Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990 Reuter Mótmæli í Ulan Bator Leiðtogi mongólskra lýðræðissinna ávarpar þúsundir Mongólíumanna í miðborg Ulan Bator á sunnu- dag. Mótmælendurnir héldu því fram að leiðtogar landsins hefðu svikið loforð um að koma á lýðræðis- umbótum í landinu. Azerbajdzhan: Armenar lífláta níu Az- era í árás á þrjú þorp Moskvu. Reuter. dpa. VOPNAÐAR sveitir armenskra þjóðernissinna réðust á þrjú þorp í héraðinu Kazakh í Az- erbajdzhan á laugardag og féllu a.m.k. qíu menn í árásinni, að sögn TASS-fréttastofúnnar. í gær varð strætisvagn fyrir skothrið í hinu umdeilda héraði Nagorno-Karabakh. Farþegar voru allir Azerar og beið einn þeirra bana í árásinni og fjórir særðust. Talið er að armenskir öfgamenn hafi verið að verki. Samkvæmt frétt TASS réðust vopnaðar sveitir Armena inn í þijú þorp, Baganis Airum, Pirili og Chaily, á laugardag og gengu ber- serksgang. Skutu þeir af sjálfvirk- um byssum í allaráttir og í Bagan- is Airum kveiktu þeir í átta hús- um. í einu þeirra brann fimm manna ijölskylda inni. Að sögn TASS tengjast atburð- ir helgarinnar deilu Annena og Azera um Nagorno Karabakh. Hafa a.m.k. 180 manns beðið bana í átökum um héraðið frá því í fe- brúar 1988. Eistland: Rjúfa tengsl- in við Moskvu Moskvu. Reuter. HLUTI flokksdeildar kommúnista í Eistlandi ákvað á sunnudag að ijúfa tengslin við flokksstjórnina í Moskvu og stoína nýjan stjórn- málaflokk og feta þar með í fót- spor flokkssystkina í Litháen. Atkvæði á flokksþingi kommún- ista í Tallinn féllu þannig að 432 voru hlynntir því að ijúfa tengslin við Moskvu, þrír voru á móti og sex skiluðu auðu. Um það bil 250 fulltrú- ar tóku ekki þátt í atkvæðagreiðsl- unni og er búist við að þeir reynist flokksyfirvöldum í Moskvu hollir. Á flokksþinginu var samþykkt áætlun þar sem segir að markmið flokksins sé sjálfstæði landsins. Sovétríkin: Verkföll og þjóðaólga Moskvu. Reuter. VERKFÖLL og átök á milli þjóða og þjóðarbrota í Sovétríkjunum eru að ríða efhahagslífinu á slig og því enn brýnna en áður að koma þar á markaðsbúskap. Er þessi ályktun dregin af ýmsum hagtölum, sem birtar voru um helgina. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti tilkynnti á laugardag að hann hefði skipað nýtt forsetaráð sem mun leysa sljórn- málaráð kommúnistaflokksins, hina eiginlegu ríkisstjórn landsins, af hólmi. Vegna verkfalla og þjóðaólgu tap- aðist 9,1 milljón dagsverka á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs á móti 7,3 milljónum allt síðasta ár. Kemur þetta fram í dagblaði sovésku verka- lýðsfélaganna, Trúd, sem hefur upp- lýsingarnar frá sovésku hagstof- unni, og segir þar einnig, að þjóðar- framleiðslan í janúar og febrúar hafi verið 1% minni en í fyrra. Mið- að við þennan tíma hækkuðu laun hins vegar um 15,5% en það þýðir, að hin gífurlega mikla en óvirka eftirspurn, sem felst í því að eiga peninga, sem ekki er hægt að eyða, er enn að aukast. Commersant, dagblað sovésku samvinnufélaganna,'flutti þá frétt í síðustu viku, að ríkisstjórnin hefði þegar skipað fyrir um kerfisbreyt- ingar sem undanfara þess að taka upp „skipulagðan markaðsbúskap". Ef það sovéska heitið yfir vestrænt Míkhaíl Gorbatsjov Reuter hagkerfi. Fela ráðstafanirnar í sér nýtt verðmyndunarkerfi, erlenda ijárfestingu, lög um hlutaijármark- að og nýtt verð á landbúnaðarafurð- Samkvæmt frétt TASS-frétta- stofunnar er hlutverk forsetaráðsins að „gera ráðstafanir til að hrinda í framkvæmd meginþáttunum í inn- anríkis- og utanríkisstefnu Sov- étríkjanna og tryggja öryggi lands- ins_“. í nýja ráðinu eru tveir helstu stuðningsmenn Gorbatsjovs, Alex- ander Jakovlev, einn af riturum mið- stjórnar kommúnistaflokksins, og Edúard Shevardnadze utanríkisráð- herra; Dmítrí Jazov varnarmálaráð- herra, Vladímír Kríjutsjov, yfirmað- ur öryggislögreglunnar KGB, Júríj Masljúkov, yfirmaður ríkisáætlana, Staníslav Shatalin hagfræðingur, Albert Kauls, sérfræðingur í land- búnaðarmálum, Vadím Bakatín inn- anríkisráðherra, Valeríj Boldín, starfsmaður miðstjórnarinnar, og Júríj Osipíjan, formaður atkvæða- talningarnefndar fulltrúarþingsins. Það kom á óvart að Gorbatsjov skip- aði einnig tvo harðlínumenn, þá Benjamín Jarín verkalýðsforingja og Valentín Rasputin, rithöfund sem þekktur er fyrir rússneska þjóðernis- hyggju. Nikolaj Ryzhkov forsætis- ráðherra á sjálfkrafa sæti í hinu nýja ráði. Norrænir ráðherrar mótmæla Kaupmannahöfn. Reuter. POUL Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur, hvatti um helgina til alþjóðlegrar fordæmingar á að- gerðum Moskvustjórnarinnar gagnvart Litháum. Ingvar Carls- son, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Kjell Magne Bondevik, utanrík- isráðherra Noregs, skoruðu á Sov- étstjórnina að grípa ekki til vald- beitingar. „Danmörk er lítið land og við höf- um takmörkuð áhrif en einhver verð- ur að taka af skarið,“ sagði Poul Schlíiter í viðtali við danska daglaðið Berlingske Tidende. Hann sagði að hernaðarlegur og pólitískur þrýsting- ur Sovétríkjanan á Litháen væri „hneyksanlegur og óviðunandi“. „Litháar eru nágrannar okkar hand- an Eystrasaltsins og við líðiim ekki að skorið sé á tengsl okkar. Ég skora á aðrar þjóðir að fylgja fordæmi okkar,“ sagði Schliiter. Ingvar Carlsson sendi skeyti til Nikolais Ryzhkovs forsætisráðherra Sovétríkjanna þar sem hann hvetur Sovétstjórnipa til að beita ekki valdi í Litháen. „Ég vonast eftir skynsam- legri lausn. G/asnost-stefnan myndi bíða alvarlegan hnekki ef hervaldi væri beitt [í Litháen]," sagði Carls- son í samtali við sænska dagblaðið Dagens Nyheter. um. „A yfirborðinu er ekki að sjá að mikið taugastríð geisi“ - segir fréttamaður útvarpsins í Litháen í samtali við Morgunblaðið SPENNUFALL varð í deilu Litháa og sljórnvalda í Moskvu í gær og líta má á viðræður yfirvalda í Litháen við foringja hersins í höfúðborginni Vilnius sem straumhvörf. Var þetta mat Ojdrus Brokilas, firéttamanns útvarpsins í Vilnius, í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Allt er með kyrrum kjörum hér í Vilnius. í gær [sunnudag] bauð Æðsta ráð Litháens yfirvöld- um hersins í Vilnius til viðræðna. Seint í gærkvöldi ræddi Vytautas Landsbergis, forseti Litháens, við fulltrúa hersins og ákveðið var að setja á stofn nefnd þar sem eru fulltrúar stjórnvalda í Litháen annars vegar og hersins hins veg- ar. Tilgangurinn er að hefja við- ræður og er þessi þróun í sam- ræmi við óskir okkar. Þetta eru nokkurs konar straumhvörf. Og spennan er ekki líkt því eins mik- il og í gærkvöldi. Þá var orðrómur á kreiki um að herinn tæki þing- húsið og byggingar sjónvarpsins og útvarpsins á sitt vald. Herinn tók hins vegar fjórar byggingar á sitt vald í gær. Þar var um að ræða tvö hús sem eru hluti af höfuðstöðvum kommúnistaflokks Litháens og fyrrum menntaskóli flokksins sem reyndar var búið að taka undir aðra starfsemi. Fjórða húsið var Stjórnmálafræðistofnun Vilnius. Þessar byggingar eru enn á valdi hersins. En þær voru teknar án þess að til nokkurra átaka kæmi. Yfirmenn hersins sögðu að þetta væri gert að beiðni þess hluta kommúnistaflokksins sem er holl- ur Moskvustjórninni en að öllum líkindum er það yfirskyn. Fyrir utan menntaskólann standa 35 hermenn vörð. Annars sér maður ekki her- mennina á götum úti heldur haf- ast þeir við í herbúðum í borg- inni. Á yfirborðinu er ekki að sjá að mikið taugastríð geisi. í dag hafa samtök rússneskra þjóðernissinna sem eru hliðholl aðild Litháens að Sovétríkiunum útbýtt dreifiriti þar sem boðað er til útifundar fyrir framan þinghú- sið á morgun [þriðjudag]. Þessi samtök héldu útifund á sunnudag fyrir viku og þá tóku um 70.000- 80.000 manns þátt, hluti þeirra kom.frá Hvíta-Rússlandi og Lettl- andi.“ Sjálfboðaliðar enn skráðir Að sögn Brokila er ennþá verið að skrá sjálfboðaliða í her Lithá- ens í höfuðstöðvum Sajudis, sjálf- stæðishreyfingar Litháens, þrátt fyrir fyrirskipun Gorbatsjov um að því skyldi hætt. Ágreiningur hefur einnig spunnist um Litháa sem neita að gegna herþjónustu í Sovéthernum. Þeir hafast við á sjúkrahúsum eða heima hjá sér „en enginn leitast við að elta þá uppi,“ eins og Brokila orðaði það. Aðspurður um ferðir útlendinga til Litháens sagði Brokila að að- gerðir yfirvalda í Moskvu hefðu ekki bitnað á þeim sem komnir væru til Vilnius ef undaskildir eru tveir bandarískir starfsmenn sendiskrifstofunnar í Leníngrad sem vísað var á brott. „Ég túlka þessa aðgerð sem viðleitni til að sýna að Sovétríkin ráði ennþá ríkjum í Litháen — sem hluta af taugastríðinu. Hér eru samkvæmt opinberum upplýsingum 250 er- lendir fréttamenn og þeir fá að starfa í friði. Ég hef reyndar heyrt að fréttaritari Reuters-fréttastof- unnar hafi ekki fengið að koma hingað frá Moskvu á laugardag." Að sögn Brokilas hefur forsæt- isráðherra Litháens sagt frá því á fréttamannafundum að margs kyns tilboð hafi borist frá Vesturl- öndum um efnahagsaðstoð. „Við teljum víst að t.d. Svíþjóð og Danmörk séu reiðubúin að sjá okkur fyrir olíu grípi Sovétstjórnin til efnahagsþvingana." „Skil að erlend ríki bíði átekta“ Þegar Brokila var spurður um mikilvægi þess að sjáifstæði Lit- háens yrði viðurkennt erlendis svaraði hann: „Við skiljum að norræn ríki og vestræn skuli bíða átekta og sjái til hvort samskipti Litháens og Moskvustjórnarinnar batni og samningaviðræður hefj- ist. Fyrr munu þau að sjálfsögðu ekki viðurkenna sjálfstæðið. Því má ekki gleyma að mörg vestræn ríki viðurkenndu aldrei innlimun Litháens í Sovétríkin árið 1940.“ Eins sagði Brokila að Litháar skildu það vel ef Eistlendingar kysu að feta annan veg til sjálf- stæðis. „Eistland hefur ætíð haft aðrar hugmyndir um hvernig hinu sameiginlega takmarki, sjálf- stæði, skuli náð. Þar eru aðstæður aðrar þar sem einungis 60% íbú- anna eru Eistlendingar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.