Morgunblaðið - 27.03.1990, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.03.1990, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990 Fundað um vímuefiianotk- un unglinga LANDLÆKNIR boðaði ftilltrúa lögreglu og félagsmálafólks til fundar á fimmtudag sl., til að ræða hvoi-t vímuefiianotkun væri að aukast, hvaða efna væri neytt og hveijir það gerðu. Á fúndinum kom fram, að lögreglan taldi ekki miklar breytingar frá því sem verið hefði, en skólahjúkr- unarfræðingur, fúlltrúi Utideild- ar og fulltrúi íþrótta- og tóm- stundaráðs töldu að hassneysla unglinga hefði aukist. Samkvæmt upplýsingum Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfir- lögregluþjóns, sem sat fundinn, kom fram að ætla mætti að aukið fram- boð væri nú á hassi. Verðlækkun hefði orðið á því efni, en ekki öðr- um. Þá kæmi kókaín nú meira í staðinn fyrir amfetamín, en neyt- endur þess væru eldra fólk en ungl- ingar. Þá kom fram að kannabisefni væru meira í umferð meðal skóla- barna nú en síðasta haust og full- trúi íþrótta- og tómstundaráðs taldi hassneyslu unglinga hafa aukist jafnt og þétt undanfarin þrjú ár. Ómar Smári sagði að fulltrúi fé- lagsmiðstöðvarinnar Fellahellis . í Breiðholti teldi umflöllun fjölmiðla um fíkniefnamál og -neyslu í Breið- holti stórlega ýkta og viðvanings- lega. Þá taldi hann 7. og 8. bekk- inga núna einn best heppnaðasta árganginn sem komið hefði fram um langt skeið, eða a.m.k. síðustu fimm árin. Það kom fram á fundinum að atvinnulausum unglingum hefur fjölgað mikið að undanfömu. Fé- lagsmálafólk taldi miklar líkur á að aukning innbrota.og þjófnaða fylgdi í kjölfarið. Fulltrúi menntamálaráðuneytis- ins taldi áfengismálin miklu verri en fíkniefnamálin, en ekki mætti horfa framhjá fíkniefnavandanum. Hann taldi áhættuhópinn þar ungl- inga á aldrinum 16-19 ára, en ef fólk kæmist á þrítugsaldurinn án þess að ánetjast fíkniefnum væri hættan liðin hjá. Vistkerfinu í sjón- nm má ekki ofbjóða - rætt við Jakob Jakobsson um hegðan loðnunnar og tengsl hennar og þorsksins í fæðukeðjunni LOÐNAN hefur verið okkur gjöfúl undan farna tvo áratugi með örfáum undantekningum. Þrátt fyrir að hún hafi lengst af verið talin verðlaus eða verðlítill fiskur skilar hún íslendingum milljörð- um króna í útflutningstekjur á ári og veitir hundruð karla og kvenna atvinnu. I gömlum heimildum er loðnan nefnd loðsilungur og þótti með öllu óæt. Loðnan er duttlungafullur fiskur og hverfur stundum alveg af hefðbundinni slóð eins og gerðist í upphafí vert- íðar á haustmánuðum, en nánasr ekkert veiddist fyrir áramótin. Ymsar vangaveltur hafa verið uppi um það, hvar hún hafi haldið sig. Fiskifræðingarnir eru helzt á því að hún hafi farið út fyrir landgrunnið norðaustur af landinu og því ekki fundizt. „Þorskurinn fann hana ekki heldur," segir Jakob Jakobsson, forsljóri Hafrann- sóknastofnunar, en Morgunblaðið ræddi við hann um ferðir loðnunn- ar og tengsl hennar og þorsksins í fæðukeðjunni. „Loðnan er skammlífur fiskur og því miklar sveiflur á stofnstærð- inni,“ segir Jakob. „Því hefur verið erfitt að finna beztu aðferðina til að meta veiðiþoiið með nokkrum fyrirvara. Fyrir 8 árum var farið að mæla hve mikið væri af árs gamalli loðnu og bera það síðan saman við það, sem veiddist um einu og hálfu ári seinna. í ljós hefur komið það mikið samræmi þarna á milli, að við höfum byggt tillögur um bráðabirgðakvóta fyrir' upphaf veiðanna og síðan hefur ráðgjöf um endanlegt veiðiþol ver- ið gefin eftir leiðangra í nóvember eða desember. Sumarið 1988 mældist mjög mikið af árs gamalli loðnu út af Norðurlandi og bráða- birgðakvóti var því ákveðinn 900.000 tonn. Svo fannst kvikindið ekki í haust. í nóvember var farið yfir allt hefðbundið svæði og ríflega það. Ekkert fannst nema lítils háttar af horaðri loðnu við ísröndina milli Grænlands og ís- lands og því gerðu menn að því skóna að hún væri undir ísnum. í aukaleiðangri í desember fannst lítils háttar við ísröndina, sem þá var við Kolbeinsey og enn héldu menn áð hún væri undir ísnum. Svo féll bomban strax eftir ára- mót, þagar Árni Friðriksson fann loðnugöngu við straummótin út af Hvalbak. Það kollvarpaði öllum fyrri hugmyndum um það, hvar loðnan hefði haldið sig fyrir ára- mótin. Loðna, sem hefði verið und- ir ís í desember, hefði aldrei getað verið komin suður að Hvalbak hálf- um mánuði síðar. Líkast til hefur hún haldið sig austar og norðar en leitað var, á slóðum, sem hún hefur ekki verið áður svo vitað sé um árabil. Rækjusjómenn höfðu reyndar orðið varir við töluvert af loðnu við botn fyrir Norðurlandi og því kann breytt hegðun hennar í sjónum einnig að vera hluti af skýringunni. Eitt er víst og það er að þorskurinn fann hana ekki heldur, svo líkast til hefur hún brugðið sér austur af landgrunn- inu. Venjan er sú, að þegar loðnan gengur áustur og suður með land- grunninu, fylgir góð þorskveiði í kjölfarið. Að þessu sinni fylgdi loðnunni enginn þorskur. Það biðu því allir ósigur fyrir loðnunni, fiski- fræðingar, þorskurinn og sjómenn- irnir. Undanfarin tvö ár hefur loðnan ekki gengið norður að Jan Mayen, en á árunum 1978 til 1987 var þar árviss sumarveiði. Svo var þó ekki fyrr á árum, því þegar við vorum að leita síldarinnar á sínum tíma fundum við aldrei loðnu svo nokkru næmi á þessum slóðum nema árið 1967. Það er því lítið hægt að stóla á þennan blessaða fisk. Þegar loðnan kom þarna loksins fram, var reynt að mæla hana, en það gekk illa, meðal annars vegna þess, að hún var komin að straum- mótunum. Við þau hefur mæling ævinlega gengið illa. Þó mældust um 760.000 tonn, sem við töldum of lítið. Því reyndum við að mæla hana á ný við sandana fyrir Surðurlandi, en sú mæling sýndi énn minna en sú fyrri. Hvorug mælingin var talin marktæk, en við töldum þó ekki ráðlegt að auka við fyrri úthlutun. Sjómenn töldu reyndar óhemju af loðnu á ferð- inni, mun meira en við. Þeir hafa líklega tekið nokkuð stórt upp í sig, því botninn datt snögglega úr veiðinni og óvíst er hvort það næst að klára kvótann. Þorskurinn hefur forgang að loðnunni til tveggja ára aldurs hennar. Þá heldur hún sig mikið á landgrunninu, en á þriðja ári fer hún út á meira dýpi út fyrir land- grunnið og þá nær þorskurinn ekki til hennar. Það hefði því ekki hjálp- að honum neitt núna, þó engin loðna hefði veiðzt. Gangi loðnan hins vegar eins og oftast með landinu, makar sá guli krókinn. Þetta er okkur að sjálfsögðu ljóst og því gerum við ráð fyrir því við tillögur um hámarksafla, að þorsk- urinn fái sitt. Jakob Jakobsson, fiskifræðing- ur. Töluvert hefur verið gert af því að rannsaka fæðutengsl þorsks og loðnu. Við það hefur komið í ljós, að miðað við meðal nýliðun í báðum stofnunum, eiga veiðar á 800.000 tonnum á loðnu ekki að hafa veru- leg áhrif á þorskinn. Undanfarin ár hefur þessu verið svo farið, að stórir árgangar af loðnu hafa komizt upp, en slakir af þorski. Því hefur okkur verið fært að veiða um eina milljón tonna af loðnu þessi ár. Rannsóknir af þessu tagi þarf að efla verulega til að við skiljum betur lífið og tilveruna í sjónum og samhengið milli fiskistofnanna. Stundum hagar loðnan sér þannig, að við finnum enga veiðanlega loðnu, þó þorskurinn sé troðfullur af henni. Þannig er þessu farið nú út af Vestijörðunum. Þar er ganga á ferðinni, sem enginn nýtur góðs af enn nema þorskurinn og hún hefur hvergi komið inn í mælingar okkar. Við leggjum um fram allt áherzlu á að vistkerfinu í sjónum verði ekki ofboðið, svo það haldi áfram að mala okkur gull,“ segir Jakob Jakobsson. Viðtal: Hjörtur Gíslason. Kringlan: Húsasmiðjan kaupir verslun Vörnmarkaöarins VÖRUMARKAÐURINN hefúr selt Húsasmiðjunni rekstur versiun- ar sinnar í Kringlunni og yfírtekur Húsasmiðjan hann um næstu mánaðamót. Vörumarkaðurinn rekur aðeins þessa einu verslun, en að sögn Ebenezar Ásgeirssonar forstjóra verður fyrirtækið ekki lagt niður þótt Húsasmiðjan hyggist nota nafn þess fyrst um sinn. „Ég vil ekkert segja um hvað ég hyggst taka mér fyrir hendur, en ég er enn ungur í anda og það er aldrei að vita hvað morgundag- urinn ber í skauti sér,“ sagði Ebenezer. Vörumarkaðurinn er í 204 fm. leiguhúsnæði í Kringlunni og að sögn Einars Inga Halldórssonar framkvæmdastjóra Kringlunnar er verið að ganga frá því að Húsa- smiðjan taki yfír leigusamninginn. Nú eru reknar tvær verslanir í húsnæði Vörumarkaðarins í Kringlunni. Sigurbjörg Snorradóttir hjá Húsasmiðjunni sagði að fyrirhug- að væri að reka þar eina verslun, með sama sniði og Vörumarkaður- inn er nú. Teikning af íþrótta- og sýningahúsinu sem ráðgeil er að reisa á félagssvæði Hauka að Ásvöllum í Hafiiarfirði. Fjölnota íþróttahús hannað fyrir Asvelli VASKHUGI Stutt en hnitmiðað námskeið í notkun þessa einstak- lega hentuga forrits, sem sniðið er fyrir lítil fyrirtæki. IO Útskrift sölureikninga O Uppgjör útskatts O Uppgjör innskatts O Skýrslugerð Tími: Laugardag 31.3. kl. 10-15. Innritun f síma 687590. Tölvuskóu Reykjavíkur Qi tölvufræðsla Borgartúni 28, s. 687590 HAFNARFJARÐARBÆR hefur latið arkitektastofiina Batteríið vinna frumáætlun að fíölnota iþróttahúsi með sætum fyrir 6.600 áhorfend- ur á félagssvæði Hauka í Hafnarfirði, Ásvöllum. Salurinn er ætlaður til íþróttleikja, vörusýninga og hljómleika- og tónleikahalds. Heildar- kostnaður við byggingu slíks hús er áætlaður 636 milljónir króna. Bæjarfulltrúar hafa kynnt ríkisst ins. Sturla Haraldssoiij formaður framkvæmdanefndar Ásvallasvæð- isins, sagði að auk sæta fyrir 6.600 manns væri áætlað að nokkur hundruð manns komist fyrir í stæði á handknattleikskappleikjum í hús- inu. Fyrirhugað hefur verið að Hafnarfjarðarbær ásamt knatt- spyrnufélaginu Haukum byggi íþróttahús á Ásvöllum. í stað þess • að standa einir að málum vilja þess- ir aðilar bjóða ríkinu samstarf um byggingu fjölnota íþróttahúss sem rætt hefur verið um að reisa fyrir jórninni áætlun um byggingu húss- heimsmeistaramótið í handknatt- leik 1995. Gert er ráð fyrir að áhorfenda- svæði verði allt í kringum kepnis- völlinn á tveimur hæðum. Grunn- flötur jarðhæðar verður 5.980 fer- metrar en heildarstærð hússins, með efri svölum, 7.740 fermetrar. Úr forsal hússins verða fjórir inn- gangar að áhorfendabekkjum í sal en auk þess verður gegnt á efri áhorfendapalla um stiga í hveiju horni forsalarins. Gert er ráð fyrir stólapöllum sem hægt er að draga að veggjum. í sal er gert ráð fyrir 4.100 stólum með bökum sem verða í húsinu til frambúðar. Á efra gólfi verður komið fyrir bekkjum fyrir 2.500 manns sem yrðu teknir niður að þeimsmeistaramótinu loknu. Á æfingum rúmast á gólfi salar- ins 3 handknattleiksvellir, 20 bad- mintonvellir, 4 tennisvellir, 4 körfu- boltavellir eða 10 blakvellir. Auk þess er möguleiki að koma fyrir hlaupabraut í efri áhorfendastúku með því að fjarlægja áhorfenda- bekki þaðan. Sturla sagði að það tæki um þijú ár að reisa húsið sem yrði að öllu leyti byggt með innlendu efni og hugviti. Ráðgert er að reisa stein- steypta bogagrind með Iímtrésein- ingum sem eru einangraðar og klæddar stáli að utan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.