Morgunblaðið - 13.03.1990, Síða 46

Morgunblaðið - 13.03.1990, Síða 46
46 MORGUNJBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990 Aldarmirming: Lucinde Sigurðsson Hjálmtýr Sigurðsson Fædd 13. marz 1890 Dáin 17. júní 1966 Fæddur 14. apríl 1878 Dáinn 5. júlí 1956 í dag eru liðin 100 ár frá fæð- ingu ömmu minnar, Lucinde Sig- urðsson fædd Hansen. Amma hét fullu nafni Lucinde Fransiska Vil- helmine Hansen. Bar hún nöfn allra móðursystra sinna, sem má telja sérstakt. Amma var dóttir hjónanna Maríe Bernhöft húsmóður, sem síðar rak blómaverslunina Sóley, Bankastræti 14, hún var dóttir hjónanna Jóhanne og Vilhelms Bernhöft bakara, og Ludvigs Han- sen kaupmanns, sem var danskur og kom hingað ungur á vegum Martins Smiths kaupmanns og konsúls og settist hér að. Marie og Ludvig eignuðust þtjú börn: elst var amma Lucinde, næst henni var Jóhanne bókari, ókvænt og barnlaus, yngstur var Gunnar en hann dó ungur. Amma varð ung verslunarstjóri í Sápuhúsinu, sem þá var útibú frá stórverslun í Danmörku. Sagði amma mér frá því á góðum stundum hvað það var gott og gaman að vera í Sápuhúsinu. 28. júní 1913 er stór dagur í lífi ömmu, þá giftist hún afa, Hjálmtý Sigurðssyni, hann var sonur hjón- anna Gyðríðar Hjaltadóttur og Sig- urðar Sigmundssonar frá Grímsfjósum, voru þau bæði ættuð austan úr Mýrdal. Attu þau 7 börn: Hjálmtý, Sigurð, Kristin, Jón, Guð- rúnu, Ingibjörgu og Guðfinnu. Þegar afi og amma gifta sig helgar hún sig alfarið heimilinu, sem með tímanum varð stórt, þar sem amma og afi eignuðust átta börn. Þau eru: María gift Vilhjálmi Heiðdal, Lúðvíg kvæntur Kristjönu Pétursdóttur, Asta gift Guðmundi Sigurðssyni, Sigurður kvæntur Ernu Árnad. Mathiesen, Gunnar ókvæntur, Ásdís gift John Callag- han, Jóhanna gift Axel Thorarensen og Hjálmtýr kvæntur Margréti Matthíasdóttur. Hafði amma í nógu að snúast við uppeldi barna sinna, en þrátt fyrir það gat hún alltaf gefíð af sinni góðmennsku við aðra, ég tala nú ekki um þá er minna máttu sín. Amma var mjög hjálpsöm og góð kona, hún var hvers manns hug- ljúfí og góð heim að sækja. Hún lét sig þau mál skipta er erfíðleikar steðjuðu að hjá öðrum. Vitna ég hér í bókina Á götum Reykjavíkur sem kom út fyrir síðustu jól, þar sem Lúðvíg sonur hennar rifjar upp gamla daga, þar segir: „Ég man eftir nokkrum skólabræðrum mínum, að minnsta kosti tveimur, ef ekki þremur sem voru oft áhyggjufullir út af því hvað þeir fengju að borða, þegar þeir kæmu heim til sín að kvöldi. Klæði og skæði voru líka af mjög skornum skammti. Ég heimsótti þessa félaga mína og sá þar af leiðandi eymdina. Oft tók ég þá með heim tii mín, til þess að þeir fengju að borða, og var auðsótt mál hjá móður minni að gefa nauðþurftamönnum mat. Hún sendi líka oft út í bæ til fátæks fólks, sem hún þekkti, bæði tilbúinn mat, t.d. handa sængurkonum og ýmislegan varning til þeirra, sem hún vissi að þurftu þess með.“ Tilv. lýkur. Þarna er ömmu vel lýst. Þegar ég fæðist, er amma orðin 63ja ára gömul, en á mig virkaði hún ung, svo ung, að að mínu áliti átti hún langt líf fyrir höndum. Þannig að frá fæðingu minni er amma stór hluti af minni tilveru, þar sem ég fæddist í húsinu hennar á Sólvallagötu 33 og bjó þar til 10 ára aldurs. Hún átti yfír 20 barnabörn á þessum árum og átti þeim eftir að fjölga og var hún líka þá orðin lang- amma. Óllum þessum bömum gat hún gefið þá ást og hlýju sem henni bar. Hafa í dag allar stelpumar, sem eru hennar barnabörn, stofnað með sér „frænkufélag Túllu Han- sen“, en það var gælunafn á ömmu þegar hún var ung. Starfar félagið af miklum krafti, enda í hennar anda. Amma var í Thorvaldsensfélag- inu í mörg ár, lét hún það nægja hvað félagsstörf snerti, en ræktaði því betur börnin sín, heimili sitt og síðast en ekki síst eiginmann sinn. Afí var einn af þeim mönnum, sem em sífellt að framkvæma, og var það meira en að segja í þá daga. Hann ólst upp fyrir austan fjall, síðan fór hann til náms í Flens- borgarskólann í Hafnarfirði, hjá Jóni Þórarinssyni skólastjóra. Afi starfaði að byggingarmálum og byggði nokkur stór hús í Reykjavík, t.d. Grundarstíg 2 og 11, einnig rak hann um tíma byggingarvöruversl- un og nýlendurvöruverslunina Breiðablik, Lækjargötu 10. Amma og afí bjuggu í kringum 1929 á Stokkseyri, en afí var mikið í við- skiptum á þessum tíma, varð hann hinn 12. febrúar 1929 eigandi allrar Stokkseyrar, hinn eini, sem það hefur orðið síðan á 17. öld. Hinn 28. ágúst 1933 seldi hann Lands- bankanum 9/16 úr Stokkseyri og 1. nóvember 1935 ríkissjóði hina 7/16. Upp úr 1930, flytur Qölskyldan aftur til Reykjavíkur, á Sólvallagötu 33. Afí var að mörgu leyti maður á undan sinni samtíð, vil ég vitna í eftirmæli um afa, sem Adolf Björnsson skrifaði í Morgunblaðið, fimmtud. 12. júlí 1956. Þar stend- ur: Með Hjálmtý er genginn og horfínn sjónum og samfylgd merkur þjóðfélagsþegn, mætur og mikils- virtur drengur. Sæti hans er autt, en í hugum okkar og hópi gleymist Hjálmtýr aldrei. Hann var hinn góði drengur, sem í minningu okkar varpar yl og birtu á vegferð kom- andi ára. Tilv. lýkur. Síðustu 20 árin, er hann lifði, starfaði hann í 16 ár í Utvegsbanka íslands. Hann lést 5. júlí 1956. Bæði voru þau amma og afi kát og glaðlynd, bera afkomendur þeirra þess skýr merki. Þau voru menningarlega sinnuð, afí var mik- ilsvirtur þátttakandi í Leikfélagi Reykjavíkur og fór þar oft á svið, amma hafði yndi af tónlist, spilaði á píanó og söng mikið á yngri árum. Amma lést 17. júní 1966. Áttu þau saman 43 ár í farsælu hjónabandi. Við afkorhendur þessara heiðurs- hjóna þökkum þeirra tilveru, því án þeirra værum við ekki til. Blessuð og varðveitt sé minning þeirra. Valgerður Sigurðardóttir t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JENNY MARÍA EIRÍKSDÓTTIR, Rjúpufelli 34, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju í dag kl. 15.00. Gisli Þorkelsson, Þorkell Gíslason, Björk Þorgeirsdóttir, Eiríkur Halldór Gíslason, Gfsli Þorkelsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGEBORG KRISTJÁNSSON, Úthlíð 7, Reykjavik, sem lést í Hafnarbúðum 7. mars verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu fimmtudaginn 15. mars kl. 13.30. Inger Hallsdóttir, Kristján Baldvinsson, Rúnar Þór Hallsson, Sigfríð Guðlaugsdóttir, Heba Hallsdóttir, Eyjólfur Eðvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Afi okkar og langafi, EINAR GUÐMUNDSSON, Hrafnistu, Reykjavik, áður til heimilis á Smyrlahrauni 6, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, þriðjudaginn 13. mars kl. 13.30. Ólafur Einar Sigurðsson, Guðbjörg Guðvarðardóttir, Guðmar Sigurðsson, Þóra F. Hjálmarsdóttir, Halldór Sigurðsson, Sigrún Sigurðardóttir og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTRÍÐUR ÁRNADÓTTIR, Suðurgötu 115, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju miðvikudaginn 14. mars kl. 11.00 árdegis. Ingvar Sigmundsson, Steinunn Kolbeinsdóttir, Árný Kristjánsdóttir, Helgi Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, — EINARS GESTSSONAR, Norðurkoti, Miðnesi. Guð blessi ykkur öll. Margrét Einarsdóttir, Ármann Jónsson, Gestur Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, FRIÐRIKS Ó. PÁLSSONAR, Dvalarheimilinu Felli, Skipholti 21, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Páll Friðriksson, Kristján Friðriksson, Einar Friðriksson, Ólafur Þór Friðriksson, Bargdis Friðriksdóttir, Jón Friðriksson, Susie Bachmann, Concordia Konráðsdóttir, Karl Kristinsson, Randy Friðriksson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, sonar, föður okkar, tengdaföður og afa, BENEDIKTS BRUNSTED RÓBERTSSONAR. Bergljót Þórarinsdóttir, Jóhanna Jónsdóttir, Oddur Guðjónsson, Elisabet Benediktsdóttir, Jóhannes Pálsson, Jóhanna G. Benediktsdóttir, Stefán B. Ingvarsson, ÞóraG. Benediktsdóttir, Ásgeir Guðmundsson, Jóhann Eðvald Benediktsson og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU JÓNU JÓNSDÓTTUR, Faxastfg 4. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á sjúkrahúsi Vest- mannaeyja fyrir góða umönnun í veikindum hennar. Einar Hannesson, Örn V. Einarsson, Svana Sigurgrímsdóttir, Gísli V. Einarsson, Björg Guðjónsdóttir, Sigríður M. Einarsdóttir, Guðmundur Kristmundsson, Sævar V. Einarsson, Elfn Benedíktsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR DAGBJARTSDÓTTUR frá Ásagarði, Ásabraut 11, Grindavík. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks lungnadeildar Vífils- staðaspítala. Gfsli Jóhannsson, Valgerður Gísladóttir, Willard Ólason, Gísli Willardsson, Eli'n Þorsteinsdóttir, Dagbjartur Willardsson, Brynja Hjörleifsdóttir, Guðrún Willardsdóttir og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.