Morgunblaðið - 13.03.1990, Page 47

Morgunblaðið - 13.03.1990, Page 47
mgrgunbí,kt)ni wuúJUDkduk ik' iviAte ráa'o 1 47' t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður míns, KRISTJÁNS ELÍS STEFÁNSSONAR, Bræðraborgarstig 36. Steinunn Stefánsdóttir og fjölskylda. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, BRAGA MARSVEINSSONAR, Álfaskeiði 53, Hafnarfirði. Unnur Lovísa Maríasdóttir, María Bragadóttir, Gunnar Þórleifsson, Bragi Bragason, Ragnhildur Guðmundsdóttir og barnabörn. Blómastofa FriÖfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. S(mi 31099 Opið öil kvöld tii kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Láttu drauminn um ævintýraferðina rætast um páskana Hefurþig aldrei langað til að reyna eitthvað nýtt, kynnast öðrum heimsálfum og öðruvísi fólki? Um páskana liggur leiðin til Thailands, í sextán daga ógleymanlega ævintýraferð. Töfrar Thailands 5. apríl verðurflogið til Kaupmanna- hafnar, stigið upp í þægilega breiðþotu SAS og ekki lent fyrr en i Bangkok. Þar verðurgist í 2 næturá fyrsta flokks hóteli, Hótel Menam. Boðið verður upp á skoðunarferðir til markverðustu hluta Bangkokborgar og nágrennis, t.d. á fljótandi markað, í konungshöllina og í hof Gullbúddans. Við fljugum í skoðunarferð til Chiang Mai 8. april fljúgum við til hinnar fornu höfuðborgar Thailands, Chiang Mai, við rætur Himalayafjalla. Þarerdvalið í 5 daga og gist á glæsihótelinu Mae-Ping, um leið og færigefstáað kynnast landi og þjóð frá gjörólíkri hlið. Síðan liggur leiðin til Pattaya strandarinnar - perlu austursins - þar sem dvalið verður í 7 næturá hinu vinalega fyrsta flokks hóteli Siam Bayview. Enn erboðið upp á skoðunarferðir, enda afnógu að taka. Auðvitað geturðu tekið það rólega á gullinni ströndinni og notið veðursins eða nýtt hin endalausu tækifæri til vatnasports, verslunarog skemmtunar sem þérbjóðast í Pattaya. fíeglan er: Þú hefur það alveg eins og þú vilt. Veður- og verðlag: Frábært! Veður er ákjósanlegt á þessum tíma, hitastigið 23-30gráður og hægir Monsúnvindar úr norð-austri. Verðlag er með ólíkindum lágt og Thailendingar viðræðugóðir kauþmenn, þannig að hægt erað gera reyfarakaup á handverki í skartgripa-, list- og fataiðnaði. Þúgeturmeira aðsegja prúttað um leigubílinn! Nú er tækifærið til að láta drauminn rætast: Að heimsækja Asíu. Iþessari ævintýraferð hjálþar allt til við að gera þér hana ógleymanlega - þú lofarþér örugglega að fara einhverntíma aftur! Verð í tvíbýli kr. Verð í einbýlikr. 119.795,- 141.300,- Verð miðast við staðgreiðslu oggengi 10. janúar 1990. Innifalið í verði erflug, gisting með morgunverði, íslensk fararstjórn og allurakstur í Thailandi. Brottför: 5. apríl. Heimkoma: 20. apríl. Fararstjóri: Svavar Lárusson. Ath. Hægteraðframlengja dvöl í Singapore. /////S4S Samvinnuferöir - Landsýn Reykjavík: Auslurslræti 12, s. 91 -691010, Innanlandsferöir, s. 91 -691070, póstfax 91 -27796, telex 2241, Hótel Sögu viö Hagatorg, s. 91 -622277, póstfax 91 -623980 Akureyri: Skipagötu 14, s. 96-27200, póstfax 96-27588. telex 2195. Ársæll Jónasson forstjóri ■ Kveðjuorð frá Félagi íslenskra hugvitsmanna Heiðursfélagi okkar Ársæll Jón- asson andaðist 3. mars síðastliðinn rúmlega 88 ára að aldri. Síðustu ár átti hann í þeim veikindum sem nú hafa lagt hann að velli en hann vissi hvert stefndi og bar veikindi sín af alkunnri karlmennsku og æðruleysi. Á langri og athafnamik- illi ævi, er fyrst og fremst snerist um flestallt það er lýtur að sjó- mennsku, safnaði hann þeirri lífs- reynslu er lagði grunninn að mörg- um og stórfenglegum nýjungum sem margar hverjar hafa nú verið þróaðar til fremstu tækninýjunga í fiskveiðum. Má þar nefna sérstakan neta- veiðibúnað sem skilar aflanum jafn- óðum að borðstokk fiskiskipsins, en sá búnaður bíður síns tíma, og í tengslum við hann dælu sem flytur aflann upp í skipið. Dæla þessi er fyrsta hönnun að svonefndum loðnu- og síldardælum sem nú eru alþekkt tækniundur og ómissandi í tæknivæddum fiskveiðum. Ótal aðrar nýjungar innleiddi Ársæll en þeirra hefur lítt verið getið í gegn um tíðina. Ársæll fæddist 2. október 1901 í Hlíðarhúsum gamla vesturbæjar- ins í Reykjavík. Hann lærði verk- lega sjóvinnu, einkum reiða- og seglagerð, og ritaði síðar kennslubækurnar Verkleg sjóvinna I. og II. sem nú eru tímamótaheim- ildarrit og safngripir. Síðar á ævinni kenndi hann þessi og önnur störf í 18 ár við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Ársæll var glæsimenni að vallar- sýn og hraustmenni mikið en þess naut hann öðru fremur við þau störf sem gátu honum verðskuldað frægðarorð en það voru köfunar- og björgunarstörf víða um lönd. Hann var sæmdur heiðursmerki franska flotans, „Merité Maritime", 1985 fyrir einstakt björgunarafrek við mjög hættulegar aðstæður og -síðar Hinni íslensku fálkaorðu fyrir margháttuð félags- og kennslustörf hér á landi. Ársæll var mjög virkur í félags- störfum. Hann var m.a. einn af stofnendum og fyrsti formaður björgunarsveitarinnar í Reykjavík, stjómarmaður í Ingólfi og SVFI. Þá starfaði hann mjög að málefnum Alliance Francais og Kafarafélags Islands. Til fróðleiks má geta að hann hlaut útnefningu sem tyrk- neskur konsúll á íslandi. Um langt árabil rak Ársæll sitt eigið köfunar- og björgunarfyrirtæki og jafnframt reiða- og seglagerð. Hann kvæntist 1931 Gudrun Geisler Jónasson sem andaðist langt um aldur fram árið 1960. Æviferill Ársæls er allt í senn kjarkmikill, framsýnn og lær- dómsríkur fyrir alla þá sem djörf- ung hafa til að lyfta sér upp úr drunga meðalmennskunnar og ryðja nýjungum braut í gegn um torleiði þröngsýni og baknag kyrr- - Minning stöðunnar, á sama tíma og braut- ryðjandinn miðlar æskunni af reynslu og nýrri þekkingu svo þeir sem við taka geti haldið merkinu á lofti og áskapað sér þá elju sem leggur grundvöllinn að nýjum fram- förum. Það er þetta sem gerði Ár- sæl að heiðursfélaga í mörgum fé- lagssamtökum, þar á meðal í Félagi íslenskra hugvitsmanna sem nú kveður hann og hvetur ritfæra menn til að skrá sögu hans til varðveislu og eftirbreytni. Blessuð sé minning hans. Guttormur P. Einarsson, formaður Félags íslenskra hugvitsmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.