Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 4
4 mÓrGUNBLÁðÍð MÍÐVÍílúDÁGlÆ W. jkNÚAR Í990 Hollustuvernd ríkisins: Salmonellumengun gieindist í kjúklingum Salmonellumcng-un greindist í kjúkiingum frá sláturhúsi Kletta- kjúkiinga við árlega athugun Holl- ustuverndar ríkisins á kjúklingum í matvöruverslunum í desember, og var á annað tonn kjúklinga innkallað úr verslunum af þeim Húsaleiga hækkar BORGARRÁÐ hefur samþykkt 2,5% hækkun á húsaleigu í borgar- húsnæði frá og með 1. febrúar næstkomandi. Jafhframt var sam- þykkt að hækka rafinagn um 7,2% og hita um 7,1% frá sama tíma. Að sögn Gunnars Eydal skirfstofu- stjóra borgarstjóra, byggir hækkunin á hækkun byggingarvísitölu sam- kvæmt útreikningi Hagstofu íslands 1. janúar síðastliðinn eins og kettiur fram í bréfi húsnæðisfulltrúa borgar- innar, er fylgir erindinu. sökum. Að sögn Þórhalls Halldórs- sonar, forstöðumanns Hollustu- verndar, er ekki vitað um nein tilfelli matareitrunar af þessum sökum. Að sögn Ásgeirs Eiríkssonar kjúklingabónda að Klettum greindist salmonellumengun í kjúklingum frá tveimur framleiðendum sem slátrað hafa hjá sláturhúsi Klettakjúklinga í Árnesi í Gnúpveijahreppi, og hefði sala á kjúklingum frá þessum fram- leiðendura verið stöðvuð þar til úr- bætur hafa verið gerðar á búum þeirra. „Salmonella virðist vera orðin landlæg hér á landi, og erfitt að eiga við hana, en þrátt fyrir að aldrei hafi verið viðhaft eins mikið hrein- læti á búunum og síðastliðið ár þá kemur þetta upp nú. Öruggustu matvælin fyrir neytendur hvað varð- ar salmonellumengun eru þau sem eru soðin, steikt eða grilluð, og því lítið að óttast fyrir neytendur í þessu tilfelli, enda er greint frá þvi á um- búðum kjúklinga hvernig fara skuli með þá til þess koma í ve'g fyrir hugsanlega sýkingu," sagði Ásgeir. 'Gæzlumenn fara um borð um skutrennuna. Morgunblaöið/Knstján Jónsson Veiðarfæri Norðmanna könnuð TÖLUVERT er nú af norskum og færeyskum loðnuskipum inn- an landhelginnar samkvæmt samningi íslands, Grænlands og Noregs um nýtingu og skiptingu loðnustofhsins. Norsku skipin frysta mörg loðnuna um borð og fer hún þá í fiskifóður. Skipin veiða þá ákveðið magn, en halda síðan inn á firði til að vinna aflann. Þegar norsku og færeysku skipin eru hér að veiðum, ber þeim að fara að íslenzkum lögum og sinnir Landhelgisgæzlan eftirliti. Skipveijar af Ægi fóru í síðustu viku um borð í norska skipið Atl- antic Viking þar sem hann lá inni á Reyðarfirði. Farið var á bát á milli og upp í skipið um skutrennu þess. Nót skipsins stóðst mælingar. VEÐUR Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gaer) ÍDAGkl. 12.00: VEÐURHORFUR í DAG, 17. JANÚAR. YFIRLIT í GÆR: Skammt suðvestur af Reykjanesi er aðgerðalftil 970 mb lægð sem grynnist en 960 mb lægð um 400 km suður af Ingólfshöfða hreyfist allhratt norðaustur. Yfir Grænlandi er 1010 mb hæð. Veður fer heldur kólnandi. SPÁ: Austan og norðaustan 4-6 vindstig og él á Norður- og Aust- urlándi en víöast þurrt á Suðvestur- og Vesturlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Fremur hæg breytileg átt og kalt í veðri. Víða dálítil él, einkum þó á Norður- og Vesturlandi. HORFUR Á FÖSTUDAG: Norðlæg átt og frost um allt land. Él á Norður- og Norðausturlandi en annars þurrt og víða léttskýjað. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: r Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir * V El — Þoka = Þokurnóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur j”^ Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veftur Akureyri -i-5 skýjaft Reykjavík_____3 úrkoma i grennd Bergen 7 skýjað Helsinki t3 snjókoma Kaupmannah. 9 léttskýjað Narssarssuaq vantar Nuuk +12 snjókoma Osló 4 léttskýjað Stokkhólmur 4 rigning Þórshöfn 6 alskýjað Algarve 15 léttskýjað Amsterdam 11 súld Barcelona 10 mistur Berlín 11 rigning Chicago 5 þokumóða Feneyjar 5 þokumóða Frankfurt 7 súld Glasgow 11 rigning Hamborg 10 skýjað Las Palmas 19 léttskýjað London 12 súld Los Angeles 8 skýjað Lúxemborg vantar Madríd vantar Malaga vantar Mallorca vantar Montreal vantar New York 4 hálfskýjað Orlando 17 skýjað París 10 skýjað Róm 10 þokumóða Vín 9 skýjað Washlngton 0 mistur Winnipeg +4 alskýjað Skipin moka loðnu upp við Austfírði LOÐNUSKIPIN halda áfram að moka upp afla út af Austfjörðum, nánar tiltekið út af Skrúð en vestan Rauða torgsins. í gær var heild- araflinn orðinn um 165.000 tonn, en frá sunnudegi til þriðjudags tilkynntu skipin 54 sinnum um afla. Veiðin er bezt á kvöldin og náist þá gott kast, er fullfermi nokkuð öruggt eftir nóttina. Grænlenzku sjómennirnir eru nú byrjaðir að koma um borð í íslenzku skipin samkvæmt samningi íslenzkra útvegsmanna og græn- lenzku heimastjórnarinnar. Einn Grænlendingur skal vera um borð í hveiju skipi meðan það tekur Grænlandskvótann, sem er rúm 600 tonn. Grænlenzku sjómennirnir fara því milli skipa eftir því sem föng eru á. Á sunnudag fóru eftirtalin skip með afla til Reyðarfjarðar: Helga II. RE 920, Fífill GK 640, Harpa SU 620 og Sjávarborg GK 800 tonn. Til Þórshafnar fóru Þórshamar GK með 570 tonn, Víkurberg GK 580 og Björg Jónsdóttir ÞH 520. Til Seyðisfjarðar fóru Erling KE með 400 tonn, Dagfari ÞH 520, Huginn VE 590 og Bergur VE 500. Tii Vopnafjarðar fóru Húnaröst ÁR 770 og Keflvíkingur KE 520, til Eyja fóru Sighvatur Bjarnason VE með 650, Kap II. VE 650, Guð- mundur VE 900 og Sigurður RE 1.400, Sunnuberg GK fór með 650 til Grindavíkur, Grindvíkingur GK 1.000 til Færeyja, Hákon ÞH með 1.000, Súlan EA 800 og Þórður Jónasson EA 680 til Raufarhafnar, Gullberg VE 620 og Guðrún Þor- kelsdóttir SU 720 til Eskifjarðar, Svanur RE 700, Rauðsey AK 600 og Höfrungur AK 910 til Neskaup- staðar, Albert GK 700, Beitir NK 1.200, Pétur Jónsson RE 1.100, Bjarni Ólafsson AK 1.050 og Hilm- ir SU 1.350 til Siglufjarðar og Börkur NK 1.250 til Skotlands. Á mánudag voru eftirtalin skip með afla: Skarðsvík SH 640 til Raufarhafnar, Jón Kjartansson SU 1.050 til Eskifjarðar, Guðmundur Ólafur ÓF 570 til Reyðarfjarðar, Hólmaborg SU 1.400 til Siglufjarð- ar, Júpíter RE 1.250 löndunarstað- ur óákveðinn, Örn KE 600 til Seyð- isfjarðar, ísleifur VE 740 til Eyja og Háberg GK 650 til Grindavíkur. Á þriðjudag tilkynntu eftirtalin skip um afla: Huginn VE 600 og Húnaröst ÁR 780 til Færeyja, Gígja VE 750, Harpa SU 620 og Dagfari ÞH 520 til Reyðarfjarðar, Höfrung- ur AK 910 til Akraness, Víkurberg GK 580 til Þórshafnar, Fífill GK 650 og Sjávarborg GK 790 til Rauf- arhafnar, Helga II. RE 980 til Seyð- isfjarðar og Þórður Jónasson EA 700, Þórshamar GK 600 og Svanur RE 680, löndunarstaður óákveðinn. Bjarni Sæmundsson: Loðnutalning hefst fyrir Norðurlandi BJARNI Sæmundsson, skip Hafrannsóknarstofnunar, hefur lokið loðnutalningu út af Austurlandi og heldur nú til leitar útaf Norður- landi. Loðnan er farin að grisjast og eitthvað ber á ókynþroska loðnu eftir því sem norðar dregur. Bjarni var við loðnutalningu við Að sögn Sveins er loðnugangan landgrunnsbrúnina norð-austur af á eðlilegum stað, þó reyndar hafi Langanesi í gær og að sögn Sveins Sveinbjörnssonar fiskifræðings er skipið á leið vestur. Loðnutalning- unni lýkur þann 24. janúar. Sveinn segir að loðnan sé ekki eins þétt á þessu svæði og ekki sé mikii von til þess að finna miklar torfur þegar vestar dregur; þó sé það aldrei að vita, þar sem loðnan eigi til með að blekkja menn. hún verið nokkuð sunnarlega miðað við árstíma í byijun janúar. Eðli sínu samkvæmt fari sterkasta loðn- an og elstu árgangarnir fremstir fyrir, en á eftir fylgi yngri loðna og veikari. Aðspurður sagði Sveinn að ekkert benti til þess að loðnan myndi hrygna fyrr en venjulega, þannig að vertíðin ætti að vara jafn lengi og vant er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.