Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990 —I ;------------——|-------|------- 41 mm^^mm^^m^^mmmmm^mfmm MÆLSKUKEPPNIGAGNFRÆÐASKOLA Austurbæingar unnu Arbæinga Morgunblaðið/Árni Sæberg Ræðumaður kvöldsins, Þorvarður Jón Löve, í pontu. Árni Lars- son fundarstjóri er honum á hægri hönd, og tímaverðir, þau Dóra Marinósdóttir og Finnur Hilmarsson, á þá vinstri. Eins og sjá má var mikill hugur í áheyrendum. að var mikið um að vera í húsakynnum Hagaskóla á mið vikudagskvöld í síðustu viku, þar sem leiddu saman hesta sína í mælskukeppni gagnfræðaskól- anna lið Austurbæjarskóla og Árbæjarskóla. Þarna fóru fram, á hlutlausum velli, undanúrslit keppninnar, en áður hafði Folda- skóli tryggt sér sæti í úrslitum keppninnar, sem eiga að fara fram þann 3. apríl næstkomandi. Um- ræðuefni kvöldsins var sú spurn- ing hvort til væri líf eftir dauð- ann, og er skemmst frá því að segja að lið Austurbæjarskóla, sem mótmælti því að nokkurt líf væri eftir dauðann, stóð uppi sem sigurvegari með aðeins átta stig- um, 1395 stigum gegn 1387. Liðin sem kepptu í Hagaskóla voru þannig skipuð, að fyrir Ár- bæjarskóla töluðu Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson (frummæl- andi), Gauti Bergþóruson Eg- gertsson (stuðningsmaður) og Kolbrún Björnsdóttir (meðmæl- andi). Liðsstjóri þeirra var Hildur Óskarsdóttir. Fyrir Austurbæjar- skóla töluðu Þorvarður Jón Löve (frummælandi), Magnús Sveinn Helgason (stuðningsmaður) og Lísa Kristjánsdóttir (meðmæl- andi). Liðstjóri var Kolbrún Eva Sigurðardóttir. Árni Larsson fundarstjóri, sem einnig er kennari í Árbæjarskóla, setti fundinn, og að því loknu kynntu liðsstjórar lið sín. Keppnin skiptist í tvær umferðir. 1. frum- mælandi Árbæinga, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, hóf keppn- ina fyrir þeirra hönd. Árbæingar beittu ákaft fyrir sig sálarrann- sóknum og trúarkenningum í málflutningi sínum. Þeir tíndu einnig til frásagnir fólks sem telur sig hafa lifað fyrra lífi. Austurbæ- ingar minntu hins vegar af krafti á þá staðreynd að vísindin hafi ekki leitt neitt það í ljós sem bend- ir til að til sé líf eftir dauðann. Mikill hugur var í stuðningsliði ræðumannanna, og létu þau ákaft til sín taka á milli þess sem stigið var í pontu. Það vakti mikla kátínu, ekki síst meðal Austurbæ- inga, þegar Lísa Kristjánsdóttir, meðmælandi í ræðuliði þeirra, velti fyrir sér í hvaða líki andmæ- lendur hennar hefðu lifað því fyrra lífi sem þeir vildu_ hafa lifað. Þá voru undirtektir Árbæinga engu minni þegar Gauti Bergþóruson Eggertsson, stuðningsmaður í ræðuliði þeirra, tók á móti frænku sinni framliðinni þar sem hann stóð í pontu, og fylgdi henni síðan til dyra. Að loknum báðum umferðunn- um drógu dómarar keppninnar, sem voru frá JC-hreyfingunni, sig í hlé, og á meðan þeir réðu ráðum sínum létu gamansamir menn úr skólunum tveimur ljós sín skína. Éftir að hafa borið saman niður- stöður sínar komust dómararnir sem fyrr segir að þeirri niðurstöðu að Austurbæjarskóli hefði farið með sigur af hólmi. Ræðumaður kvöldsins var kjörinn frummæl- andi Austurbæjarskóla, Þorvarð- ur Jón Löve. 12. leikvika - 24. mars 1990 Vinningsröðin: 212-112-12X-1X1 HVER VANN ? 1.934.253- kr. 0 voru með 12 rétta - og fær hver: 0- kr. á röð 8 voru með 11 rétta - og fær hver: 45.796- kr. á röð Þrefaldur pottur!! Lukkulínan s. 991002 OPINN FUNDUR OPINN FUNDUR ER FRELSITIL FARSÆLDAR í UTANRÍKISVERSLUN? Landsmálafélagið Vörður heldur almennan félagsfund um frelsi og utanríkisverslun þriðjudaginn 27. mars, kl. 20.30, í Valhöll v/Háaleitisbraut. Málshefjendur eru: Kristinn Pétursson, alþingismaður og fiskverkandi. Ævar Guðmundsson, framkvæmdastjóri og fiskútflytjandi. Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um ofangreint mál. LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR J Hinn eini og sanni StórótsölumarkaÖur, Bíldshöfða 10, sími 674511 Adeins Frítt kaffi Dæmi um verö: Buxna- og kópuefni fró kr. 150-250 Blússu- og pilsefni kr 390 Ullarefni kr. 150 Nóttsloppar + skór kr 1990 Handklæði kr 300 Peysur bómull kr. 600 Nóttföt barna kr. 300 Jogging gallar með hettu kr 1500 Hóskólabolir kr 500 Pilsbuxur kr 500 Skyrtur fró kr 100 Jakkaföt fró kr 4500- 8900 Rúllukragabolir kr. 500 Stakar buxur fró kr. 500-1990 Pils kr. 500 Frakkar kr 4900 Jakkar kr 2500 Buxur kr. 990 Opnunarími Föstudaga kl. 13-19 Laugardaga kl. 10-16 Aðra daga kl. 13-18 Gúmmístígvel kr. 450 Peysur og bolir kr. 1490 Ullarpeysur kr 990 Islenskar plötur fró kr. 99-799 dagar Mynd- bandaFiorn Dúnúlpur kr 1990 Herraskyrtur kr. 500 Barnaflauels/barna- galla buxur kr 1000 Barna jogginggallar kr. 450 Strigaskór barna fró kr. 150 Ungbarnaskór fró kr. 500 Geysladiskar fró kr. 199-799 Iþróttagallar fró kr 1 500- 2500 Barnaúlpur kr. 1990 Knattspyrnuskór fró kr. 990-1990 Dömu leðurstígvel kr 3990 Dömu rússkinnstígvel kr. 2000 Herraskór fró kr. 900-2600 Dömuskór fró kr. 900-2900 Barnabuxur, bolir og Barna- herra- og peysur dömuskór kr. 500 kr. 500 BÍLDSHÖFÐI 10, SÍMI 674511 (vió hliðina á gamla bifreióaeftirlitinu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.