Morgunblaðið - 13.03.1990, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 13.03.1990, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990 Milljón ára nauðungarvinna eftirKára Valsson Sunnudaginn 28. janúar mátti lesa á fímm blaðsíðum í Morgun- blaðinu lýsingu á „byltingu gleðinn- ar“ í Tékkóslóvakíu. Ein kvenna, sem þar voru teknar tali var nafn- greindur háskólakennari. Hún lýsti álíka hóflegri ánægju með hrun kommúnismans og hæstvirtur annar þingmaður Austurlands hafði opin- berað í sjónvarpinu við fall Berlín- armúrsins. Ég vil hlífa þessari kunn- ingjakonu minni og nefni hana til hægðarauka aðeins frú K. — að hætti Franzs Kafkas. Megi nafn hennar tengjast því góða, sem hún hefur áorkað á menningarsviðinu, en hinu er bezt að gleyma. Þó er nauðsynlegt að varpa ljósi á orð hennar. Blaðamaðurinn, sem hafði hina snjöllu hugmynd að láta í fagnaðar- kórnum heyrast líka rödd kommún- ista, setti viðtalið í ramma. Að mínum dómi hefði átt að auðkenna viðtalið greinilegar lesendum til glöggvunar. Ég veit ekki, hve slyng- ir menn eru að lesa milli lína og draga ályktanir af því svo sem: „Þama er kona, sem fékk að lesa í háskólanum fræði þau, sem hún vildi. Slíkt var meinað Václav Havel og öllum hinum, sem höfðu ekki gengið kommúnismanum á hönd. Hún mátti stunda nám við erlendan háskóla. Henni leyfðist og að fara oft út úr harðlokuðu landinu, meðan menn gátu hlotið átta ára fangelsis- dóm fyrir það eitt að vilja sjá sig um í heiminum. Þessi kona hlýtur að vera eða hafa verið kommúnisti." Staðreynd þessa nefni ég henni ekki til hnjóðs. I svokölluðum sósí- alískum lýðveldum austan járntjalds var flokksskírteinið bráðnauðsyn- legt öllum, sem hugðu á framabraut á annað borð. Það hefði heldur eng- inn getað orðið prófessor í Þýzkal- andi Hitlers án blessunar nasista- flokksins. í ljósi þess má líta á ummæli frú K. sem heimild um skoðanir kommúnista á nýfengnu frelsi tékknesku þjóðarinnar. Allir endurráðnir! Fram .undan er óvissa, hugsa þeir. Bezt að reyna að smjaðra fyr- ir hinu unga fólki, sem á framtíð- ina. En aumingja unga fólkið veit ekki glöggt, „hvað er sósíalismi" eða „hvað er lýðræði". „Það eina sem eftir stendur af sósíalismanum, er að réttlæti ríki fyrir alia. En það er kannski það, sem kapítalistar segja líka?“ — „Ég veit ekki, hvað fólk hefur skýrar hugmyndir um lýðræði,“ segir frú K. „Núna hugs- ar fólk fyrst og fremst um mál- frelsi, ritfrelsi, listafrelsi... ferða- frelsi." Eitthvað mun svona einföldun stangast á við skilgreiningu marx- isma-lenínisma á hugtökunum sós- íalismi og lýðræði. „Persónulega er ég bæði svolítið kvíðin og hlakka til,“ segir frú K. enn fremur. „Stúdentamir vilja breyta öllu. En við höfum ekki fleiri FULLKOMNUN Matthias hefur samið sína þriðju bók um WordPerfect. 1987: Bók um WordPerfect 4.1 1988: Bók um WordPerfect 4.2 1990: Bók um WordPerfect 5.0 Hann hefur nú enn betur lagt sig i lima við að sýna ekki aðeins hvað WordPerfect getur gert, heldur til að sýna hvað þú getur gert. Vissirðu um alla möguleikana sem þú hefur til að nota myndir, letur- gerðir, textadálka o.s.frv.? Eða hvernig þú getur blandað þessu öllu saman og náð „fagmannlegu" útliti? Þetta og margt annað í 264 blaðsiðna bók fyrir byrjendur og sjóaða notendur. Fyrir tækifærisritvinnslu, þungavigtarritvinnslu og hátiðarrit vinnslu. SJÖ DAGA TILBOD Næstu sjö daga verður bókin á sérstöku gjafverði, þegar pantað er gegnum póstkröfu, aðeins kr. 1.990 (póstkröfukostnaður innifalinn). Eftir það kostar bókin kr. 2.490. Bókinni má skila innan 10 daga, ef þú ert ekki fyllilega ánægð(ur). PANTANASÍMAR Reykjavík: 91-18593 Landsbyggðin: 93-66885 BÓKAÚTGÁFAN ALDAMÓT, Skólavörðustíg 22C, 101 Reykjavík Dr. Milada Horáková Kári Valsson bækur en áður og ekki fleiri kennslustofur.“ Þetta þarfnast skýringar við. Svo er mál með vexti, að deildarforseti frúarinnar, Cerný, hefur endurráðið alla kennarana, sem höfðu einhvern tíma verið reknir. Afleiðingamar urðu þær, að nú eru kennararnir þrisvar sinnum fleiri en vom til skamms tíma. Hvar á svo þessi kennarafjöldi að athafna sig? Eins verður erfítt og kostnaðarsamt að fá allar fræðibækurnar, sem komm- únistar höfðu hafnað í rúm fjömtíu ár. Forseti listiðnaðarakademíunnar hafði annan hátt á en starfsbróðir hans í heimspekideildinni. Hann sagði upp öllum kennurunum. Síðan gefur hann kost á að sækja um endurráðningu, bæði kommúnistum og þeim, sem urðu brottrækir sakir skoðana sinna. Þar með tekur hann upp þá nýlundu að velja í kennara- stöður eftir hæfni en ekki eftir flokkshollustu. Erfíðir áratugir Hverjir vom þeir? Frúin fræðir okkur um það: Þeir voru hin „hörðu ár á eftir 1968“. Og af hveiju? „Þéttriðin, almáttug- mafía flokksins þoldi engar aðrar skoðanir en sínar eigin. Ekkert utanaðkomandi vald gat haft þar nokkur áhrif.“ „Áður trúði margt fólk á komm- únismann, en síðustu 20 árin hefur nær enginn gert það og eiginlega ekki trúað á neitt. Allavega ekki á flokkinn. Og samkvæmt sögulegri skoðun álitum við að öll endurnýjun og endurskoðun yrði að hefjast inn- an flokksins sjálfs, enda hafði svo verið. En það var ekki hægt að vonast eftir neinu því frá þessum flokki eins og hann þróaðist eftir 1968.“ Hin „sögulega skoðun“ um end- umýjun innan flokksins er aðeins að sumu leyti rétt. Þéttriðin, almátt- ug mafía flokksins þoldi engar aðr- ar skoðanir en sínar eigin. Ekkert utanaðkomandi vald gat haft þar Ræðumennska og mannleg samskipti Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn f kvöld kl. 20.30 á Sogavegi 69, gengið inn að norðanverðu. ★ Námskeiðið getur hjálpað þér að: ★ Öðlast HUGREKKI og meira SJÁLFSTRAUST. ★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri sannfæring- arkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka VINAHÓP þinn. ★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI - heima og á vinnustað. ★ Halda ÁHYGGJUM ískefjum og draga úr kvíða. Fjárfesting í menntun gefur þér arð ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma 82411 STJÓRIMUIMARSKÚLIIMIM % Konrað Adolphsson Einkaumboð tyrir Dale Carnegie namskeiðin' nokkur áhrif. Hver heiðarlegur hug- sjónamaður, sem reyndi að víkja frá stefnu flokksins, undirritaði þar með dauðadóm sinn. í sjötíu ár gat engin endurnýjun átt sér stað nema fyrir slysni. Ég minni á Tito og Khrúsjtsjov. Svipað „slys“ varð á hinu títtnefnda ári 1968. Þá gerðist Alexander Dubcek flokksformaður. Dubcek stefndi að „sósíalisma með mannlegri ásjónu", losaði um rit- skoðun og hlaut vinsældir af. Eftir tuttugu ár frá valdaráninu 1948 gátu menn allt í einu strokið um frjálst höfuð óhræddir um líf sitt. Þetta nefndist „vorið í Prag“. Menn aðhylltust Dubcek ekki af því að hann var kommúnisti heldur af því að hann hafði slakað á kverkataki alræðisins. Skyndilega þóttust allir vera kommúríistar til að styrkja Dubcek í átökum hans við Moskvuvaldið. En Brezhnev var meiri stjórnmála- maður en að láta blekkjast. Hann svaraði með slægð, sem sjálfur Hitl- er hefði verið fullsæmdur af. Meðan hann kyssti Dubcek á jámbrautar- stöð í landamæraþorpinu Cierna, undirbjó hann innrás í Tékkóslóv- akíu, sem heppnaðist 21. ágúst 1968. Þar með frestaði hann gjald- þroti kommúnistakerfisins um rúm tuttugu ár. Ástandið í landinu varð þó ekki eins þrúgandi og á fyrstu tveimur áratugum eftir valdaránið. Samt þóttu frú K. síðari tuttugu árin hörð, af því að þá hefur enginn trú- að á neitt. Líklega sýndu menn enga trú, ef þeir létu sjá sig í kirkju, þótt þeir sættu afarkostum í námi og atvinnu. Og hvað skal segja um hóp karla og kvenna með núverandi forseta landsins Václav Havei í far- arbroddi, sem þorði að setja nafn sitt undir mannréttindaskjalið Charta 77, — trúðu þau ekki á neitt? „Alia vega ekki á flokkinn." Gömlu góðu dagarnir „Já, hann (kommúnisminn eða sósíalisminn) er búinn að vera,“ segir frúin. „Mér flnnst samt svolít- ið sorglegt, að afskrifa 50 ára sögu svona á einu bretti, því þetta kost- aði mörg líf og mikla baráttu og var gert í svo góðri trú upphaflega." Það er hvert orð öðru sannara. Það kostaði mörg líf, en um hina góðu trú í upphafi er bezt að dæma Reglugerð umstarf hnykkja HEILBRIGÐIS— og trygginga- málaráðuneytið hefúr gefið út reglugerð um menntun, réttindi og skyldur hnykkja (kíróprakt- ora). I reglugerðinni segir m.a. að þeir einir megi kalla sig hnykkja og starfa sem slíkir sem til þess hafi leyfi ráðherra. í frétt frá Kírópraktorafélagi ís- lands, sem stofnað var síðastliðið haust, segir að félagið hafi unnið að mótun reglugerðarinnar í sam- vinnu við ráðuneytið. Um starfssvið segir í reglugerðinni að kírópraktor- ar meðhöndli kvilla í stoðkerfi og eru nefndir sem dæmi ýmsir kvillar og sjúkdómsgreiningar á hryggjar- vandamálum, svo og þreytu- og vöðvagikt, sem hrjái marga íslend- inga. Þá geti reglugerðin þess, að menntun kírópraktora sé ijögur ár frá viðurkenndum háskóla og auk þess eins árs verklegt nám. í Kírópraktoraféiagi íslands eru þrír kírópraktorar, allir útskrifaðir frá Anglo-European College of Chiropractic í Bournemouth á Eng- landi. NUDDSTOFA REYKJAVÍKUR Dalseli 18, sími 79736 - og nú einnig á Hótel Sögu, sími 23131

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.