Morgunblaðið - 27.03.1990, Page 21

Morgunblaðið - 27.03.1990, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990 21 Ferming, -stór stund í lífi hvers unglings. Mikið stendur til, ættingjar hittast og gleðjast saman. Þá kemur Duni til sögunnar. Fallegir dúkar, servéttur, kerti og fleira, í litum sem fara vel við öll matar- og kaffistell. Allt til að gera veisluna eftirminnilegri. Dúkarúllur á öll borð í fjölda lita. Pappadiskar fyrir stórveislur. Hagkvæm lausn án uppvasks. Kerti, sem lýsa upp veisluna. Ríkulegt lita- úrval. Einnota glös, kristaltær og falleg. Servéttur, í miklu litaúrvaii. Duni T>i ini. Ný staðsetning Bláa lónsins í athugun Morgunblaðið/Árni Jónsson Staðsetning nýrrar baðaðstöðu í hlíðum Þorbjarnar. Það skal tekið fram að hótelbyggingin tengist verkefni Árna en ekki aðalskipulagi. Grindavík. BÆJARSTJÓRN Grindavíkur hefur nú til umfjöllunar drög að aðal- skipulagi þar sem svæðið norðan kaupstaðarins við Þorbjörn og Svartsengi, þar með talið svæðið umhverfis orkuver Hitaveitu Suður- nesja, er til umljölluiiar. Ein þeirra hugmynda sem er til umræðu er hvort heppilegt yrði að flytja núverandi aðstöðu Bláa lónsins nær Þorbirni. Það sem helst hefúr vafist fyrir bæjarsljórnarmönnum er kostnaður því fylgjandi. Stjórn Hitaveitu Suðurnesja hefur unnið kostnaðáætlun þar sem fram kemur að kostnaður við að dæla vatni frá orkuverinu á nýjan stað yrði um 50 milljónir. „Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í viðtali við Morgunblaðið að sýnt væri að tæknilega væri þetta mögulegt. Hann sagði að engar ákvarðanir hefðu verið teknar hvorki af bæjarstjórn Grindavíkur né stjórn HS. Árni Jónsson, landslagsarkitekt, hefur unnið að aðalskipulagi fyrir Grindavíkurbæ að undanförnu. Hann gerir ráð fyrir að aðstaðan verði staðsett undir norðvesturöxl Þorbjarnar þar sem skjólgott er og hafa þær hugmyndir fallið bæjar- stjórnarmönnum vel, m.a. er bent á að styttra yrði að leggja skólplagnir og annað sem tengist bænum. Árni Jónsson sagði í viðtali við Morgunblaðið að hann hefði valið sem lokaverkefni í arkitektúr við Tónleikar í Norræna húsinu Tónlistar- . ----- skólinn í yjfc Reykjavík held- ur tónleilra f eru fyrri hluti Sigurdríf einsöngvaraprófs Jónatansdóttir Sigurdrífar Jóna tansdóttur, messósópran, frá skólan- um. Á efnisskránni eru sönglög eft- ir Mozart, Schumann, Granados, Mahler, Jón Þórarinsson og Atla Heimi Sveinsson. Lára Rafnsdóttir leikur með á píanó. Sigurdríf hefur stundað nám við söngdeild Tónlistarskólans frá 1981 og hefur Elísabet Erlingsdóttir verið kennari hennar. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Arkitektaskólann í París í Frakk- landi að skipuleggja svæðið við varmaorkuverið við Svartsengi. Hann hefði safnað upplýsingum um svæðið og unnið út frá þeim. Árni sagðist hafa fengið styrk frá Hita- veitu Suðumesja í byijun. „Svo virðist sem afstaða mín hafi fallið bæjarstjórn Grindavíkur vel í geð og í framhaidi af verkefninu fékk hún mig til að vinna að nýju aðalskipulagi sem nær yfir svæðið norðan við bæinn,“ sagði Árni. „Hugmyndir mínar stjórnast af skynsemissjónarmiði og ég geri ráð fyrir að sem minnst verði hróflað við umhverfinu sjálfu og hraunið verði verndað svæði. Þó geri ég ráð fyrir akvegi vestur fyrir við Eldvörp- in og norður fyrir, því tel ég svæðið vestan við fjallið rétt við Selskóg heppilegan stað. Þar er skjól fyrir suðvestan átt og einnig skjól fyrir hávaða frá orkuverinu og bílaum- ferð.“ Samkvæmt hugmyndum Árna myndi rísa hótel í hlíðum Þorbjarnar og yfirbyggt lón með tvískiptri bað- aðstöðu auk annarra þátta sem snerta þjónustu við ferðamenn og gesti. Ymislegt mælir með því að núver- andi aðstaða verði flutt. Bent er á slysahættu og erfiðleika við að hemja lónið. Bláa lónið er affallslón .og það skerðir athafnarými orku- versins að hafa baðaðstöðu í því. Hitaveitan hefur í hyggju að setja upp nýja hljóðdeyfa sem lenda hugs- anlega í miðju lóninu. Þá hefur ver- ið bent á að til að hljóta alþjóðlega viðurkenningu ferðamálaráða og heilbrigðisráða verður að vera fyrir hendi aðlaðandi og hljóðlátt um- hverfí „Við bíðum eftir skipulagsmynd- um áður en nokkur ákvörðun verður tekin,“ sagði Jón Gunnar Stefáns- son, „þetta er mikið verkefni og dýrt og erfitt að sjá það í fram- kvæmd." Hann sagði að sjálfsagt yrði leitað að samstarfsaðilum til verksins ef úr yrði, bæði erlendra og innlendra. Árni sagði að verkefnavalið hefði stjórnast að einhveiju leyti af því að hann er fæddur og uppalinn Grindvíkingur, en hann er sonur Jóns Árnasonar sem var sóknar- prestur í Grindavík um langt skeið. Einnig hefði Arkitektaskólinn gert kröfu um flókið verkefni en ekki endilega bæjarskipulag. Þá sagði Árni að honum þætti áhugavert að vinna með vatn og umhverfi. - FÓ Fyrstu fermingarnar 1. apríl: Um 95% barna í ár- ganginum fermast REIKNAÐ er með að svipaður fjöldi barna fermist á landinu í ár og í fyrra, eða um 4.000 börn, að sögn Bernharðs Guðmunds- sonar, fréttafiilltrúa Þjóðkirkjunnar. í fyrra fermdust 3.812 börn. I Reykjavíkurprófastdæmi er gert ráð fyrir svipuðum Qölda ferminga og í fyrra, eða á milli 1.400-1.500, að sögn Guðmundar Þorsteinssonar, sóknarprests í Árbæjarprestakalli. Fyrstu fermingarnar verða 1. apríl næstkomandi og þær munu standa út aprilmánuð. Guðmundur sagði að reynslan hefði ver- ið sú að meginþorri barna í árganginum fermist, eða allt að 95%. Guðmundur sagði að undir- búningur fyrir fermingarnar hefði staðið í skólum landsins frá því í seinni hluta septembermán- aðar og væri undirbúningur nán- ast farinn að fylgja skólaárinu. Hann sagði að þarna hefði orðið breyting á því fyrir nokkrum árum hefði undirbúningur yfir- leitt ekki hafist fyrr en eftir ára- mót. Tekin var upp sú nýbreytni á síðastliðnu ári að efna til sam- veru fyrir fermingarbörn á undir- búningstímanum í Skálholti. Guðmundur sagði að börnin hefðu dvalist þar í einn sólar- hring í nóvember og hefði það mælst vel fyrir meðal þeirra. Kjalarnesprófastdæmi reið á vaðið með samveruna í Skálholti en meirihluti söfnuða í Reykjavíkurprófastdæmi fylgdi fordæminu og til stendur að end- urtaka samveruna í ár. Aðspurður um það mikla til- stand sem fylgir fermingum íslenskra sagði Guðmundur: „Við lifum í efnishyggjuþjóðfélagi og þess hlýtur að sjá stað í ferming- um íslenskra barna. íslendingar lifa hátt. En fenningin er stór þáttur í lífi barna og foreldra og það hlýtur að fylgja efnum og ástæðum hve rausnarlegar gjaf- irnar eru. Yfirleitt eru þetta nyts- amar gjafir. Því er ekki að neita,“ sagði Guðmundur, „að margir sjá gróðaveg í fermingum barna og þau bera sig saman hvert við annað. Það hlýtur að vera á valdi hvers og eins hvað hann gerir í þessu sambandi, enginn getur skipað fólki fyrir verkum í þessum efnum. En við hljótum að benda á að fermingin er trúarhátíð og hún má ekki drukkna í ytra tilstandi,“ sagði Guðmundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.