Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990 Samningaviðræður: Hyggjast ákveða tímaáætlun í dag FORYSTUMENN Alþýðusambandsins, Vinnumálasambandsins og Vinnuveitendasambandsins áttu með sér tveggja tíma fund síðdegis í gær, og ákváðu að hittast í nýjan leik í dag, þar sem þeir hyggjast reyna að setja niður tímaáætlun og taka ákvarðanir um hvernig stað- ið verði að kjarasamningunum. Einar Oddur Kristjánsson, for- maður VSÍ, sagði að afloknum fund- inum f gærkveldi, að þessi nefnd, sem gjarnan er nefnd minni nefndin, til aðgreiningar frá samninganefndun- um, hefði farið yfir stöðuna og í dag myndu þeir tímasetja það hvemig staðið yrði að samningnum. „Við reynum að setja það niður fyrir okk- ur hvemig við ætlum að standa að þessu og hvenær,“ sagði Einar Odd- ur. í dag verður einnig haldinn mið- stjórnarfundur hjá Alþýðusambandi íslands, þar sem fjallað verður um samningaviðræðumar. Skákmótið í Wijk aan Zee: Margeir í 6.-9. sæti MARGEIR Pétursson gerði jaftitefli í gær við sænska stórmeistar- ann Ulf Andersson á alþjóðlega skákmótinu í Wijk aan Zee í Hol- landi. Margeir er nú í 6.-9. sæti eftir fjórar umferðir, með tvo vinn- inga. Short er efstur með þrjá vinninga. Fjórar umferðir hafa verið tefld- ar á Hoogovens skákmótinu í borg- inni Wijk aan Zee í Hollandi. Mar- geir hefur gert jafntefli í öllum sínum skákum. í fyrstu umferð var það breski stórmeistarinn Nunn, því næst hinn sovéski Dlugy og í þriðju umferð hollenski stórmeist- arinn Van der Wiel. í 2.- 5. sæti eftir fjórar um- ferðir eru Kortsjnoj, Dokhoian, 'Nunn og Anaud. í 6.-9. sæti eru ásamt Margeiri, Piket, Kuijf og Andersson. Dlugy er í 10. sæti, Gurevich í 11. sæti og Portish í 12. sæti. Neðstir og jafnir eru Van der Wiel og Nijboer. Van der Sterren er í efsta sæti í B-flokki með fullt hús eftir tvær umferðir. Kaup ríkisins á Fæðingarheimilinu: Kemur ekki til greina —segir Davíð Oddsson borgarstjóri DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri telur ekki koma til greina að selja eða leigja ríkinu hluta Fæðingarheimilisins í Reykjavík, en slík ósk barst borgaryfirvöldum í gær frá heilbrigðisráðuneytinu. Borgarstjóri segir að leigusamningur hafi þegar verið gerður við hóp lækna og borgaryfirvöld væru við hann bundin. „Allur þessi málatilbúnaður af hálfu ráðuneytisins er óneitanlega mjög sérstakur,“ sagði Davíð Oddsson. „í fyrsta lagi segir ráðu- neytið að það haf i frétt að til stæði að selja hluta Fæðingarheimilisins í Reykjavík. Þetta er mjög skrítin yfirlýsing, þar sem opinber um- ræða hefur verið um málið í þijá til fjóra mánuði. í öðru lagi er vert að benda á að viðkomandi húsnæði hefur ekki verið notað undir starfsemi Fæðingarheimilis- ins í sex ár.“ Davíð taldi það athyglisvert að ekkert hefði heyrst frá ráðuneyt- inu fyrr en eftir að tilkynnt hafi verið opinberlega að gengið hafi verið frá §amningum. „Sýnir sú staðreynd að hér er einungis um að ræða sýndarmennsku af hálfu ráðuneytisins." Davíð taldi það og merkilegt að bréf sem átti að hafa verið póstlagt sér fyrir helgi, hefði ekki borist fyrr en í gær inn á borgarráðsfund. Fjölmiðlar hefðu hins vegar verið komnir með bréfið í hendur á laugardag og sunnudag. „Þetta eru ekki vinnubrögð sem sæma ráðuneyti heldur pólitísk bellibrögð," sagði Davíð Oddsson borgarstjóri. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rekisteftia við farþegavagn Vestfjarðaleiðar sem verkfallsverðir stöðvuðu á Arnarneshæð. Aður hafði vagninum verið ekið á bíl í eigu verkfallsvarðar við Bústaðaveg. Á innfelldu myndinni er bíllinn sem ekið var á. Verkfallsverðir Sleipn- is kærðir til lögreglu VINNUVEITENDASAMBAND íslands heftir kært verkfallsverði Bif- reiðastjórafélagsins Sleipnis til Rannsóknarlögreglu ríkisins fyrir að steftia lífi og limum vegfarenda í hættu við verkfallsaðgerðir í gær og fyrradag. Jafnframt fer Vinnuveitendasambandið fram á að rann- sökuð verði framganga lögreglunnar í Hafnarfírði í þessu máli, en hún er sökuð um að hafa liðsinnt verkfallsvörðum. Vinnuveitendasambandið fer þess á leit að opinber rannsókn fari fram á atburðum sem sambandið telur að hafi brotið gegn 176. grein almennra hegningarlaga og fjölda ákvæða umferðarlaga. Þess er ósk- að að höfðað verði opinbert mál gegn þeim sem gerst hafi sekir um refsiverð brot. Þá kærði Jón Sigurðsson, for- stjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, fjóra verkfallsverði til lögreglustjórans á Akranesi í gær fyrir að stöðva akstur á starfsmönn- um fyrirtækisins til vinnu. Bílstjóri á farþegavagni Vest- fjarðaleiðar ók í gærmorgun á fólksbíl í eigu verkfallsvarðar. Tveir menn voru í bílnum sem ekið var á en hvorugan sakaði. Verkfallsverðir lögðu bifreið sinni fyrir framan farþegavagninn sem' hafði verið stöðvaður á Bústaðavegi til að taka upp farþega sem voru á leið til vinnu í álverinu í Straumsvík. Bílstjórinn ók vagninum á hlið fólksbílsins og ýtti honum á undan sér nokkra metra. Verkfallsverðim- ir höfðu ekki ráðrúm til að forða sér út úr bílnum. Önnur hlið fólksbílsins dældaðist töluvert við ákeyrsluna. Bílstjóri rútunnar ók síðan af vettvangi en verkfallsmenn stöðvuðu hann skömmu síðar á Arnarneshæð með því að aka í veg fyrir rútuna. Atvik- ið var kært til lögreglunnar í Reykjavík. Sjá einnig lirétt í miðopnu. Fundað á tveimur stöð- um um málefni Andra I Fundur sýslumanna og dómsmálaráðuneytis: Lögregluslj órar ljúki fleiri málum án dómsmeðferðar FUNDAÐ verður um máleftii ís- lenzka úthafsútgerðarfélagsins og mögulegan .þorskkvóta fyrir skip þess Andra I á tveimur stöðum í Bandaríkjunum í dag. Embættis- menn frá báðum þjóðunum íúnda í Washington, en Fiskveiðiráð Norður-Kyrrahafsins fjallar um málið í Anchorage. Ragnar Hall- dórsson, framkvæmdastjóri ÍSÚF mun fylgjast með gangi mála þar. Umtalsverð breyting hefur síðustu ár orðið á nýtingu aflaheimilda við vesturströnd Bandaríkjanna. Fyrir 10 árum voru fiskveiðiskip annarra þjóða nær einráð á miðunum og tóku um 90% aflans. Nú eru beinar veiðar útlendinga á þessum slóðum að engu orðnar og hlutur samvinnufyrirtækja útlendinga og heimamanna (Joint Venture) þar sem heimamenn sjá um veiðar, hinir um vinnslu, hefur minnkað mjög. Hlutur samvinnufyr- irtækjanna féll á síðasta ári niður í 740.000 tonn úr 1,4 milljónum tonna árið áður en hlutur heimamanna jókst að sama skapi. Heimamenn nýta mögulegan afla æ meir og eru mest brögð að því undan ströndum Alaska. I fyrra komu þar 45.000 tonn af þorski til sameiginlegrar út- hlutunar til samvinnufyrirtækjanna. Sjá nánar á bls.18. Hálka: Yegfarendur á varðbergi MIKIL hálka var á götum og gang- stéttum í Reykjavík í gær, en óhöpp hennar vegna voru fá, sem bendir til að fólk hafi verið vel á varðbergi. Að sögn Guðna Arinbjarnar, lækn- is á slysadeild Borgarspítalans, var dagurinn rólegur á deildinni, en tveir vegfarendur handleggsbrotnuðu eftir að hafa runnið til í hálku í Reykjavík. Lögreglunni í Reykjavík var ekki kunnugt um nein teíjandi vandræði vegna hálkunnar. Á FUNDI sem dómsmálaráðuneytið hélt í gær með sýslumönnum og bæjarfógetum var greint frá því að í vetur yrði lagt fram á al- þingi frumvarp um breytingu á lögum um meðferð opinberra mála í þá átt að veita lögreglusljórum, þar á meðal sýslumönnum og bæjarfógetum, víðtækari heimild til að ljúka málum án dómsmeð- ferðar að sögn Þorsteins Geirssonar ráðuneytisstjóra. Frumvarpið mun meðal annars taka til mála vegna ölvunaraksturs þar sem ekki er um ítrekun að ræða og mála vegna réttindaleysis við akstur. Þessar breytingar sagði Þorsteinn vera í samræmi við sjón- armið réttarfarsnefndar sem nú hefði í smíðum nýtt frumvarp til laga um meðferð opinberra mála. Þá var tilkynnt um að nýskipuð- um héraðsdómurum, og þeim sem fyrir voru í 6 umdæmum utan Reykjavíkur, verði framvegis falin dómsmeðferð allra opinberra mála, einnig þeirra sem nú má Ijúka méð dómsátt. * Einnig hefur verið ákveðið að héraðsdómurum verði framvegis falið að kveða upp úrskurði í fóg- eta-, skipta-, og uppboðsréttarmál- um sem sýslumenn og bæjarfógetar eiga aðild að sem innheimtumenn ríkissjóðs. Að sögn Þorsteins Geirssonar munu starfsmenn ráðuneytisins á næstunni heimsækja hvert og eitt embættanna og ræða þar hvernig standa eigi að framkvæmd þessarar nýbreytni. Að sögn Rúnars Guð- jónssonar sýslumanns í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, formanns Sýslumannafélagsins, var fundur- inn með ráðuneytismönnum gagn- legur og ýmiss konar óvissu var þar eytt. Hann sagðist telja að hin nýja skipan kallaði á mestar breytingar hjá stærstu embættunum. Hann sagði að enn væru óljós nokkur atriði, einkum hvað varðaði verka- skiptingu fulltrúa og héraðsdómara en þau myndu væntanlega skýrast á næstunni. Gölluð mjólk í búðum MJÓLKURSAMSALAN hefur fengið kvartanir frá neytendum og verslunum síðustu daga vegna þess að nýmjólk og léttmjólk með dagstimplinum 17. janúar hefúr reynst gölluð, er ófitu- sprengd. Aðeins er um hluta af framleiðslu eins dags að ræða og því var mjólkin ekki innkölluð, en nokkru magni hefur verið skilað. Að sögn Péturs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra tækni- og framleíðslusviðs Mjólkursamsöl- únnar, eru tveir fitusprengjarar notaðir við framleiðsluna og virð- ist annar þeirra ekki hafa verið rétt stilltur um tíma á fimmtudag- inn var, en tekin sýni gáfu samt ekkert óvenjulegt til kynna. „Framleiðslan þennan dag var rúmlega 100.000 lítrar ogþar sem við vissum að aðeins lítið brot hennar var ófitusprengt, var hún ekki innkölluð," sagði Pétur. Ekki lá fyrir um hvað mikið magn væri að ræða, þar sem göll- uð mjólk er enn að berast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.