Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANUAR 1990 35 Minning: Thomas Heimisson Fæddur 14. maí 1973 Dáinn 1. janúar 1990 Mig langar að minnast með ör- fáum orðum vinar míns Thomasar Heimissonar sem lést 1. janúar síðastliðinn. Hann fæddist 14. maí 1973, son- ur Heimis Sveinssonar og Onnu Pehrsson. Thomas var nemandi í Egils- staðaskóla flest sín grunnskólaár. Ég kynntist honum þó lítið fyrr en síðastliðinn vetur, en þá var hann nemandi minn. Við Thomas rædd- um oft saman um lífið og tilveruna. Hann opnaði þá augu mín fyrir ýmsu og kenndi mér margt sem ég veit að á eftir að nýtast mér í mínu starfi og annars staðar á lífsleið- inni. Ég minnist þessara samveru- stunda með þakklæti og hlýhug. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við í Egilsstaðaskóla vottum for- eldrum Thomasar og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Guð veri með ykkur og styrki ykkur. Marta K. Sigmarsdóttir Thomas vinur minn Heimisson kvaddi þennan heim á fyrsta degi nýs árs. Hann var sonur Önnu Pehr- son og Heimis Sveinssonar tækni- fræðings hjá Rafmagnsveitum ríkisins á Egilsstöðum. Mig langar til að deila með ykkur nokkrum af minningum mínum um Thomas. Fyrstu minningar mínar um hann eru um lítinn pattaralegan strák, með bollukinnar og kringlótt augu. Hann var einn af krökkunum í hverfinu. Árin liðu og það verður lengra á milli bæja. Það var ekki fyrr en á árinu 1988 að ég kynnt- ist Thomasi vel. Þá var hann orðinn 15 ára unglingur. Búinn að eignast mótorhjól, sem skipaði veglegan sess í lífi hans. Skóhljóðið var ekki alltaf létt og oft var vindurinn í fangið. Hann var að kljást við þann erfiða hjalla, sem unglingsárin eru. En það var sama hvaðan vindurinn blés. Á góðum og miður góðum stundum var hjartahlýja og hjálp- semi Thomasar hin sama. Um- hverfið kallar fram aragrúa af minningum um þessa eiginleika hans. Aldrei hefði mig órað fyrir að svo hversdagslegir hlutir í minni eigu, s.s. sjónvarpið, ryksugan og bíllinn ættu eftir að hlýja mér í minningu Thomasar. Hann vildi svo gjarnan leiðbeina mér í öllu því, sem flokkast getur undir tækni- og vél- væðingu. Með réttu efaðist hann stórum um kunnáttu mína á þessi flóknu fyrirbæri. Minningin um þennan unga vin minn lifir og yljar mér um ókominn tíma. Með þessu kvæði Jóns úr Vör vil ég votta foreldrum og systkinum Thomasar samúð mína. Megi allt gott styrkja þau í sorginni: Bömin fæðast litlum systkinum sínum eins og ljós sé kveikt, eins og fyrstu blóm vorsins vakni einn morgun. Ef þau deyja, hverfa þau til guðs, eins og draumur, sem aldrei gleymist. Guðrún Jónsdóttir t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför stjúpmóður minnar og systur, UNNAR ÓSKAR ÁSMUNDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunar- og starfsfólks hjúkrunar- deildar Hrafnistu, Hafnarfirði. Hulda Ásgeirsdóttir, Jenný Ásmundsdóttir. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR ÁRNADÓTTUR, Víðivangi 12, Hafnarfirði, verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, fimmtudaginn 18. janúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Ingvar Hallsteinsson, Edith Hallsteinsson, Örn Hallsteinsson, Valgerður Eiríksdóttir, Sylvía Hallsteinsdóttir, Helgi Númason, Geir Hallsteinsson, Ingibjörg Eldon Logadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og jarðarför elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömrriu, JÓNFRÍÐAR GÍSLADÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Árný Ingvaldsdóttir, Leifur Halldórsson, Ólöf R. Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SVANS STEINDÓRSSONAR prentara, Ásvallagötu 29, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunardeildar Vífilsstaða- spítala. Þórir Svansson, Matthildur Þórarinsdóttir, Svanhildur Svansdóttir, Svanur Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabarn. ÚTSALAN HEFSTÍ DAG senaum i postkrotu »hunnél^P SPORTBÚÐIN Ármúla 40, símar 83555 og 83655. Eiðistorgi 11, Seltjarnarnesi, sími 611055. AFSLATTUR Nýtt kreditkortatímabii hefst samdægurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.