Morgunblaðið - 13.03.1990, Side 27

Morgunblaðið - 13.03.1990, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990 27 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ANDRA LAXDAL Nýr forseti tekur við embætti í Brasilíu: Hafði betur í keppni um hylli lágstéttarinnar Á fimmtudag gerast þau tíðindi í Brasilíu að lýðræðislega kjörinn forseti tekur við völdum í fyrsta skipti frá árinu 1964 þegar her- inn tók völd í landinu. Reyndar hefur verið borgaraleg stjórn í landinu undanfarin fimm ár en þar sem fólkið var ekki spurt álits við skipun hennar má segja að kosningarnar 17. desember hafi verið merkisviðburður í sögu Brasilíu. Forsetakosningarnar voru merkilegar fyrir margar sakir ekki síst þær að í þeim átti óbreyttur verkamaður möguleika á að'komast til valda, maður sem á ekkert skylt með menningarsó- síalistum Vesturlanda og náði með fábrotnum orðaforða og ríku- legum málvillum að koma fram sem einn af fólkinu. í Brasilíu er kjörfyrirkomulagið þannig að fái enginn frambjóð- enda yfir helming atkvæða er kosið á ný milli tveggja efstu manna. Sigurvegari seinni um- ferðarinnar og næsti forseti Bras- ilíu er hægri maðurinn Fernando Collor de Mello, sem hlaut 50% atkvæða gegn 44% vinstri manns- ins Luis Inacio Lula da Silva. Sagði skilið við flokkinn Collor de Mello er sonur þing- manns og erfingi öflugs ættar- veldis. Hann á sjónvarpsstöð í fylki einu í Brasilíu og hefur á liðnum árum verið borgar- og ríkisstjóri í smáfylkinu Alagoas. Hann freistaði þess að fá tilnefn- ingu sem fulltrúi síns gamla flokks í þessum forsetakonsingum en undirtektir reyndust dræmar. Þá sleit hann sig lausan, stofnaði nýjan flokk og skipulagði kosn- ingabaráttuna með vinum og vandamönnum. Collor hélt iðulega fáum og einföldum málefnum á lofti. Til dæmis tók hann upp við- urnefnið „veiðimaður huldufólks- ins“ en með því vildi hann leggja áherslu á að hann væri ötull bar- áttumaður gegn þeim sem þiggja peninga frá ríkinu án þess að vinna fyrir þeim. Þessir „huldu- menn“ eru lygilega margir í Bras- ilíu sakir spillingar og óvenju ríkrar áráttu landsmanna að koma sínum nánustu vel fyrir. Þá gagn- rýndi hann og stjórnvöld og frá- farandi forseta landsins harðlega. Reyndar gekk Collor svo langt að forsetinn José Sarney lagði fram kæru gegn Collor fyrir meiðyrði. Collor er fijálshyggjumaður og fylgjandi einkavæðingu ásamt minnkandi umsvifum ríkisins. Hann segist ætla að gera út af við verðbólguna á nokkrum mán- uðum og lofar annars vegar betri menntun, öflugri heilsugæslu og auknum kaupmætti. Umbótavon- unum í óhag er þó sú staðreynd að lífskjör í Brasilíu eru hvergi verri en þar sem Collor var borg- ar- og síðar ríkisstjóri. Styrkur Collors felst í því að hann hefur kjark, orku og skap til að koma hlutunum í framvæmd en hvort hann hefur getu og vilja verður tíminn að leiða i ljós. Spill- ingin í Brasilíu er gríðarleg og stjórnmálin átakanlega laus við hugsjónir. Þannig hafa þingmenn 200-föld lágmarkslaun og njóta ýmissa fríðinda. Ágóðavonin verð- ur því til þess að margir ákveða að leggja stjórnmálin fyrir sig. Óvænt fylgi Andstæðingur Collors í kosn- ingunum'þann 17. des., Lula da Silva, er athyglisverður maður, ekki síst í ljósi þessa. Hann lauk ekki barnaskólanámi og vann sem rennismiður í Sao Paulo. Hann hóf stjórnmálaferil sinn sem bar- áttumaður fyrir eitt af stéttarfé- lögum verkamanna en í Brasilíu er það einkennandi hvað stéttarfé- lögin eru veikburða og áhrifalitil, sem aftur skilar sér í bágbornum kjörum launþega. Fyrir ári hefði engum dottið í hug að Lula yrði annar tveggja efstu manna og fæstir vissu raun- ar hver hann var. En á lokasprett- inum jókst fylgi hans jafnt og þétt og þegar talið var upp úr kjörkössunum hafði hann mjakað sér fram fyrir vinstri manninn Leonel Brizola sem spáð hafði verið öðru sæti. Reyndar var Briz- ola ekki fullsáttur við úrslitin en hét þó loks Lula stuðning sinn sakir hugsjónatengsla með eftir- farandi orðum: „Það verður un- aðslegt að horfa framán í forrétt- indastéttina ef þessi skeggjaði froskur verður forseti." Þannig gaf Brizola í skyn að Lula væri skárri kosturinn af tveimur slæm- um og það verður að segjast eins og er að hvorugur frambjóðandinn var mjög sannfærandi. í skoðanakönnum fyrir síðari umferðina reyndist Lula hafa 45% kjósenda á sínu bandi en Collor 46%. Allt kom þó fyrir ekki og töldu margir að það hefði ráðið úrslitum að fyrrverandi unnusta Lula kom fram í kosningasjón- varpi Collors og sagði ýmsar ófagrar sögur af samvistum þeirra. Voru þó flestir þeirrar skoðunar að borið hefði verið á hana fé fyrir að koma fram í sjón- varpsþættinum þótt frásagnir hennar kynnu að vera sannar. Alltjent sagði einn helsti ráðgjafi Collors af sér og kvaðst ekki vilja taka þátt í slíkri kosningabaráttu. Það sem var sérlega athyglis- vert við þessar kosningar og um leið þverstæðukennt var sú stað- reynd að hinir ríku og hinir fá- tæku stóðu að kjöri Collors en Lula naut stuðnings millistéttar- innar. í raun má segja að barátta frambjóðendanna tveggja hafi einkum snúist um að sannfæra alþýðu manna um hver væri vinur „litla mannsins“ þar sem tveir þriðju hlutar kjósenda teljast lifa undir skilgreindum fátæktar- mörkum. Collor tókst, í krafti vel smurðrar konsingavélar, að selja sig sem vin lágstéttarinnar, sem ef til vill sýnir Ijóslega vandamál illra upplýstra þjóða. Vissulega ber að vona að Collor takist að bæta ástandið í þessu ríki þar sem þjóðarframleiðsla er hin áttunda mesta í heimi. Hitt blasir þó við að vandi Brasilíu og þeirra 140 milljóna manna sem þar búa er of mikill til þess að einn maður nái að rífa landið upp á við. Höfundur dvelst núí Brasilíu. Fernando Collor de Mello, verðandi forseti Brasiliu, á kjördag 17. desember síðastliðinn. ENDURMENNTUN BÍLGREINA NÁMSKEIÐ Lofthemlar Fjallað verður um undirstöðuatriði loft- og vökva- kerfa, helstu lokaog annan búnað, sem þeim tilheyr- ir. Markmiðið er að gera þátttakendur færari um að greina bilanir og bregðast rétt við til úrbóta. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað þeim málmiðnaðarmönnum sem annast viðhald flutningabifreiða og þungavinnu- véla. Lengd námskeiðs 20 tímar. Námskeiðið er haldið í Iðnskólanum í Reykjavík 16., 17., og 18. mars nk. Innritun fer fram í síma 83011. Námskeið sem hefjast á naestunni. FLUGUHNÝTINGAR. Föndur laxveiðimannsins. Þú lærir að hnýta sjálf/ur flugurnar sem þú veiðir á. Leiðbeinandi: Sigurður Pálsson. PAPPÍRSGERÐ. Þú lærir að búa til fallegan handgerðan pappír úr gömlum pappírog öðru úrgangsefni. Leiðbeinandi: Helga Pálína Brynjólfsdóttir. AÐ GERA VIÐ BÍLINN SINN. Þú lærir að fylgjast með bílnum og halda honum við. Skipta um platínur, kerti, viftureim og bremsuklossa og annast minni viðgerðir. Leiðbeinandi: Elías Arnlaugsson. Vorið nálgast... Hafsteinn Hafliðason leiðbeinir á eftirfarandi námskeiðum: GARÐAR OG GRÓÐUR. Þú lærir undirstöðuatriði garðræktarinnar, um áburð og ræktun, vorvinnuna, grasflötina, trjáplöntur, runna og blóm og tegundarval. GRÓÐURSKÁLAR, GRÓÐURHÚS. Allt sem þú þarft að vita um skipulagningu gróðurskála ræktun í þeim og val á blómum og grænmeti. POTTAPLÖNTUR OG VORIÐ. Undirstöðuatriði í ræktun pottaplantna í heimahúsum og meðferð þeirra á vorin og sumrin. Kynning á algengum og óvenjulegum plöntum. KRYDDJURTIR. Þú lærir að rækta kryddjurtir heima á svölum, í garðinum eða innanhúss og fræðist um notkun þeirra við matreiðslu og sem lyfja. Siðustu saumanámskeið annarinnar eru að hefjast: Yfirhafnir, barnafatasaumur og fatasaumurfyrir byrjendur og óvana. Nánari upplýsingar um stað, tíma og verð: 1ÖM5TUHM SKOUNN Skólavöiöustig 28 Sími 621488 HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.