Morgunblaðið - 27.03.1990, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990
27
Urslitakeppni Bikarmótsins í Reiðhöllinni:
Miklar sviptingar í úrslitunum
Hestar
Valdimar Kristinsson
Bikarmóti Reiðhallarinnar var
fram haldið á laugardag er fram
fóru úrslit í ölluin greinum. Hófst
keppnin fyrir hádegi en hlé gert
um hádegisbilið vegna vetrar-
uppákomu íþróttadeildar Fáks.
Var dagskrá fram haldið um
klukkan sex síðdegis.
Óhætt er að segja að miklar
sviptingar hafi orðið í öllum grein-
um og öllum aldursflokkum. Breytt-
ist röð keppenda mikið og í að
minnsta kosti þremur tilvika unnu
keppendur í fimmta sæti sig upp í
fyrsta sæti.
Sævar Haraldsson Fáki sigraði í
bæði tölti og fjórgangi fullorðinna
á Kjarna frá Egilsstöðum. Hafði
hann verið í fimmta sæti í fjórgang-
inum eftir forkeppnina. Annar í
tölti varð Hafliði Halldórsson á
Flosa frá Hjaltastöðum og Sigur-
björn Bárðarson þriðji á Prins en
hann varð annar í fjórgangn á Há-
koni frá Torfastöðum og Hinrik
Bragason á Darra þriðji. í fimm-
gangi sigraði Atli Guðmundsson á
Kol, Guðni Jónsson á Atlasi frá
Gerðum annar og Sigurbjörn Bárð-
arson þriðji á Kafteini.
Keppt var nú í fyrsta skipti í
flokki ungmenna en þar sigraði í
tölti Halldór Viktorsson, Gusti, á
Herði frá Bjarnastöðum, önnur varð
Hrönn Ásmundsdóttir, Mána, á Eldi
og í þriðja sæti Þorgerður Guð-
mundsdóttir, Mána, á Sóta sem
gerði sér lítið fyrir og sigi-aði í fyór-
gangi eftir að hafa verið í fimmta
sæti í forkeppninni. í fimmgangi
ungmenná sigraði Sigi-ún Erlings-
dóttir, Gusti, á Hreggi, annar Dan-
íel Jónsson, Fáki á Glettu og félagi
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Sigurbjörn Bárðarson fékk aflientan bikar sem fylgdi titlinum Hesta-
íþróttamaður ársins 1989. í lokaathöfn bikarmótsins var Sigurbjörn
fánaberi og sat Prins.
hans Sigurður Matthíasson varð
þriðji á Baldvini.
í tölti unglinga sigraði Þorvaldur
Þoi’valdsson, Fáki, á Giýtu, önnur
varð Berglind Árnadóttir, Herði á
Rífandi Gang og Elín Rós Sveins-
dóttir, Fáki. í fjórgangi sigraði
Maríanna Gunnarsdóttir, Fáki, á
Kolskeggi, Þorvaldur Þorvaldsson,
Fáki, á Grýtu og Aron Sverrisson,
Gusti, á Drang.
Stjarna mótsins í barnaflokki var
án efa Þóra Brynjarsdóttir, Mána,
því hún sigraði í bæði tölti og fjór-
gangi og hlaut auk þess ásetuverð-
laun Félags tamningamanna. Þóra
keppti á hestinum Gammi. í öðru
sæti í báðum greinunum varð
Guðmar Þór Pétursson, Herði, en
hann keppti á Mána. Þriðji í tölti
varð Victor Victorsson, Gusti, á
Snúði en þriðji í fjórgangi varð
Ragnar Ágústsson, Sörla, á Njáli.
Þóra Brynjarsdóttir tekur við
verðlaunum Félags tamninga-
manna úr höndum Trausta Þórs
Guðmundssonar.
Áð lokinni keppni fór fram verð-
launaafhending sem gekk hálf
brösulega til að byija með en allur
komst þó góðmálmurinn til skila
að endingu.
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
26. mars.
FISKMARKAÐUR hf.
Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 92,00 50,00 79,97 42,059 3.363.566
Þorskur(óst) 80,00 45,00 62,64 20,505 1.284.407
Ýsa 151,00 50,00 119,34 4,166 497.189
Ýsa (ósl.) 138,00 60,00 87,59 1,930 168.997
Karfi 63,00 20,00 38,52 1,828 70.419
Ufsi 32,00 20,00 29,32 0,770 22.576
Steinbítur 48,00 45,00 45,53 0,876 39.885
Langa 60,00 34,00 54,09 0,726 39.273
Lúða 400,00 315,00 356,17 0,133 47.370
Koli 80,00 35,00 49,95 1,198 59.838
Hrogn 170,00 170,00 170,00 0,178 30.260
Samtals 74,81 81,643 6.107.499
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 82,00 63,00 75,02 35,773 2.683.586
Þorskur(ósL) 79,00 52,00 69,80 22,320 1.557.862
Ýsa 163,00 95,00 144,81 1,151 166.675
Ýsa (ósl.) 128,00 77,00 106,09 1,170 124.121
Karfi 44,00 20,00 29,76 3,476 103.425
Ufsi 38,00 36,00 37,78 41,966 1.585.664
Steinbítur 58,00 40,00 42,43 2,340 99.290
Lúða 440,00 325,00 377,18 0,181 68.270
Skarkoli 65,00 39,00 50,30 2,040 102.603
Hrogn 170,00 25,00 163,85 0,148 24.250
Samtals 58,83 111,281 6.546.195
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 92,00 35,00 84,06 81,070 6.814.532
Ýsa 152,00 50,00 121,85 10,313 1.256.594
Karfi 46,00 33,00 37,84 1,855 70.191
Ufsi 10,00 10,00 10,00 0,088 880
Steinbítur 32,00 32,00 32,00 0,194 6.208
Langa 49,00 40,00 48,11 0,607 29.203
Lúða 350,00 100,00 232,38 0,330 76.685
Skarkoli 53,00 53,00 53,00 0,155 8.215
Keila 23,00 22,00 22,58 0,103 2.326
Skötuselur 150,00 140,00 149,43 0,400 59.770
Samtals 87,41 95,319 8.331.531
Selt var úr Hauki GK og dagróðrabátum.
FISKVERÐ AUPPBOÐSMORKUÐUM - YTRA
I VESTUR-ÞÝSKALAND 26. mars.
Hæstaverð Lægstaverð Meðalverð
(kr.) (kr.) (kr.)
Þorskur 89,69 82,52 86,11
Ýsa 215,26 97,58 156,42
Karfi 156,42 60,99 108,70
Ufsi 90,40 71,75 81,08
GÁMASALA í BRETLANDI 26. mars.
Hæstaverð Lægstaverð Meðalverð
(kr.) (kr.) (kr.)
Þorskur 147,64 95,25 121,45
Ýsa 188,92 155,58 172,25
Karfi 82,55 82,55 82,55
Ufsi 84,14 79,38 81,76
Vetraruppákoma á
Fáksvellinum
í mótshléi bauð íþróttadeild Fáks upp á vetraruppákomu á Fák-
svellinum, þar sem keppt var í tölti og gæðingaskeiði.
Úrslit í töltkeppninni urðu þessi:
Barnaflokkur, 14 keppendur: 1.
Davíð Jónsson á Vini, 2. Jóhanna
Classen á Blíðu, 3. Lilja Jónsdótt-
ir á Gáska, 4. Steinar Sigurbjörns-
son á Lipurtá, 5. Ragnheiður
Kristjánsdóttir á Roða.
Unglingaflokkur, 15 keppend-
ur: 1. Edda Rún Ragnarsdóttir á
Sörla, 2. Gísli Geir Gylfason á
Ófeigi, 3. Sigurður Matthíasson á
Blesa, 4. Svava Kristjánsdóttir á
Glóstjarna, 5. Daníel Jónsson á
Tvisti.
Kvennaflokkur, 13 keppendur:
1. Þórdís Sigurðardóttir á Sókrpn,
2. Sigríður Benediktsdóttir á Ár-
vakri, 3. Kristbjörg Eyvindsdóttir
á Hetti, . 4. Maaike Burggrafer
á Drangi, 5. Fríða Steinarsdóttir
á Brynju.
Karlaflokkur, 26 keppendur:
1. Gunnar Gunnarsson á
Stíganda, 2. Sigurbjörn Bárðar-
son á Biskupi, 3. Gunnar Árnason
á Ör, 4. Álfur Þráinsson á Rökkva,
5. Benedikt G. Benediktsson á
Platon.
í gæðingaskeiði voru keppend-
ur 17. Sigurvegari varð Sigur-
björn Bárðarson á Snarfara, 2.
Sigurður Magnússon á Degi, 3.
Hinrik Bragason á Eitli.
■ UM NÆSTU mánaðamót,
helgina 31. mars til 1. apríl, fer
fram landssöfnun Krabbameins-
félags Islands undir kjörorðinu
„Sókn til sigurs“ um land allt.
Krabbameinsfélag íslands bað
kvenfélagið Seltjörn að taka að sér
stjórn og skipulag söfnunarinnar á
Seltjarnarnesi. Mun Erna Kolbeins,
fyrrverandi formaður félagsins,
vera í forsvari söfnunarinnar fyrir
hönd félagsins. í morgunverðar-
spjalli í kjallara Félagsheimilisins,
laugardaginn 31. mars, verða af-
hent söfnunargögn og fleira. Li-
ons-klúbbur Seltjarnarness hefur
lofað að leggja málinu lið. Sjálf-
boðaliðar eru beðnir að gefa sig
fram í síma 611421 (Erna) og
612324 (Bára). (Fréttatilkynning)
■ LJÓÐADAGSKRÁ verður í
Borgurleikhúsinu 27. mars nk.
Þar koma fram m.a. Valgeir Skag-
fjörð, Bubbi Morthens, Jón Sigur-
björnsson, Laufey Sigurðardótt-
ir, Grettir Björnsson, Edward
Frederiksen, Þorsteinn frá
Hamri, Leikfélagskórinn o.m.fl.
undir forystu Eyvindar Erlends-
sonar. Aðgangur er ókeypis og
hefst dagskráin kl. 20.30.
■ FÖÐURNAFN Friðriks S.
Kristinssonar misritaðist í tónlist-
argagnrýni í Morgunblaðinu á
laugardag. Velvirðingar er beðist á
mistökunum.
■ ÁRLEGIR tónleikar Tón-
fræðideildar Tónlistarskólans í
Reykjavík verða haldnir í Bústaða-
kirkju í kvöld kl. 20.30. Frumflutt
verða verk nemenda. Flytjendur
stunda flestir nám við tónlistarskól-
ann.
■ ALLIANCE Frantjaise býður
upp á tvo fyrirlestra úm franska
málaralist á 19. öld. Miðvikudaginn
28. mars kl. 17.45: Þróun nýklass-
ikur skýrð með tilvísunum í verk
David — 1780-1820. Miðvikudag-
inn 18. apríl kl. 17.45: „Symbolismi
og Pont-Aven málararnir“. Fyrir-
lestrarnir verða fluttir á frönsku
af Nathalie Jacqueminet, list-
fræðingi frá Louvre listaskólanum.
■ ARCTIC Cat snjósleða, af
gerðinni Wildcat, var stolið frá
Smiðsbúð 8 í Garðabæ um klukk-
an 1 aðfaranótt sl. laugardags.
Snjósleðinn er svai-tur með grænum
röndum. Þeir sem hafa orðið varir
við sleðann eru beðnir um að hafa
samband við rannsóknarlögregluna
í Hafnarfirði.
ÚR DAGBÓK
LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK:
23. - 25. mars 1990.
Talsverður órói var í ölvuðu
fólki um helgina. Lögreglan varð
að hafa afskipti af tæplega sextíu
ölvuðum einstaklingum, aðallega
karlmönnum, sem ekki kunnu fót-
um sínum forráð. 29 þeirra þurfti
að vista í fangageymslunum, 19
á föstudagsnótt, 9 á laugardag-
snótt og 1 á sunnudagsnótt. 6
voru færðir fyrir dómara að
morgni vegna ósæmilegra ölvuna-
róláta og ókurteisi. Þeir höfðu
m.a. haft í frammi ósæmilegt orð-
bragð, veist að lögreglumönnum
í starfi, sýnt opinberlega þá
líkamshluta sína, sem öðrum þótti
betur fara innan klæða og barið
á samborgunum sínum. Mál þeirra
voru afgreidd með allt að 10.000
króna sáttargreiðslum, en mál
annarra, s.s. vegna líkamsmeið-
inga, þjófnaða, innbrota o.þ.h.
verða send áfram til framhalds-
rannsókna hjá rannsóknardeild
embættisins eða Rannsóknarlög-
reglu ríkisins.
Tilkynnt var um 28 árekstra
þar sem einungis var um eigna-
tjón að ræða. Þá varð gangandi
vegfarandi fyrir bifreið við gatna-
mót Aðalstrætis og Hafnarstrætis
á föstudagskvöld. Aðfaranótt
sunnudags varð bifreið ekið á
vegrið í Ártúnsbrekku og síðan á
brott af vettvangi. Ökumaðurinn
fannst skömmu síðar og er hann
grunaður um að hafa verið undir
áhrifum áfengis við aksturinn.
Fjarlægja þurfti 20 bifreiðir
með kranabifreið vegna hættu-
legrar stöðu þeirra. Auk þess voru
u.þ.b. 140 ökumenn kærðir fyrir
ýmis umferðarbrot um helgina:
45 fyrir of hraðan akstur, 20 fyr-
ir að aka gegn rauðu ljósi, 15
fyrir að mæta ekki með ökutæki
sín til lögmætrar skoðunar og 20
fyrir að leggja ólöglega.
14 ökumenn voru stöðvaðir í
akstri grunaðir um að vera undir
áhrifum áfengis. Þá voru 3 rétt-
indalausir ökumenn teknir í um-
ferðinni um helgina.
Tilkynnt var um 7 skemmdar-
verk og 19 rúðubrot. Reynt var
að kveikja í einangrun í nýbygg-
ingu í Grafarvogi, málningu var
sprautað á hurð í Ármúla, bifreið
var velt við Sjómannaskólann,
rúðuþurrkur skemmdar á bifreið,
póstkassar skemmdir svo og inn-
anstokksmunir. Nokkrir voru
handteknir vegna þessara
skemmdaverka. Flest rúðubrotin
voru í eða í nágrenni við miðborg-
ina.
5 líkamsmeiðingar voru kærðar
til lögreglu um helgina. Karl-
manni var veittur áverki á
skemmtistað í miðborginni að-
faranótt laugardags. Hann varð
að flytja á slysadeild. Maður var
handtekinn eftir að hafa veist að
öðrum í Austurstræti seint á
föstudagsnótt. Um svipað leyti
var sparkað milli fóta á karlmanni
á Lækjartorgi. Hann vaiv fluttur
á slysadeild: Fimm utanbæjar-
drengir undir tvítugu voru hand-
teknir á Hótel Islandsplaninu
skömmu eftir miðnætti á laugar-
dag eftir að hafa gert sér það að
leik að beija með kylfum á vegfar-
endum. Flytja varð einn vegfar-
anda á slysadeild þar sem saumuð
voru sex spor í höfuð hans eftir
barsmíðarnar. Drengirnir höfðu
beinlínis komið til borgarinnar í
þessum tilgangi.
11 innbrot, 9 þjófnaðir og 2
búðarhnupl voru tilkynnt. Flest
voru innbrotin og þjófnaðimir í
bifreiðir. Algengast var að radar-
vörum, viðtækjum, töskum og
bílasíma væri stolið. Þá var stolið
úr fataskáp í sundlaugum. Stúlka
var staðin að hnupli í verslun við
Snorrabraut og drengir voru
staðnir að hnupli í versiun í
Kringlunni.
4 slys voru tilkynnt og þrisvar
sinnum var tilkynnt um eld. Kona
og maður duttu í hálku, maður
féll við sundlaug og drengur
meiddist á auga í vatnsrenni-
braut. Eldur var kveiktur í rusla-
tunnum. Eldur kviknaði í sauna'-
baði í húsi við Skipholt. Þá kvikn-
aði í út frá gashellu í íbúð. Tals-
verðar skemmdir urðu í síðast-
nefndu tilvikunum.
21 sinni var fólki veitt aðstoð
við að komast inn í læstar bifreið-
ir, íbúðir eða við annað er það
þurfti aðstoðar við.
Lögreglan varð að loka sölubúð
í miðborginni eftir kl. 4.00 aðfara-
nótt sunnudags.