Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiMarch 1990Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    2627281234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 13.03.1990, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 13.03.1990, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990 41 eftir ávöxtum hennar. Að vísu voru kommúnistar líka að hengja hvorir aðra, líkt og ellefu flugur í einu höggi 3. desember 1952. Þeirra á meðal var ráðherra sakfelldur vegna þess, að hann hafði gert við- skiptasamning við auðvaldsríkið Is- land. (Sjá Morgunblaðið frá 11. desember 1952 og frá 5. október 1983.) En flokksmennirnir voru í hverfandi minnihluta meðal fórnar- lamba hinnar „sögulegu nauðsynj- ar“. Meðan öll kurl eru ekki komin til grafar, verður ekki fullyrt, hve margir tugir ef ekki hundruð munu hafa fallið fyrir morðsveitum kommúnista. Hitt er víst, að á fyrstu sex árum kommúnistastjórn- arinnar var fullnægt ekki færri en 187 dauðadómum. Meðal hinna hengdu voru Dr. Milada Horáková, og ætti kvenhetja þessi skilið nán- ari umfjöllun. Auk hinna myrtu eða líflátnu voru tugþúsundir manna dæmdir til langvarandi fangelsisvistar. Það þýddi, að þeim var útjaskað endur- gjaldslaust í þágu atvinnuvega, því hagkerfi öreiganna gat ekki staðizt án þræla. Unnvörpum misstu menn heilsu og líf í fangelsum víða um landið, þar sem atvinnuveitandinn, hinar vinnandi stéttir, þurfti ekki að sjá um hollustuvernd á vinnu- stöðvum. Verstar vinnubúðanna þóttu úrannámur í Jáchymov (Jó- achimstal) í Norður-Bæheimi. Sé tala hinna dæmdu margfölduð með meðallengd refsivistar, verður "útkoman rúm milljón ár nauðungar- vinnu. Þrátt fyrir svona sæmilegt framlag til framleiðslu, að ógleymd- um sparnaði í launagreiðslum, var þjóðarhagurinn ekki upp á marga fiska. Nú hafði hver hinna myrtu, hengdu eða þrælkuðu sinn vinahóp og sinn frændgarð. Og vinir og vandamenn þeirra sættu margvís- legum hrellingum af hálfu flokks- ins, en þeir óttuðust ekki síður, tor- tryggðu eða sviku hvorir aðra. Og ekki er trúlegt, að sælli væru hinir vammlausu, beittir nauðung á vinnustöðvum sínum til að heimta hina „þyngstu refsingu" handa sak- borningum í síendurteknum gervi- réttarhöldum. Af nógu er að taka, en hér skal staðar numið. Fjórtán miljónir manna voru vansælar í fjörutíu og tvö ár. Það gerir samtals 588.000.000 ár óhamingju. En til er bót í máli: Allt var þetta „gert í svo góðri trú upphaflega“. Að lokum óska ég frú K. alls góðs. Megi henni auðnast að fljóta ofan á eins og korktappi í umróti gleðilegu byltingarinnar og fá næði til að stunda fræði sín í kyrrþey. Blaðamanninum Vilborgu Harðar- dóttur þakka ég af alhug, að hún svipti hulunni af hugskoti tékkn- esks kommúnista. Höfundur er prestur af tékkneskum uppruna. V E R Ð D Æ M I BE2lííT 2 vikur fyrir 6! RINCONADAREAL (Raðhús) Kr 35.300 pr. mann Miöaö viö 2 fulloröna, 2 unglinga 12 - 15 ára og 2 börn 2-11 ára og aö pöntun sé staöfest fyrir 1 apríl. Ekki innifaliö fveröi: Flugvallaskattar og forfallatryggingar. FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR Aöalstræti 16. sími 62 14 90. Royal súkkulaðibúðingur - eftirlæti barnanna Ungir sjálfstæðismenn: Ríkisstjórnin flandsam- leg sveitarfélögunum FUNDUR formanna félaga ungra sjálfstæðismanna, sem haldinn var í Keflavík 24. febrúar síðastliðinn samþykkti svofellda stjórnmálaá- lyktun: „Undanfama mánuði hafa átt sér stað stórtíðindi á sviði heimsmál- anna. Þjóðir Austur-Evrópu hafa hver á fætur annarri varpað af sér oki sósíalismans og virðast vera að snúast til lýðræðislegri stjómar- hátta. Þróunin í þessum löndum er besti vitnisburðurinn um hmn fé- lagshyggjunnar. Ungir sjálfstæðis- menn vona að þessar þjóðir beri gæfu til að byggja þjóðskipulag sitt á vestrænum ftjálslyndishugmynd- um, mannréttindum og markaðs- búskap. Stjórnmálaástandið á íslandi verður ekki metið nema með hlið- sjón af þessum stóratburðum. Með- an aðrar þjóðir taka skrefið fram á við og bijóta niður múra helsis, er hér á landi stigið skref aftur á bak. Frá því ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar tók við hefur hjóli tímans verið snúið við og horfið aftur til fyrirgreiðslupólitíkur, skattpíningar, sjóðasukks og þjóð- nýtingar. Brýnt er fyrir þjóðina að snúa aftur til stefnu frjálslyndis og framfara undir stjóm Sjálfstæðis- flokksins svo útþensla ríkisbáknsins verði stöðvuð. í komandi bæjar- og sveitar- stjórnarkosningum er nauðsynlegt að kjósendur hafi hugfast hve fjandsamleg núverandi ríkisstjóm er sveitarfélögum. Í síauknum mæli hefur hún seilst ofan í sjóði sveitarfélaga og þannig skert fjár- hagslegt sjálfstæði þeirra og um leið aukið miðstýringu ríkisvaldsins, sem var næg fyrir. Þar má nefna brot ríkisstjórnarinnar á samkomu- lagi um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, álagningu virðis- aukaskatts á ýmis lögboðin verkefni sveitarfélaganna og áform um skattlagningu orkufyrirtækja. Kostirnir em skýrir. Valið í kom- andi kosningum stendur á milli Sjálfstæðisflokksins og þeirra flokka sem að ríkisstjórninni standa. Góður árangur Sjálfstæðis- flokksins mun gefa fólki von um bjartari framtíð. í vor ganga þúsundir nýrra kjós- enda að kjörborðinu. Samband ungra sjálfstæðismanna skorar á ungt fólk að fylkja liði um Sjálf- stæðisflokkinn. í krafti nýrrar kyn- slóðar getum við lagt gmnninn að uppbyggingu öflugra sveitarfé- laga.“ Þingeyrar- og Auð- kúluhreppur sameinast Þingeyri. Félagsmálaráðuneytið ákvað þann 2. mars síðastliðinn að Auðkúlu- hreppur skuli sameinast Þingeyrarhreppi frá og með 1. apríl næst- komandi, samkvæmt lögum er kveða á um að hreppar er hafa færri en 50 íbúa í þrjú ár skuli leggjast niður. 1 Auðkúluhreppi er nú 31 íbúi. Samkvæmt upplýsingum Hallgríms Sveinssonar, oddvita Auðkúluhreopps, hefur hreppurinn verið fjárhagslega sjálfstæður og staðið við allar sínar skuldbindingar fram að þessu. Að áliti hans er ekkert unnið við þessa sameiningu fyrir íbúa Auðkúluhrepps nema samgöngur verði stórlega bættar innan hins nýja Þingeyrarhrepps. Sagðist hann vænta bréfs um þau efni innans kamms. Þingeyrar- hreppur mun því frá og með 1. apríl næstkomandni ná frá Langa- nesi í Amarfirði í Dyrafjarðarbotn. - Hulda ‘Dói&viúttwi Duni dúkarúllur kalia fram réttu stemmninguna við veisluborðið. Faiiegir litir sem fara vel við borðbúnaðinn geta skapað þetta litla sem þarf til að veislan verði fullkomin. Duni dúkarúllurnar eru 50m á lengd og l,25m á breidd og passa því á öll borð. Og þú þarft ekki að þvó dúkinn á eftir. Fannir hf. - Krókhálsi 3 Sími 672511

x

Morgunblaðið

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
110
Assigiiaat ilaat:
55339
Aviisini allaaserineqarsimasut nalunaarsornikut:
3
Saqqummersinneqarpoq:
1913-Massakkut
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Saqqummerfia:
Redaktør:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-Massakkut)
Haraldur Johannessen (2009-Massakkut)
Saqqummersitsisoq:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-Massakkut)
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsori:
Ilassut:

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 60. tölublað (13.03.1990)
https://timarit.is/issue/123122

Link til denne side: 41
https://timarit.is/page/1719231

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

60. tölublað (13.03.1990)

Iliuutsit: