Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.01.1990, Blaðsíða 16
MORGtJNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990 _ A Pétur A. Jónsson óperusöngvari Ný útgáfa af hljóðritunum hans frá 1907-1944 Tónlist Jón Þórarinsson Ákaf lega lofsvert er það framtak sem Ríkisútvarpið hefur haft for- göngu um á síðustu árum að gefa út að nýju heildarútgáfur eða a.m.k. stórt úrval úr upptökum hinna helstu íslensku söngvara. Fyrstur varð fyrir valinu Stefán íslandi, síðan Maria Markan og nú sjálfur frumherjinn, Pétur Á. Jónsson. Fleiri munu væntanleg^koma síðar. Yfirumsjón með þessu verki hefur haft Þorsteinn Hannesson óperu- söngvari og fyrrum tónlistarstjóri útvarpsins, en hann hefur síðustu árin unnið að stöfnun'og skráningu á íslenskum plötum og öðrum hljóð- ritunum frá fyrri tíð og reynst ótrú- lega fengsæll. Með honum hefur unnið að útgáfunni Trausti Jónsson veðurfræðingur, sem mun vera allra manna fróðastur um ýmsa þætti í söngsögu þjóðarinnar, svo og Berg- þóra Jónsdóttir tónlistarfræðingur og Þórir Steingrímsson tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu. Hver var Pétur Á. Jónsson? Þann- ig spyr nú ungt fólk, og er ef til vill ekki láandi, því að svo fljótt vill fenna í spor þeirra sem gengnir eru. Virðast mætti að söngvarar sem hafa látið eftir sig um hundrað uppteknar plötusíður, hefðu hér nokkra sérstöðu. En hljómplötur eru forgengilegar. Tækninni fleygir fram og aðferðir og áhöld breytast. Gamlar upptökur þykja ófullkomnar nú á dögum, og eru það að vísu, þótt þær hafi ómetanlegt sögulegt gildi. En tæki til að spila gamlar plötur eru óvíða til lengur. Þær hafa því lent í rusli, í kjöllurum og á hanabjálkum, ef ekki bara á haug- unum. Það er því mikið þjóðþrifa- starf sem Þorsteinn Hannesson hef- ur unnið með plötusöfnuninni á veg- um Ríkisútvarpsins. Með því hefur miklum verðmætum verið bjargað og án þess hefði vart verið mögu- legt að ráðast í þær stórútgáfur sem nefndar hafa verið og aðrar sem ráðgerðar munu vera. Þegar Pétur Á. Jónsson er nefnd- ur kemur einatt í hug fyrirrennari hans, Ari Johnson, sem var fæddur á ísafirði 1860 og eyddi bernsku- árum sínum þar og í Hafnarfirði, en fór ungur utan og var um ára- bil þekkt.ur og dáður söngvari, eink- um I Þýskalandi. Hann mun hafa talið sig íslending til æviloka, kom þó aðeins einu sinni til íslands á fullorðinsárum sínum og stóð mjög stutt við, en hélt þó eina tónleika í Reykjavík, og urðu þeir minnisstæð- ir þeim er heyrðu. Fáeina íslenska nemendur hafði hann líka á síðustu árum sínum í Kaupmannahöfn. En áhrif hans í íslensku sönglífi urðu ekki mikil. Hann andaðist í Höfn 1927 og er nú flestum gleymdur sem vænta má, m.a. vegna þess að ekki eru kunnar neinar upptökur af söng hans. Pétur Á. Jónsson var nærri aldar- fjórðungi yngri en Art, fæddur 1884. Hann söng fyrstur Islendinga á plötu, svo vitað sé, og er talið að það hafi verið 1907. Að loknu stúd- entsprófi í Reykjavík hafði hann farið utan til Kaupmannahafnar 1906 til náms í tannlækningum. En hann vakti brátt athygli sem frábær söngmaður og fyrr en varði tók söngurinn huga hans allan. Atvikin höguðu því þannig að eftir stutta námsdvöl við Óperuskólann í Kaup- mannahöfn var Pétur ráðinn óperu- söngvari til Þýskalands og þar starf- aði hann um það bil tvo áratugi, lengst í Kiel, Darmstadt, Berlín og loks í Bremen. Árið 1922 þáði Pétur stöðu við Deutsches Opernhaus í Berlín sem var eitt stærsta óperuhús í Þýska- landi. Vegnaði honum þar ágætlega og var auk þess eftirsóttur gestur annarra leikhúsa. En nú fór í hönd gengishrun þýska marksins, mikil óvissa um alla afkomu og jafnvel skortur lífsnauðsynja. Þessu fylgdu ýmsar breytinar á rekstri óperunn- ar, og ákvað Pétur að vori 1924 að leita á önnur mið. Réðst hann þá um haustið til óperunnar í Bremen, þar sem hann kunni betur við sig, og starfaði þar, að slepptu hálfs árs veikindahléi, til sumars 1929. Naut hann feykilegra vinsælda svo sem marka má af því m.a., að þegar hann kom aftur til starfa eftir veik- indahléið var „unser Peter“ boðinn velkominn með sérstökum vegg- spjöldum með mynd hans. Á auglýs- ingaspjöldum frá þessum tíma var nafn Péturs stundum prentað með fullt eins áberandi letri og nafn þeirrar óperu sem flytja átti. Ýmsar blikur voru á lofti í Þýska- landi þessara ára, áhrifa nasista tók að gæta æ meir, og heimskreppan upp úr 1930 þrengdi að leikhúsun- um. Hvort tveggja var Pétri and- stætt. Varð því að ráði að hann flutti heim til íslands 1932, og hafði þá í huga að hverfa aftur til fyrri starfa í Þýskalandi þegar aðstæður þar bötnuðu. En af því varð aldrei. Hann fékk fljótlega atvinnu við skrifstofustörf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og þar vann hann um nær tveggja ára- tuga skeið. Hann var hið mesta ljúf- menni, yfirlætislaus með öllu, jafn- an glaður og reifur, og aldrei varð vart neinnar beiskju yfir þeim örlög- um að hverfa af hátindi frægðar meðal stórþjóðar til hversdagsstarfa í fásinninu hér heima. Hann var jafnan boðinn og búinn til að taka þátt í fyrstu óperettusýningunum sem hér fóru fram á vegum Tónlist- arfélagsins og Leikfélags Reykjavíkur á fjórða áratugnum. Það þarf ekki að draga í efa hvers virði reynsla hans og jákvætt við- horf var í því brautryðjendastarfi. Jafnframt var hann vinsæll og áhrifamikill söngkennari. Hann var eitt af stórmennum íslenskrar tón- listarsögu á fyrri hluta 20. aldar og á sannarlega sinn þátt í þeirri öru þróun sem þar hefur orðið, einkum á söngsviðinu. Hann lifði það að fylgjast með fyrstu óperusýningum Þjóðleikhússins með íslensku söng- fólki og sjá þannig ávöxt af fórn- fúsu starfi sínu. Pétur Á. Jónsson andaðist 1956. Hér hefur í stuttu máli og mjög yfirborðslega verið rakinn ferill hans. Auk persónulegra kynna hef ég sótt fróðleik í ritgerð Guðmundar Jónssonar, sem fylgir þessum nýju plötum, en hann styðst aftur við endurminningar Péturs, sem Björg- úlfur Ólafsson læknir skráði og komu út 1954. En á þeim fjórum stóru plötu- síðum sem nú hafa komið út á veg- um Ríkisútvarpsins og hljómplötu- útgáfunnar Steina hf. er úrval af þeim upptökum sem varðveist hafa með söng Péturs. Þetta mun verða MEÐAL ANNARRA ORÐA Fótspor vatnsins eftir Njörð P. Njarðvík Skömmu eftir hádegi á jóladag klifruðum við hjónin upp á píramíta sem kenndur er við Kukulcán, aðal- guð Maya-indjánanna. Þetta var á stað sem heitir Chichén Itzá á Yuc- atán-skaga í Mexíkó. Við höfðum flogið frá New Orleans suður yfir Mexíkóflóa til ferðamannabæjar að nafni Cancún á austurströnd skag- ans, ásamt bróður mínum og mág- konu. Tilefnið var að halda upp á tvöfalt þrjátíu ára brúðkaupsaf- mæli. Og nú vorum við komin upp á þennan mikla píramíta, stóðum við innganginn að sjálfu hofinu og lituðumst um. Þetta er stórt svæði, og umhverfis okkur voru 25 forn hof og byggingar af mismunandi stærðum og gerðum. Það var sól- skin og 26 stiga hiti, og ekki margt sem minnti íslending á jólin. Hvað- eina sem fyrir augu bar, krafðist þess að sjónum væri beint aftur til fomra tíma og athyglinni að skynj- un horfins menningarheims, sem er engu líkur. Töframenn vatnsins Mayarnir em dularfull þjóð, sem enginn veit hvaðan kom eða hvað um hana varð. Menning þeirra spannar að minnsta kosti 2000 ár, og á mektardögum sínum réðu þeir landssvæði, sem var töluvert stærra en ísland og teygði sig yfir Yucat- án-skaga til Belize, Guatemala og hluta af Honduras. Þeir lifðu í stétt- skiptu þjóðfélagi þar sem ráðandi menn voru prestar, fræðimenn og hermenn er reistu sér tilkomumiklar byggingar og musteri og létu al- þýðuna þjóna sér með akuryrkju og öðrum hversdagsstörfum. Yfirstétt- in var hámenntuð í stærðfræði og stjörnufræði. Þeir urðu fyrstir til að nota núll í stærðfræði, þekktu tunglmyrkva og sólmyrkva, og reiknuðu sporbrautir Venusar, Mars og Júpíters svo að ekki skeikaði nema 3 ‘/z klst. á 500 árum. Tímatal höfðu þeir nákvæmt, töldu 365 daga í ári sem skiptist í 18 20 daga mánuði og einn fimm daga mánuð, er var að sögn einkum hafður til helgihalds. A Yueatán-skaga er kalksteins- jarðvegur, yfirborðsvatn ekkert, svo að grafa þurfti brunna og reiða sig á regn. Mayarnir höfðu því mikla helgi á vatni. Þeir trúðu því að vat- nið hefði gefið þeim landið, og orð- ið Maya er talið merkja „fótspor vatnsins“. Regnguð þeirra nefndist Chac og birtist í þrumunni, sem færði ökrunum vatn, og er hann því eðlisskyldur Þór. í Chichén Itzá er stór helgur brunnur, þar sem mann- fómir voru stundaðar til að blíðka regnuðinn og var einkum fómað stúlkum. Við brunninn er gufubað þar sem stúlkurnar vom hreinsaðar. Var þar einnig brennt reykelsi og þeim gefin deyfilyf. Hins vegar er ágreiningur um það meðal fræði- manna, hvort þær steyptu sér sjálf- viljugar í bmnninn eða hvort þeim var fleygt þangað. En á botni hans hafa fundist allmargar beinagrindur og mikið af skartgripum. Svo miklu máli skipti þessi bmnnur að staðar- heitið Chichén Itzá er dregið af „chi“ sem þýðir munnur, „chén“ sem merkir brunnur og Itzá sem er heiti ættkvíslarinnar er þar bjó, en það nafn er af sumum talið merkja „tö- framenn vatnsins". Því ætti örnef- nið að merkja „munnurinn á brunni töframanna vatnsins". Veraldarundur Píramíti Kukulcán er tilkomu- mikið mannvirki, um 25 metrar á hæð og steintröppurnar furðu bratt- ar uppgöngu. En undmn manns eykst því meira sem hann er nánar skoðaður, og er hann að sönnu eitt af undmm veraldar. Ekki er vitað með vissu hvenær hann var reistur, en sennilegt er talið að það hafi verið um svipað leyti og ísland byggðist. Kukulcán þýðir „fjaðraða slangan“ og er sami guð og nefnist Quetzalcoátl sunnar í álfunni. í stuttu máli sagt, þá er þessi píramíti almanak. Tröppuraðirnar á hliðun- um fjórum eru 92 eða samtals 364 og telja því daga ársins ásamt hof- inu efst. Og stallarnir á hornunum telja mánuðina 18. En þetta er ein- ungis byijunin. Tvær af tröppuröð- unum enda í gapandi slönguhöfði. Á jafndægrum vors og hausts klukkan þtjú síðdegis skríða sólar- geislarnir fyrir stallahornin. Þá birt- ast þríhyrningar efst á hliðum trapparaðanna og hlykkjast smám saman eins og slanga niður að höfð- inu neðst. Sést slangan öll í um það bil 10 mínútur, og hverfur aftur þremur stundum eftir að hún birt- ist. Á fyrirbærið trúlega að tákna að guðinn Kukulcán stígi niður til jarðar. Hefur verið giskað á að þar með hefjist tímamót í akuryrkjuár- inu. Þetta sýnir nákvæma þekkingu Mayanna á Iögun jarðar. Þeir þekktu meira að segja segulskautin þótt ekki sé vitað að þeir hafi kunn- að skil á áttavita. „í stuttu máli sagt, þá er þessi píramíti alman- ak. Tröppuraðirnar á hliðunum fjórum eru 92 eða samtals 364 og telja því daga ársins ásamt hofinu efst. Og stallarn- ir á hornunum telja mánuðina 18.“ En þar með er ekki öll sagan sögð. Við rannsókn kom í ljós að þessi mikli píramíti er skel utan um annan minni píramíta, og í hofi hans fannst eins konar hásæti í líki jagúars. Ekki er nú lengur vitað hvaða helgiathafnir voru ástundað- ar í hinu ytra eða innra hofi. En

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.