Morgunblaðið - 27.03.1990, Side 29

Morgunblaðið - 27.03.1990, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990 29 Stjórnunarkeppni Lið SPRON sigraði í úrslitakeppninni LIÐ Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis sigraöi i úrslitakeppni Sam- norrænu stjórnunarkeppninnar sem haldin var á laugardag. í öðru sæti var lið Ríkisspítalanna og í þriðja sæti lið Rönning hf. Félagsstofn- un stúdenta lenti í flórða sæti og Kaupfélag-Austurskaftfellinga í því fímmta. Liðin í tveimur efstu sætunum keppa í Norðurlandakeppninni sem haldin verður í Reykjavík 28. hverju Norðurlandaima. Síðastliðið haust hófst stjórnunar- keppnin í þriðja sinn hér á landi og hófu 28 liði þátttöku. Þar af kom- ustu 8 lið í urslitakeppnina. í undan- keppninni áttu liðin að reka fyrir- tæki sem framleiddi skjalatöskur. Tvö efstu liðin í hveijum hinna fjög- urra riðla komust áfram í úrslita- keppnina. í úrslitunum áttu menn að reka fyrirtæki sem framleiddi dekk. Ólafur Haraldsson, aðstoðarspari- sjóðsstjóri og einn af liðsmönnum SPRON, sagði að fróðlegt hefði ver- ið að kynnast umhverfi viðskiptavina sparisjóðsins. Erfitt væri hins vegar og 29. apríl. Þar keppa tvö lið frá að segja til hvað hefði ráðið úrslit- um. „Við notuðum okkar eigin tölvu- kerfi og síðan byggðist þetta á því að hafa góða verkaskiptingu. Það var ekki mikill tími á milli umferða í úrslitunum en þá skiptum við með okkur verkum og reyndum síðan að spá í hvað við gætum átt von á að hinir gerðu. Það sem ræður einnig er að hafa markaðssetningu og verð í lagi — ekki of hátt verð og ekki of lágt heldur. Forsendur geta einn- ig breyst allt í einu og þá þarf að aðlaga sig að þeim. Sumir fóru t.d. flatt á því að veðja eingöngu á einn markað,“ sagði Olafur. Morgunblaðið/RAX VERÐLAUNAAFHENDING — Sveit Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis varð hlutsköi'pust í úrslitakeppni Samnorr- ænu stjórnunarkeppninnar sem haldin var síðastliðinn laugardag. A myndinni eru f.v. Samúel Guðmundsson, formaður keppnisstjórnar, Benedikt Geirsson, Ólafur Haraldsson, Ingólfur Arnarson og Þórir Haraldsson. Veitingarekstur Nýir veitingastaðir við Tryggvagötu UM HELGINA verða opnaðir tveir veitingastaðir við Tryggvagötu 20. Eru eigendur húsnæðisins Ragnar Tómasson og Qölskylda. A neðri hæðinni verður skyndibitastaður, Jarl- inn, rekinn af Dagnýju Ragn- arsdóttur, sem segir að þó verði vandaðri matseðill boð- inn en gengur og gerist á skyndibitastöðum. A efri hæð- inni verður veitingastaður, Glaumbar, og er eigandi hans Helga Bjarnadóttir. Sameigin- legt eldhús er fyrir báða stað- ina. Dagný segir að Jarlinn verði rekinn með svipuðu sniði og Jarl- inn Sprengisandi. Boðið verði upp á allt frá barnaboxum upp í fínni steikur. „Við leggjum áherslu á að hafa góða þjónustu og góðan mat á vægu verði,“ segir Dagný. Opið verður alla daga frá kl. 11-23.30. Helga Bjarnadóttir segir að Glaumbar sé bar- og grillstaður með fullt vínveitingaleyfi og þar verði þjónað til borðs. „Það sem ég legg áherslu á er að bjóða upp á rólegheit þar sem fólk getur setið og spjallað sarnan," segir hún. Boðið verður upp á píanó- tónlist og tónlist af segulbandi. Einnig hefur verið komið fyrir 7 sjónvarpstækjum, „ef eitthvað sérstakt er í sjónvarpinu sem við- kemur okkur Islendingum, þá verði hægt að koma upp góðri stemmningu." Glaumbar verður opinn í há- VEITINGASTAÐIR — Þær þekkja báðar vel til veitinga- reksturs, Dagný Ragnarsdóttir, sem rekur J arlinn, hann er í eigu Ragnars Tómassonar og fjöl- skyldu; og Helga Bjarnadóttir, sem á og rekur Glaumbar, en eiginmaður hennar er Tómas Á. Tómasson í Hard Rock. deginu frá kl. 12-14.30 og 18-24.30 virka daga en til kl. hálf þijú um helgar. 1. Helga Ingimundardóttir Nafnverð 18.682.783 2. Festing hf. 15.619.229 3. Kristín H. Halldórsdóttir 9.423.499 4. H. Benediktsson hf. 9.403.375 5. Guðný Halldórsdóttir 8.873.096 6. Hf. Eimskipafélag íslands 6.329.435 7. Benedikt Sveinsson 5.909.447 8. Björn Hallgrímsson 5.810.480 9. Einar Sveinsson 4.712.444 10. Vilhelm Kristinsson 3.683.207 SAMTALS: 88.446.995 j Heildarhlutafé er kr.174.796.433 T ryggingafélag Festinghf. annar stærsti hlut- hafí Sjóvá-Almennra Hlutur Eimskips stærri en hluthafalisti gefur til kynna HELGA Ingimundardóttir er stærsti hluthafí Sjóvá-Almennra hf. með 10,7% hlutafjár. Hf. Eimskipafélag íslands er samkvæmt hluthafalista tryggingafélagsins, sjötti stærsti hluthafinn með 3,6%, en skipafélagið er að minnsta kosti þriðji stærsti hluthafínn þar sem það hefur keypt hlut tíunda stærsta hluthafans auk annarra bréfa. Annar stærsti hlut- hafinn er Festing hf. Benedikt Sveinsson, stjórnar- formaður Sjóvá-Almennra er sjöundi stærsti hluthafinn með 3,4% og bróð- ir hans Einar Sveinsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, á 2,7%. Helga Ingimundardóttir er móðir þeirra og ekkja Sveins Benediktsson- ar, framkvæmdastjóra. Festing hf. sem er annar stærsti hluthafinn með 8,9%, er eignarhaldsfyrirtæki í eigu tryggingafélagsins, Benedikts og Einars, og fleiri aðila. Nokkur óvissa er um það hver raunverulegur eignarhlutur Eim- skips er, en á hluthafalista 23. mars síðastliðinn voru 3,6% hlutabréfa skráð á nafn þess. Eins og viðskipta- blað Morgunblaðsins hefur greint frá keypti Eimskip hlut 10. stærsta hlut- hafans. Þá hefur skipafélagið einnig keypt önnur hlutabréf á allt að átt- földu nafnverði og hærra í einhveij- um tilfellum samkvæmt heimildum < Morgunblaðsins. Kristín H. Halldórsdóttir er þriðji stærsti hluthafinn með 5,4% og syst- ir hennar, Guðný Halldórsdóttir er fimmti stærsti hluthafinn. Þær syst- ur eru dætur Halldórs Kr. Þorsteins- sonar, skipstjóra, og eins stofnenda Sjóvátryggingafélagsins. OG SAMSKIPTABÚNAÐUR SEM HÆGTIR AÐ TREYSTA HYBREXAX er eitt fullkomnasta símkerfi sem völ er á á íslandi í dag HYBREXAX er með sveigjanlegan fjölda innanhússnúmera Nýjung á Islandi • islenskur texti á skjá- tækjum Hybrex. Allur texti sem birtist á skjám tækjanna er á íslensku. • Vandaður íslenskur leiðarvísir fylgir öllum Hybrex símtækjum. Láttu sjá þig Sértu að hugsa um sim- kerfi þá er rétti tíminn núna. Komdu við á Tæknideild Heimilistækja hf. og rabbaöu viö okkur. - Við erum sérfræðingar í símamálum. Okkar stolt eru ánægðir viðskiptavinir Samband ísl. sveitarfélaga. Kapaltækni hf. Hátækni hf. Borgarleikhúsiö. Rafiðnaðarskólinn. ofl. ofl. Heimilistæki hf Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI69 15 00 vc semauingium

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.