Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990 37 (VVMVir; f- „Áfram Grindavík." Klappstýrurnar komnar í búning og tilbúnar í slaginn. Morgunbiaðið/Frimann óiafsson KÖRFUKNATTLEIKUR Klappstýrurnar gefa tóninn Það vakti mikla athygli í fyrravetur þegar úrvalsdeildarlið Grindvíkinga í körfuknattleik byrjaði að vera með klappstýrur á heimaleikjum sínum. Margir sögðu að þetta uppátæki yrði ekki langlíft, það ætti við í bandaríska körfuboltanum en ekki hér. Klappstýrurnar blésu á þetta og mættu til leiks í haust á nýju tímabili. Sigríður GuðlaugsdótUr er nokkurskonar fyrirliði þeirra auk þess að stjórna trommunni sem hefur ært bæði áhorfendur og leikmenn. Sigríður sagði við Morgunblaðið að það væri frábært að vera klappstýra fyrir strákana. „Við erum í sambandi við strákana og þeir láta okkur vita ef þeir heyra ekki nóg í okkur,“ sagði Sign'ður. „Er ekki erfitt að fá stelpur í þetta?“ „Nei, blessaður vertu, það er biðlisti,“ sagði Sigríður. Klappstýrurnar mynda skjaldborg fyrir leikmennina fyrir hvern leik og þeir hlaupa inn á völlinn gegnum skjaldborgina þegar nafnið þeirra er nefnt. í leiknum sjálfum hvetja þær sína menn óspart og skapa stemmningu meðal áhorfenda og síðast en ekki síst til að „taka andstæðingana á taugum“. FÓ Þ.ÞORGBlMSSQH&CO Ármúla 29. Sími 38640 - Reykjavík HASLE KLINKER LEIRFLÍSAR FRÁ BORNHOLM Á GÓLF + VEGGI FYRIRIÐNAÐ. Þola frost, sýru og lút. Lofta- pBötur og lím Nýkomin sending Þ.ÞORGRlMSSON&CO Ármúla 29, Reykjavik, sími 38640 Namskeið 1 stjörnuspeki BYRJENDANÁMSKEIÐ 18.-30. janúar. Kennsla í undirstöðu stjörnuspekinn ar. Einkatími ogtúlkun á stjörnukort um þátttakenda í lok námskeiðs. FRAMHALDSNÁMSKEIÐ 3.-17. febrúar. Gerð stjörnukorta, þjálfun í túlkun þeirra, framtíðarstjörnuspeki. Fjallað um æskileg viðbrögð við orku plánetanna í fæðingarkortinu og á einstökum tímabilum. Upplýsingar í STJÖRNUSPEKISTÖÐINNI, Aðalstræti 9, Miðbæjarmarkaði, í síma 10 3 77 Leiðbeinandi er Gunnlaugur Guðmundsson. NAMSAÐSTOÐ við pá sem viíja ná (engra í skóía • grunnskóla • framhaldsskóla • háskóla Við bjóðum einnig: • fullorðinsfræðslu • námsráðgjöf • flestar námsgreinar • stutt námskeið - misserisnámskeið • litlir hópar - einkakennsla • reyndir kennarar Innritun í síma: 79233 kl. 14.30- 18.30 Nemendaþjórvustaii sf. Þangbakka 10, Mjódd. FORELDRAR - fyrirbyggjum slysin! Boðið verður upp á 5 kvölda námskeið um slys á börnum - hvernig fyrirbyggja má slys, hvernig bregðast á við þeim og hvernig best er að undirbúa barn fyrir komu á slysadeild eða til læknis. Dagskrá: 1 .-3. kvöld. Margrét Gunnarsdóttir, leiðbeinandi í skyndihjálp, fer yfir alla þætti skyndihjálpar sem tengjast slysum á börnum og unglingum. Verklegaræfingar. 4.-5. kvöld. Herdís Storgaard, deildarstjóri slysadeildar, fjallar um algengustu slys á börnum. m.a.: Falloghras. Höfuðhögg. Eitranir. Skurðir og sár. Brunaslys. Aðskotahlutir. Munn- og tannslys. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 23. janúar kl. 20.00. Upplýsingar og skráning í síma 91 -26722. Um áramótin lækkaði allt lambakjöt um 8%. I Sparaðu og kauptu lambakjöt. SAMSTARFSHOPUR U M SÖLU LAMBAKJÖTS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.