Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990' 43 - HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Sigurður hefur ekki fengið grænt Ijós á HM í Tékkóslóvakíu SIGURÐUR Sveinsson, lands- liðsmaður í handknattleik, er nú að ræða við forráðamenn Dortmund um þann möguleika á að hann fái f rí til að leika með íslenska landsliðinu í heirnsmeistarakeppninni í Tékkóslóvakíu. „Það mun koma í Ijós á næstu dögum hvort að ég komist til T ékkó- slóvakíu," sagði Sigurður. Dortmund er í fimmta sæti í norðurdeild 1. deildarkeppn- innar í handknattleik. Sex stigum á eftir Hameln, sem er í efsta sæti, en þremur stigum á eftir liðinu í öðru sæti. „Deildin er aðeins hálfn- uð. Það getur ýmislegt komið upp á. Við höfum verið óheppnir að undanförnu. Sjö af leikmönnum okkar hafa verið meiddir," sagði Sigurður, sem skoraði sex mörk þegar Dortmund vann Göttingen, 17:11, um sl. helgi. Eins og áður hefur komið fram í samtali við Sigurð, getur hann ekki mikið tekið þátt í lokaundir- búningi landsliðsins. Dortmund leikur þijá leiki í febrúar - einn gegn Hameln - og tvo leiki þegar HM í Tékkóslóvakíu stendur yfir. Þjálfarinn er hættur Giinter Klein, framkvæmdastjóri og þjálfari Dortmund er hættur hjá félaginu, eftir samskiptaörðuleika við mann þann sem fjármagnar fé- lagið. Klein, sem er dósent við íþróttaháskólann í Köln, fékk ekki tveggja ára frí frá skólanum eins og til stóð. Þar af leiðandi hafði hann minni tíma í framkvæmdar- stjórn hjá Dortmund. Afturtil Vals? Þær raddir hafa verið uppi að Sigurður hafi hug á að koma heim eftir þetta keppnistímabil og ganga á ný til liðs við Val. „Ef ég kem heim, mun ég að öllum líkindum leika með Val. Það- fer allt eftir hvernig mál hér þróast á næstu vikurri, hvað um framhald verður. Ef stjórn Dortmund er ákveðin að stefna hátt og gera róttækar breyt- ingar til að ná því takmarki, reikna ég með að vera hér áfram. Mönnum finnst komin tími til að Dortmund fari að leika á ný í Westfalenhöll- inni,“ sagði Sigurður. Þess má geta að Dortmund hefur leikið í 2000 manna höll, Welling- hofen, en ekki í hinni frægu West- falenhöll, sem tekur 14 þús. áhorf- endur. Fyrir nokkrum árum leik Dortmund heimaleiki sína þar fyrir troðfullu húsi, en nú koma aðeins rúmlega þúsund áhorfendur á heimaleiki félagsins. Sigurður Sveinsson, landsliðsmaður í handknattleik. Rúmenamir koma Rúmenar hafa tilkynnt Handknattleikssambandi íslands að þeir sendi landslið sitt í handknattleik til íslands í febrúar. Eftir at- burði síðustu vikna í Rúmeníu, var efast um að af heimsókn þeirra yrði en í gær fékk HSÍ svar við fyrirspurn sinni í gegnum rúmenska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Þeir mæta til leiks með sitt sterkasta lið. Landslið Rúmeníu í handknattleik verður fyrsti íþróttahópurinn sem Rúmenar senda úr landi til keppni síðan byltingin hófst í Rúmeníu. Þrír leikir verða, 11. 12. og 13. febrúar, allir í Laugardalshöll. KÖRFUKNATTLEIKUR / ÚRVALSDEILD ÚRSLIT Pressuvöm ÍR sló Þór úl af laginu Njarðvíkingar unnu stórsigurá Reynismönnum |R - Þór 83:67 Iþróttahúsið við Seljaskóla, úrvalsdeildin í körfuknattleik, þriðjudagurinn 16. janúar, 1990. Gangur leiksins: 4:12, 9:18, 18:29, 26:33, 34:39, 44:39, 44:43, 62:43, 59:48, 63:61, 69:65, 75:67, 83:67. Stig ÍR: Jóhannes Sveinsson 17, Bjöm Steffensen 16, Thomas Lee 14, Björn Bolla- son 14, Sigurður Einarsson 10, Kristinn Einarsson 8, Bjöm Leósson 2 og Eggert Garðarsson 2. Stig Þórs: Jón Örn Guðmundsson 16, Konr- áð Oskarsson 15, Dan Kennard 11, Eiríkur Sigurðsson 11, Björn Sveinsson 6, Jóhann Sigurðsson 6 bg Stefán Friðleifsson 2. Áhorfendur: 30. Dómarar: Kristinn Albertsson og Jón Guð- mundsson dæmdu ágætlega. UMFN - Reynir 107:61 íþróttahúsið i Njarðvik, úrvalsdeildin i körfuknattleik, þriðjudaginn 16. janúar 1990. Gangur leiksins: 2:0, 4:2, 10:2, 20:6, 28:17, 40:19, 50:23,58:26, 66:30, 70:36, 75:46, 80:48, 91:55, 101:59, 107:61. Stig UMFN: Teitur Örlygsson 30, Friðrik Ragnarsson 26, Patrick Releford 16, Krist- inn Einarsson 13, Jóhannes Kristbjörnsson 10, Ástþór Ingason 5, Rúnar Jónsson 4, Isak Tómasson 2, Agnar Olsen 1. Stig Reynis: David Grissom 23, Sveinn Hans Gísláson 14, Ellert Magnússon 10, Jón Ben Einarsson 6, Einar Þór Skarphéð- insson 4, Gunnar Þór Þormóðsson 2, Sigur- þór Þórarinsson 2. Áhorfendur: Um 120. Dómarar: Sigurður Valgeirsson og Helgi Bragason og áttu þeir fremur rólegt kvöld. Teitur Örlygsson og Friðrik Ragnarsson UMFN. David Grissom Reyni. Jóhannes Sveinsson, Björn Steffensen og Thomas Lee, ÍR. Jón Örn Guðmundsson, Þór. Patrick Releford og Jóhannes Kristbjörns- son, UMFN. Sigurður Einarsson og Bjöm Bollason, ÍR. Eiríkur Sigurðsson, Dan Kennard og Konráð Óskarsson, Þór. ÍR-ingar slógu Þórsara frá Ak- ureyri út af laginu í úrvaisdeild- inni í körf uknattleik í gærkvöldi með árangursríkri pressuvörn. Gáfu þeir Þórsurum engan frið til að byggja upp sókn sína og lyktaði leiknum með 16 stiga sigri ÍR-inga, 83:67. í hálfleik var staðan 44:39 fyrir ÍR. Leik- urinn var skemmtilegur og nokkuð vel leikinn af beggja hálfu. að var gjörólíkur stíll á leik ÍR-inga í gær miðað við leik þeirra gegn KR-ingum á sunnu- dagskvöld. Nú var sótt markvisst og vörnin í góðu lagi. Þeir voru þó nokkuð seinir í gang og Þórsarar voru yfir að stigum allt þar til þijár mínútur voru til leik- hlés. Munaði þar mest um hvað Jón Örn Guðmundsson var gömlu félög- um sínum í ÍR erfiður en hann stjórnaði leik Þórsara og skoraði auk þess grimmt. Héldu ÍR-ingar honum hins vegar í skefjum í seinni hálfleik. Undir lok fyrri hálfleiks small spilið nokkuð vel saman hjá ÍR-ingum. Skoruðu þeir 10 stig á þremur síðustu mínútum og breyttu stöðunni úr 34:39 í 44:49. Þórsarar hófu seinni hálf leik með því að minnka muninn í eitt stig en það var. skammgóður vermir því eftir það tóku ÍR-ingar leikinn í sínar hendur. Misstu þeir þó ein- beitningu um stund og hittu illa upp úr miðjum hálfleiknum. Þórsarar gripu til bragðs ÍR-inga, pressu- varnarinnar, og sköpuðu talsverða spennu með því að minnka muninn í tvö stig, 6.3:61, þegar átta mínút- ur voru eftir. ÍR-ingar fundu mót- leik og skoruðu 20 stig gegn 6 loka- sprettinum, þar af 14:2 síðustu fjór- ar mínútur leiksins. Fögnuðu þeir góðum sigri eftir frekar slakt gengi að undanfömu. 46 stiga munur í IMjarðvík Njarðvíkingar unnu stórsigur á Reynismönnum í Ljónagryfj- unni í Njarðvík í gærkvöldi. Loka- tölur leiksins urðu 107:61, eða 46 stiga munur. Staðan Björn í hálfleik var 58:26 Blöndal heimamönnum í vil. skrifar Njarðvíkingar mættu ákveðnir til leiks og þeir slógu Sandgerðinga þegar út af laginu með kröftugum leik og ekki voru liðnar margar mínútur þar til þeir voru komnir með yfirburðarstöðu. Eftirleikurinn vafðist ekki fyrir Njarðvíkingum sem gáfu öllum leikmönnum liðsins kost á að spreyta sig meira og minna í leiknum. Teitur Örlygsson var í miklum ham að þessu sinni og skoraði 30 stig fyrir Njarðvíkinga, flest í fyrri hálfleik, en hann hvíldi lengstum í síðari hálfleik. Einnig var Friðrik Ragnarsson góður að þessu sinni og fann sig vel í leiknum. David Grissom í liði Reynis var sem fyrr besti maður liðsins og er áhugavert hversu langt hann hefur náð með iið sitt. Björn Steffensen lék vel með ÍR- liðinu gegn Þór. Matthías og Valur í bann Tveir leikmenn í úrvalsdeildinni verða að öllum líkindum í leik- banni um helgina, Valur Ingimundarson hjá Tindastóli og Matt- hías Einarsson hjá KR. Báðir fengu þeir tvær tæknivillur og brottvísun og samkvæmt regl- um aganefndar KKÍ þýðir það eins leiks bann sem tekur gildi á föstu- daginn. KR-ingar taka á móti Reynismönnum á sunnudaginn og Tindastóll mætir ÍR á Sauðárkróki. Ágúst Ásgeirsson skrifar fabm FOLK. ■ GUNNAR Gíslason, landsliðs- maður í knattspyrnu, sem hefur leikið með sænska liðinu Hácken, er nú í Englandi, þar sem hann æfir með 2. deildarliði Stoke City. Enn er ekki ljóst hvort félagið kaup- ir hann frá sænska liðinu. ■ HÖRÐUR Theódórsson og Guðmundur Pétursson, sem léku með ÍR í 2. deild síðasta sumar, hafa ákveðið að Ieika með Víkingi í 1. deild næsta sumar. Þeir eru báðir miðvallarleikmenn. Hörður var einn besti leikmaður ÍR á síðasta keppnistímabili og skoraði þijú mörk fyrir liðið. Hann og Guð- mundur hafa áður leikið m<^** Víkinjg. ■ ÖRNÓLFUR Oddsson og Benedikt Einarsson, sem leikið hafa með Isfirðingum síðustu ár, hafa æft með Víkingum að undan- förnu, og er talið líklegt að þeir leiki með liðinu í sumar. ■ GUNNAR Gunnarsson og fé- lagar í Ystad vann útisigur á Vik- ingana um helgina, 23:22 og gerði Gunnar sex mörk. Saab, sem Þorbergur Aðalsteinsson leikur með, tapaði hins vegar óvænt á heimavelli gegn Irsta, 18:21. Drott og Redbergslid eru efst í deildinni irieð 23 stig, Saab er í þriðja sæti með 16 stig. Fjögur efstu liðin kq^K, ast í úrslitakeppnina um meistára- titilinn. Ystad hefur 10 stig og er að fjarlægast botnbaráttuna. ■ KR og FH leika í Laugardags- höllinni í kvöld kl. 20 í 1. deild karla í handknattleik. FH-ingar ætla að fjölmenna og standa fyrir rútuferðum. Lagt verður að stað frá íþróttahúsinu við Strandgötu um 19.30 en miðaverð í rútuna er kl. 150. ■ SOUTHAMPTON sigraði Swindon í 4. umferð ensku deildar- bikarkeppninnar í knattspyrnu . heimavelli í gær, en áður höfðu licL in skilið jöfn. Staðan var 2:2 eftir 90 mínútur, en Southampton skor- aði tvívegis í framlengingu. Alan McLaughlin og Steve White komu gestunum í 2:0 í fyrri hálfleik en Barry Horne og Paúl Rideout jöfnuðu. I framlengingunni skoruðu svo Matthew Le Tissier og Rodii— ey Wallace.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.