Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990
27
Þýðir ekki að reyna
að flýta falli Kastrós
- segir rithöfiindurinn Gabriel Gareia Marques
VIÐLEITNI Bandaríkjanna til að vekja óánægju Kúbumanna með leið-
toga sinn, Fídel Kastró, t.d. með því að sjónvarpa áróðri til eyjarinn-
ar, er dæmd til að mistakast, segir kólombiski rithöfundurinn Gabriel
Garcia Marques í viðtali sem birtist í dagbíöðunum Miami Herald og
El Tiempo. Marques, sem er góður vinur Kastrós, segir að slíkar til-
raunir stappi einungis stálinu í Kúbuleiðtogann.
landsins. Með því að aflétta við-
skiptabanni gætu Bandaríkjamenn
einnig gert Kastró erfiðara fyrir að
ala á hatri á Bandaríkjunum, að
sögn Der Spiegel.
Fídel Kasl.ro.
Marques segist hlynntur lýðræðis-
umbótum á Kúbu en það hafí ekki
verið snjallt af Bandaríkjamönnum
að reyna að flýta falli Kastrós með
því að hefja rekstur sjónvarpsstöðv-
arinnar TV Matti sem sjónvarpar til
Kúbu. „Það eru mistök að halda að
hægt sé að kæfa Fídel. Þá á hann
nefnilega einskis annars úrkosti en
að streitast á móti." Sendingarnar
hófust í lok mars. Þungamiðjan í
dagskránni er umfjöllun um breyt-
ingarnar í Austur-Evrópu. Kúbversk
stjórnvöld hafa truflað sjónvarps-
sendingarnar.
Nú þegar hvert landið á fætur
öðru hefur hrist af sér ok kommúnis-
mans verður engra breytinga vart á
Kúbu. Kastró segir að fyrr farist
Kúba en þar verði sósíalisminn af-
ísrael:
Peres mistókst stjórnar-
myndun á síðustu stundu
Ástandinu á þingi líkt við grátbroslegan gamanleik
Jerúsalem. Reuter.
SIIIMON Peres, leiðtoga Verkamannaflokksins í ísrael, mistókst í
gær að mynda nýja síjórn í landinu en Chaim Herzog forseti hefur
framlengt umboð hans enn um hálfan niánuð. Nokkrum mínútum
áður en Peres ætlaði að leita traustsyfirlýsingar þingsins hlúpust
undan merkjum tveir þingmenn trúmálaflokka, sem höfðu heitið
honum stuðningi, og er þessi niðurstaða mikið áfall fyrir líkurnar á
friðarviðræðum við Palestínumenn.
njóta, og einstökum þingmönnum,
sem hlaupa sitt á hvað, úrslitavald
í málum þings og þjóðar. Síðastlið-
inn laugardag komu 150.000
manns saman í Tel Aviv til að krefj-
ast nýrra kosningalaga og var þar
um að ræða ein fjölmennustu mót-
mæli í sögu ísraelsríkis.
Þingmennirnir tveir, sem skiptu
um skoðun á síðustu stundu, rabb-
íarnir Avraham Verdiger og Eliezer
Mizrahi, gáfu þá skýringu, að þeir
gætu ekki stutt stjórn, sem nyti
atbeina arabískra þingmanna, sem
aftur styddu PLO, frelsissamtök
Palestínumanna. Verdiger lét raun-
ar ekki þar við sitja, heldur sagði
af sér þingmennsku og Mizrahi
sagði sig úr flokki sínum, eina trú-
málaflokknum á þingi, sem stutt
hefur Verkamannaflokkinn. Kveðst
hann nú ætla að berjast gegn hugs-
anlegri ríkisstjórn Peresar.
Yitzhak Shamir, leiðtogi Likud-
flokksins, krafðist strax stjórnar-
myndunarumboðsins þar sem hann
hefði nú vísan stuðning 60 þing-
manna á móti 59 Verkamanna-
flokksins en Herzog forseti ákvað
að gefa Peres enn hálfan mánuð.
Stjórnmálaskýrendur telja hins veg-
ar, að útkoman í gær hafi ef til
vill bundið enda á forystuhlutverk
Peresar og veðja á, að Yitzhak
Rabin, fyrrum varnarmálaráðherra,
taki við því af honum.
Erlendir fréttamenn segja, að
ástandinu í Knesset, ísraelska þing-
inu, megi helst líkja við grátbrosleg-
an gamanleik eða knattspyrnu-
keppni þar sem áhangendurnir
öskra og skiptast á svívirðingum
hver um annan. Er almenningi far-
ið að ofbjóða og kennir um hlutfalls-
kosningafyrirkomulaginu, sem veitt
hefur smáflokkum, sem lítils fylgis
lagður. Einangrun landsins fer vax-
andi vegna þessa. Samskipti stjórn-
valda á Kúbu við hefðbundna banda-
menn sína eru á margan hátt orðin
stirðari. Þegar Míkhaíl Gorbatsjov
Sovétleiðtogi kom til Kúbu fyrir ári
gaf hann Kastró til kynna að eftir
fimm ár yrði sovésk efnahagsaðstoð
felld niður. „Hvers vegna erum við
að fjármagna lögregluríki sem er
komið að fótum fram" var spurt í
vikublaðinu Moskvu-fréttum fyrir
skemmstu. Enda er nú svo komið
að sum sovésk dagblöð eru bönnuð.
í mars skrifuðu Pólverjar, Búlgarar,
Tékkar og Ungverjar undir skýrslu
Sameinuðu þjóðanna þar sem mann-
réttindabrot á Kúbu eru harðlega
gagnrýnd. Og í lok janúar var frétta-
ritari Prag-útvarpsins rekinn úr
landi vegna þess að hann spáði
Kastró sðmu örlögum og Ceausescu.
„En hvers vegna rís þjóðin ekki
upp eins og Rúmenar gerðu?" spyr
Rene Vazques Diaz, útlægur kúb-
verskur rithöfundur, nýlega í grein
í spánska dagblaðinu El Pais. Svarið
felst meðal annars í því að Kúba er
mesta lögregluríki Rómönsku
Ameríku. 100.000 manna öryggis-
lögregla fylgist með hverju fótmáli
manna og hverju óvarlegu orði.
Vestur-þýska tímaritið Der Spieg-
el heldur því fram að Bandaríkja-
menn gætu gert Kastró skráveifu
með því að afnema viðskiptabann á
Kúbu sem í þrjátíu ár hefur verið
honum afsökun fyrir efnahagserfið-
leikum. International Herald Tri-
bune segir að eina kraftaverkið sem
Kastró hafí orsakað á þrjátíu árum
sé sykurskortur á Kúbu en sykur
hefur lengi verið aðalframleiðsluvara
Rúmenía:
Biðja Mikjál
að fresta för
Búkarest. Reuter.
RÍKISSTJÓRN Rúmeníu fór
þess á leit við Mikjál, fyrrum
konung landsins, í gær, að
hann frestaði fyrstu hehn-
sókn sinni til Rúmeníu frá
því að honum var velt úr
sessi fyrir 42 árum. Til stóð
að einvaldurinn fyrrverandi
kæmi til landsins í dag og
stæði við fram yfir páska.
í yfirlýs-
ingu sem
stjórnin sendi
frá sér sagði
að farið væri
fram á að
Mikjáll fre-
staði ferð
sinni fram
yfir kosning-
arnar sem
haldiiar verða
Mikjál
landinu 20. maí
næstkomandi þar sem „koma
hans til landsins á þessum tíma
kynni að auka á spennuna í
landinu og stofna öryggi hans
í hættu".
Enn fremur sagði í yfirlýs-
ingunni að margir stjórnmála-
menn hefðu verið andvígir
heimsókninni þar eð hún gæti
vakið reiði og orðið tilefni til
mótmælaaðgerða.
Neyddur tíl að sitja fyrir
Þessi mynd var tekin í Bogota, höfuðborg Kólumbíu, síðastliðinn þriðju-
dag og sýnir leynilögreglumenn neyða Gustavo Mesa, sem játað hefur
á sig morð, til að sitja fyrir hjá fréttaljósmyndurum. Mesa játaði að
hafa myrt blaðamann í fyrra og er grunaður um að hafa tekið þátt
í morðinu á forsetaframbjóðandanum Bernardo Jaramillo.
NNH
NORDISKA NAMNDEN FÖR HANDIKAPPFRAGOR
Pohjoismaincn vammaisasiain lautakunta
Tne Nordic Committ ee on Dssability
NNH er samstarfsstofnun Norrænu ráðherranefndarinnar, þ.e.a.s. ríkis-
stjórna hinna fimm Norðurlanda. Skrifstofa NNH er í Stokkhólmi (Vállingby)
og hefur fimm starfsmenn.
Samkvæmt ákvörðun Norrænu ráðherranefndarinnar er nú unnið að skipu-
lagi nýrrar stofnunar, sem heyra mun undir NNH. Sú stofnun mun vinna að
þróun hjálpartækja fyrir fatlaða á Norðurlöndum. Stofnunin mun hafa aðsetur
í Tammerfors í Finnlandi þar til 31. des. 1992 og fer starfið fram í nánu
samráði við Rannsóknastofnun tækniiðnaðarins sem finnska ríkið rekur. Við
stofnunina munu starfa tveir menn auk forstöðumanns og aðstoðarmanns.
Með tilvísun til þessa óskar NNH eftir því að ráða sem fyrst
FORSTÖÐUMANN
(VERKSAMHETSLEDARE)
þróunarstofnunarinnar. Viðkomandi mun
starfa í Tammerfors til 31. des. 1992, en eftir
þann tíma verður tekin ákvörðun um hvort
rekstrinum verður haldið áfram. Ríkisstarfs-
menn eiga rétt á leyfi frá núverandi starfi.
Starfinu fylgja nokkur ferðalög, einkum innan
Norfturlanda. Fyrir aðra starfsmenn en þá,
sem koma frá Finnlandi, gilda sérstakar reglur
um styrki vegna flutninga og laúnauppbætur.
Helstu verkefni: Helsta markmiðið með rekstri
stofnunarinnar er að efla samnorrœna þróun
ýmissa háþróaðra hjálpartækja fyrir fatlaða.
Stofnuninni er ætlað að samræma það starf,
sem fram fer á þessu sviði, og vinna að því
að unnt verði að hanna slíkan búnað handa
fötluðum á Norðurlöndum. í stjórn stofnunar-
innar sitja fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum
auk framkvæmdastjóra (kanslichef) NNH. For-
stöðumaðurinn hefur á hinn bóginn umsjón
með rekstrinum frá degi til dags.
Krafist er viðeigandi menntunar og reynslu
af stjómunarstörfum. Þá þarf viðkomandi að
vera lipur í samstarfi, jafnframt þvi að geta
starfað sjálfstætt. Hann þarf að geta tjáð sig,
jafnt í ræðu sem riti, á norsku, dönsku eða
sænsku, og þess er krafist að umsækjendur
hafi gott vald á fihnsku eða ensku. Reynsla
af stjórn sérhæfðra verkefnakemur sér vel.
Upplýsingar: Kanslichef Finn Petrén, fram-
kvæmdastjóri, í síma +46-8-620 18 91.
I boði er ákjósanleg starfaðstaða og góð laun.
Umsóknir ásamt prófskírteinum og öðru því,
sem að gagni kann að koma við mat átimsækj-
endum, ber að senda NNH fyrir 25. apríl 1990.
Heimilisfang: NNH, Box 510, S-162 15 Vall-
ingby, Sverige.