Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990
Meinlokur
eftir Einar Júlíusson
Ég verð að gera nokkrar athuga-
semdir við grein Hannesar Hólm-
steins Gissurarsonar (Morgunblaðið
20. mars). Hún er m.a. svar eða
gagnrýni á grein eftir Markús Möll-
er, sem aftur var nokkuð gagnrýn-
inn á ýmis skrif Hannesar um stjórn
fískveiða. Hann er er sérlega
mælskur, ritfær, frjálshygginn og
oftast rökfastur. Eg undrast því
skoðanir hans í þessu máli og tel
eiiic og Markús að honum sæmdi
betur að leggja þeim lið sem vilja
að hinn frjálsi markaður stjórni
fiskveiðunum.
Á veiðirétturinn að vera í
höndum sjómanna?
Hannes velur grein sinni nafnið:
„Útgerðarrétturinn á auðvitað að
vera í höndum útgerðarmanna."
Sakleysisleg staðhæfing eins og
fyrirsögn þessa kafla. En hvað þýð-
ir hún hjá Hannesi? Það er grund-
vallarforsenda þeirra sem mótmæla
kvótakerfinu að allir skuli hafa jafn-
an rétt til útgerðar. Það er hinsveg-
ar lykilatriði í kvótakerfinu að þeir
einir hafi útgerðarrétt er hefur ver-
ið úthlutað honum af ríkisvaldinu
eða hafa keypt hann af þeim fyrr-
nefndu fyrir uppsett verð. Ósk
Hannesar er að útgerðarrétturinn
verði færður varanlega á hendur
ákveðinna útgerðarmanna og til að
villa ekki á sér heimildir hefði fyrir-
sögnin átt að vera: Fiskimiðin eiga
auðvitað að vera eign tiitekinna
útgerðarmanna og ekki sameign
þjóðarinnar. Ég er ekki á sama máli.
Er enginn ágreiningur um
haglræðina?
„Ágreiningur fræðimanna um
kvótakerfið hefur ekki verið um
hagfræðilega hlið málsins. Allir eru
sammála um það að úthluta beri
kvótum eða veiðiheimildum til langs
tíma og leyfa frjálst framsal þeirra
svo að kvótakerfið verði hag-
kvæmt.“
Þessi alhæfíng Hannesar er alls
ekki alröng. Sjómenn og ýmsir aðr-
ir hafa að vísu mótmælt mjög þeirri
spillingu að lífsbjörgin þeirra, fisk-
urinn sem syndir í sjónum, skuli
ganga kaupum og sölum. En Hann-
es talar aðeins um fræðimennina
og það er rétt hjá honum að meðal
þeirra virðist ríkja þó nokkur ein-
hugur um þau atriði sem hann nefn-
ir. Þeir eru almennt sammála um
að leyfa fijálst framsal veiðiheim-
ilda og að spillingin felist alls ekki
í því að verðmæti gangi kaupum
og sölum, heldur í því að þeim sé
úthlutað ókeypis til útvaldra aðila.
Hver á fiskinn?
„Mynda verði einskonar eignar-
rétt á fiskistofnunum"
segir Hannes síðan í beinu fram-
haldi. Merking setningarinnar er
svolítið teygjanleg, en það er af og
frá að fræðimenn séu almennt sam-
mála þeirri skoðun Hannesar, að
mynda verði eignarrétt einstaklinga
á fiskstofnunum. Það þarf ekki að
mynda neinn eignarrétt. Við höfum
sem þjóð barist fyrir yfirráðum
okkar á fiskimiðunum og ríkið held-
ur úti öflugri landhelgisgæslu. Eins
og Sigríður Arnbjarnardóttir benti
á í sinni ágætu grein (DV 10. okt.
1989) þá getur ríkið ekki gefið út-
gerðarmönnum kvóta nema það eigi
þá fyrir. Með því að þiggja án fyrir-
vara kvóta frá ríkinu hafa útgerðar-
menn viðurkennt eignarhald þess á
•þeim. Hannes getur haft sína skoð-
un á því hvort það sé þjóðfélagslega
hagkvæmt að ríkið gefi ákveðnum
útgerðarmönnum kvótana. Hann
hefur hinsvegar engin rök og engan
rétt til þess að kalla Markús Möller
þjóðnýtingarsinna þótt Markús vilji
að ríkið haldi í sína eign og gefi
hana ekki frá sér.
Alræði stjórnmála-
heimspekinga?
„Þessi deila er í raun og veru
ekki á sviði hagfræði (nema menn
geti sýnt fram á að önnur lausnin
sé hagkvæmari en hin) heldur á
sviði stjórnmálaheimspeki. Hún
snýst um það hveijir eigi upphaf-
legt tilkall til fiskistofnanna."
Málið kemur fleirum við en
stjórnmálaheimspekingum, en ég
er sammála Hannesi að deila okkar
snýst um það hvort breyta skuli
fyrstu grein kvótalaganna í að
nytjastofnamir á íslandsmiðum séu
eign útgerðarmanna eða hafa það
sem stendur í lögunum nú, að fiski-
miðin séu sameign þjóðarinnar. Það
verður seint þökkuð eða ofmetin
framsýni og fyrirhyggja þeirra sem
komu þeirri grein inn í kvótalögin.
Er ríkiseign eign
alþingismanna?
„Hvað er almannakvóti? Hann
er kvóti í eigu ríkisins, og hveijir
stjórna ríkinu? Þingmennirnir
sextíu og þrír sem sitja við Austur-
völl. Þetta er miklu fámennari hóp-
ur en íslenskir útgerðarmenn."
Það er þó bót í máli að alþingis-
mennirnir geta ekki selt þessa eign
sína eða tekið hana með sér þegar
þeir falla í kosningunum út af þingi.
Mælskubragð
Markúsar Möllers
„Hér er beitt mælskubragði.
Löng reynsla er enn fremur komin
á það að fé, sem rennur í ríkissjóð,
er sjaldnast notað í þágu almenn-
ings. Atvinnustjórnmálamenn,
Stefán Valgeirsson og hans líkar,
nota það til að kaupa atkvæði af
fámennum og öflugum þrýstihóp-
um. Fiskeldisfyrirtæki fá styrki á
meðan Þjóðarbókhlaðan stendur
auð og yfirgefin."
Já, það hljóta allir að sjá að með
orðinu almannakvóti er beitt
mælskubragði. Spurningin er hvort
þeir sannfærast vafalaust af traust-
um rökum Hannesar fyrir því að
skattar til ríkisins séu sjaldnast
notaðir í þágu almennings eða í
þjóðarbókhlöður heidur fari megnið
af þeim í atkvæðakaup og fiskeldis-
fyrirtæki Stefáns Valgeirssonar.
Skiptir munurinn máli?
„Það sem er líkt með hugmynd-
um Markúsar og Óskars Lange er
að gert er ráð fyrir að helstu fram-
leiðslutæki (hér fiskistofnarnir) séu
í ríkiseign og leigð fyrirtækjunum
á því verði sem ræðst af framboði
og eftirspurn. Munurinn er sá að í
líkani Markússar eru fyrirtækin í
einkaeign, ekki ríkiseign.“
Þetta er víst allt sami sósíalism-
inn og skiptir þá tæpast máli hvort
fyrirtækin og öll þeirra framleiðslu-
tæki eru í einkaeign eða ríkiseign
eða hvort þau þurfa að kaupa sín
aðföng á verði sem ræðst af fram-
boði og eftirspurn. Ég tel Hannes
reyndar ekki gera fijálshyggjunni
gagn með þessari stöðugu viðleitni
sinni til að stimpla alla sósíalista
sem vilja ekki misrétti og
(pólitíska?) úthlutun veiðileyfa, en
kjósa fremur jafnrétti og vilja láta
markaðinn ráða.
Fundið fé
„Auðvitað er hugsanlegur arður
af fiskistofnunum ekki sambæriieg-
ur við fundið fé eins og Markús
telur. Það krefst mikillar útsjónar-
semi og atorku að draga sem flesta
þorska úr sjó með sem minnstum
tilkostnaði."
Gengið hefur verið á fiskistofn-
ana og útgerð er rekin með allt of
stórum fiskiflota og tapi. Það er
fundið fé og ekki tekið frá neinum
útgerðarmanni ef hægt er að ná
meiri afla með minni tilkostnaði.
Það á að vera markmið fiskveiði-
stjórnunarinnar. Það fæst hinsveg-
ar alls ekki með kvótakerfi, þ.e.
með því að menn hafi einfaldlega
leyfi til að draga upp úr sjó ákveð-
inn fjölda þorska sem séu miklu
verðmætari en nauðsynlegur til-
kostnaður. Slíkt leiðir til minnkandi
afkasta, hækkunar tilkostnaðar og
lækkunar fískverðsins. Minna má
Einar Júliusson
„Málið kemur fleirum
við en stjórnmálaheim-
spekingum, en ég er
sammála Hannesi að
deila okkar snýst um
það hvort breyta skuli
fyrstu grein kvótalag-
anna í að nytjastofharn-
ir á íslandsmiðum séu
eign útgerðarmanna
eða hafa það sem stend-
ur í lögunum nú, að
fiskimiðin séu sameign
þjóðarinnar. Það verð-
ur seint þökkuð eða of-
metin fi*amsýni og fyr-
irhyggja þeirra sem
komu þeirri grein inn í
kvótalögin.“
líka hér á samþykkt Sjálfstæðis-
flokksins: „Kvótakerfi á ekki erindi
í hagkvæmni- og afkastahvetjandi
fiskveiðistefnu. Markmiðið er ...
að afnema kvótakerfið og að frum-
kvæði og dugnaður einstaklingsins
fái notið sín.“
Hótun Hannesar
Hér er rétt að rifja upp lokasetn-
ingu Sigríðar Arnbjarnardóttur (DV
10. okt. 1989). „Með því að ríkið
selji veiðileyfi hæstbjóðanda á upp-
boði er ekki verið að stíga örlaga-
ríkt skref í sögu þessarar þjóðar.
Það væri hins vegar gert með því
að afhenda örfáum mönnum auð-
lind þjóðarinnar til frambúðar."
Sjávarútvegsráðherra heldur því að
vísu fram að með nýju lögunum sé
ekkert verið að stíga neitt óaftur-
kræft skref um aldur og ævi. Lög-
um megi alltaf breyta ef þörf kref-
ur. Ég tel þó fyllstu ástæðu til að
fara varlega og ef marka má Hann-
es hefur hið örlagaríka skref þegar
verið stigið, og kvótagjöfin frá 1983
óafturkræf.
„Skip ganga nú kaupum og söl-
um miðað við það að þeim fylgi
aflaheimildir. Bankar taka líka veð
í skipum miðað við þetta. Eignar-
rétturinn hefur þegar myndast, þótt
ófullkominn sé. Ef útgerðarmenn
eru skyndilega sviptir kvótum, þá
jafngildir það stórfelldri eignaupp-
töku án bóta og varðar iíklega við
stjórnarskrárákvæði um friðhelgi
eignarréttarins.“
Er gróði eins
alltaf annars tap?
Nei, alls ekki, þetta getur verið
fundið fé og hversu fráleitt sem það
kann að virðast við fyrstu sýn (og
röksemd Hannesar í síðari hluta
málsgreinarinnar skil ég reyndar
ekki fyllilega) er það laukrétt hjá
honum að:
„Þeir sem verða nú að kaupa sér
kvóta til þess að geta hafið veiðar,
tapa ekki, þar eð þeir hafa sam-
kvæmt skilgreiningu að jafngóðum
tækifærum að hverfa í öðrum at-
vinnugreinum eins og sýna má fram
á hagfræðilega.“
Hinir sem fengu úthlutað ókeyp-
is stórgræða, en þeir sem þurfa að
kaupa tapa ekki fremur en verka-
menn þeir sem fyrstir komu í
víngarðinn. Auðvitað tapa þeir sem
þurfa að kaupa það sem þeir áður
fengu gefins, nema því aðeins að
verðmæti þess hafi hækkað sem
því nemur. Sú verðmætaaukning
er einmitt markmið fiskveiðistjórn-
unarinnar svo þessvegna tapar alls
enginn útgerðarmaður á því að all-
ir, og ekki aðeins sumir, þurfi að
kaupa sinn kvóta. Það er vissulega
afar mikilvægt að Hannes skuli sjá
þetta því andstaðan við veiðigjaldið
byggist einmitt langmest á því að
menn halda að útgerðin hljóti að
tapa á þvi að þurfa að kaupa sér
veiðileyfi. En ...
„Tapar almenningur á því, að
útgerðarmenn fái útgerðarréttinn
einir? Markús svarar því játandi.
Væntanlega er meginástæðan sú,
að ríkið skattleggi nú þegar útgerð-
ina með því að halda genginu of
háu.“
Ríkið það er ekki ég heldur Stef-
án Valgeirsson segir Hannes, en
ekki er ég sammála því. Eign ríkis-
ins það er eign mín og ég tapa ef
sú eign eða réttindi sem hægt er
að selja fyrir milljarðatugi á ári eru
gefin fyrir ekki neitt. Eg skaðast
við að missa af þessum tekjumögu-
leika og það er algjört aukaatriði
hvernig eða jafnvel hvort ríkið hef-
ur fram að þessu reynt að gera sér
tekjur úr þessari eign. Öll eftirfar-
andi umræða Hannesar um gengis-
málin og spekingana í Seðlabankan-
um kemur, þótt mikilvægt sé, þess-
ari spurningu því ekkert við.
Afgangsstærðin
Hannes er í raun (eða innan
sviga) sammála mér um kosti þess
að halda raungenginu lágu. Þetta
gerðu Japanir lengi svo aldrei hafa
t.d. bandarískir bílar verið á jafn
samkeppnisfæru verði í Japan og
japanskir bílar í Bandaríkjunum.
En Hannes vill ekki viðurkenna að
gengið skipti neinu máli ef það
passar ekki inn í hans röksemda-
færslu að öðru leyti. Hann rökstyð-
ur leikandi létt að það skipti engu
máli hvort gengið hækkar eða
lækkar, alltaf hagnast almenningur
á gengisbreytingunni.
„Það eru þrír kostir. Verið getui'
að gengið lækki. Þá munu aðrar
útflutningsgreinar en sjávarútveg-
ui' blómgast og almenningu hagn-
ast. Annar kosturinn er að gengi
breytist ekki, en þá versna hvorki
né batrtarkjör almennings. Og gengi
kann að hækka vegna mikils arðs
af sjávarútvegi við myndun eignar-
réttar á fiskstofnunum. Þá vænkast
hagur allra launþega; þeir geta þá
keypt meira fyrir krónur sínar.“
Sjávarútvegur blómgast auðvitað
jafnt og aðrar útflutningsgreinar
ef gengið lækkar. Reyndar blómg-
ast þá einnig allar atvinnugreinar
(nema innflutningsverslunin) hvort
sem þær standa í útflutningi eða
ekki því þær þurfa að keppa við
innflutning. Annars er ekkert að
þessari röksemdafærslu; Hannes
sleppir aðeins að geta þess að krón-
ur launþeganna verða fáar eða alls
engar ef atvinnugreinarnar tapa
vegna hins háa gengis. Að mínu
áliti er það ekki verðbólgan sem
farið hefur verst með íslenska hag-
kerfið. Þaðan af síður þeir lágu eða
neikvæðu raunvextir sem henni
hafa fylgt og fluttu ijármuni frá
fjármagnseigendunum til framleið-
endanna. Meinið er fremur sveifl-
urnar og hið háa raungengi sem
stafar af því að gengið var og er
aldrei fellt í takt við verðbólguna
heldur dregið þar til í óefni er kom-
ið.
Áróðursbrögð og uppréttir
eignamenn
„En áróðursbrögð þessara
manna og blekkingar breyta engu
um það að kvótafrumvarp Halldórs
Ásgrímssonar er í senn skynsam-
legt og réttlátt. Vonandi bera þing-
menn gæfu til að samþykkja það,
svo að útgerðarmenn geti haldið
áfram að vera uppréttir eignamenn,
ötulir brautryðjendui', kapítalistar í
bestu merkingu orðsins, en ekki
leiguliðar á hnjánum."
Hannes ætti ekki að tala um
áróðursbrögð og blekkingar nema
færa betri rök fyrir sínu máli. Það
getur ekki verið réttlátt, heldur
misrétti og ójöfnuður að úthluta
sumum kvótum og öðrum ekki. Sé
stjórnmálafræðingnum Hannesi
það ekki Ijóst, ætti a.m.k. heimspek-
ingurinn Hólmsteinn að sjá það.
Ég sé heldur enga skynsemi í slíkri
úthlutun, aðeins fjármunasóun. Út-
gerðarmenn geta ekki haldið áfram
að vera uppréttir eignamenn, því
kvótakerfið hefur þegar komið þeim
á kné. Aldrei hefur verið farið ann-
arri eins ránshendi um þeirra eigur
og á tímum þess kerfis sem Hannes
vill nú lögfesta um aldui' og ævi.
Kvótakerfið á stóran þátt í skulda-
söfnun útgerðarinnar með því að
hvetja til skipakaupa og gera þau
möguleg með því að útgerðarmenn
fengu kvóta til veðsetningar. Hann-
es getur auðvitað fremur reynt að
kenna misvitrum stjórnmálamönn-
um um tap útgerðarinnar — en
hver var það annars sem taldi fast-
gengisstefnu vera ráðið við verð-
bólgunni?
Höfundnr er eðlisfræðingur.
Hátíðahald í Dómkirkjunni
UM bænadagana og páska verð-
ur að vanda mikið um að vera í
Dómkirkjunni og ef að líkum
lætur margir sem hyggja á
kirkjuferð.
A skírdag verður messa kl. 21
í minningu innsetningar maltíðar
Drottins í umsjá sr. Jakobs Ágústs
Hjálmarssonar. Á degi þessum hafa
margir gert sér að sérstakri venju
að koma til Guðs borðs.
Á fostudaginn langa eru tvær
guðsþjónustur. Sr. Hjalti Guð-
mundsson annast guðsþjónustu kl.
11 og sr. Jakob tignun krossins kl.
14. Við þá athöfn les Sigríður Hag-
alín, leikari við flutning „Sjö orða
Krists á krossinum“ og sr. Andrés
Ólafsson kirkjuvörður les úr Ritn-
ingunni. Við báðar athafnir þess
dags leikur Lovísa FJeldsted á
píanó.
Á laugardagskvöld verður
páskavaka kl. 22; klukkutíma at-
höfn þar sem páskaljósin verða
tendruð, skírnarheitin endurnýjuð
og gengið til Guðs borðs. Guðfræði-
nemar flytja þessa guðsþjónustu
ásamt sr. Jóni Ragnarssyni á
fræðsludeild kirkjunnar og sr. Jak-
obi. Orgelleikur er í höndum Krist-
jáns Sigurjónssonar.
Á páskadag eru tvær hátíðar-
guðsþjónustur. Við morgunmess-
una kl. méssar sr. Jakob. Kl. 11
messr sr. Hjalti en sr. Guðmundur
Þorsteinsson dómprófastur prédik-
ar. Við báðar guðsþjónusturnar
verður flutt tónverkið Páskadags-
morgunn eftir Sveinbjörn Svein-
björnsson. Einsöngvarar eru Elín
Sigurvinsdóttir, Hrönn Hafliðadótt-
ir og Eiríkur Hreinn Helgasori.
Á annan páskadag verður ferm-
ingarguðsþjónusta kl. 11.
Söngur verður að mestu í umsjá
Dómkórsins við guðsþjónustur
bænadagana ogá páskahátíðinni og
orgelleikur og söngstjórn í höndum
Marteins H. Friðrikssonar, dómorg-
anista.
Á páskadag messar sr. Jakob á
Landakotsspítala kl. 13. Svala
Nielsen syngur einsöng og Birgir
Ás Guðmundsson leikur á orgelið.
Sr. Hjalti messar þann dag í Hafn-
arbúðum kl. 14 og nokkrir Fóst-
bræður syngja við undirleik Birgis
Áss.
Jakob Hjálmarsson