat í fjórða sæti, dró sig í hlé af persónulegum ástæðum. Þeir bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins sem gefa kost á sér nú eru Magnús Sigsteinsson, forseti bæjarstjómar, Helga Richter, Þengill Oddsson, og Hilmar Sig- urðsson. Núverandi meirihluti er fimm af sjö mönnum sem sitja í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. J.M.G. Undankeppni fyrir Fegurðarsamkeppni íslands hefst í febrúar UNDANKEPPNI fyrir Fegurðarsamkeppni íslands hefst með keppninni um Fegurðardrottningu Suðurlands á Hótel Örk þann 10. febrúar næstkomandi. Aðalkeppnin verður á Hótel Islandi á annan í páskum, 16. apríl næstkomandi, og þá keppa 20 stúlk- ur um titilinn Fegurðardrottning Islands 1990. Gróa Ásgeirsdóttir fram- kvæmdastjóri Fegnrðarsam- keppninnar tjáði Morgunblaðinu að á undanförnum árum hefðu 12-13 stúlkur tekið þátt í aðal- keppninni, en að þessu sinni verða þær 20. Fegurðardrottningar landshlutanna eru þar á meðal, en auk þeirra velur dómnefndin ýmsar stúlkur úr nágrannasveit- arfélögum Reykjavíkur til þátt- töku og ef til vill stúlkur sem náð hafa langt í undankeppninni í Reykjavík og úti á landsbyggð- inni. Gróa sagði að á úrslitakvöldinu verði fyrst valdar tíu efstu stúlk- urnar og síðan fimm efstu úr þeirra hópi. Keppnin um Fegurðardrottn- ingu Reykjavíkur fer fram á Hót- el Borg 15. febrúar, Fegurðar- drottningu Norðurlands í Sjallan- um 16. febrúar, Suðurnesja í Glaumbergi 17. febrúar, Austur- lands í Egilsbúð 24. febrúar, Vestfjarða 3. mars á ísafirði, en ekki hefur enn verið ákveðið hvenær keppnin um Fegurðar- drottningu Vesturlands fer fram. Dómarar frá Fegurðarsam- keppni íslands eru í meirihluta í dómnefndunum í öllum landshlut- um, en að öðru leyti er allur undirbúningur í höndum heima- manna. og Huldu Ólafsdóttur sjúkraþjálf- ara hjá Vinnueftirliti ríkisins. Annað starfsfólk Vinnueftirlitsins, Öryggisnefnd prentiðnaðarins og fleiri aðilar hafa einnig lagt hönd á plóginn. Nefndina skipa þeir Svanur Jóhannesson ritari FBM, og er hann formaður, Örn Jóhanns- son formaður FÍP, Steindór Hálf- dánarson varaformaður FÍP og Magnús Einar Sigurðsson prent- smiður. Forsíða fræðsluritsins Tölvur, vinnan og fólkið. Ríkisstjórnin: 2 milljónir til aðstoðar Rúmenum RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fúndi sínum í gærmorgun að veita 2 miHjónir króna til hjálparstarfs í Rúmeniu. Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra seg- ir að þetta hafi verið samþykkt að beiðni Rauða krossins, og yrðu þessir fjármunir teknir af óráðstöfúðum fjármunum ríkis- stjórnarinnar. „Þetta var beiðni Rauða krossins um tveggja milljóna króna gagn- framlag ríkisins, til aðstoðar Rúm- enum, en Rauði krossinn ætlar einnig að hafa söfnun hér innan- lands til aðstoðar Rúmenum,“ sagði forsætisráðherra. Utsala sem slær í gegn ! ^HITACHI Nú á vetrardögum abC bjóðum við hjá Rönning i Kringlunni heimilistæki á stórkostlegu útsöluverði. aílt að sjonvarpstæki myndbándstæki 25%, tökuvélar allt að 30%, hljómtækiasamstæður «aa 15%, Örbylgjuofnar allt að 40%, Þvottavélar allt að 10%, kæliskánar - 25%. i og kaffivélar allt að 10%. RÖNNING GÓ5 greiðslukjör - visa og euro raðgreiðslur. Sími 68 58 68. KRINGLAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.