Morgunblaðið - 27.03.1990, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990
17
Við brosum líka
eftir Sigríði
Kristinsdóttur
Eins og fram hefur komið í Qöl-
miðlum fer nú fram stjórnarkjör í
starfsmannafélagi ríkisstofnana.
Þar býður sig nú fram til starfa
fólk sem telur kominn tíma til að
breyta til, opna félagið og örva
það í kjarabaráttunni. Ekki veitir
af eins lág og jaun félagsmanna
SFR eru. Einar Olafsson, formaður
SFR, skrifar grein í Morgunblaðið
um síðastliðna helgi og fer þar
orðum um þetta nýja framboð.
Þar beinir hann sérstaklega orðum
til mín, sem býð mig fram til for-
mennsku í félaginu. Svo er helst
að skilja á Einari Ólafssyni að
hann telji að hið nýja framboð
okkar sé til komið vegna broslegra
smámuna.
Ekki ætla ég að Einari Ólafs-
syni finnist það broslegt á hve lág-
um launum félagsmenn SFR eru.
Honum virðist hins vegar finnast
broslegt að gera kröfugerð fyrir
samninga, hvað þá halda launa-
málaráðsfundi og trúnaðarmanna-
fundi tilþess að móta slíka kröfu-
gerð. Og hreinir smámunir, eflaust
broslegir, að við skulum hafa kippt
okkur upp við að sparkað hafi
verið í einn stjórnarmann eftir sex
ára gott samstarf — að sögn form-
annsins.
Einar minn, þrátt fyrir samstarf
við þig á liðnum árum þá hefur
okkur oft greint á, bæði í samn-
ingsgerð og samningum. I SFR er
fólk á skammarlega lágum launum
og ég hef ætíð haldið því fram að
við eigum að halda uppi kröfu um
að stórhækka þessi laun. í samn-
ingunum 1989 var gerð tilraun til
þess en árangurinn hefði mátt vera
betri. Eg fría mig §kki ábyrgð á
þeim samningi né þeim sem var
þar á undan, enda fórum við sjúkr-
aliðar þar fram með kröfur sem
urðu til þess að allt félagið fékk
kjarabót. Ég leyfi mér hins vegar
Sigríður Kristinsdóttir
„Það er mín skoðun að
önnur heildarsamtök
en okkar hafi ráðið of
miklu við gerð síðustu
samninga.“
að fría mig ábyrgð á þeim samn-
ingi sem nýlega var gerður. Það
er vissulega mikilvægt að ná niður
verðbólgu og vöxtum þótt einhver
bið virðist ætla að verða á hinu
síðarnefnda. Það þarf hins vegar
enginn að segja okkur að aðeins
sé hægt að gera þetta með því að
halda launum eins hraksmánarlega
lágum og þau eru. Hins vegar
verður þetta gert svo lengi sem
við leyfum það. Og þá erum við
komin að kjarna málsins. Þessu
verður aldrei breytt fyrr en fólk
er virkjað í kjarabaráttu og fær
tækifæri til að setja fram kröfur
um kjör sem hægt er að lifa af.
Fólk er að ræða þetta hvarvetna
á vinnustöðum og það ætlast til
þess að hlustað sé á það.
Alþjóðaleik-
húsdagurínn
eftir Birgi
Sigurðsson
Fyrir'um það bil tvö þúsund
og íjögur hundruð árum voru
skrifaðir og leiknir harmleikir og
gamanleikir í grísku borgríki sem
hét Aþena. Þá réð þar um skeið
góðviljaður og vitur Aþeningur
sem þótti þessi leiklist svo mikils-
verð að hann skipaði svo fyrir að
almenningur skyldi fá ókeypis á
leiksýningar. Þessir leikir voru svo
djúptækir og nærgöngulir í fram-
setningu og afhjúpun á mannlegri
hegðun, samspili æðri og lægri
hvata og skírskotun til mannlífs-
ins að betur hefur ekki tekist
síðan. Nútíma leikhús á Vestur-
löndum rekur uppruna sinn til
þessa gríska leikhúss. Þangað
eiga líka grímur tvær, sem hafa
orðið tákn leiklistar um víða ver-
öld, rót sína að rekja og þó reynd-
ar enn lengra aftur. Önnur griman
er tákn hins mesta hláturs: Þegar
hláturinn er orðinn svo mikill að
næsta stig er grátur. Hin gríman
er tákn hins mesta harms: Þegar
harmurinn er orðinn svo mikill að
næsta stig er hlátur. Milli þessara
tveggja andstæðna, sem eru þó
svo nátengdar að þegar annarri
sleppir tekur hin við, er veruleiki
leikhússins. Svo í dag sem í gær.
Svo á íslandi árið 1990 eftir Krist
sem í Aþenu 400 fyrir Krist. Og
svo nákomin er leiklistin lífinu að
við gætum allt eins látið þessar
tvær grímur hláturs og harms
tákna mannlífið sjálft, kannski að
viðbættri þriðju grímunni: Svip-
lausri grímu tómlætisins. En hvað
sem menn annars gera við sjálfa
sig fer enginn í leikhús til að yrkja
tómlæti sitt. Þangað fara menn
til að leita sér lífs. Og þegar
heppnin er með, þegar vel er skrif-
að og vel er leikið, þegar hinn
mesti hlátur er svo innilegur og
hin mesta sorg svo djúp að ekki
verður lengur skilið milli leiks og
lífs, þá er ekki lengur spurt hver
leikur, hver skrifar, hver stjórnar,
hver horfir á. Þá er svið og vegg-
ir og loft og gólf numið burt og
hið eiginlega leikhús verður til:
Fágæt og dýrmæt reynsla sem
færir okkur nær sjálfum okkur,
nær hvert öðru, brúar bilið milli
manns og manns um stund, fáein,
ósvikin andartök.
Um nokkurt skeið hefur verið
hörgull á góðviljuðum og vitrum
landstjórnarmönnum, svipuðum
þeim og var í Aþenu fyrir 2400
árum. Og ekki er mjög líklegt nú
á tímum að stund í leikhúsi, þótt
dýrmæt sé, vegi þungt í mann-
skæðri leit okkar að betra lífi.
En hún hjálpar okkur að halda í
horfinu og það er ekki svo lítið.
Með það í huga halda liðsmenn
leikhúsa um allan heim alþjóða-
leikhúsdaginn hátíðlegan.
Höfundur er rithöfundur.
Það er mín skoðun að önnur
heildarsamtök en okkar hafi ráðið
of miklu við gerð síðustu samn-
inga. Það er líka skoðun mín að
samningarnir hefðu orðið öðru vísi
ef félagsmönnum og fulltrúum
þeirra hefði verið gefinn kostur á
því að móta kröfugerð í stað þess
að láta þá taka við gerðum hlut.
Þess vegna finnst okkur það ekki
vera smámunir þegar talað er um
að breyta starfsaðferðum innan
SFR og virkja almenna félagsmenn
við samningagerð og annað starf
á vegum félagsins.
Okkur finnst ekkert broslegt
við að fólk sem býr við lág laun
vilji fá meira í sinn hlut. Og þótt
Einar Ólafsson telji að nú þurfum
við að fara að hyggja að hinum
stóru málum, eins og „byggingu
stórrar álverksmiðju og nýjum
orkuverum“ í því sambandi, þá
erum við mörg innan SFR sem
teljum að í okkar húsi sé verk að
vinna.
Einar minn, þetta er hvorki
smámunasemi né broslegt. Hins
vegar munum við öll brosa þegar
félagsmenn SFR taka höndum
saman um að efla samtök sín og
í framhaldi af því rétta kjörin.
Höfundur er sjúkraliði.
SKEGGJAÐI
BURSTINNL.
.... nærþvísem
aðrirná ekki.
Sérlega sterkurog þolir
sjóðandi vatn.
Fæst íflestum
verslunum.
Heildsöiubirgðir:
Burstagerðin hf., sími 656100.
Launaforrit sem hentar fyrir alla
alménna launaútreikninga. Það
þarf aðeins að slá inn lágmarks-
upplýsingar, LAUN sér um allt
annað.
LAUN, sem er einnig þekkt sem
Rafreiknislaun erí notkun í
500 fyrirtækjum og mun vera
mest notaða launaforritið á
íslandi.
AthugiO aö LAUN sér um allt sem snýr aö staögreiöslu skatta.
LAUN fæst í næstu tölvuverslun.
Einar J. Skúlason hf.
Grensásvegi 10, 108 Reykjavík. Sími (91) 686933
TÓNA-LITGREINING
og fatastflsnámskeið
Litgreining:
★ Þínir bestu litir, viðskipta-, sport- og samkvæmislitir,
förðun o.fl.
Fatastílsnámskeið:
★ Persónuleg námskeið um hvaða fatasnið henta þinni
líkamsbyggingu og hvaða fatastíll fer þér best.
MÓDELSKOLINN JANA, Skeifunni 19, sími 686410.
Gjafakort, einka-, hóp- og hjónatímar.
Þú getur lækkað
fargjaldið þitt
Innlegg í ferðasjóðinn
1000 krónur
Handhafi þessa seðils sparar sér 1000 krónur
ef hann staðfestir ferð til Costa del Sol,
Mallorka eða Algarve í Portúgal fyrir 1. maí.
Hver einstaklingur getur skilað einum miða
þannig að fimm manna fjölskylda sparar sér
fimm þúsund krónur o.s. frv.
Ekki skiptir máli hvenær sumars ferðirnar
eru farnar. ,
Fylgist með auglýsingum okkar á
næstunni til að fá fleiri miða.
4 4
URVAL- UTSYN
Orugg þjómuta um allan beim
Álfabakka 16, sími 60 30 60 og Pósthússtræti 13, sími 26900.
i
i
t
. í í Í.IÍ9V3 í ( í í ilrííl
13 j