Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 36
MORGUNBIAÐIÐ MIÐVIKUBAGUR 17.í(IANÚARi1i9£|Q fclk í fréttum ÓHÖPP „Eins og sagan endurtaki sig“ -segir Svavar Ingibersson í Sandgerði Gamli báturinn hans Svavars náðist síðar á flot en hann er ekki lengur í notkun. Hann stendur upp við fiskverkunarhúsið sem brann til kaldra kola í fyrrinótt og má með ólíkindum teljast að logarnir skyldu ekki læsa sig í bátsskrokk- inn. Óveðursnóttina aðfararnótt þriðjudags ók Svavar vörabíl sínum upp að nýja bátnum til að varna að hann færðist frekar úr stað. Svavar Ingibersson, annar eig- enda fiskverkunarhússins sem brann til kaldra kola í Sandgerði aðfararnótt þriðjudags, á einnig bátinn Sóleyju KE sem laskaðist á hafnarbakkanum í óveðrinu. Þar með er sagan ekki öll því fyrir sex árum, 5. janúar 1984, hreif sjávar- aldan vörubíl Svavars út af bryggj- unni í Sandgerði í aftakaveðri og bjargaðist Svavar, sem sat við stý- rið, við illan leik. „Það höfðu losnað bátar frá bryggjunní og ég hafði farið á vöru- bílnum og bundið taug úr honum í þijá báta sem höfðu rekið upp í krikann við Norðurgarðinn. Þrír bátar höfðu þegar sokkið, þar á meðal bátur í minni eigu. Eg taldi öllu óhætt þegar skyndilega kvika reið yfir garðinn og ég fann bílinn skrensa til. Skömmu síðar kom annáð brot stærra og loks það þriðja sem var öllu stærst. Sjórinn þjappaðist undir bílinn og lyfti honum upp. Síðan seig hann hægt fram af biyggjukantinum og sökk til botns. Eg beið í bílnum og gat ekkert aðhafst vegna þrýstings sem myndaðist. Þegar sjórinn náði mér Morgunblaðið/Árni Sæberg Svavar ók vörubíl sínum upp að bátnum í óveðrinu aðfararnótt þriðjudags, en veðurhamurinn var slíkur að báturinn ýtti vörubílnum á undan sér 15-20 metra leið. „Ég fylgdist með þessu úr öðrum bíl og vissi að fiskverkunarhúsið varð eldtungum að bráð í næsta nágrenni við höfnina. Það er eins og sagan endurtaki sig,“ sagði Svavar. Svavar Ingibersson og Heidi Ingibersson. Morgunblaðið/Ámi Sæb«rg upp undir höku náði ég að opna bílgluggann og skreiddist þaðan út. Mér tókst að svamla að bryggju- kantinum en síðan gat ég mig hvergT hrært því ég var í þykkri úlpu og kappklæddur. En þarna voru tveir piltar sem drógu mig upp á bryggjuna,“ sagði Svavar. RYMINGARSALA 10%—70% afsláttur Allar geróir flísa. Vekjum athygli á aó þana 27. janúar 1990 fíytjum vió á Stórhöfóa 17 irió Gullinbrú. Kérsnesbraut 106. Sími 46044 AUGLÝSINGAR Einungis Noriega gat ferðast ódýrar Hugmyndaauðgi — eða skyldi maður segja skringilegheitum — auglýsenda virðast stundum lítil takmörk sett. í þeirri atvinnugrein era menn ekki lengi að sjá nýja fleti á hlutunum og eygja hagnað- arvon þegar aðrir myndu horfa í gaupnir sér. Manuel Noriega fyrr- um einvaldur í Panama sem nú hefur verið fluttur til Banda- ríkjanna er orðinn að tálbeitu í meðförum auglýsenda. Um síðustu helgi birtist í bresku blaði auglýsing um ódýrt flugfar með svohljóðandi fyrirsögn: „Einungis einn maður getur flogið til Bandaríkjanna fyrir minna en 90 pund.“ Fylgir mynd af Noriega heldur súrum á svip. LUKKUPOTTUR Óvænt jólagjöf Fjóla Einarsdóttir sér trúlega meðfylgjandi mynd tekur Fjóla ekki eftir aurunum sem hún við vinningi sínum, f.v. eru studdi Sjálfsbjörg með, þegar hún Tryggvi Gunnarsson, sölumaður keypti happdrættismiða af lands- hjá Toyota-umboðinu, Fjóla Ein- sambandinu. Á aðfangadag jóla arsdóttir, Trausti Sigurlaugsson var dregið í happdrættinu og forstöðumaður happdrættisins og Fjóla fékk glæsilega jólagjöf frá Tryggvi Friðjónsson framkvæmd- Sjálfsbjörg, Toyota-bifreið, beint astjóri Sjálfsbjargar, landssam- „úr kassanum" eins og sagt er. Á bands fatlaðra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.