Morgunblaðið - 27.03.1990, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990
«
Bragðgott
og brakandi
u jonnwn & Kaaber hf
SÍMI: 91 -24000
Nú fást hvítu hrísgrjónin
einnig í stærri pakkningum.
Heildsölubirgðir:
K. KARLSSON.vCO.
Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 B2 32
Undankeppni Islandsmótsins í sveitakeppni:
„MYND SEM HRÍFUR MANN
TILINNSTA KJARNA
og leikur Tom Cruise skilgreinir allt, sem er best
við myndina. Það vekur hroll og aðdáun, þegar mað-
ur sér framvindu leiks hans. „Born on the Fourth
of Juiy' tengir stríð með vopnum erlendis stríði sam-
viskunnar heima f yrir/' - vincent Canby, new york times.
★ ★ ★ ★ (HÆSTA EINKUNN)
„FRÁBÆR. „Born on the Fourth of July" er ein af
tíu stórhrotnustu myndum þessa áratugar."
- Dunn Gire, CHICAGO DAILY HERALD.
Morgunblaðið Arnór
Bræðurnir Grettir og Frímann Frímannssynir spila gegn Val Sigurðs-
syni og Sigurði Vilhjálmssyni (Modern Iceland). Þrátt fyrir sigur
hinna fyrrnefndu, sem voru á heimavelli, hafa þeir oft verið farsælli.
Margar þekktar bridskempur komu til að fylgjast með og voru
málin krufin til mergjar í hálfleik. Talið frá vinstri: Friðrik Baldvins-
son, Alfreð D. Jónsson og Armann Helgason.
Siglfirðingar verða full-
trúar landsbyggðarinnar
í úrslitunum um páskana
AN OLniK STONE PICTURE
BORA'the
ÞRUMU-
KVIKMYND
___________Brids_____________
ArnórRagnarsson
SVEITIR Samvinnuferða/Land-
sýnar, Modern Iceland, Ólafs
Lárussonar, Asgríms Sigur-
björnssonar, Tryggingamið-
stöðvarinnar og Símonar Símon-
arsonar tryggðu sér rétt til að
spila til úrslita um íslandsmeist-
aratitilinn í keppni sem fram fer
um bænadaga og páska. Fjórar
fyrrnefhdu sveitirnar unnu sína
riðla í undankeppninni sem fram
fór á Akureyri um helgina en
tvær hinar síðarnefndu hrepptu
uppbótarsæti skv. sérstökum
reglum. Auk þessara sveita spila
í úrslitum sveitir Flugleiða og
Verðbréfamarkaðs íslands-
banka.
Sigursveitirnar byijuðu mótið af
miklum krafti og vissu sem var að
vel varð að halda á því aðeins ein
sveit af átta var örugg í úrslit. Má
nefna sem dæmi að sveit Olafs
Lárussonar vann einn hálfleikinn
með 58 stigum gegn 0. Sveit Ólafs
var eina sveitin sem vann alla leik-
ina í undankeppninni. Siglfirðing-
arnir töpuðu engum leik en gerðu
tvö jafntefli.
Nokkur taugatitringur gerði vart
við sig í næstsíðustu umferðinni en
þá áttu sigursveitirnar flestar
möguleika á að tryggja sér rétt í
úrslitin sem þær og gerðu. Eini
fræðilegi möguleikinn í síðustu
umferðinni var í B-riðli þar sem
„Ein áhrif a-
mesta mynd
áratugarins.
Tom Cruise
leikur af
slíkum
ástríðu-
þrótti, að
það lætur
engan ó-
snortinn."
- Rex Reed,
ATTHEMOVIES.
„Tom Cruise
tekst af-
burða vel
upp í f ram-
úrskarandi
mikilli
mynd. Hann
vex við hvert
atriði og ber
myndina
uppi á hetju-
legan hátt."
- Richard
Corliss, TLME.
★ ★ ★ ★ Mbl. A.I.
FOiiit'rn
o,;i ijly
LAUGA
Sýnd kl. 5 - 8.50 og 11.20
Bönnuð innan 16 ára
Ungir og vaxandi spilarar, bræðurnir Ólafúr og Steinar Jónssynir frá
Siglufirði. Þeir taka þátt í úrslitunum í fyrsta sinn ásamt föður sínum
og bræðrum hans. Hér eru þeir með móður sinni Björk Jónsdóttur.
sveit Mpdern Iceland hreppti efsta
sætið. í þessum riðli var keppnin
hvað jöfnust og a.m.k. fjórar sveitir
sem hafa spilað í úrslitum á árum
áður.
Efstu sveitir í A-riðli:
Samvinnuferðir/Landsýn 156
Brynj ólfur Gestsson 117
B/MVallá 117
Jón Þorvarðarson 115
Efstu sveitir í B-riðli:
Modern Iceland 139
Harðarbakarí 119
Delta 118
Grettir Frímannsson 117
Efstu sveitir í C-riðli:
Ólafur Lárusson 161
Tryggingamiðstöðin 151
Sigmundur Stefánsson 105
Ármann J. Lárusson 103
Efstu sveitir í D-riðli:
Ásgrímur Sigurbjörnsson 152
Símon Símonarson 147
Sveinn R. Eiríksson 115
Júlíus Snorrason 109
Fyrsta varasveit mun skv. þessu
vera Harðarbakarí á Akranesi.
Skagamenn spiluðu einhvern mesta
hasarleik mótsins gegn sveit Þor-
steins Bergssonar af Austurlandi.
Að sögn Alfreðs Viktorssonar mátti
vinna „slemmu“ í þriðjungi spilanna
auk annarra uppákoma en heita
mátti að flest spil leiksins væru
villt á einhvern hátt. Væntanlega
verður sagt frá einu spilanna í dag-
legum þætti blaðsins.
Keppendur áttu margir hverjir í
mesta basli með að komast að og
frá keppnisstað. Bæði Skagamenn
og Hafnfirðingar voru í vandræðum
með að komst yfir Holtavörðuheiði
á spilastað og í mótslok var allt
ófært suður fram á mánudag.
Skipulag mótsins var til fyrir-
myndar. Nokkuð var þröngt um
spilara í lokuðum sal og athygli
vakti að leyfðar voru reykingar.
Keppnisstjóri var Agnar Jörgens-
son.
Bridsdeild
Húnvetningafélagsins
Hafinn er fimm kvölda barometer-
tvímenningur með þátttöku 32 para.
Staðan eftir fyrsta kvöldið:
Jón Olafsson —
Ólafur Ingvarsson 111
Gísli Tryggvason —
Tryggvi Gíslason 103
Baldur Ásgeirsson —
Hermann Jónsson 88
Magnús Sverrisson —
Guðlaugur Sveinsson 75
Sigurþór Þorgrímsson — •
Steinn Sveinsson 54
Næsta spilakvöld er á miðvikudaginn
kemur í Skeifunni 17 og hefst spila-
mennskan kl. 19,30.
Bridsdeild
Rangæingafélagsins
Lokið er átta umferðum af 17 í baro-
meternum. Staða efstu para:
Páll Bergsson —
Björgvin Víglundsson 53
Daníel Halldórsson —
Þorfinnur Karlsson 52
Sveinn Sæmundsson —
Jóhanna Guðmundsdóttir 32
Birgir ísleifsson —
Gunnar Alexandersson 29
Loftur Pétursson —
Karl Nikulásson 27
Næstu umferðir verða spilaðar nk.
miðvikudagskvöld kl. 19,30 í Ármúla
40.
Sími 32075