Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
11. apríl.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hœsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
ver8 verö verö (lestir) verð (kr.)
Þorskur 78,00 60,00 74,46 7,265 541.079
Þorskur(ósl.) 86,00 60,00 72,54 8,032 582.674
Ýsa 86,00 50,00 79,75 3,579 285.405
Karfi 33,00 20,00 30,50 5,809 177.153
Ufsi 38,00 34,00 37,67 1,620 61.010
Steinbítur 35,00 35,00 35,00 0,236 8.260
Langa 48,00 48,00 48,00 0,176 8.444
Lúöa 250,00 150,00 174,57 0,185 32.208
Skarkoli 45,00 40,00 42,22 1,238 52.270
Hrogn 160,00 154,00 157,30 1,470 231.302
Keila 24,00 24,00 24,00 0,344 8.256
Smáþorskur 40,00 40,00 40,00 0,064 2.560
Smáiúða 270,00 270,00 270,00 0,007 1.890
Lúða/roðlaus 183,00 183,00 183,00 0,015 2.745
Kinnar/Gellur 297,00 297,00 297,00 0,013 3.713
Gellur 274,00 274,00 274,00 0,015 4.110
Ýsa(ósl) 50,00 50,00 50,00 0,095 4.750
Skata 80,00 80,00 80,00 0,020 1.600
Steinb.(ósl) 30,00 30,00 30,00 ,, 0,076 2.280
Rauðm./Grásl. 23,00 21,00 21,71 0,208 4.516
Samtals 66,18 30,465 2.016.225
Á þriðjudag verður meðal annars selt úr Víði HF
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur(ósl 88,00 77,00 81,69 6,149 502.306
Þorskur(sl) 110,00 64,00 103,51 11,731 1.214.317
Ýsa 83,00 50,00 74,60 0,814 60.722
Ýsa(ósl.) 90,00 86,00 87,46 8,914 779.615
Karfi 39,00 20,00 29,83 1,005 29.977
Ufsi 20,00 20,00 20,00 0,080 1.600
Steinb./Hlýri 35,00 22,00 26,47 0,450 11.910
Langa 49,00 37,00 41,81 0,167 6.983
Lúða 285,00 145,00 182,88 0,472 86.320
Skarkoli ' 39,00 20,00 22,56 1.763 39.782
Rauðmagi 50,00 35,00 39,61 0,272 10.775
Skötuselur 160,00 160,00 160,00 0,013 2.080
Keila 23,00 23,00 23,00 0,439 10.097
Kinnar 195,00 110,00 142,29 0,129 18.355
Hrogn 210,00 210,00 210,00 0,111 23.310
Blandað 49,00 28,00 42,30 0,239 10.109
Samtals 85,75 32,748 2.808.258
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 100,00 44,00 82,19 23,982 1.971.050
Hrogn 155,00 155,00 • 155,00 0,100 15.500
Ýsa 88,00 65,00 75,72 13,206 999.986
Sandkoli 2,00 2,00 2,00 0,550 1.100
Karfi 35,00 21,00 27,17 1,112 30.211
Ufsi 30,00 25,00 29,40 2,157 63.410
Steinbítur 30,00 30,00 30,00 0,093 2.790
Langa 35,00 15,00 30,66 0,129 3.955
Lúða 245,00 245,00 245,00 0,005 1.225
Skarkoli 50,00 50,00 50,00 0,100 5.000
Rauðmagi 28,00 28,00 28,00 0,091 2.548
Hlýri 30,00 30,00 30,00 0,103 3.090
Blandað 58,00 10,00 55,99 0,252 29.394
Samtals 74,24 42,153 3.129.269
Morgunblaðið/Gísli Bogason
Sá stærsti síðan 1952
Risalaxinn sem veiddist í net trill-
unnar Nakks frá Djúpavogi á
sunnudag er engin smásmíði, eins
og sést glöggt á myndinni hér að
ofan. Blóðgaður vóg fiskurinn, sem
er hrygna, 18,420 kfló eða 37 pund
og lengd hans mældist 117 senti-
metrar og hann er því ívið lengri
en bræðurnir á myndinni hér að
ofan, þeir Guðni Baldur, 4 ára, og
Jóhann, 3 ára, sem brugðu sér í
frystihús Búlandstinds ásamt föður
sínum, Gísla Bogasyni, til að berja
skepnuna augum. Þótt margir veið-
imennirnir segist hafa misst þá
stóra má heita öruggt að fáir Is-
lendingar hafi séð jafnstóran lax
eigin augum, enda hefur ekki feng-
ist staðfest að stærri laxi hafi ver-
ið landað hérlendis síðan 1952 þeg-
ar 37,5 punda^ fiskur veiddist á
stöng í Hvítá í Árnessýslu. Stærsti
lax sem sannanlega hefur veiðst
við ísland er Grímseyjarlaxinn svo-
kallaði, sem veiddist í sjó árið 1937
og vóg 49 pund, 24,5 kíló, og var
132 sentimetra langun 1946 veidd-
ist svo annar risi í Hvítá í Arnes-
sýslu og vóg sá 38,5 pund og er
að líkindum stærsti lax sem veiðst
hefur á stöng hérlendis. Einnig er
vitað að 1912 og 1942 hafi veiðst
risalaxar í Laxá í Þingeyjarsýslum,
sem hvor vóg hátt á fjórða tug
punda, að sögn Þórs Guðjónssonar
fyrrum veiðimálastjóra. Þá veiddist
lax við Eldey sem var um það bil
35 pund og annar áþekkur er
kenndur við Gullbergið. Hins vegar
sagði Þór að aldrei hefðu fengist
staðfestar ýmsar ævagamlar kvik-
sögur um risavaxna laxa en þeirra
mestur mun hafa verið Flúðatanga-
laxinn úr Hvítá í Borgarfirði, sem
sagður er hafa veiðst á síðustu öld
og vegið 70 pund.
Kópavogur:
Sjálfstæðis-
flokkur fengi
meirihluta
SAMKVÆMT skoðanakönnun
Skáís, sem gerð var fyrir Press-
una, fengi Sjálfstæðisflokkurinn í
Kópavogi 56,1% atkvæða ög sjð
fulltrúa ef miðað er við svör
þeirra sem tóku afstöðu. Úrtakið
var 450 manns og svöruðu 68,2%.
Af þeim voru 32,2% óákveðnir.
Alþýðubandalagið fengi 19,4% og
tvo fulltrúa, Alþýðuflokkur 11,6% og
einn fulltrúa, Framsóknarflokkur
10,3% og einn fulltrúa og Kvennalist-
inn 2,6%. 10,1% sögðust ekki ætla
að kjósa og 7,2% svöruðu ekki.
Hafiiarfjörðim
Alþýðuflokk-
ur fengi 50%
SAMKVÆMT skoðanakönnun
Skáís fyrir Pressuna um fylgi
stjórnmálaflokka í Hafharfirði
fengi Aiþýðuflokkurinn 50% at-
kvæða, ef nú yrði kosið til bæjar-
stjórnar. Flokkurinn fengi sex full-
trúa en hefur fimm. Úrtak kðnn-
unarinnar voru 700 manns, þar
af voru óákveðnir 23,9%.
Sjálfstæðisflokkur fengi 40,7% og
fimm fulltrúa. Þá fengi Alþýðuband-
alagið 4,5%, Framsóknarflokkurinn
3,6% og Kvennalsitinn 1,2%, en þess-
ir flokkar fengju enga fulltrúa í
bæjarstjórn. Af þeim sem voru spurð-
ir sögðust 5,7% ekki ætla að kjósa
og 8,5% svöruðu ekki.
FISKVERÐ AUPPBOÐSMORKUÐUM - YTRA
VESTUR-ÞÝSKALAND 11. aprfl.
Hœstaverð Lœgstaverð Meðalverð Magn Heildar-
(kr.) íkr.) (kr.) (lesiir) verðíkr.)
Þorskur 94,16 75,32
Ýsa 117,33 61,56
Karfi 159,19 61,56
Ufsi 72,43 50,70
GÁMASÖLUR í BRETLANDI 11. aprfl.
Þorskur 207,13 151,36
Ysa 184,84 151,36
Karfi 92,41 63,73
Ufsi 73,29 65,33
GENGISSKRANING
Nr. 71 11. apnl 1990
Kr. Kr
Ein.KI. 09.16 K«up S*l
Dollafi 60.70000
Stertp. 99,56100
Kan. dollari 52.36100
Oónsk kr. 9,47330
Norskkr. 9,30270
Sænsk kr. 9.95410
Fi. marlc 15,27620
Fr, (ranki 10,77290
Belg. franki 1,75030
Sv. trankt 40,79300
Holl. gytiíni 32,15980
V-þ. mark 36.21390
ít. lira 0.04927
Austurr. sch. 5.t4820
Port. escudo 0,40820
Sp. peseii 0.56990
tap. yen 0.38339
trskt pund 97.04400
SDR (Sórst.) 79.20740
ECU.evr.m. 73.96300
60.86000
99.84400
52.49900
9.49820
9,32720
9.98030
15.31650
10,80130
1.75490
40,90050
32.24460
36,30940
0.04940
5.16180
0,40930
0.57140
0,38440
97.30000
79.41620
74.15790
61,68000
i 00,02300
52.39300
9.44930
9,32290
9.99190
15,27300
10.69120
1,73940
40.54430
31,92960
35.93880
0.04893
5.10600
0.40790
0,56270
0.38877
96.15000
79.64060
73.56270
Tollgengi lyrir april er solugengí 28. mars. Sjáltvirkur
símsvari gengissfcrámngar er 62 32 70.
Skoðanakönnun Skáís:
Sjálfstæðisflokk-
urinn fengi 75,5%
í SKOÐANAKÖNNUN um fylgi stjórnmálaflokkanna, sem Skáís hefur
gert fyrir Pressuna vegna borgarstjórnarkosniiigamiu í vor, fengi Sjálf-
stæðisflokkurinn 75,5% atkvæða þeirra sem taka afstöðu og 13 borgar-
fulltrúa kjörna. Næst kemur Nýr vettvangur með 12,1% og tvo
fulltrúa. Samkvæmt könnuninni missa Framsóknarflokkur, Kvennalisti
og Alþýðubandalag sina fulltrúa.
Svart og sykurlaust
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Bíóborgin
Leikstjóri Danny DeVito. Hand-
rit Michael Leeson. Aðalleikend-
ur Michael Douglas, Kathleen
Turner, Danny DeVito, Mar-
ianne Ságebrecht. Bandarísk.
20th Century Fox 1989.
Dökkleit fyndni, svartar gaman-
myndir eru harla fáséðar frá
draumaverksmiðjunni Hollywood
um þessar mundir, enda ekki verið
„inni" um langá hríð þó Evrópu-
menn gæli Iöngum við þessa mynd-
gerð, meðfram öðrum. En Kaninn
hefur löngum viljað skara að sínum
hamingjusamlega endi og luk-
kunnar velstandi svona yfir höfuð,
svo hin vel heppnaða I blíðu og
stríðu kemur skemmtilega á óvart.
Þau Douglas og Turner kynnast
ung að árum, hann verðandi lög-
fræðingur, hún kæfugerðarkona.
par exellence. Hjónabandið og
framapotið ganga með miklum
ágætum uns, bang!, einn góðan
veðurdag vill kerla karlinn út og
það hið snarasta, og halda villunni
og krakkagrislingunum í ofanálag.
Er það mál hjónaskilnaðarlógfræð-
ingsins DeVito að reyna hið
ómögulega — að ná sáttum í mál-
inu sem endar með ósköpum, svo
ekki sé meira sagt!
Það leynir sér ekki að þessi
þrenna, DeVito, Douglas og Turn-
er, þekkist vel. Leikurinn er af-
burðagóður en enginn betri en sá
sem heldur öllum endum saman,
leikstjórinn og leikarinn DeVito.
Annars eiga allir lof og þakkir
skildar fyrir óvenju frumiega og
vel heppnaða gamanmynd í alla
staði.
Hér er valinn maður í hverju
rúmi enda framleiðandinn enginn
annar en James L. Brooks, einn
færasti maður í sinni stétt í Vestur-
álfu. Það hriktir í tjaldinu á köflum
undir óvenju svæsnum orðaskipt-
um og Jíkamlegum átökum Rose-
hjónanna en fyrst og fremst leiftr-
ar myndin af óvenju öprúttnu
skopskyni og meinhæðni.
Feðgin í fallhættu
Bíóhðllin:
Cookie — „Cookie"
Leikstjóri Susan Seidelman.
Aðalleikendur Peter Falk,
Emely Lloyd, Diane Wiest,
Brenda Vaccaro. Bandarísk.
MGM 1989.
Maður beið eftir þessari með
nokkurri forvitni, einkum hvað
varðaði gengi hinnar efnilegu,
bresku leikkonu Lloyd á erlendri
grund, en eins og margir muna
þá sló hún eftirminnilega í gegn í
bresku smámyndinni Eg vild' að
þú værir hér, fyrir tveimur árum.
Og Lloyd svíkur engann, það gera
hinsvegar handritshöfundur og
leikstjóri í ríkum mæli.
Cookie á að segja frá endur-
komu mafíósans Falks á heima-
slóðir sínar í New York eftir rösk-
lega áratugs setu bak við lás og
slá. Hvemig hann nær sér niðri á
skrattakollunum, vinum hans, sem
komu honum í grjótið en þó fyrst
og fremst þeim þætti sem óhemj-
an, dóttir hans Lloyd, á í öllu ráða-
brugginu. Þá eiga endurkynni
feðginanna að vera hvortveggja í
senn — bráðfyndin og hjartnæm.
Þetta fer allt fyrir ofan garð og
neðan hjá Seidelman, sem hefur
nú margsannað að myndir hennar
eru yfír höfuð lítið forvitnilegar
ef undan er skilið byrjunarverkið
Smithereens, sem var m.a. sýnd
hér á kvikmyndahátíð á sínum
tíma. Hún, ásamt lítt fyndnum
handritshöfundum, gera fátt fyrir
þann ágæta og skemmtilega sam-
valda leikhóp sem vafrar um svið-
ið, reynandi að gera sér mat úr
fímmaurabröndurum.
_
Úrtak könnunarinnar voru 700
manns og svöruðu 76,3%. Af þeim
sögðust 45,5% kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn, 7,3% Nýjan vettvang, 3%
Kvennalistann, 2,6% Framsóknar-
flokkinn og 1,7% Alþýðubandalagið.
29,4% voru óákveðnir, 5,8% ætla
ekki að kjósa og 4,7% svöruðu ekki.
Spurt var: Ef kosið væri til borgar-
stjórnar Reykjavíkur núna, hvaða
flokk eða framboð mundir þú kjósa
? Þeir sem ekki tóku afstöðu voru
síðan spurðir: Hvort myndir þú kjósa
Sjálfstæðisflokkinn, Nýjan vettvang
eða einhvern hinna flokkanna? Af
þeim sem voru óákveðnir svðruðu
60% og sögðust 43,2% ætla að kjósa
Nýjan vettvang, 36% Sjálfstæðis-
flokkinn og rúmlega 29% aðra
flokka. Ef tekið er tillit til þeirra sem
svara síðari spurningunni fengi Sjálf-
stæðisflokkurinn 11 fulltrúa, Nýr
vettvangur fengi þrjá og Kvennalist-
inn einn miðaða við fyrra fylgi.
Morgtinblaðið/Bjðni Björnsson
Nemendur sýndu góðhesta og kynbótahross í nýju reiðkennslustof-
unni og lýsti Magnús Lárusson kostum þessara gripa fyrir
áhorfendum.
Reiðkennslustofa á Hólum
Hólum i Hjaltadal. »
REIÐKENNSLUSTOFA var vígð í Bændaskólanum á Hólum fyrir
skömmu að viðstöddum landbúnaðarráðherra, Steingrimi J. Sigf-
ússyni og allmörgum gestum. Við athðfhina sðng Karlakórinn
Heimir, ávðrp voru flutt og sýndir hestar, en að lokum þágu gestir
veitingar í boði skólans.
Athöfnin hófst með söng Karla-
kórsins Heimis, en síðan flutti sr.
Sigurður Guðmundsson vígslubiskup
húsblessun. Þá ávarpaði Jón Bjarna-
son, skólastjóri, ráðherra og gesti.
Reiðkennslustofan er um 1.100
fermetrar. Bygging hennar hófst
haustið 1988 og var að mestu lokið
í október síðastliðnum. Trésmiðjan
Borg á Sauðárkróki byggði húsið.
Fram kom í ræðu Jóns Bjarnason-
ar að heildarkostnaður við bygging-
una er 14,5 milljónir.
Ávarp nemenda flutti Lovísa Her-
borg Ragnarsdóttir. Að lokum flutti
landbúnaðarráðherra ávarp og árn-
aði skólanum heilla með nýja húsið.
- BB. j