Morgunblaðið - 27.03.1990, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990
19
Kaffi og kransæðadauði
eftirHrafh V.
Friðriksson
íslendingar eru mikið fyrir kaffi-
sopann og margir hverjir eru sötr-
andi kaffi allan liðlangan daginn.
Bijóstsviði og jafnvel lífshættu-
leg maga- og skeifugarnarsár voru
algengir fylgikvillar mikillar kaffi-
drykkju en nú er þeim haldið niðri
með dýrum lyfjum. Of mikil kaffi-
drykkja veldur einnig svefnleysi og
er streituvaki en streita er áhættu-
þáttur hjarta- og æðasjúkdóma.
Færri er kunnugt um að kaffi-
drykkja í sjálfu sér er sjálfstæður
áhættuþáttur kransæðadauða og
veldur einnig hækkun á blóðkóleste-
róli, sem er einn þekktasti áhættu-
þáttur hjarta- og æðasjúkdóma. Um
helmingur allra ísiendinga deyr úr
hjarta- og æðasjúkdómum og marg-
ir fyrir aldur fram.
Engar íslenskar rannsóknir hafa
verið gerðar á hugsanlegu sam-
bandi kaffidrykkju og hjarta- og
æðasjúkdóma.
í nýlegri norskri rannsókn á um
39.000 körlum og konum 35-54 ára
gömlum, sem fylgt var eftir í 6,4
ár og voru án einkenna um hjarta-
og æðasjúkdóma í byijun, var sýnt
fram á 13,1% hækkun á blóðkól-
esteróli hjá körlum og 10,9% hækk-
un hjá konum, miðað við minnstu
og mestu kaffineyslu. Slík hækkun
á blóðkólesteróli (um 0,5
mmól/lítra) getur í sjálfu sér aukið
tíðni kransæðadauða um 10-20%
samkvæmt öðrum norskum rann-
sóknum, og hefur þá verið tekið
tillit til annarra áhættuþátta.
Hrafin V. Friðriksson
„Minni kaffidrykkja er
ein ódýrasta forvörnin
gegn ótímabærum
kransæðadauða. “
Rannsóknarmönnum þótti for-
vitnilegt að athuga hvort áhættan
á kransæðadauða ykist eftir því sem
fleiri kaffibollar væru drukknir.
Kom í ljós, eftir að búið var að taka
tillit til aldurs, heildarblóðkólester-
óls, háþéttniblóðkólesteróls (góða
kólesterólið), blóðþrýstings og
sígarettureykinga, að hlutfallsleg
áhætta var 2,2 fyrir karla og 5,1
fyrir konur, sem drukku níu bolla
af kaffi eða meira á dag, miðað við
þá sem drukku minna en einn bolla
á dag. Dánartíðni hækkaði jafnt og
þétt hjá körlum, sem drukku tvo
eða fleiri kaffibolla á dag.
Athyglisvert er einnig að hlut-
fallsleg áhættuaukning á krans-
æðadauða við að drekka tveimur
bollum af kaffi meira á dag sam-
svarar því að reykja 3,5 (konur) til
4,3 (karlar) sígarettum meira á
dag, að efri mörk blóðþrýsings auk-
ist um 6,9 mm Hg (karlar) til' 11,2
mm Hg (konur), að heildarblóðkól-
esteról aukist um 0,47 mmól/1 (karl-
ar) til 0,74 mmól/1 (konur) eða
háþéttniblóðkólesteról (góða kól-
esterólið) minnki um 0,24 mmól/1
til 0,39 mmól/1.
Þessar niðurstöður styðja þá
skoðun, að kaffidrykkja getur aukið
tíðni kransæðadauða fram yfir þá
aukningu' sem nemur hækkun á
blóðkólesteróli af hennar völdum.
Minni kaffidrykkja auðveldar einnig
streitustjórnun, sem aftur getur
dregið úr áhættuhegðun t.d.
reykingum, lækkað blóðkólesteról
og blóðþiýsting, sem hver um sig
er sjálfstæður áhættuþáttur krans-
æðadauða.
Til mikils er að vinna með minni
kaffidrykkju. Minni kaffidrykkja er
ein ódýrasta forvörnin gegn ótíma-
bærum kransæðadauða og bætir
andlega líðan fólks.
Höfundur er yfirlæknir í
heilbrigðisráðuneytinu.
Vinningstölur laugardaginn
24. mars ’9CL
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5al5 0 2.318.128
2. - TM 3 134.370
3. 4af 5 110 6.321
4. 3af 5 3.759 431
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
5.038.908 kr.
LLÍUJL')
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 -
LUKKULINA
991002
?OLO — I>ýskur sendibíll
minni stærdarflokki sér-
staklega gerður fyrir
hverskonar
atvinnu-
rekstur
❖ ALHLIÐA PIPULAGNIR HF
❖ AMAIÖR LJÓSMYNDAVÖRUR HF
❖ FAXAMJÖL HF
❖ HEBRON HF
❖ KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ HF
❖ KURANT HF
í* MALARNAM NJARÐVIKUR HF
NATHAN & OLSEN HF
:♦ Ó. JOHNSON & KAABER HF
►:♦ ORKA HF
* SKELJUNGUR HF
►:♦ SKÓVERSLUN KÓPAVOGS
HVERS VEGNA?
Spameytínn - Lipur í akstrí
Lág bilanatíðni
Kraftmikill - Auðveld hleðsla
Örugg þjónusta
HF
Laugavegi 170-174 Slmi 695500
r lYi.a. völdu VW 1*010 lil að þjóna sínu íVrirbvki:
POLO
Kjörið tækifæri til aukinnar hagkvæmni