Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL1990 Virðisaukaskatturinn: Innheimta skattsins betri en áætlað var INNHEIMTA virðisaukaskatts fyrstu þijá mánuði ársins nam 5,05 milijörðum króna. Upplýsingafiilltrúi fjármálaráðuneytisins segir að þetta sé betri niðurstaða en áætlanir voru um. Fyrsti eindagi virðisaukaskatts var 5. apríl. Þá nam innkoma skattsins 7,55 milljörðum en endur- greiðslur til fiskvinnslu, húsbygg- enda og vegna matvöru og almenns innskatts, námu 2,50 milljörðum króna. Alls skilaði 4,61 milljarður sér inn gegnum almenna innheimtu, Skógrækt- arþáttur í opinni dagskrá ÞÁTTUR um skógrækt Héð- ins heitins Valdimarssonar í Höfða við Mývatn verður sendur sendur út í opinni dagskrá Stöðvar 2 kl. 20.30 í kvöld, skírdag. Landgræðsl- uskógar — átak 1990 samdi við Stöð 2 áður en ákveðið var að loka dagskrá stöðvar- innar endanlega um að þætt- ir tengdir átakinu væru allir sendir út án truflunar. Þessir þættir eru, auk þátt- arins í kvöld, þátturinn „Bæjar- staðarskógur, uppspretta nýrra birkiskóga" sýndur 23. apríl og tveggja og hálfrar klukku- stunda langur þáttur í beinni útsendingu föstudagskvöldið 27. apríl, þar sem biðlað verður til þjóðarinnar að styðja við átakið, koma á græna grein með átakinu eins g segir í frétt- atilkynningu frá Landgræðslu- skógum. — átak 1990. en 2,91 við innflutning gegnum tollstjóra. Mörður Árnason upplýsingafull- trúi fjármálaráðuneytisins sagði þetta sýna, að skattkerfið virkaði mjög vel. Arangurinn af innheimt- unni væri heldur betri en reiknað var með. Þá yrði að vísu að taka tillit til þess að áætlanir voru með miklum óvissuþáttum vegna kerfis- breytingarinnar. Einnig virtust menn ekki hafa nýtt sér gjaldfrest í tolli eins mikið og búist var við. Mörður sagði að 75-80% almennu innheimtunnar hefði skilað sér gegnum gírókerfið en sú leið væri nú fær í fyrsta skipti. Fjölmargir sóttu fund í Gerðubergi um fíkniefhamál. Morgunblaðið/Bjarni Fundur um íikniefnamál: Þörf fyrir betri fræðslu 02: meiri skilning stjórnvaldl NÆRRI 170manns fylltu fundarsal í Gerðubergi í Breiðholti á þriðju- dagskvöld. Ástandið í fíkniefhamálum var til umræðu, en foreldrasam- tökin Vímulaus æska gengust fyrir fundinum. I ályktun fundarins er skorað á sfjórnvöld að koma án tafar til liðs við unglinga og foreldra til að vernda börn og unglinga fyrir tóbaki, áfengi og öðrum ávana- og fikniefhum. Þess er krafíst að stjórnvöld rikis og sveitarfélaga setji þessi mál þar í forgangsrðð sem þau eiga heima vegna þess hve mikið sé í liúlí. Á fundinum var sagt að unglingar þyrftu meiri fræðslu um skaðsemi fíkniefha og betri félagsaðstöðu. Foreldrar þyrftu upplýsingar og kennarar svigrúm fyrir fíknifræðslu. Lögregla þyrfti að bæta við leitarhundum og losna við yfírvinnukvóta. I hverfi borgarinnar þyrfti ráðgjafarstöðvar um fikniefnamál. ¦ LITIÐ hefur ljós listi fólks sem býður fram við næstu kosningar í Reykhólahreppi. Sjö efstii menn listans eru: 1. Guðmundur Olafsson, oddviti, 2. Katrín Wessman Þór- oddsdóttir, bóndi, 3. Stefán Magn- ússon, vaktstjóri, 4. Bergljót Bjarnadóttir, verkamaður, 5. Hall- steinn Guðmundsson, bóndi,^ 6. Daníel Jónsson, bóndi, 7. Jón Árni Sigurðsson, verkamaður. Mark- mið listans er að vinna að hagsmun- um Reykhólahrepps og landsbyggð- ar. - Sveinn Af máli fundarmanna mátti ráða að fræðsla væri lykilatriði til að sporna gegn fíkniefnaneyslu ungs fólks. En skólarnir j)óttu ekki standa sig sem skyldi. „A þremur árum í 7.-9. bekk hef ég einu sinni fengið hálftíma fyrirlestur um fíkniefna- mál," sagði Guðjón Jónasson, for- maður nemendaráðs Seljaskóla. Fræðslustjórinn í Reykjavík, Ás- laug Brynjólfsdóttir, sagði að fíkni- efnafræðslu væri enginn tími ætlað- ur á stundaskrám, nemendum væri hent milli kennara sem veitti ekki af tímanum til að fara yfir sitt efni. Hrönn Svavarsdóttir, sem situr í nemendaráði Fellaskóla, sagði ástandið í fíkniefnamálum unglinga alls ekki verra í Breiðholti en öðrum hverfum. „Það hefur tíðkast að klína unglingavandanum á Breiðholtið og umræðan að undanförnu hefur verið óréttlát." Fleiri ræðumenn tóku und- ir það að fíknefnavandi unglinga væri ekki bundinn við Breiðholt. Það væri einfaldlega stærsta barna og unglingahverfi borgarinnar. Erlendur Kristjánsson, formaður Foreldra- og kennarafélags Hóla- brekkuskóla, taldi fíkniefnalögregl- una hafa staðið sig vel og benti á að götusalar væru hættulegastir. En lögreglan þyrfti a.m.k. tvo hunda til fíkniefnaleitar í viðbót. Þá þyrfti að efla tollgæslu, algengast væri að fíkniefni bærust hingað með pósti. Björn Halldórsson'rannsóknarlög- reglumaður tók undir það að lögregl- an þyrfti fleiri menn með leitar- hunda; einn til tvo á Keflavíkurflug- völl og einn í Reykjavík. Björn sagði rannsóknarlögregluna þurfa að velja og hafna hvaða málum ætti að sinna og því sætu minni mál á hakanum. „Það vantar aukið fjármagn og skilning stjórnvalda á að þessi mál er ekki nóg að vinna bara á daginn." Arnþór Bjarnason lögreglumaður sagði stöðugan straum unglinga liggja á lögreglustöðina í Breiðholti á föstudagskvöldum, en þá stendur hún þeim opin. „Það er sláandi hve margir vita um einhverja sem neyta vímuefna. Afbrot vilja tengjast neyslunni, vandinn felst nefnilega ekki í að nálgast efnin, heldur í að fjármagna kaupin." Arnþór sagði að ráðgjafarstöðvar um vímuefna- neyslu, með tveimur til þremur starfsmönnum hver, myndu gera mikið gagn úti í hverfum borgarinn- ar. Jón K. Guðbergsson, stjórnarmað- ur í foreldrasamtökunum Vímulausri æsku, sagðist hafa tekið við 1200 símtölum á síðasta ári vegna fíkni- efnavandræða. Oftast hringdu ungl- ingar í vímu í síma samtakanna, en einnig örvæntingarfullir foreldrar og vinir. „En hvaða vímu eru krakkarn- ir í? Flest byrja þau í áfenginu. Þótt við vitum þetta er aðgangur að víni alltaf að verða auðveldari. Foreldrar verða að gera eitthvað í því." Árni Sigfússon, formaður Félags- málaráðs Reykjavíkur, sagði að Námsgagnastofnun hefði í tvö ár haft á boðstólum kvikmynd og námsefni um fíkniefni. Vert væri fyrir skólana að gefa þessu gaum. Þá sagði hann að eftir páskana stæði til að halda fræðslufundi með foreldrum unglinga sem tengdust hassmálinu svokallaða í Breiðholti. Árni talaði um að fyrst og fremst þyrftu viðhorfin gagnvart fíkniefn- um að breytast. „Nú þykir aulalegt að reykja, við höfum ekki viðurkennt hið sama um ofneyslu áfengis. En einmitt það þarf að gerast um fíkni- efnin." u.ij/ Hifiirioti .alcil^.'jíunyiQ fi^æián 2 iBtert iá89<l nu-gnam Ihriá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.